Mæl þú manna heilastur Mörður frændi

Ríkistjórnin er gersamlega rúin trausti og aðhlátursefni margra í konungsríkjum austan Atlandshafsins.

Það sem er sorglegast er að þingmenn og ráðherrar Samfylkingarinnar, sem snemma í haust mæltu með vorkosningum, létu ekki samvisku sína ráða og knúðu flokkinn til stjórnarslita.  Í stað þess hafa aðrir flokkar ráðið ferðinni fyrir Sf með tímasetningu landsfunda sinna.

Hvað kemur landsfundur Sjálfstæðisflokksins Samfylkingunni við? Er ekki Samfylkingin frjáls og óháður flokkur?  Eða eigum við að vera hjáleiga Sjálfstæðisflokks og Framsóknar?

Samfylkingin á ekki að lappa upp á mölbrotinn Sjáfstæðisflokk sem, ásamt Framsókn, alla ábyrgð á þeirri nýfrjálshyggju sem leiddi efnahagshrun yfir þjóðna á aðeins 5 árum.  


mbl.is Ríkisstjórnin missti traustið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flest skiptin sem ég hef mætt á Austurvöll, þá hef ég séð Mörð þar meðal mótmælenda.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 00:50

2 Smámynd: Dunni

Það kemur mér ekki á óvart Húnbogi. Mörður er nefnilega skarpgreindur og samfélagaslega sinnaður.  Honum líður, eins og mér, illa að sjá flokk sinn eins og hagamús í rottugildru Sjálfstæðisflokksins. 

Samfylkingin á ekki að bíða eftir landsfundi Sjáfstæðisflokksins með að taka ákvarðnir um sína eigin framtíð.

Dunni, 22.1.2009 kl. 07:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband