Færsluflokkur: Bloggar
Það sér hver einasti heilvita maður að Ísland getur verið og er auðvitað sjóðheitt ferðamannaland um þessar mundir. En þennan möguleika sér hvorki ríkistjórnin eða ferðmálaráð. Alla vega ef marka má frammistöðu þessrarra aðila á ferðakaupstefnum sem haldnar eru í Skandinavíu þessar vikurnar.
Á ferðakaupstefnunni í Lilleström í Noregi, þar sem árlega koma um 40 þúsund manns og flestir í ferðabransanum sem vilja láta taka sig alvarlega var aðeins einn íslenskur aðili með kynningarbás. Það var ferðaskrifgstofan Landsýn með aðsetur í Årnes í Noregi. Að sjálfsögðu var Hörður á Kaffi Reykjavík mættur á svæðið með kynningu á íslenska kjötinu sem menn kyngdu niður með Brennivínstári og létu vel af. Íshestar voru þarna líka og fengu þeir aðstöðu á básnum hjá Landsýn. Þarmeð eru nú hlutur íslenskra ferðaskrifstofa upp talinn á næst stærstu ferðakaupstefnu sem fram fer á Noðrurlöndum ár hvert.
Icelandair voru líka á staðnum en nú með öðrum hætti en áður. Í stað þess að vera með kynningarbás voru þeir með fundarherbergi þangað sem þeir buðu öllum sem sleja ferðir með þeim gátu komið og fengið stuðning. Þetta var vel heppnað bragð hjá flugfélaginu og var fullt út úr dyrum á öllum fundum þeirra.
Það sem vakti athygli margra var að Ísland, í því ástandi sem þar ríkir nú, skuli ekki hafa verið meira áberandi. Að Icelandair þurfi að taka að sér landkynningu sem ferðamálaráð á að sjálfsögðu að sjá um er með ólíkindum léleg frammistaða af ráðinu. Eins og allir vita hefur mikið neikvætt verið skrifað um Ísland í skandinavisku pressunni undanfarna mánuði. Engin opinber aðili á landinu svarar þessum skít. Í staðin eru það Íslendingar í þessum löndum sem stinga niður penna og útskýra ástandið. Icelandair hefur reyndar verið virkasti aðilinn í hreinsunarstarfinu í, sérstaklega dönsku pressunni. Bjarni Birkir og þeir sem ráða ríkjum hjá Icelandair í Danmörku hafa verið lúsiðnir við að svara skítkastinu og bjóða þessum blaðamönnum til Íslands svo þeir geti séð með eigin augum að fólk er ekki að drepast úr hungri á eyjunni. Svo þeir geti séð að það er nóg úrval af mat og drykk í búðunum og að þjóðin líður ekki neinn sérstakan skort þótt illa ári núna.
Hvar er ríkistjórnin sem tjáði við upphaf kreppunnar að ferðaþjónustan ætti að verða einn af hornsteinum uppbyggingarinnar? Þegar maður horfir á árangur Geirs og kompanís í uppbyggingarstarfinu fermaður að trúa því sem maður sér á kröfuskiltunum, "Geir er gangnslaus."
Í Noregi eru þó nokkrar ferðaskrifstofur sem einbeita sér að sölu á ferðum til Íslands. Auðvitað á íslenska ferðamálaráðið að gera það sama og það norska, danska og sænska. Það er að safna öllum þeim aðilum saman undir sinn hatt auk þeirra fyrirtækja sem vilja koma frá Íslandi þannig að allir sem á ferðakaupstefnurnar koma sjái ÍSLAND. Hingað til hefur það verið þannig a íslensku aðilunum hefur verið dritað hingað og þangað þannig að Ísland fær ekki neina heildstæða kynningu eins og hin Norðurlöndin sem hafa heilu "göturnar" á kynningunni fyrir sig.
Við verðum bara að viðurkenna að í þessum bransa erum við langt á eftir nágrannalöndunum. Íslensk stjórnvöld eiga að hund skammast sín fyrir að láta þetta tækifæri sér úr greipum ganga þegar við þurfum á öllum þeim gjaldeyri sem hönd á festir til landsins. Við getum litið á ferðamennsku til Íslands eins og togaraflotann. Hver ferðamaður sem kemur til landsins skilar okkur ámóta gjaldeyri eins og 50 kg af þorski þó sá fiskur sé illseljanlegur um þessar mundir.
Nú er tími til kominn að Geir vakni og þvoi sér í framan og bretti svo upp ermarnar. Hann getur þetta ef hann vill.
Ísland eitt það heitasta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 19.1.2009 | 06:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Gamli slagarinn hans Lennons á ágætlega við um þessar mundir. Sérstaklega þar sem stjórnvöld skilja ekki að þau eiga að vinna fyrir fólkið í landinu en ekki gegn því.
Bloggar | 18.1.2009 | 21:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Alltaf eitthvað broslegt að gerast í Framsóknarfjósinu. Eftir heimskulegustu formannskosningu í sögu íslenskra stjórnmálaflokka dregur einn frambjóðandi til ritara, Gunnar Bragi Sveinsson, framboð sitt til baka vegna föngulegra kvenna sem honum fannst tilhlýðilegt að bitust um tugguna.
Sjálsagt er það riddaramennskan semrekið hefur Gunnar til þessarar göfugu ákvörðunar. En hún bendir ekki ákkurat til sigurvilja Framsóknarmannsins. En á hinn bóginn staðfestir hún það sem löngum hefur verið sagt um Framsóknarfólk að það viti aldrei í hvorn fótinn það á að stíga. Já, já. Nei, nei stimpillinn virðist vera geirnegldur í Framsóknarsálina.
Nú er bara að bíða morgundagsins og sjá þegar nýji formaðurinn mætir í fjósið með nýja flórsköfu og hefur hreingerninguna.Með vorinu fjárfestir hann sjálfsagt í nýrri haugsugu og sýgur leyfarnar af Halldórsmykjunni úr haughúsinu.
Dróg sig til baka úr ritaraslagnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 18.1.2009 | 20:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ekk veit ég hvernig fjárlægðarskyni blaðamannsins sem reit þessa litlu frétt um línubátinn Gulltopp. En það er öllum mönnum ljóst, sem fengist hafa við sjómennsku, að það er ekki langt fyrir Grindavíkurbát að róa inn á Breiðafjörðinn. Þetta er nokkura klukkutíma sigling. En það er hagræði að landa á Snæfellsnesinu og aka fiskinum til Grindavíkur í stað þess að láta bátinn sigla þá leið fram og til baka á degi hverjum.
Þegar við tölum um að það sé langt að sækja sjóinn er gjarnan átt við fjarlægð mið eins og Barentshafið, Nýfundnaland eða einhver veiðisvæði sem eru fleiri hundruðmílur undan Íslandsströndum.
Langt þeir sækja sjóinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 18.1.2009 | 20:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Formannskjörið í Framsókn í dag sýnir enn og aftur að ekki er hægt að ljúga neinu upp á Framsóknarmenn. Hvernig á að vera hægt að treysta flokki sem ekki kann að telja? En það má þó Haukur Ingibergsson, kjörstjórnarformaður eiga að hann sagði af sér eftir mistökin.
En hvað um það. Einhvern veginn held ég að Framsókn hafi valið sér góðan formann. Hann kemur alla vega ferskur inn í forustuna og vonndi að honum takist að uppræta Halldórsspillinuna sem þjakað hefur flokkinn síðustu árin.
Það verður spennandi að fylgjast með hinum ungu leiðtogum, Sigmundi og Birki Jóni. Þeir eiga ærinn starfa fyrir höndum ætli þeir sér að koma flokknum upp í svipað fylgi og hann hafði upp úr miðri 20. öldinni. Það tekst ekki með því einu að ætla að vinna samkvæmt gömlu gildum flokksins einum saman. Þeir verða að byrja á að moka út úr fjósinu og endurnýja kúastofninn í þingflokknum. Fortíðarvandinn og illdeilurnar verða að hverfa ef unga forystan ætlar að eiga minnstu von um traust fólksins.
Hvort gömlu valdaklíkurnar láta hreinsanir ungmennanna yfir sig ganga eigum við eftir að sjá. Líklegra þykir mér að flokkurinn sinni eftir sem áður hagsmunagæslu fyrir Finn Ingólfsson og Ólaf í Samskipum.
Sigmundur kjörinn formaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 18.1.2009 | 19:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Kom mér ekki á óvart þegar ég klikkaði mig inn á þessa frétt að atvinnunöldrari hafði þusað um "gott uppeldi" á bræðrunum.
Dettur einhverjum heilvita manni að það sé foreldrum að kenna ef strákar prófa sig með eitthvað það sem þeir mega ekki og í þessu tilfelli alls ekki?
Auðvitað var þetta bara spennandi fikt. Ég fiktaði marg oft við allan andskotan, á bak við pabba og mömmu og var heppinn að ég slasaði mig aldrei. Þetta er að sjálfsögðu ekki neitt sem maður mælir með. En ég skil strákana.
Heimurinn verður fátækari þegar drengir hætta að fikta við það sem hættulegt er. Hvað verður spennandi ef það gerist.
Áfram strákar en passið ykkur. Mamma og pabbi gera það ekki þegar þið farið á bak við þau.
Voru að útbúa heimatilbúna sprengju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 16.1.2009 | 23:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Morrissey hefur örugglega lagt sitt af mörkum í tónlistinni og það sem hann hefur gert er hefur verið þróuðu poppi til mikillar framdráttar.
Eftir að Smiths gáfu upp öndina fékk hefur kappinn unnið með mörgum frábærum tónlistarmönnum og oft velur hann sér "ungmenni" til að starfa með. Hann er einfaldlega frábær tónlistarmaður og á að sjálfsögðu að hætta þegar hann nennir ekki lengur að semja.
Morrissey að hætta? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 15.1.2009 | 06:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Best að kveðja kvöldið með kúluspili. Vann ekkert í lottóinu og huuga mig við kúluspilið.
Tónleikar The Who á Isle Of Wight eru taldir með þeim bestu sem hlljómsveitin hélt. Hérna flytja þeir eitt þekktasta lag úr rokkóperunni Tommy. Kyngimagnað band The Who.
Bloggar | 14.1.2009 | 23:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Jonas Gahr Störe veit betur en margur annar hver staðan fyrir botni Miðjarðarhafsins er. Og það er örugglega rétt hjá honum að það er langt, mjög langt, í vopnahlé. Ísrelasmenn bera 80% ábyrgð á ástandinu eins og það er í dag.
Sú var tíðin að gert var samkomulag í Ósló. Þar náðu Fatasamtökin og Arafat friðarsamkomulagi við Ísrael. Gerð var áætlun um hvernig koma mætti á varanlegum friði. Hamas var náttúrulega ekki ánægðir með framvindu mála og gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að eyðileggja samkomulag Arafats og Ísraela.
Í stað þess að styðja Arafat, eins og Clinton Bandaríkjafroset bað þá um, sáu Ísraelar sér leik á borði að gera lítið úr Arafat og kölluðu hann veikan og eyðilögðu þar með Fatasamtökun og komu glæpahyskinu í Hamas til valda.
Síðan þá hefur allt farið á verri veg. Fleiri og fleiri þjóðir snúa baki við Ísrael. Gyðingar um gjörvallan heim eru fyrirlitnir eins og þeir voru í Þýskalandi á Hitlerstímanum. Gyðingabörn í grunnskólum í Noregi og víðar í álfunni eru lögð í einelti. Allt vegna þess að Ísraelsmenn sviku Óslóarsamkomulagið og Arafat um leiðog þeir héldu að það væri þeim til framdráttar.
Þeir eiga reiði samfélags þjóðanna skilið.
Vopnahlé á langt í land | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 14.1.2009 | 22:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það vantar ekki kraftirnn í Framsóknarmenn þessa dagana. Bjarna og Guðna bolað út og myndað pláss fyrir Guðmund. Og ný situr flokkstökuliðið og semur byltingarkennda tillögu um stjórnlagaþing.
Annar eins kraftur í íslenskum stjórnmálum hefur verið óþekktur síðan Fylkingin var og hét. Reyndar á Framsóknarflokkurinn ekki ungliða í dag sem stenst fólki eins og Birnu og Svenna Kristins snúning. En það er þó viðingarvert bröltið í þeim. Markmiðið hlýtur að vera að bola Lómatjarnar Skjöldu og Seltjarnarness Skrautu burt af básum sínum. Þær eru hvorki frjálslyndar eða félagshyggjusinnaðar og passa því illa inn í hugmyndafræðilga sjálfsmynd flokksins.
Það verður fróðlegt að fylgjast með framvindunni í fjósinu. Ungneytin eru greinilega í framsóknar hug og þá er bara að vona, að takist þeim ætlunarverki sitt, verði þeim treystandi. Ólíkt því sem verið hefur allt frá því Halldór ásgrímsson tók við flokknum af Steingrími sem er sennilega eini framsóknarmaðurinn sem notið hefur virðingar og lýðhylli síðustu 2 áratugina.
Lagt til að kosið verði til stjórnlagaþings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 14.1.2009 | 21:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
- stebbifr
- adhdblogg
- alla
- adalsteinnjonsson
- arogsid
- pelli
- kaffi
- beggipopp
- bjarnihardar
- bokakaffid
- gattin
- disadora
- fannarh
- gislisig
- gretaulfs
- gretarro
- jyderupdrottningin
- gudrununa
- gthg
- hafsteinnvidar
- heidistrand
- hehau
- helgigunnars
- hermingi
- drum
- disdis
- ingabaldurs
- veland
- jakobk
- jonkjartansson
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- kalli33
- ktomm
- loopman
- st1300
- 7-an
- palmig
- krams
- ragnarb
- raggiraf
- ragnar73
- ridartfalls
- sng
- snorribetel
- vefritid
- thormar