Greinileg hræðsla og undiralda í stjórnarflokkunum

Það er greinilegt að margir þingmanna stjórnarflokkanna eru farnir að taka mótæli þjóðarinnar inn á sig.  Sú mæta sjálfstæðiskona, Ragnheiður Ríkarðsdóttir sem ekki kallar allt ömmu sína, gaf það greinilege í skyn við Sjónvarpið í dag að henni finnst ríkistjórnin lítið hafa aðhafst.  En hún klikkaði reyndar á því að ráðherrarnir réðu yfir þinginu og þess vegna væri ekkert gert.  Hún, sem þingmaður lýðveldisins, á að vita að þingið ræður yfir ríkistjórninni. Hún á að vita að með því að greiða vantrausttillögu á ríkistjórnina atkvæði sitt getur hún komið þeirri stjórn, sem henni finnst ekki hafa staðið sig nógu vel, frá völdum

Það hlýtur að taka á alla þingmenn stjórnarflokkanna að sjá hve mótmælendur hafa mikinn stuðning meðal þjóðarinnar. Og það er auvitað ástæðan fyrir hinni miklu ólgu innan flokkanna. Augljóst er að Samfylking og Sjálfstæðisflokkur eru hættir að treystahver öðrum.  Það er reyndar langt síðan að það fór að örla á gagnkvæmu vantrausti.  Þess vegna er það með ólíkindum að Samfylkingin hafi ekki fyrir löngu krafist kosninga í stað þess að formaður hennar tali þvert um geð sér og mæli Davíð og Árna fjármálaráðherra bót og lýsi trausti á dýralækninn í fjármálaráðuneytinu.

Sá gjörningur Ingibjargar hefur örugglega kostað flótta úr stuðningsliði flokks hennar og það yfir til VG sem að öllum líkindum verður stærri en Samfylkingin þegar kosið verður í vor.  Það verður vart lengur horft fram hjá því að sem formaður hefur Ingibjörg Sólrún unnið flokknum ómælt ógagn með blíðuhótum sínum til Sjalfstæðisflokksins undanfarna mánuði.  Ég held að Gunnar Helgi Krisjánsson mæli rétt þegar hann segir að það sem haldi Samfylkingunni á floti í skoðanakönnunum nú séuóánægðir Sjálfstæðismenn.  Það getur verið óvarlegt að treysta á að þeir skili sér í atkvæðum til Sf í vor.  Og það er líka óvarlegt að halda að flóttamennirnir sem farið hafa yfir í VG skili sér til baka í vor. Ingibjörg Sólrún hefur brugðist og flokkurinn verður að fá nýjan formann.

Meðan Sjálfstæðisflokkur og Samfylking eru komin með svima og óráð eftir þann heimskautapolka sem þau hafa dansað í haust og vetur halda mótmælendur áfram að mótmæla flytja sig á milli Lækjargötu og Austurvallar allt eftir því hvar þeir ná í Geir og Ingibjörgu eða staðgengil hennar.

Kanski er stjórnin á síðustu metrunum. Kanski leggur hún upp laupana í kvöld. Það væri ekkert annað en jákvætt.  Best væri að fá utanþingstjórn fram að kosningum.  Það er hvort eð er ekkert lýðræði í lýðveldinu í dag.


mbl.is Mótmælt við þinghúsið á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband