Hvað dvelur stjórnarandstöðuna

Nú fer það ekki á milli mála lengur að ríkisstjórn lýðveldisins Íslands er ekki bara heyrnarlaus.  Hún er líka gjörsamlega skilningslaus.  Þar á ég ekki síður við flokksformann míns flokks, Ingibjörgu Sólrúnu, sem segir að sá mikli mannfjöldi sem mætir til mótmæla vanhæfri ríkisstjórninni séu ekki fulltrúar þjóðarinnar. 

Það hefur alltaf verið talinn kostur góðra leiðtoga að hlusta á fólkið sitt.  Þennan kost skortir Geir Haarde algerlega og Ingibjörgu líka. Sá er munurinn á henni og Geir að hún hefur sama hrokann og Davíð Oddson og vill því ekki tala við fólkið sitt þótt hún skilji það eins og hún hefur sagt.  Vil trúa því að hún segi satt þar.

Eftir uppákomuna við Alþingi í dag verður maður að fara að setja = milli Geirs Haarde og Mugabe þegar kemur að virðingunni sem þeir bera fyrir þjóðunum sínum. Geir, nákæmlega eins og Mugabe, þumbast áfram vitandi það að hann hefur ekkert traust lengur meðal þjóðar sinnar.  Það hvarflar ekki að honum að hlusta og hvað þá svara spurningum fólks öðru vísi en út í hött.

Á alþingi í dag sagði Ögmundur Jónasson ríkistjórnina algerlega vanhæfa.  Ég hef grun um að hann hafi talað fyrir hönd allrar stjórnarandstöunnar þar.  Þess vegna verð ég að lýsa undrun minni á því af hverju stjórnarandstaðan gerir ekki eitthvað róttækt í málinu.  Það er vitað mál að stjórnarflokkarnir fella að sjálfsögðu vantrausttillögu.  En af hverju neitar stjórnarandstaðan ekki að mæta í þingið fyrr en búið er að ákveða kosningar til að skera úr um það hvort núverandi ríkisstjórn nýtur trausts eða ekki.

Af hverju leggur ekki sameinuð stjórnarandstaða til að nú þegar verði sökudólgarnir fundnir og dregnir fyrir dómstóla.  Nú er ljóst orðið það er full ástæða til þess.  Bæði ráðherrar, embættismenn og útrásarvíkingar hafa verið uppvísir af lögbrotum.  Hvað dvelur stjórnarandstöðuna meðan ríkistjórnin gerir ekki neitt.


mbl.is Þjóðin var í Alþingisgarðinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Það yrði snilldarleikur ef VG hætti að mæta. Efast stórlega um að Framsókn gerði það.

Villi Asgeirsson, 20.1.2009 kl. 18:47

2 Smámynd: Dunni

Framsókn er líka meðsek í spillingunni og yfirganginum

Dunni, 20.1.2009 kl. 18:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband