Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

„Og við erum engir ábyrgðaraðilar á því,"

Vel mælt og drengilega af Guðna Ágústssyni er hann kom af fundi með ráðherrunum eftir að hafa heyrt afarkosti IMF.  Guðni yfirfjósamaður í Framsókn hefur ekki meiri pólitískan þroska en illa læs fermingardrengur.  Hann virðist ekki skilja, eða kannski vill ekki skilja,  að hann ber fulla ábyrgð á því ástandi sem nú ríkir í íslensku samfélagi ásamt Sjálfstæðisflokknum.

En nú er maður farinn að skilja afhverju ríkistjórnin vill ekki hafa hann með í ráðum til að hreinsa flórinn eftir hann sjálfan.  Hann skilur einfaldlega ekki það sem menn eru að fást við. Hann skortir bæði menntun og hæfileika til að ná því að hugsa "abstrakt" og það staðfestir hann með hverri ræðunni á fætur annari þar sem hann hamrar alltaf á sömu tuggunum. Nefnilega hvað hann stóð sig vel sem ráðherra og hvað ríkistjórnin er arfa vitlaus. En hann kemur sjaldnast með marktakandi dæmi um staðhæfingar sínar.

Það verður að segja eins og er að það er mjög mikill munur á leiðtogum stjórnarandstöðuflokkanna.  Steingrímur á það til að tala í frösum og það hendir Guðjón A. líka. En báðir eru málefnalegir og hlaupast ekki undan ábyrgð. Enhvern veginn held ég að við munum seint heyra „Og við erum engir ábyrgðaraðilar á því," úr þeirra börkum.


mbl.is Hroðalega þröngir kostir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Xabi á réttri leið.

Það er rétt að tölfræðin talar fyrir Chelsea fyrir leik liðsins við Liverpool um helgina.  Xabi Alonso veit hvað sigur gegnn Chelsea þýðir.  Ef aðrir leikmenn Rauða Hersins vita það líka erumvið í góðum málum og á sunnudaginn snýr tölfræðin við og röltir, hægt og rólega, Liverpool í hag.

Það hvílir mikil ábyrgð á Rafa fyrir þennan leik. Nú hefur hann ekki efni á neinum taktiskum mistökum og það er mikilvægt að hann stilli upp leikmönnum sem berjast um hver ienasta bolta, líka aðra boltana við bæði mörk. Við höfum ekki efni á að tapajafn mörgum öðrum boltum á  Stamford Bridge og við gerðum í Madrid.  Enga sætabrauðsdregni á móti Chelsea.  


mbl.is Hyggjast enda sigurgöngu Chelsea
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB umræðan á Íslandi veldur Norðmönnum áhyggjum

Spennandi umræður eru nú í norska þinginu um Evrópusambandið og EES.  Þeir sem þegar hafa tjáð sig, m.a. Erna Solberg formaður Hægri flokksins, hefur alvarlegar áhyggjur af því ef ísland velur að stíga fyrsta skrefið að ESB aðild.  Erna sagði, í viðtali við NRK áður en umræðurnar hófust, að hún vildi ekki vilja sjá að Íslendingar styrktu stöðu sína, með hið öfluga ESB sem bakhjarl, þegar samið er um fiskveiðar í N-Atlandhafi.

Norsku þingmennirnir leggja mikla áhersu á að Noregur komi Íslendingum til aðstoðar einkum og sér í lagi til að tryggja það jafnvægi sem nú er á N-Atladshafinu. Gangi Ísland í ESB eða fái stóra Rússalánið óttast Norðmenn að áhrif þeirra á umræddu hafsvæði minki verulega.


Engin ofurlaun

Verð að segja að mér finnst mjög jákvætt hjá Finni Sveinbjörnssyni að segja hreinskilningslega frá því hvað hann hefur í laun fyrir að stjórna Nýja Kaupþingi.  Það er auðvitað  grundvalar atriði meðan þjóðin er að ná áttum í gjörbreyttu efnahagsumhverfi að peningastreymið sé gegnsætt. Þar með talin laun allra embættismanna ríkisins.  Reyndar finnst mér að laun út á hinum almenna vinnumarkaði ættu einnig að vera opinber.  Þó ekki væri til annars en að ljóst væri hvaða fyrirtæki bruðluðu með laun til toppana.  Slík fyrirtæki eiga einfladlega ekki rétt á aðstoð þegar þau þurfa.

Mér finnst 1,95 milljónir engin ofurlaun fyrir það ábyrgðarstarf sem Finnur tekur sér á hendur.  En þau eru ap sjálfsögðu há í samanburði við laun æðstu embættismanna ríkisins.  Spurning hvort þeirra laun eru ekki of lág.

 

Það er hins vegar fráleitt að stjórnir Nýja Glitnis og Nýja Landsbankans neiti að gefa upp laun Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Nýja Glitnis, og Elínar Sigfúsdóttur, bankastjóra Nýja Landsbankans.  Fer ekkert á milli mála að Þóra Margrét Hjaltested, stjórnarformaður Nýja Glitnis, og Þórhallur Arason, stjórnarformaður Nýja Landsbankans, ásamt bankastjórunum lifa enn í gamla tímanum  þar sem laun voru einkamál milli stjórnar og launþega.  Þetta viðhorf Glitnis og Landsbanka stjórnendanna gerir þá einfaldlega óhæfa  til að gegna stöðum sínum á endurreisnartíma íslensk efnahagslíf. Björgvin bankamálaráðherra á að reks þetta lið strax í dag og ráð fólk sem treystir sér til að starfa fyrir opnum tjöldum.  Þessu liði er ekki treystandi enda alið upp í ómenningu nýfrjálshyggjunnar.

Laun forseta lýðveldisins, ráðherranna, kennara og ræstingafólks er öllum opinbert.  Af hverju þarf að fela laun bankastjóra nýju bankanna. Það er bara óheiðarlegt gagnvart þeim sem ekkert fela.


mbl.is Finnur launahæstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geir er traustur karl. En...

Það er bara svo sorglegt að hann skuli ævinlega, aðspurður, segjast bera fullt traust til Seðlabankans sem engin annar hagvísndamaður í heiminum ber traust til. Alla vega hefur engin annar gefið sig fram sem lýsir trausti og ánægju með störf Davíðs "og þeirra félaga."

Í raun sé ég ekki þann einstakling á þinginu sem ég treysti betur til að semja við útlendinga um framtíð þjóðar okkar. En ég er bara hræddur um að ef hann heldur áfram að lýsa trausti á vanhæfan seðlabanka glati hann smá saman traust þjóðarinnar og þeirra erlendu aðila sem við erum að reyna að ná samningum við.  Gamall vinskapur við Davíð má ekki verða til þess að eyðileggja möguleika okkar í komandi samningaviðræðum.  Það má bara eki gerast.

  


mbl.is Norska nefndin vildi setja sig inn í stöðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað átti Darling að halda?

Eftir að hafa farið yfir samtal Árna M og Darlings hins enska er ég ekki undrandi á breska ríkistjórnin hafi misst alla trú á þeirri íslensku. Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra lýðveldisins Íslands, bullar eins og smákrakki í viðtalinu.  Hann er gersamlega óundirbúinn. Hefur ekki svar við einni einustu spurningu Darlings og gefur fullkomlega í skyn að hann hefur enga yfirsýn um ástand efnahagsmála á Íslandi að öðru leyti en að þjóðin sé í hræðilegri aðstöðu. Hann veit ekkert um stöðu tryggingasjóðsins og hann veit ekkert hvað ríkistjórnin ætlar að gera annað en að leysa vandan innanlands fyrst.

Það var engum blöðum um að fletta hvor ráðherrann hafði hafði meiri yfirsýn yfir íslensku bankana í Englandi. Það fer heldur ekert á milli mála að Árni M. Mathiesen laug að þjóðinni í viðtlainu sem tekið var við hann í Leifstöð á dögunum. Í samtalinu við Darling segir Árni að hann viti ekki um hvort íslensk stjórnvöld tryggi innistæður Englendinga í Landsbankanum þar í landi. Í viðtalinu í Liefstöð sagðist Árni hins vegar hafa sagt Darling að innistæðurnar væru tryggðar.

Alistair Darling tjáði Árna að frammistaða íslensku stjórnarinnar myndi skaða íslensku þjóðina verulega.  Viðtalið við fjármálaráðherrann var alla vega ekki til þess fallið að auka orðstýr hans eða ríkisstjórnarinnar.

Lygaþvælan í Árna réttlætir þó ekki að þá aðför Englendiga að setja Íslendinga undir hryðjuverkalög.  Þeir eru vonandi ekki búnir að bíta úr nálinni með það.  En það er lágmarkskrafa til forsætisráðherra, Geirs H. Haarde, að hann víki dýralækninum úr Hafnarfirði úr ráðuneyti sínu.  Hann hefur unnið þjóðinni nóg illt til þessa.


mbl.is Samtal Árna og Darlings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fínt framtak í Grunnskóla Eskifjarðar

Sem ég sat hérna austan Atlandshafsins of horfði á fréttir sjónvarpsins, sem að sjálfsögðu voru flestar kreppufréttir, kom þó ein jákvæð frétt.  Hún var um grunnskólanemendur á Eskifirði sem lögðu leið sína í sjóhúsið og lærðu að beita undir handleiðslu Halla Ara og Guðmanns kennara. Og krakkarnir létu sér ekki nægja að beita nokkrar línur heldur skelltu þau sér í róður og lögðu línuna. Efast ekki um að fiskiríið hefur verið  betra en í meðal róðri.


We Gotta Get Out Of This Place

Eftir að hafa lesið færsluna hans Alberts Einarssonar hélt ég áfram að hugsa um Samfylkinguna, flokkinn sem ég batt miklar vonir við.  Nú lítur út fyrir að hún, eins og gamli Alþýðuflokkurinn og seinna Framsókn, muni gefa upp öndina í faðmlaginu við Geir Haarde og Sjálfstæðisflokkinn.

Ef Samfylkingin fer ekki að senda skýrari boð en já og jamm við öllu sem Sjálfstæðismenn í ríkistjórninn segja þá er hún ekki lengur á vetur setjandi. 

Þetta veit Steingrímur og félagar í VG enda er Steingrímur að koma til Óslóar þar sem hann ætlar að slá upp fundi með Íslendingum á svæðinu. Nú bara spyr ég eins og fávís fjósamaður.  Hverju getum við Samfylkingarmenn svarað er rætt verður um afrek okkar það sem af er kreppuaðgerðunum. Það er einkum Björgvin og aðeins Össur sem komið hafa fram fyrir flokkinn í fjölmiðlum og það væri synd að segja að þeir hafi verið skorinortir.  Össur hefur ekkert sagt og björgvinn nánast slefað.

Held að gamla Animals lagið eigi vel við er maður lítur á lífsmöguleika Samfylkingarinnar í framtíðinni.

 

 


Glæta gegn ólögunum

Þessi dómur héraðsdóms sýnir að áræðnir menn eiga mögleika gegn ólögunum um kvótakerfið. Það er hreinlega með ólíkindum hvernig ríkisvaldið reynir alltaf að eyðileggja fyrir áhugasömum mönnum sem vilja hefja útgerð eigin báta.  Það er ains og suaðahjörðin í sjávarútvegsráuneytinu og Fiskistofu líti á sig sem varðhunda kvótagreifanna.

Vonandi að útgerðarmaðurinn vinni í Hæstarétti líka.


mbl.is Ríkið greiði útgerðarmanni 25 milljónir í skaðabætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er Birgir Ármannson að meina?

Ef að mælska þingmanna Íslendinga er eitthvað í samræmi við tjáningarmáta Birgis Ármanssonar er ekkert undarlegt hvernig komið er fyrir íslensku þjóðinni.  Bullið í honum í þessu viðtali er með ólíkndum og það eina sem ég fékk út úr því er að hann vill að Sjálfstæðisflokkurinn, undir forystu dómsmálaráðherra Björns Bjarnasonar, skipi sérstaka rannsóknarnefnd.

Þá vitum við hver heiðarleika stuðull þingmannsins er.  Ríkistjórni og Seðlabankastjórnin eiga að rannsaka sig sjálf.  Það kemur væntanlega til að endurvekja tiltrú á íslenskum stjórnvölum um heim allan með leiftur snöggum hætti.


mbl.is Vill erlenda sérfræðinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband