Færsluflokkur: Bloggar

Frábær frammistaða lögreglunnar

Núna fylgist ég med íslenska sjónvarpinu  þar sem ég sit heima hjá mér í Noregi. Verð að segja að ég er ánægður með það sem ég sé.  Mér finnst bæði mótmælendur og lögregla standa sig frábærlega vel.  Mótmælendur eru frekar friðsamir nokkrir séu vopnaðir eggjum. Annars eru það bara dugleg háreysti sem mótmælednur beita era fram þá kröfu sína um að hin vanhæfa ríkistjórn fari frá.

Fólkið náði að umkringja bíl forsætisráðherra og skenkja hinum nokkur egg krydduð með skömmum og það var bara vel gert. Var flott að sjá á sjónvarpsmyndunum hve lögregla meðhöndlaði mótmælendur á mildan hátt.  Þeir hafa sjálfsagt tekið til sín skammirnar frá átökunum við Þinghúsið í gær og það er bara hið besta mál.

Var stoltur af þjóð minni í dag.  Vonandi að mótmælin haldi áfram með þesum hætti þar til stjórnin leggur niður skottið og fer heim.


mbl.is Mótmælendur umkringdu Geir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bull og vitleysa

Að halda því fram að Glitnir ASA í Noregi hafi verið seldur á brot af raunvirði er ámóta mikið bull og að halda því fram að ríkistjórn Íslands og Seðlabanakstjóri, Davíð Oddson, nytu 100% trausts íslensku þjóðarinnar.

Glitnir var í Noregi var einskis virði vegna þess eins að engin hafði traust á bankanum.  Stjórnendur hans, bæði íslenskir og norskir, voru ævintýramenn sem misstu einfaldlega niður um sig buxurnar og stóðu með rassgatið strípað rúnir traust en áttu fyrirlitningu almennings.

Hins vegar má færa líkur að því að ef ríkistjórn Íslands hefði gripið inn í bankahrunið með trúverðugum hætti, rekið Seðlabankastjóra strax fyrir embættisafglöp, m.a. þjóðnýtingu Glitnis, hreinsað út úr FME og látið þá ráðherra sæta ábyrgð sem báru ábyrgð á þeim stofnunum sem sváfu á verðinum hefði þjóoðin notið trausts sem skilað hefði sér í verðmætara mati á þrotabúi Glitnis ASA.

Það var vitað mál að mikil reynsla og viðskiptavild fundust innan veggja Glitnis ASA. En það vildi bara engin eiga viðskipti við meinta svindlara og óráðsíumenn norska Glitnis.  Þess vegna hefur verðmæti hans aukist margfalt eftir að hann komst í eigu Sparibankanna í Noregi.  Þeir njóta virðingar og trausts nokkuð sem íslenskir útrásarvíkingar og ríkisvald nýtur ekki í konungsríkinu sem stendur.


mbl.is Glitnir ASA seldur á brot af raunvirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinnufrið til að fela spillinguna??

Geir Hilmar grátbað um vinnufrið fyrir sig og ráðuneyti sitt í dag.  Það er alveg á hreinu að ríkistjórnin fékk mjög góðan vinnufrið í upphafi efnahgashrunsins. Allir stjórnaradstöðuflokkarnir gáfi Geir og stjórninni grið og frið til að vinna og buðu fram aðstoð sína.

Geir sló á útréttar hendur stjórnarandstöðunnar og sagði henni og þjóðinni að þegja.  Hann kallaði fréttamann fífl og dóna og gerði lítið úr fólki sem mætti til að leggja fyrir hann spurningar á borgarafundinum í Háskólabíói.

Hvernig dettur þessum vesalings manni í hug að hann fái áfram frið til að halda áfram að fela fólksuverk sín  og síðustu ríkistjórnar, Sjálfstæðisflokks og framsóknar, með því að halda Árna Matt og Birni B. í ráðuneyti sínu, Davíð Oddsyni í Seðlabankanum og drengstaulanum í Fjármálaeftirlitinu.  Þetta lið lýgur endurtekið að þjóðinni til þess eins að fela misgjörðir sínar í einhverju spilltasta "lýðræðissamfélagi" vesturlanda.

Auðvitað fær ríkistjórnin ekki lengur frið. Hún á að viðurkenna að hún ræður ekki við verkefni sitt. Forsætisráðherra á að horfast í augu við þá staðreynd að hann og ríkistjórnin situr ekki lengur í umboði þjóðarinnar.  Fólkið treystir ekki stjórninni.  Hann á að nota skynsemina og segja; "Ekki meir. Ekki meir." 

 


mbl.is Mikilvægt að stjórnin fái vinnufrið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórmerkilegur sigur yfir bankanum vegna vitlausrar ráðleggingar

Það er ekki á hverjum degi sem gamalmenni vinna sigur yfir bönkunum. En það gerðist i Noregi í dag.

Þannig er mál með eftirlaunaþegi í Noregi sem nurlað hafði 500 þúsund NOK og ávaxtað sitt pund í DNB, stærsta banka Noregs, fékk upphringingu frá þjónustufulltrúanum sem sagð að hann fengi miklu meiri afköstun á sparnaðinn sinn með því a færa hann yfir á annan afkastameiri reikning.  Eftir þvarg fram og til baka ákvað gamli maðurinn að treysta þjónustufulltrúanum og skipti um sparnaðareikning.

Seinna kom í ljós að sá gamli hafði tapað helming sparnaðar síns og brást ókátur við.  Hann fór á fund, fyrst þjónustufulltráns og síðan til yfirmanna bankans, en fékk allsstaðar þau svör að hann hefði tekið áhættu og tapað og því yrði hann að bera tapið.

Sá gamli sætti sig ekki við viðbrögð DNB og kærði bankan til bankaeftirlitsnefndarinnar.  Sú felldi dóm í dag og hann er sá að þar sem að "sérfræðingar" bankans hafi logið að gamla manninum um afköstun sparífjárins beri DNB að greiða manninum upp tapið þannig að hann stæði á sléttu miðað við að hann hefði aldrei skipt um reikning.

Datt í hug að þeir Íslendingar sem töpuð á sambærilegum viðskiptum við bankana heima ættu að prófa að sækja peningana sína með því að kæra bankana.  Ríkið er jú ábyrgt núna sem eigandi þrotabúanna.


Hvað dvelur stjórnarandstöðuna

Nú fer það ekki á milli mála lengur að ríkisstjórn lýðveldisins Íslands er ekki bara heyrnarlaus.  Hún er líka gjörsamlega skilningslaus.  Þar á ég ekki síður við flokksformann míns flokks, Ingibjörgu Sólrúnu, sem segir að sá mikli mannfjöldi sem mætir til mótmæla vanhæfri ríkisstjórninni séu ekki fulltrúar þjóðarinnar. 

Það hefur alltaf verið talinn kostur góðra leiðtoga að hlusta á fólkið sitt.  Þennan kost skortir Geir Haarde algerlega og Ingibjörgu líka. Sá er munurinn á henni og Geir að hún hefur sama hrokann og Davíð Oddson og vill því ekki tala við fólkið sitt þótt hún skilji það eins og hún hefur sagt.  Vil trúa því að hún segi satt þar.

Eftir uppákomuna við Alþingi í dag verður maður að fara að setja = milli Geirs Haarde og Mugabe þegar kemur að virðingunni sem þeir bera fyrir þjóðunum sínum. Geir, nákæmlega eins og Mugabe, þumbast áfram vitandi það að hann hefur ekkert traust lengur meðal þjóðar sinnar.  Það hvarflar ekki að honum að hlusta og hvað þá svara spurningum fólks öðru vísi en út í hött.

Á alþingi í dag sagði Ögmundur Jónasson ríkistjórnina algerlega vanhæfa.  Ég hef grun um að hann hafi talað fyrir hönd allrar stjórnarandstöunnar þar.  Þess vegna verð ég að lýsa undrun minni á því af hverju stjórnarandstaðan gerir ekki eitthvað róttækt í málinu.  Það er vitað mál að stjórnarflokkarnir fella að sjálfsögðu vantrausttillögu.  En af hverju neitar stjórnarandstaðan ekki að mæta í þingið fyrr en búið er að ákveða kosningar til að skera úr um það hvort núverandi ríkisstjórn nýtur trausts eða ekki.

Af hverju leggur ekki sameinuð stjórnarandstaða til að nú þegar verði sökudólgarnir fundnir og dregnir fyrir dómstóla.  Nú er ljóst orðið það er full ástæða til þess.  Bæði ráðherrar, embættismenn og útrásarvíkingar hafa verið uppvísir af lögbrotum.  Hvað dvelur stjórnarandstöðuna meðan ríkistjórnin gerir ekki neitt.


mbl.is Þjóðin var í Alþingisgarðinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaká sagði nei og Robinho stakk af

Robinho_685480iEftir að ljóst var að Kaká vildi ekki fara til Manchester City tók Robinho af frá æfingabúðum City sem dvaldi á Canaryeyjum.  Hann kom til City með því skilyrði að liðið fengi Kaká en það mistókst og því yfirgaf Robinho félagi og lætur ekki sjá sig meira í Manchester.

Það er því nokkuð ljóst að ekki verða allir menn af aurum apar.  Það er líka ljóst að lið verður að vinna eitthað og eiga sér einhverja sögu áður en það fær til sín bestu knattspyrnumenn heimsins.  Manchester City hefur fá afrek unnið á síðustu áratugum og þó einhver sjeik hafi dælt peningum í félagið er það ekkert aðdráttarafl fyrir bestu leikmenn heims fyrr en það getur sýnt fram á einhverja markverða sigra og metnað tillengri tíma.

 Á meðan verður City að lát sér nægja leikmenn eins og Craig Bellamy.


mbl.is Kaká: Hlustaði á hjarta mitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigmundur Davíð. Já, já. Nei, nei

Sé hér á blogginu að sumir halda vart vatni af hrifningu yfir hinum nýja formanni Framsóknar, Sigurbirni Davíð Gunnlaugssyni.  Og víst er drengurinn með bjartan svip og sakleysisleg augu.  En eftir Kastljósviðtalið verð ég að segja að hann smellur eins og flís feitan framsóknarrasinn.  Hann svaraði ekki einni einustu spurningu með ákveðnu svar heldur þvældist, óöruggur, í kringum allar spurningarnar. 

Spurður um ESB opinberaði hann 100% að hann er fæddur Framsóknarmaður og rígheldur í "Já, já og Nei, nei" afstöðuna sem alla tíð hefur fylgt þessum auma stjórnmalaflokki. 

Annars fannst mér Sigmar standa sig enn verr en Sigmundur þar sem hann gleymdi algerlega að spyrja hann um fiskveiðistjórnunina, kvótakerfið, sem er skilgreint afkvæmi Halldórs Ásgrímssonar fyrrum formanns flokksins.

Framsóknarflokkurinn skilgreinir sjálfan sig sem frjálslyndan félagashyggjuflokk. Og Sigmundur segist ætla að flytja flokkinn af hægri kantinum og inn á miðjuna.  Mér sýnist að undir Sigmundi Davíð haldi Framsókn áfram að vera frjálslyndur félagshyggjuflokkur án nokkrar stefnu eða hugsjóna annnarra en að við halda sjálfum sér sem verkfæri flokkseigendanna í S-hópnum 


mbl.is Svipmynd: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Valdið er örugglega hjá ráðherranum en ekki vitið

Einar Kr. Guðfinnson var einu sinni gagnrýninn á núverandi kvótakerfi.  Nú er hann aftur á móti orðinn einn mest varðhundur kerfisins og hikar ekki við að úthluta kvótafyrir milljarða króna tilgreifanna sem eru búnir að veðsetja kvótan fyrir 4 sinnum verðmæti hans.  Það þýir að útgerðin getur aldrei staðið undir skuldbindingum sínum og þess vegna suðar hún um að fá skuldirnar afskrifaðar.

Nú er Einar nýbúinn að gefa þessum sömu mönnum og eyddu kvótalánunum sínum í eitthvað allt annað en sjávarútveginn heila 120 milljarða til viðbótar.  Nú er bara að taka meiri lán og veðsetja viðbótina og kaupa eins og eina búð á Oxfordstræti eða súkkulaðiverksmiðju í Sviss.

Fannst hálf aumkunnarvert að sjá vesalings fiskverkandann á Snæfelssnesinu í kvöld gleðjast yfir því að sú mok veiði sem nú er á Breiðafirðinum muni gera sitt til að bjarga okkur út úr skuldafeninu.  Það verður aldrei eins og staðan er nú.  Skuldir sjávarútvegsins halda áfram að aukast allt þar til Einar og félagar samþykkja að að fela niður skuldirnar.

Þá geta greifarnir byrjað upp á nýtt því ekki dettur ráðherranum í hug að leysa kvótan til ríkisins þó ríkið taki að sér skuldirnar sem á honum hvíla.

Ég skil vel gagnrýni Ólafs Karvelssonar á ráðherrann.  Einar Kr. Guðfinnsson er örugglega hinn vænsti drengur. En hann veit ekkert hvað hann er að gera í ráðuneytinu.  Það er ekki nóg að vera komin út af einum farsælasta útgerðarmanni landisins á sínni tíð.  (Vann hjá gamla manninum, sáluga, á Seyðisfyrði einn dag þegar égvar 9 eða 10 ára gamall) Einar Guðfinnsson, jr. vanntar alla yfirsýn og vit til að nýta hana við stjórnun sjávarútvegsins.  Hann er, ásamt Árna Matt. besta dæmið um vanhæfa ráðherra.

Pæliði í því. Einari er falið valid yfir okkar stærstu auðlind og Árna falið að passa arðinn af þessari sömu auðlind.  Ekki von að vel fari. 


mbl.is Valdið er hjá ráðherranum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aulaskapur Benitez, Skrtel og Reina

BenniAð tapa tveimur stigum á móti Everton í kvöld er algerlega ófyrigefanlegt.  allan fyrri hálfleikinn var Liverpool eins miðlungs firmalið og ógnaði marki Everton aðeins einu sinni er Torres mistókst skotið eftir að hafa farið illa með varnarmennina.

Seinni hálfleikur varaðeins skárri sérstaklega í kringum markið gullfallega hjá Gerrard.  Eftir það var leikurinn hundlieðinlegur þæfingur sem einkenndist af mistökum Benitez, Skrtel og Reina.

Í fyrrsta lagi voru það mikil mistök að skipta Keane út fyrir kerlingu eins og Benayoun. Benayoun er alltaf léttur leikmaður á móti törfum eins og Everton hafa.  Enda sýndi það sig að hann, algerlega að ástæðulausu, kostaði liðið aukaspyrnuna sem Cahill jafnaði úr.  Reina stillti veggnum vitlaust upp og Skrtel stóð hreyfingar laus þegar Cahill reif sig lausan og skallaði auðveldlega, algerlega frír, í markið.  Þetta voru hrikaleg varnarmistök sem skrifast fyrst og fremst á Skrtel og Reina.  Skirtel var reyndar þokkalegur í leiknum en svona mistök gera menn ekki á lokamínútum þegar þeir leiða með aðeins einu marki.

Það verður að segjast eins og er að Reina var langt frá því að sýna einhvern klassa í þessum leik. Allan fyrri hálfleikinn var hann mjög óöruggur og hélt boltanum aldrei fyrr en í annarri tilraun. Úthlaupin voru skelfileg og við getum þakkað fyrir hvað Everton menn voru lélegir í sókninni að nýta sér ekki þau skipti sem hann missti boltann í úthlaupum.

Það fer ekkert á milli mála að Rafael Benitez er ekki í fullkomnu jafnvægi þessa dagana.  Reyndar segir Liverpoolblaðið, Liverpool Daily Post, (Ian Doyle sá blaðamaður sem lengst allra hefur fylgt Liverpool) að hann yfirgefi félagið í sumar vegna þráhyggju eigendanna sem treysta honum ekki 100% fyrir knattspyrnustjórninni. Benni hefur ekki fyrirgefið þeim að hafa látið Barry ganga sér úr greipum í sumar. Vonandi að svo verði ekki.  En hann verður að fá vinnufrið og þau skilyrði sem hann óskar sér.

Ef ég man rétt var það nákvæmlega sama staða sem hann var í þegar hann hætti hjá Valencia.  Hann fékk ekki að ráða 100% hvaða leikmenn hann fékk að kaupa. Og þrátt fyrir að hafa náð frábærum árangri með liðið hætti hann. Og hvað sagði hann þegar hann fór?  "Ég bað um að fá að kaupa borð en stjórnin keypti lampaskerm."

Held að ég taki bara undir orð Sr Fergusons þar sem hann sagði að Rafael væri ekki með sjálfum sér núna.  Ferguson þekkir þessa aðstöðu sjálfur af eigin raun frá 3 árinu sínu á Old Trafford.  Þá leið honum eins og Benna líður núna.

Hvað sem öllum vangaveltum líður verður LFC ekki meistari með þeirri frammistöðu sem liðið hefur sýnt á árinu. Nú er bara janúar svo það er enn von til að Eyjólfur hressist.  En hann verður að vera fullfrískur í maí.   


mbl.is Cahill jafnaði og Liverpool ekki á toppinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Án ríkistjórnar og án Seðlabanka

Það var mikill fengur í Englendingunum sem jusu af viskubrunni sínum í Silfri Egils í gær. Willem H. Buiter og Aanna Sibert gerðu grein fyrir Landsbankaskýrslunni svo kölluðu og upplýstu það að íslensk stjórnvöld hafi hreinlega hundsað aðvaranir þeirra um stórkstleg efnahagsvandræði.

Sé minnsti fótur fyrir þessum upplýsingum Englendingana er það morgunljóst að ríkistjórn, Seðlabanki og fjármálaeftirlit hafa algerlega brugðist skyldum sínum og því trausti sem menn þá höfðu á þessum stofnunum samfélagsins.  Eiginlega ætti efnahagsbrotalögreglan að sækja alla þá sem sitja uppi með ábyrgðina á þessum hamförum og stinga þeim á bak við lás og slá meðan á rannsókninni stendur. Hvernig eigum við að treysta því, í ljósi upplýsinganna frá Bretunum, að þessir óhæfu stjórnmálaog embættismenn reyni ekki að hylja slóð sína í stærsta glæp Íslandssögunnar frá Flugumýrarbrennu.

Það er vægt til orða tekið hjá Willem H. Buiter að við höfum í raun verið án Seðlabanka.  Það er alveg ljóst að við vorum líka án ríkistjórnar svo maður tali nú ekki um Fjármálaeftirlitis. Einhvern veginn er maður farinn að hallast að því að drengurinn sem þar ræður ríkjum sé einflaldega auli og því ber forsætisráðherra ábyrgð á honum líka. Efast um að hann sé sakhæfur strákanginn miðað við hvernig hann tjáir sig ef á hann sönnuðust embættisafglöp.

Mótmælin á Austurvelli og viðar umland hafa verið sjálfsögð til þessa.  Nú eru þau orðin bráðnáuðsynleg og þurfa að verða margfalt sterkari en hingað til.  Það verður ekki lengur unað við að ríkistjórn Geirs H. Haarde sitji lengur að völdum.  Stjórn Seðlabanka verður að fara frá ekki seinna en með morgninu.  Fjármálaeftirlitið verður að fá nýja forystu. Og síðast en ekki síst við eigum ekki að hafa einn einasta Íslending í rannsóknarnefndinni sem rannsakar hrunið og hverjir beri ábyrgð á því.

Þeir sem halda því fram að við eigum ekki að leita að sökudólgum núna eru æði nálægt því að fara með landráð.  Í hverju einasta ríki í Vestur Evrópu væri búið að finna sökudólgana, setja þá af og jafnvel fangelsa þremur mánuðum eftir að glæpurinn varð ljós.  En á Íslandi kemur okkur ekki við hver ber ábyrgðina og þar með sökina.  Og þetta kalla ráðamenn lýðræði.  Annað eins öfugmæli er vandfundið.

 

 


mbl.is Voru í raun án Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband