Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Þjóðin hefur lýst vantrausti á Seðlabankann

Þó svo að ríkistjórnin hafi ekki lýst vantrausti á Seðlabankann hefur þjóðin svo sanarlega gert það. Þess vegna er kannski eins gott að FME, þótt það sé ekki hlutverk þess, að fara með stjórn bankana þar til við fáum Seðlabankastjórn sem eykur traust ríkisstjórn og peningamálastefnu þjóðarinnar.

Það var þarft hjá Jóni að vekja athygli á þessu máli. Og skondið að hann, með fjölskyldutengsl inn í eftirlitið, skuli taka af skarið. Plús fyrir það.  


mbl.is Jafngildir vantrausti á Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tryggvi gerist gamall og elliær

Verð að segja að það er verulega ósanngjarnt að gagnrýna RÚV fyrir fréttafluttning sinn af efnahagshruninu.  RÚV er eini fjölmiðillinn sem ekki er í eigu þeirra sem bæði beint og óbeint bera ábyrgð á þeim efnahagshamförum sem þjóðin gengur í gegnum þessar vikurnar og á eftir að fylgja henni langt fram eftir öldinni ef ekki öldina á enda.

Get svo sem tekið undir að Egill missti sig svolítið í viðtalinu við Jón Ásgeir.  En ég held að þar hafi einfaldlega sterk réttlætiskennd hans verið yfirveguninni sterkari.  Það getur komið fyrir á bestu bæjum að maður reiðist fyrir hönd þjóðar sinnar.

En það er fjarri því að Sigmar hafi gengið of langt í að spyrja Geir Haarde í Kastljósinu í gær. Ég hefði kosið að hann gengi enn harðar eftir ákveðnum svörum.  Af hverju kallaði hann ekki eftir rökstuðningi forsætisráðherra við stuðningi hans við Davíð í Seðlabankanum.  Þjóðin á heimtingu á að vita af hverju forsætisráðherra treystir seðlabankastjóra sem fengið hefur falleinkunn hjá fjölmörgum af fremstu hagfræðiprófessorum heims vegna vanhæfni og afglapa í starfi.

Staðreyndin er sú að Geir hefur verið meðhöndlaður með bómullarvettlingum allar götur síðan hann samþykkti að þjóðnýta Glitni og rýja þar með traust umheimsins á íslenskri efnahagstjórn.  Aaf hverju er hann ekki látinn rökstyðja gerðir sínar fyrir þjóðinni.  Hann veit eins vel og allir aðrir Íslendingar að okkar vandi er aðmestu heimatilbúinn. Neistinn sem tendraði kveikjuþráðinn kom að vísu frá Bandaríkjunum. En eldsmaturinn var heimafenginn.

Vona  bara að RÚV-ið standi sig enn betur í harðri fréttamennsku í framtíðinni.  Það er eini miðillinn sem er hlutlaus gagnvart gerendum kreppunnar.

Tryggvi Gíslason var og er mikill höfðingi.  En nú sýnist mér hann eiga við sömu vandamál að stríða og Egill, sálugi, Skallagrímsson.  Hann varð líka elliær og dómgreindin skertist eftir að var komin í kör að Mosfelli.   


mbl.is RÚV sagt kynda undir sleggjudómum og ofstæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótsagnakennt. En hvað er hægt að gera

Það er laikrétt hjá Grétari Þorsteinssyni að það þarf að lækka vextina og það mikið.  En það er bara spurningin hvernig við getum það í efnahagsumhverfinu sem Seðlabankinn og stjórnvöld hafa búið okkur nú.

Það er mótsagnakennt að að lækka vexti í óðaverðbólgu. Við eigum fyrir höndum töluverðar skattahækkanir næstu árin. Á sama tíma verður sjálfsgat að skera niður ýmsa félagslega þjónustu sem okkur þykir sjálfsögð í dag. En það sem er alvarlegast er að stjórnvöld sýna engan lit í að endurbyggja traust umheimsins á Íslandi. Það er einfaldlega ekki hægt meðan forsætisráðherra segir það aftur og aftur að hann hafi full traust til "flónanna" í Seðlabankanum sem eru algerlega rúnir traust nágrannaþjóðanna eftir "katastrofal" efnahagstjórnun.

Annars talar Grétar örugglega fyrir hönd 99% þjóðarinnar í þessari ræðu sinni.


mbl.is Endurtaki sig aldrei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfallahjálp og gleðigjafi

Ætla rétt að vona að Bubbi fái sömu þjónustu og Björk og Sigur Rós hvað varðar Laugardalshöllina.  Það var örugglega gott framtak að halda tónleka til að vekja athygli á náttúruvernd.  En það er miklu þarfara að rokka fyrir fólk semleitar eftir samstöðu á erfiðleikatímum.

Tónleikaherferð Bubba má líkja við áfallahjálp til þeirra sem urðu fyrir barðinu á steinsofandi Sjálfstæðisflokki, alltof gröðum útrásarvíkingum og óhæfum Seðlabankastjóra.

Tónleikaherferð Bubba má líkja við áfallahjálp þeirra sem urðu fyrir barðinu á steinsofandi Sjálfstæðisflokki, alltöf gröðum útrásarvíkingum og óhæfum seðlabankastjóra.  (Tók sjálfstæðisflokkinn út þar sem sá flokkur hfur borði ábyrgð á fjármála og forsætisráðuneytunum ásamt Seðlabanka síðasta áratuginn.)Flott framtak hjá Bubba.
mbl.is Bubbi vill sömu meðferð og Björk og Sigur Rós
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorglegt að sjá Liverpool

Verð að viðurkenna að ég hef sjaldan séð jafn slakt Liverpool lið í Meistaradeildinni.  Eftir þokkalega byrjun og flottu marki  frá Robbie Keane virtist viljinn til að skora fleiri mörk farinn.  Atletico kom meira og meira inn í leikinn meðan Liverpool reyndi, af vanmætti, að stjórna leiknum. Það gekk sæmilega, á köflum, þar til Atletico  jafnaði. 

Það var greinilegt að Benitez hafði ekki unnið heimavinnuna sína. Liðið hafði enga áætlun og hvað eftir annað voru varnarmenn LFC eins og tindátar. Gott dæmi um það er frammistaða Carra er Madridingar jöfnuðu. Þar tapaði hann tveimur einföldum einvígum.

Í rauninni hefðu 3 - 1 fyrir heimaliðið verið sanngjörn úrslit.  Fullkomlega löglegt mark var dæmt af AM. Skömmu seinna var voru heimamenn dæmdir rangstæðír, ranglega, er þeir komust einn á móti Reina. Að auki höfðu þeir stangarskot og fleri hálffæri.

Skiptingar Benna voru allar misheppnaðar í kvöld nema þegar Kuyt kom inn.  Hann lagði upp flott færi fyrir Babel sem að sjálfsögðu klúðraði því. Getum þakkað Reina að ekki fór verr.

Ætla rétt að vona að við höfum upplifað slakasta CL leik Liverpool á vertíðinni.


mbl.is Jafntefli hjá Liverpool - Terry tryggði Chelsea sigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýjar kosningar sem fyrst

Ég er sammála Valgerði um að efna þurfi til nýrra kosninga um leið og við erum komin yfi brimskaflinn. Það þarf að fá mikið af nýju hæfileikafólki inn þingið sem fyrst. Fyrst og fremst þarf að endurnýja verulega mannskapinn hjá bæði Framsókn og Sjálfstæðisflokknum.  Þessir tveir flokkar bera höfuð ábyrgðina á efnahagsástandi þjóðarinnar í dag og þeir eiga ekki að fá annað tækifæri í bráð.  Guðni, Valgerður, Geir og Árni Matt eru meðal þeirra sem brugðust algerlega bæði við lagasetninguna og eins framkvæmd lagana.

Reyndar þarf að skipta út í Samfylkingunni líka.  Alltaf leiðinlegt þegar formenn stjórnmálaflokka líta út eins og atvinnunöldrarar bæði þegar þeir eru að gagnrýna aðra og verða sjálf fyrir gagnrýni.

Við erum búin að fá nóg af þessu fólki. 


mbl.is Stjórnmálin biðu hnekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heldur Steingrímur að hann stjórni Jens í gegnum Aftenposten?

Það má vel vera að máttur Steingríms J. Sigfússonar sé mikill á Íslandi.  En hann stjórnar ekki norsku ríkistjórninni í gegnum eeinhvern greinarstúf í Aftenposten.

Steingrímur veit, alveg eins og ég og flestir aðrir, að Norðmenn voru fyrstir þjóða til að bjóða Íslendingum hjálp og það strax á öðrum degi kreppunnar á Íslandi. En Norðmenn sögðu strax að hjálparbeiðni yrði að koma frá Íslendingu.  Það gerðist bara ekki fyrr en í gær.

Og nú er staðan slík að hvorki Norðmenn né nokkur önnur þjóð kemur til með að lána Íslendingum svo mikið sem 100 kall án þess að þeir geti veifað lánstraustsstimpli frá IMF.  


mbl.is Eins mikið samflot með Norðmönnum og hægt er
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gud velsigne Island, sier statsminister Geir Haarde

Ég var að dunda mér við að skoða netúgáfu  norsku fjármálapressunar og sjá hvað þar hefur verið skrifað síðustu vikurnar.  Þar kom margt skondið fram.  En ég læt mér nægja núna að birta tvær tilvitnanir sem ég rakst á í DN og mikið hefur verið gert úr.  Önnur er fyrirsögnin hér að ofan þegar Geir bað drottinn að signa okkur og blessa.

Hin er þessi.  "Ledelsen i Sedlabanki (sentralbanken) har ikke vært kvalifisert. Banksjefene er idioter."  Þessi skoðun viðrist vera samdóma álit helstu hagvísindamanna heimsins á Davíð Oddsyni og "þeim félögum" í bankastjórninni. Bæði vestan hafs og austan.

 


Þórey Edda er metnaðarfull og frábær íþróttakona.

Ég efast ekki um það eina sekúndu að Þórey Edda hafi verið í þungum þönkum þegar hún endanlega ákvað að þakka stönginni fyrir samveruna. Hún er haldin mikilli fullkomnunaráráttu og hefur aldrei sætt sig við það næst besta.  Því er það rökrétt ákvörðun hjá henni hætta þegar hún taldi að hún átti ekki lengur möguleika á að bæta sig í íþróttinni.

þórey á glæsilegan íþróttaferil, bæði sem fimleikakona og stangastökkvari. Hún er líka einstaklega metnaðarfull og frábær manneskja sem ekki treður öðrum um tær. Ég vona bara að hún segi ekki skilið við íþróttirnar í bráð því ég er þess full viss að hún getur miðlað til yngri íþróttamanna af mikilli reynslu sinni.  Þórey Edda Elísdóttir hefur unnið hörðum höndum til að ná þeim árangri sem hún uppskar.  Ef allir íþróttamenn þjóðarinnar hefðu metnaðinn og viljan sem hún hefur væri íþróttsaga Íslendinga enn glæsilegri en hún er. Við getum verið stolt af íþróttafólkinu okkar. Og eigum eftir að verða enn stoltari í framtíðinni þar sem ég held að íþróttirnar eigi eftir að halda nafni Íslands á lofti og afla þjóinni virðingar á ný eftir þá eyðileggingu sem papakassarnir er kölluðu sig útrásarvíkinga skildu eftir sig.

Við þurfum fleiri íþróttamenn eins og Þórey Eddu.   


mbl.is Vildi ekki hætta svona
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þurfum við seðlabanka?

Í ljósi þess að ríkisstjórnin þurfti ekki á samþykki Seðlabankans að halda til að ganga frá láninu frá IMF velti ég því fyrir mér hvort við þurfum yfir höfuð á seðlabanka að halda við núverandi aðstæður.  Það er greinilegt af fréttum að engin samstaða er innan SÍ og ég er smeykur um að það séu fleiri en ég sem hafa  það  á tilfinningunni að Seðlabankinn hafi þvælst fyrir í því ferli sem björgunaraðgerðir ríkistjórnarinnar hafa verið í allt frá uphafi

Margt bendir til að ekki líði á löngu þar til hafnar verði viðræður um fulla aðild Íslands að ESB. Verði aðildin að veruleika og evran verði gjaldmiðill Íslendinga verður Seðlabanki Evrópu okkar seðlabanki. Því leitar sú spurning á mann hvort ekki sé tímabært að leggja SÍ niður á næstu mánuðum og losa okkur þar með við þá stofnun sem mest hefur eyðilagt fyrir íslensku efnahagslífi síðustu árin.

Ríkistjórnin ætti því að endurvekja þjóðhagsstofnun, sem Davíð lagði niður til að geta spilað frítt, og láta hana taka yfir þau verkefni SÍ sem ekki væru á höndum Seðlabanka Evrópu.  Það er í öllu falli ótækt að burðast með seðlabanka þar sem hver höndin er uppi á móti annarri í bankastjórninni. 


mbl.is Sátt um IMF-lán í Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband