Valdið er örugglega hjá ráðherranum en ekki vitið

Einar Kr. Guðfinnson var einu sinni gagnrýninn á núverandi kvótakerfi.  Nú er hann aftur á móti orðinn einn mest varðhundur kerfisins og hikar ekki við að úthluta kvótafyrir milljarða króna tilgreifanna sem eru búnir að veðsetja kvótan fyrir 4 sinnum verðmæti hans.  Það þýir að útgerðin getur aldrei staðið undir skuldbindingum sínum og þess vegna suðar hún um að fá skuldirnar afskrifaðar.

Nú er Einar nýbúinn að gefa þessum sömu mönnum og eyddu kvótalánunum sínum í eitthvað allt annað en sjávarútveginn heila 120 milljarða til viðbótar.  Nú er bara að taka meiri lán og veðsetja viðbótina og kaupa eins og eina búð á Oxfordstræti eða súkkulaðiverksmiðju í Sviss.

Fannst hálf aumkunnarvert að sjá vesalings fiskverkandann á Snæfelssnesinu í kvöld gleðjast yfir því að sú mok veiði sem nú er á Breiðafirðinum muni gera sitt til að bjarga okkur út úr skuldafeninu.  Það verður aldrei eins og staðan er nú.  Skuldir sjávarútvegsins halda áfram að aukast allt þar til Einar og félagar samþykkja að að fela niður skuldirnar.

Þá geta greifarnir byrjað upp á nýtt því ekki dettur ráðherranum í hug að leysa kvótan til ríkisins þó ríkið taki að sér skuldirnar sem á honum hvíla.

Ég skil vel gagnrýni Ólafs Karvelssonar á ráðherrann.  Einar Kr. Guðfinnsson er örugglega hinn vænsti drengur. En hann veit ekkert hvað hann er að gera í ráðuneytinu.  Það er ekki nóg að vera komin út af einum farsælasta útgerðarmanni landisins á sínni tíð.  (Vann hjá gamla manninum, sáluga, á Seyðisfyrði einn dag þegar égvar 9 eða 10 ára gamall) Einar Guðfinnsson, jr. vanntar alla yfirsýn og vit til að nýta hana við stjórnun sjávarútvegsins.  Hann er, ásamt Árna Matt. besta dæmið um vanhæfa ráðherra.

Pæliði í því. Einari er falið valid yfir okkar stærstu auðlind og Árna falið að passa arðinn af þessari sömu auðlind.  Ekki von að vel fari. 


mbl.is Valdið er hjá ráðherranum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Það er mergurinn málsins. Vald er stórhættulegt í höndum heimskingja og þannig er ástatt með alla ráðherra ríkisstjórnarinnar.

corvus corax, 19.1.2009 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband