Tarfurinn vék fyrir kvígunum á fóðurganginum

Alltaf eitthvað broslegt að gerast í Framsóknarfjósinu. Eftir heimskulegustu formannskosningu í sögu íslenskra stjórnmálaflokka dregur einn frambjóðandi til ritara, Gunnar Bragi Sveinsson, framboð sitt til baka vegna föngulegra kvenna sem honum fannst tilhlýðilegt að bitust um tugguna.

Sjálsagt er það riddaramennskan semrekið hefur Gunnar til þessarar göfugu ákvörðunar. En hún bendir ekki ákkurat til sigurvilja Framsóknarmannsins.  En á hinn bóginn staðfestir hún það sem löngum hefur verið sagt um Framsóknarfólk að það viti aldrei í hvorn fótinn það á að stíga. Já, já. Nei, nei stimpillinn virðist vera geirnegldur í Framsóknarsálina.

Nú er bara að  bíða morgundagsins og sjá þegar nýji formaðurinn mætir í fjósið með nýja flórsköfu og hefur hreingerninguna.Með vorinu fjárfestir hann sjálfsagt í nýrri haugsugu og sýgur leyfarnar af Halldórsmykjunni úr haughúsinu.

 


mbl.is Dróg sig til baka úr ritaraslagnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Framsóknartuddinn er furðu kurteis. En læðist ekki bölvaður aftan að þeim þegar að þær eru komnar framhjá

lelli (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband