We Gotta Get Out Of This Place

Eftir að hafa lesið færsluna hans Alberts Einarssonar hélt ég áfram að hugsa um Samfylkinguna, flokkinn sem ég batt miklar vonir við.  Nú lítur út fyrir að hún, eins og gamli Alþýðuflokkurinn og seinna Framsókn, muni gefa upp öndina í faðmlaginu við Geir Haarde og Sjálfstæðisflokkinn.

Ef Samfylkingin fer ekki að senda skýrari boð en já og jamm við öllu sem Sjálfstæðismenn í ríkistjórninn segja þá er hún ekki lengur á vetur setjandi. 

Þetta veit Steingrímur og félagar í VG enda er Steingrímur að koma til Óslóar þar sem hann ætlar að slá upp fundi með Íslendingum á svæðinu. Nú bara spyr ég eins og fávís fjósamaður.  Hverju getum við Samfylkingarmenn svarað er rætt verður um afrek okkar það sem af er kreppuaðgerðunum. Það er einkum Björgvin og aðeins Össur sem komið hafa fram fyrir flokkinn í fjölmiðlum og það væri synd að segja að þeir hafi verið skorinortir.  Össur hefur ekkert sagt og björgvinn nánast slefað.

Held að gamla Animals lagið eigi vel við er maður lítur á lífsmöguleika Samfylkingarinnar í framtíðinni.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband