Vangaveltur snillings

Morrissey hefur örugglega lagt sitt af mörkum í tónlistinni og það sem hann hefur gert er hefur verið þróuðu poppi til mikillar framdráttar. 

Eftir að Smiths gáfu upp öndina fékk hefur kappinn unnið með mörgum frábærum tónlistarmönnum og oft velur hann sér "ungmenni" til að starfa með.  Hann er einfaldlega frábær tónlistarmaður og á að sjálfsögðu að hætta þegar hann nennir ekki lengur að semja.

 


mbl.is Morrissey að hætta?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Smiths voru að mínu áliti með ódýrustu lagasmíð sem heirst hefur. Allt mjög ómelódísk þriggja tóna lög.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 09:00

2 Smámynd: Dunni

Er dálítið sammála þér.  Lögin voru þriggjatóna og mónótónísk.  En útsetningar, hljóðblöndun og flutningurinn var frábær.  Nokkuð sem margar hljómsveitir tóku upp eftir þeim seinna en náðu aldrei sömu áhrifum,

Heims um ból er líka dæmi um einstaklega einfalt lag og ekki er hægt að segja að hljómafjöldin þvælist fyrir manni þar heldur. 

Dunni, 15.1.2009 kl. 10:46

3 identicon

Þakka þér fyrir einkar málefnalega afgreiðslu á minni athugasemd. Ég átti von á kröftugum andmælum. Þetta var bara smá tilraun hjá mér.

Smiths hafa mjög sterkan sérstæðan stíl og nokkuð frumlegir.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 11:56

4 Smámynd: Karl Tómasson

Heill og sæll ágæti Dunni.

Paul Mc Cartney sagði einu sinni að það væri erfiðara að semja einfalt og gott lag en flókið.

Auðvitað eiga tónlistarmenn að hætta eða taka sér frí þegar þeir eru orðnir þreyttir.

Bestu kveðjur til þín frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 15.1.2009 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband