Þjóðleikhúsið hættir

Nú þegar ríkið sparar og allt er skorið niður við trog, m.a. tvær gestsýningar þjóðleikhússins spyr maður sjálfan sig af hverju þjóðleikhúsinu er einfladlega ekki lokað.  Það hlýtur að spara hundruðir milljóna yfir árið að segja uppp leikhússtjóra  & leikurunum, miðasölugenginu og sætavísunum liðinu í sælgætinu og fatahenginu svo einhverjum sem mega missa sín sé sagt upp. 

Hvurn andskotan hefur þjóð í kreppu að gera við menningarmusteri eins og þjóðleikhúsið.  Þar er hvort sem er ekkert sýnt nema hádramatískir harmleikir þar sem fólki stekkur ekki bros á vör. Þvert á móti fara gestir þynglyndari heim en þeir komu í leikhúsið.  Það er nokkuð sem þjóðin þarf ekki á að halda núna.   Mörg ár síðan Kardemommubærinn og Dýrin í Hálsaskógi drógu að tugi þúsunda leikhúsgesta sem voru síðan í góðu skapi vikum saman eftir hafa séð Kasper, Jesper, Jónatan  og Soffíu frænku svo maður tali nú ekki um ljónið.  Þá kom Lilli klifurmús öllum í gott skap þegar hann spilaði með Mikka ref.

Ef fólkið vill fara í leikhús getur það gert það á kostnað ríkisins með því að kíkja inn í Alþingishúsið.  Þar standa Geir og Solla, Ögmundur og Illugi fyrir dramatíkinni.  Trúðarnir, Össur og Árni J. Grétar Mar og Valgerður þvæla svo þvílíka vitleysu að ekkert sirkusfífl kemst með tærnar þar sem þau hafa hælana í heimskupörunum.  Svo eru náttúrulega menn eins og Árni Matt og Kjartan Ólafsson gott rqannsóknarefni fyrir mannfræðinga að finna út hvaða eiginleika þeir hafi sem nýst geti þjóðinni á Alþingi.

Ef menningaraðallinn léti sér leikhúsið við Austurvöll nægja mætti spara mikla peninga og styrkja þannig setefnu ríkistjórnarinnar á Íslandi sem er þvr öfug við stefnu allra ríksstjórna í heiminum á krepputímum.  Meðan íslenska stjórnin er í samkepni við atvinnulífið á góðæristímum halda aðrar ræikisstjórnir að sér höndunum og spara í góðærinu.  Þær opna síðan kassann þegar illa árar og fara út í opinberar framkvæmdir til að halda úti atvinnulifinu eins og hægt er á krepputímum.

Við skúlum bara loka þJóðleikhúsinu og segja upp öllu starfsfólki nema húsverðinum sem hvort sem er er á lúsalaunum miðað við leikhússtjórann. Þá má loka fyrir 95% af rafmagni og hita í leikhúsinu því nog er að hafa birtu og il í húsvarðarherberginu.  Hann getur rölt um með vasaljós á eftirlitsferðunum um salina.  

Mér sýnist þetta vera fundið fé sem nota mætti í staðinn í RÚV-ið svo ekki þurfi að loka svæðisútvarpinu svo eitthvað sé nefnt.   


mbl.is Þjóðleikhúsið hættir við tvær sýningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Dunni, eða hvað þú nú heitir.

Ægilega leiðist mér að þú skulir líkja mínu fagi og samstarfsfélögum við þennan óskunda, hvers vegna er okkur leikurum og leikhúsi (sem er okkar vinnustaður) alltaf líkt við svona lagað þegar ílla gengur en þegar vel gengur þá í alþingi segir engin, "Vá, svakalega er þetta flott, þetta er bara eins og í Þjóðleikhúsinu" vegna þess að það er komið fram við leikara´eins og við séum hirðfífl. Í guðanna bænum findu aðra samlíkingu til þess að koma þinni "frústrasjón" á framfæri

SK

stefan karl (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 04:43

2 Smámynd: Dunni

Stefán minn.

Ég nota gælunafnið Dunni vegna þess að ég hef verið kalaður því nafni frá blautu barnsbeini. Margir þekkja mig ekki undir örðu nafni þannig að þetta er ekki felunafn.

Það var aldeilis ekki meiningin að gera lítið úr ykkur leikurunum með þessari fíflalegu færslu minni. Langt því frá. Mér dettur heldur ekki í hug og hef aldrei gert að líkja þér né nokkrum öðrum leikara við hjörðina við Austurvöll.  En flestir þar á bæ vildu gjarnan líkjast mörgum ykkar og njóta sömu hylli og þeir sem létta okkur lundina þegar á þarf að halda. 

Það er rétt að ég er svolítið frústeraður yfir því hvernig menningarlífið er rúið fjárframlögum þegar harðnar á dalnum hjá þjóðinni. Það kæmi mér ekki á óvart að synfónían yrði skorin niður í tríó við næstu aðgerð og Óperan biði eingöngu upp á sólókonsert með Geir Ólafssyni meðan kreppan stendur. 

Ég bið þig og þína stétt afsökunar hafi ég farið yfir strikið í hérna.  Ég myndi aldrei vilja styggja né hryggja nokkra sál og alls ekki hafi viðkomandi gegngið um ganga Öldutúnsins þaðan sem ég á stóran hluta af mínum bestu minningum.

Hafðu það svo alltaf sem best hvar sem þú ert niðurkominn.

Kveðja

Guðni

Dunni, 4.12.2008 kl. 07:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband