Færsluflokkur: Bloggar
Meðan allt lék i lyndi hugsað fólk lítið um það sem gerðist innan 4 veggja bankanna. Menn undu glaðir við sitt, sem var milklu meira en menn höfðu áður fengið og nutu velmegunarinnar.
Nú liggur það ljóst fyrir að yfirmenn bankanna hafa fengið starfsfólk sitt til að blekkja vísvitandi viðskiptavini sína. Eða hvað eru það annað en blekkingar þegar fólk sem nurlað hefur einhverjum krónum inn á sparíreikninga fær hringingu frá þjónustufulltrúanum sínum í bankanum sem ráðleggur endrigð að fólk taki aurana út af sparíreikningnum og elggi inn á annan sem afkasti miklu meiri vaxtahagnaði fyrir viðskiptavininn. Það fylgdi aldrei sögunnu að þar meðhefði bankinn miklu frjálsari aðgang að peninugm viðskiptavinarins og alls ekki að áhættan af að skipta um söfnunarreikning væri allt önnur og otryggari ef illa færi. Þetta eru að sjálfsögðu svik.
Endanlega staðfestingu höfum við svo fengið nú þegar í ljós kemur að baknar gátu framselt veð í kvóta til útlendiga og þar með hætt á að útlendir bankar færu að braska með íslenskan kvóta. Og svo bætist við núna bröltið i eigendum Kjalar og Exista. Ég held að að sé alveg hægt að kalla þessa starfssemi svikamillu.
Eiríkur Tómasson: Blekktu eigendur bankanna starfsfólk sitt? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 9.1.2009 | 16:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það þarf engan spámann til að segja okkur að nauðungaruppboðum á íbúðarhúnsæði kemur til með að margfaldast á næstu 2 - 3 árum. Ríkisstjórnin hefur enn ekki lagt öll spil á borðið og það les ég sem að það verði ekki bara árið 2009 sem verði þjóðinni erfitt eins og Geir og Ingbjörg hafa hamrað á.
Hvað sem orðum ráðgerranna líður er ljóst að það verður veisla hjá hrægömmunum sem nýta sér neyð annarra til að fjárfesra, ódýrt, í húsnæði fórnarlamba efnahgashrunsins. Síðan leiga þeir húsin aftur, kannski til fyrri eigenda, á okurprísum miðað við efnahagsástand.
Ef almenningur á ekki að blæða holundarsári vegna húsnæðisskulda verður ríkið að grípa inní með miklu sterkari aðgerðum en talað hefur verið um. Reyndar skilst mér að ekki sé nema lítill hluti neyðarpakkans sé kominn í framkvæmd.
Hundruð eigna enda á uppboðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 9.1.2009 | 09:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Það var mikið fjör í Ósló í kvöld. Milli fjögur og fimmhundruð manns söfnuðust fyrir framan Stórþingið og hlustuðu á Siv Jensen, formann Framfaraflokksins mæra Ísrael og verja gerðir gyðinga á Gaza. Þeim fundi var reyndar splundrað af 1000 ungmennum sem mótmæltu brölti Ísraelshers. Lögreglan skakkaði leikinn með táragsi.
Rétt handan hornsins, á Youngstorginu, söfnðust tugþúsundir manna saman til að fara í blysför um götur Óslar fyrir friði. Siv Jensen ætlaði einnig að taka þátt í friðargöngunni en eftir útifundinn við Stórþingið, þar sem hróp voru gerð að henni, var hætt við að láta hana gang með hinum friðsælu blysgöngumönnum.
Farið var í friðargöngur í flestum stærstu bæjum Noregs í kvöld og talið er að nær 50000 Norðmenn hafi sýnt friðarvilja sinn í verki með þátttöku í göngunum.
Ráðist á stuðningsmenn Ísraela í Ósló | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 8.1.2009 | 22:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Enhvern veginn held ég að Hafnarfjarðarför Guðlaugs Þórs, heilbrigðisráðherra, verði honum nöturleg. Óbreyttir borgarar bæjarins tóku á móti honum með viðeigandi hætti og sýndu að þeir lýða ekki að lýðræðið sé fótum troðið af ráðherranum sem virðir hvorki starfsfólk eða bæjarbúa viðlits er hann þröngvar svokallaðri hagræðingu sinni upp á þjóðina.
Hinn ungi Guðlaugur hefur verið einstaklega klaufskur í öllum sínum aðgerðum. Hann verður að læra að hann er að vinna fyrir fólkið og þá á hann vitaskuld að hlusta á það. Embættismenn, sem oft dunda við að naga blýanta eða lakka á sér neglurnar, eru ekki þeir hæfustu til að ákveða hað sé best fyrir þjóðina og hvað verst. En í samvinnu við lækna og starfsfólk heilbrigðiskerfisins geta þeir orðið ágætis mix. Og þá er alla vega ekki unnið á ólýðræðislegan hátt eins og Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengstum unnið.
90 manns fyrir utan Sólvang | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 8.1.2009 | 21:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Forsætisráðherra talaði um að þegar lánið frá Alþjóðlega Gjaldeyrissjóðnum væri í höfn myndi krónan hressast enda ætti lánið að fara í að styrkja gengi hennar en ekki í eyðslu.
Sú hefur ekki verið raunin. Krónan hefur ekki styrkst meira en svo að enn er hún ekki skráð í norsku bönkunum. Enn er opinbera gengi krónunnar á Íslandi alls ekki það sem maður raunverulega fær hana í Noregi. Get varla ímyndað mér annað en að sama eigi við blessaða krónuna í á hinum Norðurlöndunum.
því er von að fólk spyrji hvenær stjórnvöld ætli að setja í gang aðgerðir til að skipta um gjaldmiðil eða þá tengja krónuna einhverjum þeim gjaldmiðli sem hún hangir í þannig að bæði Íslendingar erlendis teyst genginu og bankar nágrannalandanna treysti sér til að skrá gengi krónuna aftur. Nú eru nær 4 mánuðir sem við höfum lifað í óvissu með krónuna. Er ekki tími kominn til að gera eitthvað í málinu annað en að góna á lánið frá IMF
Enn veikist gengi krónunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 8.1.2009 | 19:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Er svo innilega sammála því sem Jón Bjarnason skrifar á heimasíðu sinni um "hagræðingartilraunir" heilbrigðisráðherrans. Ef dæma á þær út frá því hvernig Guðlaugur Þór Þórðarson sjálfur lýsir þeim virðast þær vera handahófs kenndar og bera því vitnisburð að blýantanagarar í ráðuneytinu hafa teiknað þær án nokkrus samráðs við starfsfók þeirra stofnanna sem þær eiga að taka yfir og því síður að sveitastjórnamönnum hafi verið gefinn kostur til að skoða tillögurnar og tjá sig um þær.
Því miður er einkavæðingarsveinn Davíðs Oddsonar jafn hrokafullur ráðherra og félagar hans í fjármálaráuðneytinu og dómsmálaráðuneytinu. Engum þessara manna er treystandi fyrir ráðherradómi og þeir ættu að vera farnir að sjá að þjóðin vill ekki sjá þá sem þjóna sína. Þeir ættu því að pakka saman og fara heim. Þá líður þiem fljótlega betur og hugsanlegt að þjóðin fyrirgefi þeim yfirganginn. En þeim verður aldrei hleypt aftur inn í stjórnaráðið nema í fylgd með fullorðnum.
Ráðherra segi af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 8.1.2009 | 10:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bæði er það gott og ekki síður ánægjulegt að sjá að páfagarður lætur grimmdarverkin á Gaza til sín taka með beinskeyttar hætti en oft áður. Friðarráðherran sjálfur, Renato Martino kardináli, fer nánast með órfriði, í kjaftinum, gegn Ísrael og fjöldamorðum þeirra í útrýmingarbúðunum á Gaza.
Það er vel að æðsti yfir maður kaþólsku kirkjunnar tekur afstöðu og fordæmir glæpamenn svo eftir sé tekið. Páfinn lifi!!!
Þá eru það bara tvær stórþjóðir í heiminum sem ekki treysta sér til að fordæma glæpamennsku gyðinganna á Gaza. Það eru Bandaríkin og Ísland.
Allsherjar útrýmingarbúðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 8.1.2009 | 10:15 (breytt kl. 10:24) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það er alltaf gott þegar ræðukóngar Alþingis eru menn sem hafa eitthvað að segja. Guðjón Arnar er tvímælalaust einn þeirra. Hann stendur vörð um gömul og góð gildi eins og trúmennsku og heiðarleika auk þess sem hann hefur heilbrigða nýtingu aðalauðlindar þjóaðrinnar, fiskikvótann, að leiðarljósi í baráttu sinni fyrir réttlátara samfélagi á Íslandi. Get ekki ímyndað mér að veðsetning kvótans hefði hafnað í þýskum banka hefði Guðjón haft eitthvað um málið að gera.
Mér finnst dálítið sorglegt að Jón Bjarnason skuli vera meðal þeirra sem eyða mestum tíma í ræðustóli. Hann ætti eiginlega að vera vinnudýr í þingflokki VG eins og sá mæti maður Geir Gunnarsson var hjá Alþýðubandalaginu á sínum tíma. Jón hefur nefnilega, eins og Guðjón, oft mikið að segja og greinilegat að hann vill standa vörð um réttlæti í samfélaginu. En hann er bara svo einstaklega leiðinlegur ræðumaður. Ég, sem setið hef hundtryggur fyrir framan sjónvarpiðog fylgst með umræðum í þIngini í haust, næ nánast aldrei samhenginu í því sem Jón er að segja.
Ég skil ekki af hverju Einar Már hefur misst málið. Hann var aldeilis ekki mállaus hér á árum áður.
Guðjón Arnar nýr ræðukóngur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 8.1.2009 | 06:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það sem er merkilegast við þessa mynd er að á henni eru sennilega þrír slökustu forsetar Bandaríkjanna. Feðgarnir og Jimmy Carter.
Þetta boð er eitt af fáu sem Bush hefur afrekað í forsetatíð sinni. Þetta er allavega skemmtileg mynd og söguleg. Sama má segja um forsetaflokkinn frá 1981.
En mikið held ég að heimsbyggðinni létti að hálfu mánuði liðnum er litli Bush kveður.
Sögulegur hádegisverður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 7.1.2009 | 23:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eiður Guðnason var góður fréttamaður þegar sjónvarið var enn í sauðalitunum. Hef þá trú að margir hafi séð eftir honum af skjánum.
Mér er alltaf minnisstætt þegar Eiður taldi sig hafa komist frétta efni um dýranýðslu vegna hrossagöngu í annað hvort Engey eða Viðey. Eiður fór út í eyjuna með tökumann með sér og festi á filmu hross sem hann sagði illa haldin og horuð þar sem þau hefðu llítið að éta. Í fréttinni veifaði hann vel nagaðri rekaspýtu til staðfestingar á því að hrossin væru nær hungurmorða og gerðu sér því rekavið að góðu sem æti.
Nú vita allir sem haldið hafa hesta og skepnur almennt að hvergi er betri vetrarhagi en í gróðursælum eyjum meðþaramikilli fjöru. Hestar elska að fá spýtur að naga þó þeir sú pakk saddir. Að naga spýtu hefur jafn róandi áhrif á hesta og bók hefur á mann sem les sér til hugarhægðar.
Því má bæta við að Eiður var vinsæll sendiherra í Noregi
Eiður Guðnason hættir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 7.1.2009 | 21:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
- stebbifr
- adhdblogg
- alla
- adalsteinnjonsson
- arogsid
- pelli
- kaffi
- beggipopp
- bjarnihardar
- bokakaffid
- gattin
- disadora
- fannarh
- gislisig
- gretaulfs
- gretarro
- jyderupdrottningin
- gudrununa
- gthg
- hafsteinnvidar
- heidistrand
- hehau
- helgigunnars
- hermingi
- drum
- disdis
- ingabaldurs
- veland
- jakobk
- jonkjartansson
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- kalli33
- ktomm
- loopman
- st1300
- 7-an
- palmig
- krams
- ragnarb
- raggiraf
- ragnar73
- ridartfalls
- sng
- snorribetel
- vefritid
- thormar