Færsluflokkur: Bloggar
Rokkarinn góði, Ronnie James Dio, er þekktur fyrir veru sína í mörgum hljómsveitum eins og Black Sabbath, Rainbow og að sjálfsögðu í eigin bandi, Dio.
Þegar hann hóf ferilinn laug hann til um aldur og sagðist vera fæddur 1949. Hann hefur nú leiðrétt lygina og þegar hann heldur upp á sextugsafmælið ætlar hann að bæta sjö kertum á tertuna. Han er nefnilega fæddur árið 1942.
Dio er frábær söngvari og hér fylgir með lag með honum og gítarsnillingnum og Svíanum Yngwie Malmsteen. "Dream On"
Bloggar | 11.1.2009 | 22:49 (breytt kl. 22:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ég lét mig hafa það í gærkvöldi að horfa á fyrsta undanrásahópinn í Júróvisjón. Verð að segja að mér fannst það sem boðið var upp á var heldur slepjulegt nema Is It True. Það er gott lag, skemmtilega útsett og "sándaði" vel. Ekkert af hinum lögunum á neitt erindi í keppnina. Þó Edgar Smári sé flottur söngvari var lagið sem hann flutt, The Kiss We Never Kissed, með því slepjulegasata sem ég hef heyrt um ára bil. Bara nafnið kemur ælunni upp í háls. En þó verð ég að viðurkenna að eftir aðra hlustun á laginu hugsaði með mér að það gæti orðið hellvíti gott í strengjasveitarútsetningu án söngs.
Hin lögin voru lítil og sæt, sérstaklega Ólafar Jöru sem mér þótti dálítið gaman að.
En ef þetta er það sem koma skal þá verður íslenska Júróið lítið tilhlökkunnarefni. Vonandi að þetta verði aðeins rokkaðara næst.
Jóhanna og Edgar komust áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 11.1.2009 | 12:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Einar Kr. Guðfiinnsson hefur áhyggjur af sjávarútveginum og það er bara gott. Það er hans starf. En þegar hann segir að ESB umræðan á Íslandi sé kominn í sjálfheldu talar hann bara tóma tjöru. ESB umræðan á Íslandi hefur nefnilega aldrei hafist. Einar og flokkur hans hafa staðið gegn umræðum um ESB aðild árum saman og sópað öllum hugmyndum um hana út af borðinu um leið þær komu fram.
Vitaskuld er sjávarútvegsstefna ESB ekki sú sem Íslendingar helst vilja. Hitt er svo annað að hún getur ekki verið mikið verri en sú stefna sem ríkt hefur á Íslandi síðan kvótakerfið var tekið upp. Þ.e að gefa nokkrum kvótagreifum auðlyndina og láta þá svo ráðskast með hana sín á milli með þeim afleiðingum að auðlyndin lendir sem við í þýskum bönkum.
Eftir efnahagshrunið hefði Einari verið í lófa lagið að sýna einhverja framtakssemi með því að setja menn í að rannsaka á hvaða höndum auðlyndin er. Nú er það komið fram að þrotabú gömlu bankanna eru raunverulegir eigendur kvótans. Hann er allur veðsettur hjá þeim. Þetta þýðir að eftir þjóðnýtinguna er það íslenska ríkið sem á kvótann.
Í stað þess að gera eitthvað í málinu situr Einar í sínu ráðuneyti þumbast út í loftið. Hann ætlar að láta kvótagreifana fá auðlyndina aftur í hendurnar með nákvæmlega sama kerfi og verið hefur og þjóðin vill ekki sjá. Nú er tækifærið fyrir ríkið að taka kvótan til sín og selja veiðréttindi til þeirra sem vilja veiða. Hvort sem það eru Íslendingar eða útlendingar. Þannig fengist bæði krónur og gjaldeyrir í galtóman ríkiskassann sem nota mætti við uppbyggingu eftir eyðlegginguna.
Í staðinn fyrir að gera þjóðinni pening úr auðlyndinni er það eina sem komið hefur frá Sjálfstæðisflokknum að það þurfi að afskrifa skuldir sjávarútvegsins svo hægt verði að halda áfram í sama óréttláta kerfinu. Ég er hræddur um að Hrói Höttur hefði hugsað með öðrum hætti.
Uppgjör þarf að fara fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 11.1.2009 | 11:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stefán Gíslason er vel að því kominn að eiga mark ársins í danska boltanum árið 2008. Stefán hefur átt frábært tímabil með Bröndby og fær flotta staðfestingu á því með viðurkenningunni fyrir mark ársins.
Stefán hefur átt einstaklega farsælan fótboltaferil og það sýnir best álit þjálfara hans á honum að hann er gerður að fyrirliða, bæði Lyn og Bröndby fljótlega eftir að hann gengur í raðir liðanna. Stefán var besti miðvallarleikmaður í norsku deildinni þegar hann lék með Lyn og nú er hann í fremstu röð í dönsku úrvalsdeildinni og er maðurinn sem dregið hefur vagninn fyrir Bröndby.
Það er líka skemmtilegt að vita til þess að Eskifjörður, 1000 manna þorp á íslenska Austurlandinu, skuli eiga tvo frambærilega atvinnumenn í fótbolta þá Stefán og Eggert Jónsson. Það sýnir að vel hefur verið unnið hjá Austra gamla. Áfram Austri
Stefán Gíslason átti mark ársins í Danmörku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 10.1.2009 | 22:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hinn sterki leikmannahópur Liverpool náði þeim frábæra árangri, gegn Stoke, í kvöld að halda hreinu. Þar með hefur Liverpool leikið tvo leiki gegn stórliði Stoke án þess að fá á sig mark. Ekki amalegt það.
Leikmenn eins og Lucas, Benayoun, Aurelio, Riera og Reina stóðu sig frábærlega að vanda. llt leikmenn sem styrkja Liverpool verulega, ekki satt?
Við verðum auðbitað meistar með Rafa í stúkunni.
Markalaust hjá Stoke og Liverpool | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 10.1.2009 | 19:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Það er flott að sjá hve Hafnfirðingar stand þétt saman um að varðveita St Jósefsspítla. Flustursleg og ólýðræðisleg ákvörðun Guðlaugs þórs, heilbrigðisráðherra hefur hleypt illu blóði í fólk um land allt. Ekki vegna þess að hann vill hagræða heldur vegna þess að hann er að þröngva einhverjum hugmyndum, hnoðuðum saman af ebættismönnum sem ekki nenntu eða vildu vinna verkið í samvinnu við starfsfólk heilbrigðisstofnanna.
Hafnfirðingum hefur löngum þótt vænt um St. Jósefsspítala og samþykkja aldrei að starfsemin þar verði lögð niður bara vegna geðþótta Guðlaugs Þórs og einhverra tindáta í kringum hann. Það sýnir borgarafundurinn og boðskap Hafnriðinga ætti ráðherrann að tak með sér inn til Reykjavíkur og hugsa um hann um helgina.
Fullur salur í Hafnarfirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 10.1.2009 | 14:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ekki lýgur Fréttablaðið. Eða....? En þessi litla frétt í Mogganum flytur stórtíðindi, sem þó hafa verið í loftinu um hríð, ef Björn lætur verða af því að yfirgefa ráðherrastólinn. Það er gott fyrir ríkistjórnina og gott fyrir Sjálfstæðisflokkinn og verulega gott fyrir þjóðina ef Björn Bjarnason, eftir mjög umdeildan feril, fæst til að stíga fyrsta skrefið í hreinsunarátakinu í stjórnarráðinu.
Ráðherra með stimpil spillingar og valdnýðslu í andlitnu getur ekki setið í ríksistjórn sem villláta taka sig alvarlega. Þetta ættu fleirir ráðherrar að sjá og fara að dæmi dómsmálaráðherrans ed hann þáa gerir alvöru úr því að segja af sér. Trúi því reyndar ekki fyrr en ég sé það.
Hvað með Árna Matthiesen. Enginn ráðherra lýðveldisins hefur fengið aðra eins aftöku hjá umboðsmanni Aalþingis og lagaprófessornum, Sigurði Líndal. Hann fótum treður stjórnsýslulög, hyglar vinum í mannaráðningum og rífur svo kjaft við umbosmanninn og hæfnisnefnd sem metur hæfni verðandi dómara. Þá færir hann fjölskyldumeðlimum eignir á Reykjanesi, milljarða virði, á silfurfati. Auk þess sem hann hefur ekki gert hreint fyrir sínum dyrum varðandi hlutafjáreign í bönkum og öðrum fyrirtækjum. Hver á að geta treyst ráðherra með slík mál í ferilskrá sinni. Kannski bara Ingibjörg Sólrún og Geir Haarde. Það er nóg til þess að þau ættu líka að segja af sér.
Fullyrt að Björn hætti eftir landsfund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 10.1.2009 | 10:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hvað er eiginlega klám? Einhvern veginn held ég að fólk leggi mismunandi skilning í hvað klám er. Sumum finnst það klám að sjá mann míga. Öðrum finnst það sem helgimynd að sjá fólk eðla sig.
Stundum velti ég því fyrir mér hvort klám sé ekki bara eitthvað sem finnst í höfðum okkar en sé ekki til í raunveruleikanum. Það sem einum þykir sjáfsagt þykir öðrum sóðaskapur. Hvað gerði Larry Flint? Hann hneykslaði suma en ávann sér virðingu annarra.
Hvað er klám????
Ríkisstyrkt klám? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 9.1.2009 | 22:27 (breytt kl. 22:27) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Það er fyrir löngu komið í ljós að þessir Ameríkanar sem eiga Liverpool eru ekki neins trausts verðir. Þeir vinna hvor á móti öðrum og báðir vinna þeir gegn Benítez.
Spánverjinn er ekki sá stjóri sem ég vildi helst sjá á Anfield. En það breytir ekki því að miðað við aðstæður hefur karlinn unnið kraftaverk. Hann hefur aldrei getað keypt þá leikmenn sem hann hefur viljað en orðið að tína upp molana sem eftir verða þegar Utd, Chelsea Real Madrid, Manchester City*SS* og aðrir vel reknir klúbbar í Evrópu hafa keypt það sem þeir vilja.
Ég skil réttláta reiði Rafa. En það var óheppilegt að hann fór að tala, með réttu, um oft á tíðum ruddalega framkomu Ferguson í sömu mund og hann ræddi astandið á Anfield. En ég hef fulla trú á að Rafael Benitéz geri Liverpool að meisturm í vor. Hann þarf bara að vera ákveðnari í því hvaða leikmenn hann ætlar að treysta á. Það dugar ekki að halda að Gerrard og Torres dragi vagninn einir í mark.
Benitez pirraður vegna seinagangs í samningaviðræðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 9.1.2009 | 21:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Jóhanna Sigurðardóttir á þessi verðlaun svo sannarlega skilið. Hvort sem maður er sammála Jóhönnu eða ekki fer ekki hjá því að fólk taki eftir að réttlætiskenndin er drifkrafturinn í öllu hennar pólitíska starfi.
Það lýsir best hug þjóðarinnar til jóhönnu að hún er lang vinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar enda sá eini sem virkilega hefur tekið málstað fórnarlamba efnahagsklúðursins. Málið er bara að hún er kaffærð af samráðherrum sem ekki vilja segja þjóðinni hver raunveruleg staða er og halda því að sér höndunum meðan Jóhanna vill aðgerðir.
Sennilega myndu flestir ráðherrar í stöðu Jóhönnu hafa gefist upp og þagað. Það gerir hún hins vegar ekki. Hún er eina von almennings á Íslandi um að hin raunverulegu fórnarlömb fá einhverja hjálp. Það er löngu orðið ljóst að að spillingarráðherrar Sjálfstæðisflokksin gefa skít þjóðina sem þeir eiga að þjóna. Og það í skjóli Ingibjargar Sólrúnar, formanns Jóhönnu.
Vonandi finnast fleiri Jóhönnur þegar Samfylkingin stillur upp fyrir næstu þingkosningar.
Jóhanna fékk Rósina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 9.1.2009 | 19:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
- stebbifr
- adhdblogg
- alla
- adalsteinnjonsson
- arogsid
- pelli
- kaffi
- beggipopp
- bjarnihardar
- bokakaffid
- gattin
- disadora
- fannarh
- gislisig
- gretaulfs
- gretarro
- jyderupdrottningin
- gudrununa
- gthg
- hafsteinnvidar
- heidistrand
- hehau
- helgigunnars
- hermingi
- drum
- disdis
- ingabaldurs
- veland
- jakobk
- jonkjartansson
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- kalli33
- ktomm
- loopman
- st1300
- 7-an
- palmig
- krams
- ragnarb
- raggiraf
- ragnar73
- ridartfalls
- sng
- snorribetel
- vefritid
- thormar