Færsluflokkur: Bloggar
Ekki veit ég hvort við getum tekið orð forsætisráðherra trúan leg nú fremar en svo oft áður í kreppunni.
Um mánaðamótin sept. okt. fullyrti Geir að engin af bönkunum myndi falla. Viku síar voru þeir allir fallnir. Þær upplýsingar sem forsætisráðherra hefur þóknast að veita þjoóðinni hafa oft reynst rangar. Á 120 dögum frá hruni bankanna hefur Geir ekið um í "frígír" og með degi hverjum kemur í ljós að staða þjóðarbúsins versnar.
Út um alla Evrópu var lengi hlegið að ríkistjórn Íslands en nú vekur aðgerðaleysi hennar hneykslan. Aðallega vegna þess að engin af þeim sem sváfu á verðinum hefur verið látinn axla ábyrgð á gerðum sínum. Allir sitja sem fastast og sleikja útum við sömu kjötkatlana.
Aðgerðarleysi, ósannindi og spilling einkennir ríkisstjórn Íslands síðustu mánuði.
Sennilega hefur Jesaja spámaður séð fyrir ástandið á Íslandi er hann reit í 41. kafla, 24 vers bókar sinnar og tileinkað það forsætisráðherra vorum. Þar stendur þetta; "Sjá, þér eruð ekkert og verk yðar ekki neitt! Andstyggilegur er sá er yður kýs!"
Enginn af nýju bönkunum að falla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 22.1.2009 | 14:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Það er nú þannig, þrátt fyrir að bæði mótmælendur og lögregla hafi staðið sig vel í atinu undanfarið, misjafir sauðir eru í báðum hópum.
Lendi einstakir lögreglumenn í þeirri pínlegu aðstöðu að nöfn þeirra og myndir af þeim eru lagðar út á netið er það ekki að ásæðulausu. Þeir hafa gengið og hart fram.
Við fengum að heyra sögu ljósmyndara nokkurs í gær sem lagður var í járn af ákveðnum lögreglumann. Síðan var myndavélin tekin af honum myndunum eytt og honum þar að auki hótað lífláti af lögreeglumanninum. Þessi lögregluþjónn á ekkert annað skilið en að venjulegir boragar viti hver hann er. Okkur kemur ekkert við hvar hann á heima. Það er engin ástæða til að leggja fjölskyldu hans í einelti. En það er gott að vita hver maðurinn er og krefjast þess að hann verði rekinn úr lögreglunni. Hann bætir alla vega ekki ímynd stéttar sinnar.
Ég er sammála Geir Jóni að lögreglan á ekki að láta það gerast að einhverjir aular geri aðsúg að heimili lögreglumanna þó þeir hafi brugðist í starfi sínu. Það dugar, þegar menn vita hver maðurinn er, að kæra viðkomandi til ríkissaksóknara.
Nafnbirtingin grafalvarlegt mál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 22.1.2009 | 12:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eiginelga er sjálfseyðingarhvöt stjórnenda Stöðvar 2 manni hulin ráðgáta.
Sigmundur Ernir hefur verið eitt aðal andlit Stöðvarinnar allt frá upphafi. Hann er sá fréttamaður Stðvarinnar sem einna mestrar virðingar nýtur. Og SER er einstaklega góður drengur sem ég á bara gott að gjalda. Ég óska þeim hjónum til hamingju og velfarnaðar í framtíðinni
Sölvi var líka rekinn. Frábær umsjónamaður Íslands í dag.
Þetta heitir á kjarnyrtu bændamáli að skera niður bestu mjólkurkýrnar.
Frjáls undan oki auðjöfra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 22.1.2009 | 11:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Annars er það nú þannig að stjórnmálamenn þjóðarinnar létu hnoða og samþykktu svo þetta meingallaða fiskveiðistjórnunarkerfi sem við búum við. Ég hygg, án þess að vita, að það séu fárar þjóðir ef nokkur sem býr við samskonar kerfi. Nokkrir hafa reynt svipuð kerfi en það hefur jafnan misheppnast. Sennilega er það bara staðreynd að ekki sé hægt að reikna uppbyggingu fiskistofna ef formúlan er vitlaus.
Mergurinn málsins er sá að formúlan sem Hafró var fengin er einfladlega röng og því gagnslaus. Það sét best á því að aldrei hafa fiskistofnarnir minnkað jafn mikið við strendur Íslands eins og eftir að friðunar og fiskveiðistjórnunarkerfið var inneiltt hér á landi.
Þess vegna finnst mér sorglegt að sjá að allir sjávarútvegsráðherrar síðustu 12 - 15 árin, sem og margir vísindamanna á Hafró, berja hausnum við steininn þó þeir sjái að reikningsaðferð þeirra gengur ekki upp.
Það er löngu tími til kominn að alir aðilar í sjávarútveginum setjist niður og finni nýja formúlu fyrir útreikningum sínum. Fiskviðistjórnunin verður að vera í góðu lagi og í sátt við allan almenning nú þegar við erum að hefja uppbyggingu á nýju samfélagi.
Það gengur ekki að menn geti ekki hafið umræðu um fiskveiðistjórnun öðruvísi en að allir séu á móti öllum. Og það er grundvallar atriði að sátt og virðing ríki milli LÍÚ og Hafró.
Segir forstjóra Hafró vanhæfan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 22.1.2009 | 10:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er rétt hjá Runólfi að ríkisstjórnin sé dauð. Hún fékk alvarlegt slag í október og félagsfundir Samfylkingarinnar í Reykjavík og Kópavogi staðfestu andlát hennar í gærkvöldi. Ég ætla ekki að blessa minningu hennar.
Hinsvegar er það svo að meðan Samfylkingin ekki lætur til skarar skríða og slítur samstarfinu við hinn gjörspillta Sjálfstæðisflokk ekur hún vagninum með líkið í skottinu.
Reyndar staðfesti Geir líka í Kastljósinu að ríkistjórnin er dauð. Já steindauð. Hann svaraði ekki beint spurningunni um hvort Ingibjörf Sólrún, frá sjúkrabeðinu í Svíþjóð, hafi gefið ákveðið svar um áframhaldandi stjórnarsamstarf. Hann sagðist hafa getað skilið hana öðruvísi en svo að hún vildi halda samstarfinu áfram. Reynslan er nú slík að varlegt er að treysta á skilning Geirs um þessar mundir. Það var rækilega staðfest í Íslandi í dag þar sem forsætisráðherra varð að éta ofan í sig margar af fullyrðingum sínum fyrir og eftir þjóðnýtingu Glitnis. Frammistaða hans var hreint út sagt sorgleg þar.
Nú verður þjóðin bara að vona að rekunum verði kastað yfir stjórnina umhelgina. Far svo verða mótmælendur að sýna þeirri útför sömu virðingu og þeir sýndu hinum látna og aðstandendum hans við Dómkirkjuna í gær. Þá fer allt vel.
Runólfur Ágústsson: Ríkisstjórnin er dauð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 22.1.2009 | 08:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ríkistjórnin er gersamlega rúin trausti og aðhlátursefni margra í konungsríkjum austan Atlandshafsins.
Það sem er sorglegast er að þingmenn og ráðherrar Samfylkingarinnar, sem snemma í haust mæltu með vorkosningum, létu ekki samvisku sína ráða og knúðu flokkinn til stjórnarslita. Í stað þess hafa aðrir flokkar ráðið ferðinni fyrir Sf með tímasetningu landsfunda sinna.
Hvað kemur landsfundur Sjálfstæðisflokksins Samfylkingunni við? Er ekki Samfylkingin frjáls og óháður flokkur? Eða eigum við að vera hjáleiga Sjálfstæðisflokks og Framsóknar?
Samfylkingin á ekki að lappa upp á mölbrotinn Sjáfstæðisflokk sem, ásamt Framsókn, alla ábyrgð á þeirri nýfrjálshyggju sem leiddi efnahagshrun yfir þjóðna á aðeins 5 árum.
Ríkisstjórnin missti traustið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 21.1.2009 | 22:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Verð að segja að þetta var óvænt en skemmtileg tillaga. Það er laukrétt að þingflokkur Samfylkingarinnar hefur staðið sig illa að þvi leytinu til að þeir greiddu atkvæði, gegn samvisku sinni matgir hverjir, á móti vantrausttillögu stjórnarandstðunnar í haust.
Nú er komið á daginn að margir, ef ekki flestir, þingmenn flokksins vilja binda endi á ríkistjórnarsamstarfið og fá kosningar í vor. Af hverju í andskotanum gátu þeir ekki hreinsað til strax í október. Núna líta þeir ut eins og Framsóknarmenn sem alltaf áskilja sér rétt til að skipta um skoðun.
Mér finnst tilhlýðilegt að tillöguflytjandinn taki forystu um hrengerninguna í Samfylkingunni og bjóði sig svo fram í vorkosningunum. Hann er alla vega humyndaríkur og það er það sem þjóðin þarf.
Þingflokkurinn á að víkja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 21.1.2009 | 21:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gott framtak hjá Hérunum. Mér finnst að þeir ættu að standa fyrir sameiginlegum mótmælum allra sveitafélaga í Austfirðingafjórðungi og sjá til þess að rödd Austfirðinga heyrist rækilega í Reykjavík nú.
Sennilega eru Austfirðingar fyrstir Íslendinga til að mótmæla. Þeir mótmæltu nefnilega þegar Íslendingar játuðu Hákoni gamla, Noregskonungi, hollustu sína árið 1262. Þeir þrjóskuðust við til ársins 1264 en urðu þá aðjátasig sigraða.
Mótmælt á Egilsstöðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 21.1.2009 | 20:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Vesalings Geir heldur að það sé ábyrgðarleysi að leysa upp stjórnina. Allir hugsandi menn sjá hins vegar að það er hið argasta öfugmæli. Ríkistjórn sem setið hefur í 3 mánuði, í rústum efnhagskerfisnins, án þess að hreyfa hvorki hönd né fót til raunverulegrar uppbyggingar, slær skjaldborg um sökudólgana, neyðir almenning til að taka á sig óviðkomandi skuldir og lýgur svo að þjóðinni til að fegra sjálfa sig á vitaskuld ekki að sitja að völdum.
Það er ábyrgðarleysi allra þeirra þingmanna, sem lofað hafa að fylgja samvisku sinni þjóðinni til farsældar, að verja þessa ríkistjórn falli.
Það væri afskaplega gott að vakna upp við það á morgun að ríkistjórnin væri farin frá og bráðabirgðastjórn tekin við.
Give Peace
Ábyrgðarleysi að leysa upp stjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 21.1.2009 | 19:33 (breytt kl. 19:34) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er greinilegt að margir þingmanna stjórnarflokkanna eru farnir að taka mótæli þjóðarinnar inn á sig. Sú mæta sjálfstæðiskona, Ragnheiður Ríkarðsdóttir sem ekki kallar allt ömmu sína, gaf það greinilege í skyn við Sjónvarpið í dag að henni finnst ríkistjórnin lítið hafa aðhafst. En hún klikkaði reyndar á því að ráðherrarnir réðu yfir þinginu og þess vegna væri ekkert gert. Hún, sem þingmaður lýðveldisins, á að vita að þingið ræður yfir ríkistjórninni. Hún á að vita að með því að greiða vantrausttillögu á ríkistjórnina atkvæði sitt getur hún komið þeirri stjórn, sem henni finnst ekki hafa staðið sig nógu vel, frá völdum
Það hlýtur að taka á alla þingmenn stjórnarflokkanna að sjá hve mótmælendur hafa mikinn stuðning meðal þjóðarinnar. Og það er auvitað ástæðan fyrir hinni miklu ólgu innan flokkanna. Augljóst er að Samfylking og Sjálfstæðisflokkur eru hættir að treystahver öðrum. Það er reyndar langt síðan að það fór að örla á gagnkvæmu vantrausti. Þess vegna er það með ólíkindum að Samfylkingin hafi ekki fyrir löngu krafist kosninga í stað þess að formaður hennar tali þvert um geð sér og mæli Davíð og Árna fjármálaráðherra bót og lýsi trausti á dýralækninn í fjármálaráðuneytinu.
Sá gjörningur Ingibjargar hefur örugglega kostað flótta úr stuðningsliði flokks hennar og það yfir til VG sem að öllum líkindum verður stærri en Samfylkingin þegar kosið verður í vor. Það verður vart lengur horft fram hjá því að sem formaður hefur Ingibjörg Sólrún unnið flokknum ómælt ógagn með blíðuhótum sínum til Sjalfstæðisflokksins undanfarna mánuði. Ég held að Gunnar Helgi Krisjánsson mæli rétt þegar hann segir að það sem haldi Samfylkingunni á floti í skoðanakönnunum nú séuóánægðir Sjálfstæðismenn. Það getur verið óvarlegt að treysta á að þeir skili sér í atkvæðum til Sf í vor. Og það er líka óvarlegt að halda að flóttamennirnir sem farið hafa yfir í VG skili sér til baka í vor. Ingibjörg Sólrún hefur brugðist og flokkurinn verður að fá nýjan formann.
Meðan Sjálfstæðisflokkur og Samfylking eru komin með svima og óráð eftir þann heimskautapolka sem þau hafa dansað í haust og vetur halda mótmælendur áfram að mótmæla flytja sig á milli Lækjargötu og Austurvallar allt eftir því hvar þeir ná í Geir og Ingibjörgu eða staðgengil hennar.
Kanski er stjórnin á síðustu metrunum. Kanski leggur hún upp laupana í kvöld. Það væri ekkert annað en jákvætt. Best væri að fá utanþingstjórn fram að kosningum. Það er hvort eð er ekkert lýðræði í lýðveldinu í dag.
Mótmælt við þinghúsið á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 21.1.2009 | 16:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
- stebbifr
- adhdblogg
- alla
- adalsteinnjonsson
- arogsid
- pelli
- kaffi
- beggipopp
- bjarnihardar
- bokakaffid
- gattin
- disadora
- fannarh
- gislisig
- gretaulfs
- gretarro
- jyderupdrottningin
- gudrununa
- gthg
- hafsteinnvidar
- heidistrand
- hehau
- helgigunnars
- hermingi
- drum
- disdis
- ingabaldurs
- veland
- jakobk
- jonkjartansson
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- kalli33
- ktomm
- loopman
- st1300
- 7-an
- palmig
- krams
- ragnarb
- raggiraf
- ragnar73
- ridartfalls
- sng
- snorribetel
- vefritid
- thormar
Af mbl.is
Erlent
- Tekur upp hanskann fyrir biskupinn í Washington
- Bréf Bidens til Trumps: Megi Guð blessa þig
- Saksóknarar rannsaki embættismenn
- Nýr gróðureldur blossar upp í Los Angeles
- Rússneskt herskip gripið við njósnir við Bretland
- Könnun: Bandaríkjamenn vilja vísa milljónum brott
- Réðst á hóp leikskólabarna þar sem tveir létust
- Trump segir Rússa mega búast við frekari aðgerðum
- Hvað er Trump búinn að gera?
- ESB bannar notkun á BPA í umbúðum um matvæli