Raunverulegir útrásarvíkingar

forsiden_02Í dag notaði ég blíðviðrið  í konungsríkinu til að heimsækja þá staði sem fyrstu útrásarvíkingar Íslendinga gerðu sig gilda. Við hjónin ókum sem sagt niður í Vestfold og litum í kringum okkur á þeim stöðum þar sem Egill Skalla-Grímsson, Höskuldur Dalakollsson og Gunnar á Hlíðarenda gengu keikir um fyrir rúmlega 1000 árum síðan.  Fannst þetta góð tilbreyting frá allri umræðunni um pappírs-útrásarvíkingana sem ekkert skilja eftir sig nema skuldir.

Fyrst lá leiðin að sjálfsögðu í Víkina (Ósló) og þaðan til Borre í Vestfold þar sem komið hefur verið upp einstaklega glæsilegu víkingasafni sem heitir Miðgarður. Þar gefur m.a. að líta fjölda hauga þar sem norskir víkngahöfðingjar hafa verið heygðir í fullum herbúnaði með eftirlætis hestum sínum og jafnvel víkingaskipum líka.  Það var nefnilega ekki óalgent að útgerðarmenn þess tíma tækju með sér knerri sína í gröfina.

Eftir skemmtilegt spjall við Freddy Svanber, fræðimann um víkingatíman, um helstu sögustaði, afrek og lifnaðahætti fólks í Vestfold á þessum tíma lá leiðin til Tönsberg eða Túnsberg eins og bærinn hét þegar Gunnar á Hlíðarenda kom þangað skömmu fyrir kritnitökuna árið 1000.  Tönsberg er einn elsti bær Noregs og byrjaði að fá á sig kaupstaðarmynd upp úr aldamótunum 800. 

Þegar maður heimsækir Tönsberg er sjálfagt að skoða Oseberghauginn þar sem menn grófu upp Osebergskipið  árið 1904. Það er eitt heillegaasta víkingaskip sem fundist hefur og er það nú varðveitt í víkingasafninu í Ósló. Annars fannsr enginn víkingur í Oseberghaunum heldur tvær konur og ýmsir innanstokksmunir frá stórbýli frá upphafi 9. aldar. 

Eftir að hafa dágóða stund við Oseberghauginn litum við í heimsókn hjá vinum í nágrenninu og drukkum kaffi áður en við héldum heimá ný.  Þó kaffið hafi verið með besta móti miðað við kaffi á norksum heimilum fengum við það enn einu sinni staðfest að Norsarar kunna ekki að hella upp á könnuna.  En það er ljótt að vera neikvæður og að sjálfsögðu er maður þakklátur fyrir þá gestrisni sem manni er sýnd.

Enn eigum við eftir að gera okkur ferð til Kaupangurs, forns verslunarstaðar sem liggur utan við Larvík.  Svo er þa sjálfsagt skylda að skoða Gaia víkingaskipið sem venjulega liggur í Sandefjörd þegar það er ekki á ferð um Atlandshafið. Er strax farinn að hlakka til vorsins þegar nútíma víkingarnir opna markaðinn sinn og falbjóða silfur og safalaskinn útskurðarlist vaðmálsvörur. levende_viking_sverd

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband