Engin ofurlaun

Verð að segja að mér finnst mjög jákvætt hjá Finni Sveinbjörnssyni að segja hreinskilningslega frá því hvað hann hefur í laun fyrir að stjórna Nýja Kaupþingi.  Það er auðvitað  grundvalar atriði meðan þjóðin er að ná áttum í gjörbreyttu efnahagsumhverfi að peningastreymið sé gegnsætt. Þar með talin laun allra embættismanna ríkisins.  Reyndar finnst mér að laun út á hinum almenna vinnumarkaði ættu einnig að vera opinber.  Þó ekki væri til annars en að ljóst væri hvaða fyrirtæki bruðluðu með laun til toppana.  Slík fyrirtæki eiga einfladlega ekki rétt á aðstoð þegar þau þurfa.

Mér finnst 1,95 milljónir engin ofurlaun fyrir það ábyrgðarstarf sem Finnur tekur sér á hendur.  En þau eru ap sjálfsögðu há í samanburði við laun æðstu embættismanna ríkisins.  Spurning hvort þeirra laun eru ekki of lág.

 

Það er hins vegar fráleitt að stjórnir Nýja Glitnis og Nýja Landsbankans neiti að gefa upp laun Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Nýja Glitnis, og Elínar Sigfúsdóttur, bankastjóra Nýja Landsbankans.  Fer ekkert á milli mála að Þóra Margrét Hjaltested, stjórnarformaður Nýja Glitnis, og Þórhallur Arason, stjórnarformaður Nýja Landsbankans, ásamt bankastjórunum lifa enn í gamla tímanum  þar sem laun voru einkamál milli stjórnar og launþega.  Þetta viðhorf Glitnis og Landsbanka stjórnendanna gerir þá einfaldlega óhæfa  til að gegna stöðum sínum á endurreisnartíma íslensk efnahagslíf. Björgvin bankamálaráðherra á að reks þetta lið strax í dag og ráð fólk sem treystir sér til að starfa fyrir opnum tjöldum.  Þessu liði er ekki treystandi enda alið upp í ómenningu nýfrjálshyggjunnar.

Laun forseta lýðveldisins, ráðherranna, kennara og ræstingafólks er öllum opinbert.  Af hverju þarf að fela laun bankastjóra nýju bankanna. Það er bara óheiðarlegt gagnvart þeim sem ekkert fela.


mbl.is Finnur launahæstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband