Þess vegna yrði Steingrímur óhæfur forsætisráðherra

Steingrímur Sigfússon er um margt merkilegur stjórnmálamaður. Hann er heiðarlegur, oftast málefnalegur, vill vel og er oft skemmtilegur.  En það er ekki nóg til að verða góður forsætisráðaherra.

Í fréttinni sem þessi færsla byggist á kemur berlega í ljós að hann yrði afleitur ríkisleiðtogi. Hann vantar nefnilega víðsýni. Ég hygg að flestir séu sammála Steingrími að ríkistjórn og Seðlabanki hefðu átt að leita strax  til Norðmana og annarra Norðurlanda eftir aðstoð.  En í ljós kom að ríkisstjórnin hafði talað við Rússa einhvern tíman í sumar og þess vegna bundu Davíð og Geir einu vonina við rúblugámin frá Pútín.

En það kom fljótlega í ljós að ekkert fengum við lánið nema að hafa heilbrigðisvottorð frá IMF.  Steingrímur virðist ekki enn hafa skilið að við komumst hvorki lönd né strönd nema með áætlun samþykktri af IMF. Hvort sem það er slæmur kostur eða óbærilegur er það bara eini kosturinn í stöðunni.

Norðmenn, Rússar, Bandaríkjamenn, Japanir, Danir, Svíar, Finnar o.s.frv reiða ekki krónu af hendi út í óvissuhítina sem Ísland hefur verið til þessa í efnahagsmálum.  En samþykki IMF áætlunina sem  ríkistjórnin og IMF fulltrúarnir hafa samið koma allar þessar þjóðir með framlög  sem fleyta okkur frá kreppu til eðlilegs lífs án munaðar og umframeyðlsu. Það er það sem þjóðin þarf.

Ef stefna Steingríms hefði ráðið væru hjól atvinnulífsins nú þegar stopp og þúsundir manna atvinnulausir.   En þetta útskýrir Steingrímur fyrir okkur í Noregi á morgun. 


mbl.is Ábyrgðin er ríkisstjórnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hafa verið mikil vonbrigði að verða vitni að því að Steingrímur hallar ekki einu litlu orði á Davíð Oddsson jafnvel sérstaklega aðspurður um Davíð og þó hann sé í sömu orðum að ásaka alla aðra.

Fyrir mér merkir það að málflutningur Steingríms sé til sölu og sá eigi hann sem líklegastur er til að koma honum til valda á hverjum tíma. Steingrímur hefur frá síðustu kosningum bunið vonir við að Davíð og félagar hans í Davíðsarmi Sjálfstæðisflokks (frjálshyggjutrúboðsins), muni leiða Steingrím til valda og þeir sameinist um innlokunarstefnu ESB-hatara. Það borgar Steingrímur með því að halla ekki einu litlu orði að Davíð eða ábyrgð hans. 

- Steingrímur J Sigfússon, jafn kjaftfor og hann er selur þannig málflutning sinn.

Gunnar (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 16:58

2 Smámynd: Dunni

Davíð og Steingrímur eiga það sameiginlegt að vilja fara rúbluleiðina að lausn efnahagsvandans. Það gæti verið ákveðin samtrygging í því hjá þeim köppum.  Hefði Davíð náð fram með rúblurnar hefði Samfylkingin að öllum líkindum horfið úr ríkistjórn.  Þar með hefði Steingrímur komið inn sem utanríkisráðherra og unað glaður við sitt. 

Dunni, 24.10.2008 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband