Þurfum við seðlabanka?

Í ljósi þess að ríkisstjórnin þurfti ekki á samþykki Seðlabankans að halda til að ganga frá láninu frá IMF velti ég því fyrir mér hvort við þurfum yfir höfuð á seðlabanka að halda við núverandi aðstæður.  Það er greinilegt af fréttum að engin samstaða er innan SÍ og ég er smeykur um að það séu fleiri en ég sem hafa  það  á tilfinningunni að Seðlabankinn hafi þvælst fyrir í því ferli sem björgunaraðgerðir ríkistjórnarinnar hafa verið í allt frá uphafi

Margt bendir til að ekki líði á löngu þar til hafnar verði viðræður um fulla aðild Íslands að ESB. Verði aðildin að veruleika og evran verði gjaldmiðill Íslendinga verður Seðlabanki Evrópu okkar seðlabanki. Því leitar sú spurning á mann hvort ekki sé tímabært að leggja SÍ niður á næstu mánuðum og losa okkur þar með við þá stofnun sem mest hefur eyðilagt fyrir íslensku efnahagslífi síðustu árin.

Ríkistjórnin ætti því að endurvekja þjóðhagsstofnun, sem Davíð lagði niður til að geta spilað frítt, og láta hana taka yfir þau verkefni SÍ sem ekki væru á höndum Seðlabanka Evrópu.  Það er í öllu falli ótækt að burðast með seðlabanka þar sem hver höndin er uppi á móti annarri í bankastjórninni. 


mbl.is Sátt um IMF-lán í Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Hvada peninga er SÍ ad vardveita? Eru teir til í landinu enntá?

Vonum bara tad besta ad evran verdi tekin upp á íslandi svo ekki vid lendum í annari KRÌSU ad 40 árum lidnum.

Eigdu gódann dag Dunni minn.

Gudrún Hauksdótttir, 22.10.2008 kl. 09:01

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"Vonum bara tad besta ad evran verdi tekin upp á íslandi svo ekki vid lendum í annari KRÌSU ad 40 árum lidnum."

Og afhverju heldurðu að Evran muni eitthvað koma í veg fyrir það? Hún er bara gjaldmiðill og eins og aðrir gjaldmiðlar er hún aðeins jafn traust og seðlabankinn sem gefur hana út. Var það ekki nákvæmlega svona hugsunarháttur sem leiddi okkur sofandi að feigðarósi? Hvort sem okkur líkar það betur eða verr þá munum við lenda í næstu krísu hvort sem er, gildir einu hvort það verður eftir 40 ár eða 70 ár. Það að halda að Evran sé einhver töfralausn sem muni vernda okkur fyrir því er í besta falli óskhyggja, bendi því til stuðnings á að það er líka bankakrísa á Evrusvæðinu núna alveg eins og víðast hvar í heiminum. Svo gæti bara vel verið styttra í næstu krísu, án þess að ég hafi hugmynd um það. Sumir hafa viljað fjalla um núverandi krísu með tilvísun í bankakreppuna 1914. En þá er sennilega hollt að rifja upp að þá kom "næsta krísa" aðeins 15 árum seinna (1929) og varð að Heimskreppunni miklu sem var sú alvarlegasta á síðustu öld. Stundum er skammt stórra högga á milli...

Fleiri dæmi um varhugaverðan einfeldningslegan hugsunarhátt í peningamálum: Svissneska bankakerfið hefur oft verið nefnt það traustasta í heimi, engu að síður þurfti að taka þeirra stærsta banka "Glitnistaki" nú á dögunum og því eins gott að hafa ekki veðjað á þann hest! Bandaríkjadollar þótti líka einu sinni traustur gjaldmiðill á alþjóðavettvangi en svo er ekki lengur, þrátt fyrir oftrú margra á dollarahagkerfinu sér fram á að hann verði bráðum algerlega verðlaus þar sem útgefandi hans stefnir í þrot. Þeir eru meira að segja byrjaðir að undirbúa að taka hann úr umferð og koma N-Ameríku undir sameiginlegt myntbandalag að fyrirmynd EUR. Í því skyni hafa 800 milljarðar af hinum nýja Amero nú þegar verið sendir til Kína til að ábyrgjast erlendar skuldir þar, og sama er eflaust víðar uppi á teningnum. Hvaða aðrar breytingar þetta mun svo hafa í för með á svo eftir að koma í ljós, en ég myndi allavega fylgjast vel með því.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.10.2008 kl. 10:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband