Færsluflokkur: Bloggar
Ljótt er að lesa. Gæslan á hausnum á sama tíma og Björn B. gælir við að koma upp íslenskum her. Nú er sennilega komin skýringin á því af hverju Björn viðriðist hafa ljáð máls á að helypa fræn da sínum, Bjarn B., í stólinn sinn. Gæluverkefnið verður nefnilega ekki að veruleika.
En það segir sig sjálft að það er graf alvarlegt mál þegar Gæslan dregur úr starfssemi sinni. Gæslan er ekki bara til að gæta þess að veiðiþjófar dragi ekki einhverja fisktitti úr sjó á vitlausum stöðum á vitlausum tíma. Hennar hlutur í aðstoð og björgun manna úr sjávarháska er stærri en allara annarra í kringum landið. Niðurskurðurinn sýnir því greinilega hug stjórnvalda til öryggis sjómannanna, þeirra sem eiga að draga þjóðina upp úr kreppunni sem þeir komu henni í.
Eins og venjulega er mottóið; "skítt með sjómennina." Svo koma falsræðurnar á sjómannadaginn þegar ráðamenn lofa þá sem hetjur samfélagsins. Slík er mærðin til kvölds. Daginn eftir eru sjómennirnir gleymdir og geta étið það sem úti frýs.
Ríkistjórnin og Björn eiga að skammast sín fyrir meðferðina á Gæslunni.
Uppsagnir hjá Gæslunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 14.1.2009 | 19:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bad Company var aldrei besta hljómsveit heims. Hún var svona slarkfær en feyki vinsæl. En hún hafði Paul Rogers sem söngvara og þess vegna áhugaverð að hlusta á. Rogers er án nokkurs vafa einn allra best rokksöngvari Englands. Sýnir best fjölhæfni hans að hann skuli túra með drengjunum í Queen.
Með Rogers i BC var félagi hans úr Free, Simon Kirke, Mick Ralphs úr Mott The Hopple og Boz Burrell úr King Krimson.
Hvað um það. Hér fylgir með hugljúf ballaða með The Bad Company. Feel Like Making Love
Bloggar | 13.1.2009 | 22:11 (breytt kl. 22:13) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mér skilst að um þessar mundir sé húsnæðisverð afar lágt um allan heim. Það er það alla vega hér í Noregi.
Íslenski sendiherrabústaðurinn í Ósló er ekki bara eitthvert hús. Það er fornfrægt hús með mikla sögu. Var í eigu súkkulaðijöfursins sem stofnaði norsku Freyju. Húsið sem stendur á Bygdö er talið meðal fallegri húsa borgarinnar og var mjög til þess vandað er það var byggt á 19 öldinni. Upprunalegt veggfóður er á borðstofuveggjunum og stendur vel fyrir sínu þótt það sé orðið á annað hundrað ára. Enda upprunnið á Ítalíu.
Nú eru liðin ca 10 ár síðan húsið var gert upp. Þetta er einstaklega glæsilegur bústaður og því finnst mér að ríkið ætti að bíða með það fram á 2010 að selja húsið. Norskir fjármálaspekingar spá því nefnilega að það fari að rofa til á fasteignamarkaðnum seinni partinn á þessu ári og þá er eins víst að íslenska ríkið fengi 70 - 80 milljónum meira fyrir hinn glæsilega bústað en ef hann yrði seldur í með vorinu.
Ef okkur vantar svona sárlega gjaldeyri væri nær að nota bústaðinn sem veðsetningu fyrir gjaldeyrislánum. Hann kemur bara til með að hækka í verði. Þar fyrir utan er gaman að Ísland skuli eiga eitt fallegasta húsið í höfuðborg Noregs.
Sendiráðsbústaðir seldir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 13.1.2009 | 21:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ótvíræða batamerki hjá bankaráði Landsbankans meðan bankaráð Glitnis liggur enn í óráði.
Og ótvírætt gáfumerki hjá Elínu að sækjast ekki eftir starfinu. Hún hefði betur fengið þessa vitrun aðeins fyrr. En batnandi fólki er best að lifa og ég efast ekki um að Elín á eftir að reynast þjóð okkar vel er fram í sækir.
Birnan í glitni þyrfti nú að fara að vakna af dvalanum skríða úr híði sínu. Þá finndi hún kannski 170 milljónirnar sínar eða orsökina til þess að þeim var ekki skipt í hlutabréf í bankanum hennar.
Elín lætur af störfum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 13.1.2009 | 18:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ástþór Magnússon hefur í fjölda ára, eftir að hann snéri heim úr útlegðinni, verið að reyna að brölta til einhverra áhrifa í íslensku samfélagi. Hann hefur greinilega ekki áttað sig á því að það villja nánast engir hafa neitt með hann aðgera. Það sýna úrslitin í forsetakosningunum þar sem hann hefur boðið sig fram.
Ástþór hefur gjarnan kennt því um að ólýðræðislegir fjölmiðlar, þar með talið RÚV, hafi ekki sýnt sér sama sóma og öðrum frambjóðendum og því sé hann ekki forseti í dag. Þannig má alla vega skilja málflutning hans. En nú er það bara alls ekki þannig. Ástþór er ekki forseti vegna þess að fólkið hafnaði honum sem ótrúverðugm frambjóðanda.
Það er nú þannig að í ástandinu sem ríkir á Íslandi í dag hefur þjóðin ekkert að gera með starfskrafta ótrúverðugra manna. Við erum einmitt að reyna að losa okkur við á úr stjórnarráðinu. Í hreinskilni sagt sé ég ekki hvaða ráðherra ætti að skipta út fyrir Ástþór Magnússon. Eftir að hafa gluggað í bloggið hans nokkrum sinnum hef ég aldrei rekist á eina einustu jákvæða umfjöllun hjá honum um eitt einasta atriði, menn eða málefni og þaðan af síður hefur hann komið með ákveðnar tillögur til lausnar á vanda þjóðarinnar nú. Allt snýst umhann sjálfan og ágæti hans.
Það er nú einu sinni þannig að okkur getur sýnst að ríkistjórn og forsetanum hafi verið mislagðar hendur í stjórn samfélagsins. Þeir geta vel verið spilltir líka. En ég efast um að þeir séu jafn heimskir og miklir óþokkar og Ástþór gefur gjarnan i skyn með skrifum sínum. Ég held líka að flestir ráðherrarnir séu ágætis fólk sem vilji vel en hafa ekki hitt naglan á hausinn í verkum sínum. Og auðvitað eiga þeir að axla ábyrgð og sumir hefðu átt að segja af sér í byrjun október. Það bara gerðist ekki. Samt held ég að þeir séu allri færari en Ástþór Magnússon atvinnunöldrari.
Ég efast ekki um að Páll Magnússon, útvarpsstjóri, er þakklátur Ástþóri fyrir að bjóða fram starfskrafta sína tilað betrumbæta ásýnd RÚV. En ég er ekki viss um að Palli þyggi þessa aðstoð. Hann veit eins og þjóðin öll að Útvarpið verður ekki fríðara við að rödd Ástþórs heyrist oftar en hingað til eða trýnið hans birtist oftar á skjánum.
Og nú er ég smeykur um að Ástþóri verði hafnað ef hann sækir um inngöngu í jólasveinafélaginu. Hann er örugglega eini jólasveinnin sem hent hefur verið út þar sem hann hefur komið. Ekki einu sinni jólasveinninn hans Skráms er jafn illa séður. Fólk hlær hjartanlega að honum en brosir vandræðalega yfir bröltinu í nafnlausa jólasveinabúningnum með Ástþór Magnússun inni í sér.
Ef Ástþór Magnússon er ekki farinn að átta sig á því að íslenska þjóðin vill ekkert með hann hafa í áhrifastöðum samfélagsins segir það meira til um Ástþór en Íslendinga almennt.
Ástþór vill útvarpstíma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 13.1.2009 | 16:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Góður sigur hjá mínum mönnum í kvöld. Reyndar höfum við oft haft góð tök á ÍR-ingum en þeir hafa líka gert okkur skráveifu inn á milli. Nú er bata bíta á jaxlinn og fara alla leið í bikarnum. Það er svo ótrúlega andskoti gaman að vinna í höllinni í leik ársins.
Hef mikla trúa á Palla, gamla, Vilbergssyni og félögum. Þeir landa titli í ár.
Stórsigur hjá Grindvíkingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 12.1.2009 | 22:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þau eru greinilega höðfingjar heim aðsækja í utanríkisráðuneytinuþ Svona á þetta að vera. Mórmælendum hefur örugglega verið boðið upp á kaffi og kannski með því.
Þetta er alla vega fyrsta viðleitni stjórnvalda til að hlusta á og tala við mótmælendur og það er af hinu góða. Það væri gaman að vita hvort þetta hefði gerst ef Ingibjörg Sólrún hefði verið heima??
Vonandi heldiur fólk áfram að mótmæla villimennsku Ísraelsmanna. Það er eitt að verja hendur sínar og annað að smala fólki í hús sem fjöldamorðingjarnir sprengja svo í loft upp. Þetta verður sjálfsagt afsakað með tæknibilun hjá tæknivæddasta herveldi heimsins.
Fundað með mótmælendum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 12.1.2009 | 20:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Birkir samdi við Viking á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 12.1.2009 | 18:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég hef skrifað um það áuðr og skrifa um það aftur hvað niðurlægin íslenskra dagblaða íslenskra dagblaða er orðin alger. Mogginn rambar á barm gjaldþrots, Fréttablaðið rekið með stórtapi og Dagblaðið orðið að ómerkilegasta snepli sem gefinn hefur verið út á Íslandi síðan munkar hófu að rita á kálfskinn uppúr árinu 1000.
Sú var tíðin að við höfðum Morgunblaðið, Tíman, Alþýðublaðið, Þjóðviljan, og Dag. Síðan komu Mánudagsblaðið, Ný Vikutíðindi og Útsýn um tíma sem vikublöð. Á Austurlandi komu blöðin Austurland og Austri út Suðurland á Suðurlandi og örugglega einhver blöð fyrir vestan og norðan þóég muni ekki eftir þeim.
Það var gróska á þesumtímum. Stóru dagblöðin voru sauðtrygg eigendum sínum, stjórnmálaflokkunum, og föst skeyti gegnu á víxl. Það var hellvíti gaman að lesa blöðin á þessum tíma. Allir vissu að Þjóviljinn var blað kommanna og Alýðublaðið blað kratanna. Sjálfstæðisflokkurinn átti Moggann og Framsóknarmenn Tíman. Menn voru ekkert að gera sér rellu yfir tengslunum á þessum tíma.
Nú er öldin önnur og Snorrabúð orðin stekkur þegar maður skoðar Morgunblaðið í dag og ber það saman við hvernig sama blað var fyrir 15 árum. Ekki veit ég hvað hefur gerst hjá blaðaútgefendum sem orsakar þessar hörmungar. En ég gruna að útgáfa fríblaðanna svokölluðu spili þarna stóra rullu. Það er ekki að ástæðulausu að frændur okkar á Norðurlöndunum vilja ekki sjá fríblöð. Þrátt fyrir viðleitni Baugs í Danmörku sýndu Danirnir snepli þeirra lítinn áhuga. 24 áttu heldur enga glæsi sögu þá mánuði sem blaðið kom út á Íslandi.
Ég vona svo sannarlega að hagur Moggans vænkist og Fréttablaðið braggist og hætti að koma út sem fríblað. Það tekur engin slík blöð alvarlega.
Til umræðu að fækka útgáfudögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 12.1.2009 | 17:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mér þykir hafragrautur góður. Meira að segja mjög góður. Svo er hann líka hollur. Eða svo hefur manni verið sagt frá blautu barnsbeini. Því finnst finnst mér það flott framtak hjá Valhúsaskóla að gefa nemendunum hafragraut. Það er ekki amalegt að slafra í sig nokkrum skeiðum áður en maður hefur vinnu. En tvisvar á dag finnst mér í það mesta. Ég held ég myndi ekki vinna mér það til lífs að éta hafragraut tvisvar á dag. Mæli heldur með banönum í seinna málið.
Það mættu fleiri skólar taka hafragrautargjöfina upp eftir Valhúsaskólanum. Á þorranum væri viðeigandi að láta 2 - 3 hákarlsbita fylgja með eða þá sneið af hrútspungi eða sviðatungu. Þá erum við farin að tala um þjóðlegan mat sem hélt lífinu í þjóðinni öldum saman.
Ókeypis hafragrautur í boði í Valhúsaskóla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 12.1.2009 | 06:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
- stebbifr
- adhdblogg
- alla
- adalsteinnjonsson
- arogsid
- pelli
- kaffi
- beggipopp
- bjarnihardar
- bokakaffid
- gattin
- disadora
- fannarh
- gislisig
- gretaulfs
- gretarro
- jyderupdrottningin
- gudrununa
- gthg
- hafsteinnvidar
- heidistrand
- hehau
- helgigunnars
- hermingi
- drum
- disdis
- ingabaldurs
- veland
- jakobk
- jonkjartansson
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- kalli33
- ktomm
- loopman
- st1300
- 7-an
- palmig
- krams
- ragnarb
- raggiraf
- ragnar73
- ridartfalls
- sng
- snorribetel
- vefritid
- thormar