Geir / Davíð verði komið frá völdum

Enn á ný getum við snúið fréttum frá Simbave upp á Ísland. Þar í landi róa menn öllum árum að koma siðspilltum hrokagikki frá völdum án þess að hann finni sinn vitjunartíma.  Mugabe sér ekki að hann hafi gert neitt rangt. Ekkert frekar en Geir og Davíð.  Þjóðin vill ekki sjá Mugabe lengur við völd.  Íslenska þjóðin vill bæði ríksistjórnina og Seðlabankastjórnina burt úr stólum sínum.

Við eigum það sameiginlegt með þjóðinni í Simbabve að ráðamenn hlusta ekki á okkur.  Svo einfalt er það.


mbl.is Mugabe verði komið frá völdum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Upplýstu mig og aðra lesendur um hvaða spillingu þú tengir Geir Haarde við?

Og svo Davíð Oddson. Þeir eru í sitthvoru embættinu.

Annað þjóðkjörið hitt veitt af ríkisstjórninni.

Hafir þú sannanir fyrir meintri spillingu annarshvors eða beggja, þá ber þér að koma vitneskju þinni til þar til kvaddra aðila.

Treysti þú þér ekki til þess, þá gætirðu talið upp tilefnin og rökstutt þau og skrifað óháðu blaði og sent inn sem grein.

Það mundi sennilega vekja umtal og rannsókn.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 20:21

2 Smámynd: Dunni

Þakka þér kærlega fyrir leiðbeiningarnar Sigrún. Ég efast ekki um að þær eru veittar af einskærri sannleiksást og mannæsku.

En þú biður um dæmi um spillingu sem hægt er að klína á Geir og Davíð. Ég get að sjálfsögðu nefnt þó nokkur dæmi um það en nefni bara þau núna sem öll þjóðin veit um nema kannski þú.

Það var ríkisstjórn Davíðs, með Geir innanborðs, sem einkavinavæddi ríkisbankana á sínum tíma.  Þar sátu væntanlegir bjóðendur ekki við sama borð eins og alkunna er og það er spilling.

Þá ber Geir Haarde ábyrgð á ríkisstjórn þar hann sjálfur og fleiri ráðherrar hafa verið staðnir að því að skrökva málstað sínum til stuðnings. Það er kannski ekki spilling en óheilindi eru það.

Síðasta dæmið um óræka spillingu innan ríkistjórnarinnar er ráðning á sjálfsagt ágætum dreng, Þorsteini Davíðssyni, sem dómara fyrir ekki svo löngu síðan. Að undirrót Davíðs vék Björn Bjarnsaon úr embætti dómsmálaráðherra og fékk Árna Matt til að gegna embættinu þær mínútur sem tók að skipa Þorstein í stöðuna.  Nenni ekki að fara dýpra í það leiðinda mál núna. En það angar langar leiðir af spillingaróþef.

Minni svo á annað afrek Björns Bjarnasonar sem situr í ríkisstjorn á ábyrgð Geirs. Nefnilega að veita Árna Johnsen uppreisn æru eftir að honum skrikaði fótur á svelli laganna.  Þú veist sjálf hvaða augum hinn almenni sjálfstæðismaður leit þann gjörning.

PS.  Láttu þér ekki detta í hug að ég treysti mér ekki til að rökstyðja það sem ég segi og skrifa.  En þú skilur greinilega ekki út á hvað færslan mín gengur og við því get ég lítið gert annað en að benda þér á að hún átti að sýna að íslenska þjóðin á vð sama vandamál að stríða og sú í Simbabve. Að vilja losna við ákveðna ráðamenn sem ekki hlusta á þjóð sína.

Guð gefi þér gott kvöld og notalega aðventu. 

Dunni, 4.12.2008 kl. 21:12

3 identicon

Sigrún  Jóna ! ! !   Ef þetta sem á undan er talið hjá Dunna dugar þér ekki  þá verður þú að fara að mæta  á útifundina á Austurvelli á laugardögum  þ.e.a.s.  ef þú býrð á  Íslandi.  Síðan veit ég ekki hvað þú meinar með "þar til kvaddir aðilar"  það ná ekki íslensk lög yfir þessi dusilmenni. Þinghelgi og hvað það nú heitir ......   Síðan má nú deila um það hvort þetta fólk sem er í fararbroddi sé heilt á geðsmunum.  Margt bendir til þess að takmörkun  eigi sér stað að einhverju leiti.

Jóhanna Þórkatla (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 22:31

4 identicon

Ummæli Jóhönnu, rifjar upp hjá mér ofsóknirnar á hendur Framsóknarforingja frá Hriflu.

Hann var af alþýðu, talinn ekki heill á geðsmunum, vegna einhvers sem allir eru búnir að gleyma núna. Þessir menn sem lagðir eru í einelti, eiga nefnilega ástvini, eins og vonandi flestir.

Viljið þið vera í þeirra sporum núna.?

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 11:33

5 Smámynd: Dunni

Er hjartanlega sammála þér Sigrún Jóna.  Það er alls ekki sama hvernig fjallað er um fólk.  En þeir sem kosnir eru, eða ráðnir, til trúnaðarstarfa í samfélaginu verða að vinna fyrir eins opnum tjöldum og unnt er. 

Ég er nokkuð viss um að ef ríkistjórnin hefði gefið almenningi meiri upplýsingar um kreppuferlið og strax sett á fót rannsóknarhóp á "slysinu" hefði umræðan orðið önnur og málefnalegri en hún er í dag.

Það verða ráðamenn að taka á sig.  Ger og Ingibjörg hafa haldið málamyndar fjölmiðlafundi af og til.  Ekkert hefur heysrt í Björgvini og Árna vikum saman.  Forstjóri Fjármálaeftirlitsins dúkkaði loks upp í sjónvarpinu í vikunni og varðist fimlega öllum spurningum sem skiptu máli.   Og Davíð talar bara  við héraðsfréttablað í Danmörku en hundsar íslensku pressuna. 

Þessa hluti ætti að vera auðvelt að laga og þar með lyfta umræðunni upp á örlítið hærra plan.

Dunni, 5.12.2008 kl. 13:56

6 identicon

Ekkert veit ég um ofsóknir á hendur Hriflu foringjanum. Það sem ég er að skrifa um núna er í "núinu"  í dag að gerast.  En ef þú vilt tala um gamla foringja þá nægir að minna á Hitler , hann átti líka ástvini (Eva Braun)  Nixon sem var með ofsóknarbrjálæði. Við skulum heldur ekki  gleyma Ronald Regan  sem hafði alsheimer í mörg ár, en það þóknaðist ekki samstarfsmönnum hans að láta það uppskátt.  Þessir menn áttu líka ástvini. Nei mín kæra Sigrún Jóna það eiga margir um sárt að binda þessa dagana og næstu vikur og mánuði.  Því miður er ekki sama að vera Jón  eða "séra Jón " á Íslandi.  Ég svara þér af heilum hug:  Ég vil ekki standa í sporum íslenskra alþingismanna  í dag og ekki heldur Davíðs Oddsonar.

Johanna þórkatlav (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband