„Og við erum engir ábyrgðaraðilar á því,"

Vel mælt og drengilega af Guðna Ágústssyni er hann kom af fundi með ráðherrunum eftir að hafa heyrt afarkosti IMF.  Guðni yfirfjósamaður í Framsókn hefur ekki meiri pólitískan þroska en illa læs fermingardrengur.  Hann virðist ekki skilja, eða kannski vill ekki skilja,  að hann ber fulla ábyrgð á því ástandi sem nú ríkir í íslensku samfélagi ásamt Sjálfstæðisflokknum.

En nú er maður farinn að skilja afhverju ríkistjórnin vill ekki hafa hann með í ráðum til að hreinsa flórinn eftir hann sjálfan.  Hann skilur einfaldlega ekki það sem menn eru að fást við. Hann skortir bæði menntun og hæfileika til að ná því að hugsa "abstrakt" og það staðfestir hann með hverri ræðunni á fætur annari þar sem hann hamrar alltaf á sömu tuggunum. Nefnilega hvað hann stóð sig vel sem ráðherra og hvað ríkistjórnin er arfa vitlaus. En hann kemur sjaldnast með marktakandi dæmi um staðhæfingar sínar.

Það verður að segja eins og er að það er mjög mikill munur á leiðtogum stjórnarandstöðuflokkanna.  Steingrímur á það til að tala í frösum og það hendir Guðjón A. líka. En báðir eru málefnalegir og hlaupast ekki undan ábyrgð. Enhvern veginn held ég að við munum seint heyra „Og við erum engir ábyrgðaraðilar á því," úr þeirra börkum.


mbl.is Hroðalega þröngir kostir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lestu fréttina áður en þú belgir þig út. Hann segir að stjórnarandstaðan beri ekki ábyrgð á tillögunni.

Anda inn, anda út....

haukur (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 13:32

2 Smámynd: Dunni

Og telja upp að 10 o.s.frv.  Þetta gerði ég allt saman.  Það sem ég var að benda á er að Guðni er samábyrgur fyrir því hvernig komið er.  Þess vegna var upphrópunin hans heimskuleg.  Hann ber að sjálfsögðu ekki ábyrgð á því sem ríkistjórnin gerir í dag.  En maður sem áttar sig ekki á því að það er verið að moka skítinn upp eftir hann líka hefði getað tjáð sig á heppilegri hátt.

Dunni, 24.10.2008 kl. 13:42

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Kallarnir voru reyndar að fara inn á fundinn, ekki að koma af honum.......þeir Guðni og Steingrímur gáfu sér allt þetta fyrirfram, eins og er háttur þeirra sem ég kalla "rauðu riddarana".

Greta Björg Úlfsdóttir, 24.10.2008 kl. 13:51

4 Smámynd: Dunni

Skiptir engu máli hvort þeir voru að koma eða fara.  Þeir vita það sjaldnast sjálfir.

Ég vona samt að Steingrímur viti að hann ætlar til Óslóar á morgun hvar hann hefur boðað fund með Íslendingum er áhuga hafa á boðskap hans.

Dunni, 24.10.2008 kl. 13:56

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Góður punktur

Greta Björg Úlfsdóttir, 24.10.2008 kl. 14:05

6 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Stjórnarandstaðan ber ekki ábyrgð á þessum innlánsreikningum það er fjármálaeftirlitið og seðlabankinn þessir reikningar fara á fulla ferð yfir rúmu ári síðan. Þessir reikningar eru vandamálið og fjölmiðlum var bannað að seigja frá því. Bankarnir komnir í stórvandræði fyrir ári síðan. Hvers vegna  sögðu fjölmiðlar ekki að fólk ætti að vara sig á peningabréfum ef útlitið var svona slæmt. Þeir gátu upplýst fólk sem ekki er í miklum bankapælingum að vara sig á sölumönnum glæpsins.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 24.10.2008 kl. 15:39

7 Smámynd: Dunni

Framsóknarflokkurinn ber jafn mikla ábyrgð á þessum reikningu og Sjálfstæðisflokkurinn. Þeir voru við völd er nýfrjálshyggjulögin voru samþykkt með óheftum útrásarkapitalisma.  Faramsóknarnautið sofnaði á verðinum.

Það er ekki hlutverk fjölmiðla að stjórna peningamálastefnu þjóðarinnar.  Hlutverk fjölmiðla er að halda uppi gagnrýninni umræðu og miðla fréttum að fólki. 

En af hverju héldu stjórnöld og Seðlabanki að sér höndunum árið 2006 þegar fyrstu aðvaranir um afleiðingar peningamálastefnu þjóðarinnar voru orðnar mönnum ljósar.  Viðvaranir bárust þá þegar frá Englandi, USA og íslenskum hagfræðiprófessorum. Framsókn ber ábyrgð á því að á þetta fólk var ekki hlustað. 

Dunni, 24.10.2008 kl. 16:43

8 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég held að við eigum eftir að sjá mikla vinstri-sveiflu í næstu kosningum. Það ætla ég að minnsta kosti að vona.

Framsókn er búin að vera, það ætla ég að minnsta kosti líka að vona!

Greta Björg Úlfsdóttir, 24.10.2008 kl. 17:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband