Færsluflokkur: Bloggar

Skotinn en ekki dauður

Hagræðing ætti alltaf að vera af hinu góða.  En því miður er það oft svo, einkum þegar hið opinbera hyggst spara peninga. Sparnaðurinn í heilbrigðiskerfinu núna virðist ekki vera með öðrum hætti, embættismenn með puttana í tilfæringunum en stjórnendur hilbrigðisstofnananna ekki hafðir með í ráðum.   Þeir fá bara tilskipanir frá ráðherra um að svona skuli hlutirnir verða.

Þetta er náttúrulega hrokafullir stjórnarhættir og dæmdir til að mistakast.  Þó einhver hagræðing gæti legið í ákvörðununum eru mistakst ær vegna óánægju starfsfólks.  Það fer nefnilega alltaf best á því að koma breytingum á með lýðræðislegum hætti.  Það getur tekið lengri tíma en það er alltaf farsælla en einræðislegumtilskipunum að ofan.

Skilvel reiði starfsfólksins á St. Jósefsspítalanum.  Hvers vegna á að láta það ferðast til Keflavíkur þegar það getur unnið vinnuna sína í Hafnarfirði?


mbl.is Eins og maður hafi verið skotinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Andskotinn laus í Framsókn

Svo virðist vera sem kálfarnir hafi verið duglegir að smala jafnöldrum sínum í partýið í Reykjavíkurfjósinu í gærkvöldi. Gömlu törfunum og einhverjum kúm líka, þótti gauragangurinn fara út yfir öll velsæmismörk.  Ungneytin tóku sig til hnýttu gömlu gripina saman á hölunum , dönsuðu í krinugm þá og sáu til þess að þeir voru flæmdir af bestu básunum.

Eftir að dansi ungneytana lauk tóku gömlu gripirnir að baula og bauluðu hástöfum um illameðferð á sér og að ungneytin hefði yfirtekið flokkinn með fjandsamlegum hætti.   Í staðin fyrir að gleðjast yfir fjölgun gripa í fjósinu fordæma gömlu tarfarnir, með Jón Sig sem forystutarf, atahfnasemi og elju kálfanna sem ætla sér betri uppskeru og betra hey en komið hefur í hlöðuna árum saman.

Svona er bara lífið í Framsókn.  Þar eru heilu hnífasettin á lofti og já jafnvel gaflar líka á leið í bakið á félögunum.  Engin veit hver á hvaða hníf eða gaffalog engin veit hver stakk hvern.  Stefnumálin eru aukatriði.  Nautaatið er aðal atriðið.  Við sem stöndum hjá njótum atsins.

Og nú getur Bjarni Harðar kannski bætt titlinum, nautabani, við hliðina á bóksalanum.  alla vegagerði hann það eina rétta í stöðunni. að koma sér út úr spilltasta fjósi Íslands í dag.


mbl.is Fjandsamleg yfirtaka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bestu rokksöngvarar sögunnar

Netmiðillinn, Planet Rock, hefur nú látið neytendur sýna kjósa bestu rokksöngvara sögunnar.Dómurinn féll á þann veg að Led Zeppelin goðið Robert Plant er kosinn besti rokksöngvari allra tíma. Í öðrusæti var Freddie, sálugi, Mercury og Free söngvarinn, Paul Rogers hlaut þriðja sætið.    Persónulega finnst mér hann skemmtilegri en þeir sem á undan honum komu en svona er þetta.  Misjafn er smekkur manna.

 

En hérna fylgir listi yfir þá 40 bestu að mati lesenda Planet Rock 

1  Robert Plant

2 Freddie Mercury    

3  Paul Rogers  Free

 

4 Ian Gillan  Deep Purple

5. Roger Daltray  The Who

6  David Coverdale

 

7  Axl Rose

8  Bruce Dickinson

9  Mick Jagger

10  Bon Scott

11  David Bowie

12  Jon Bon Jovi

13  Steven Tyler


 

14  Jon Anderson

15  Bruce Springsteen

 

16. Steve Perry
17. Ozzy Osbourne
18. Bono
19. Peter Gabriel
20. James Hetfield21. Janis Joplin
22. Brian Johnson
23. Roger Chapman
24. Phil Lynott
25. Glenn Hughes
26. Joe Cocker
27. Jim Morrison
28. Alex Harvey
29. Alice Cooper
30. Ronnie James Dio
31. Sammy Hagar
32. Meat Loaf
33. Rob Halford
34. Geddy Lee
35. Biff Byford
36. David Gilmour
37. Fish
38. Dave Lee Roth
39. Chris Cornell
40. Neil Young


Flugfélag & Ferðaskrifstofa

Það reyndist ferðaþjónustunni afar dýrkeypt á sínum tíma þegar Flugleiðir voru bæði flugfélag og ferðaskrifstofa.  Flugfélagið, sem ferðaskrifstofurnar keyptu sína þjónustu af, var líka í samkeppni við ferðaskrifstofurnar.  Þetta samkurl gafst illa þá og ég sé ekki að það komi til með að ganga betur nú.

Sá er reyndar munurinn að nú á Iceland Express flestar stærstu ferðaskrifstofurnar meðan Fluleiðir áttu á sínum tíma Úrval auk þess sem félagið sjálft seldi pakkaferðir út um allt í samkeppni við Samvinnuferðir Landsýn, Útsýn, Sögu, Atlantik ofl.  Það segir sig sjálft hver fékk bestu dílana. 

Það dugði Úrvali reyndar ekki.  Sú ferðaskrifstofa var alltaf illa rekin og á endanum losuðu Flugleiðir sig við hana í hendurnar á Útsýn og til varð ÚÚ. 

Vonandi að samkeppnisráð fygist nú grant með því sem gerist á ferðamarkaðnum.  Það er óþarfi að íslenskur almenningur þurfi að greiða hærra verð fyrir ferðalög sín þegar meirihluti ferðaþjónustunnar er komin á hendur einum útrásarvíkinganna.  Nóg er nú samt.

 


mbl.is Iceland Express eignast Ferðaskrifstofu Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sauðahjörð

Það er með ólíkindum að fullorðið fólk taki þátt í sjálfsögðum mótmælum með hulin trýni á bak við klút. Hver á að geta tekið mark á mótmælum fólks sem ekki vill láta þekkja sig? 

Mótmælahrynan sem dunið hefur í höfuðborginni undanfarna mánuði er mjög af hinu góða.  Fólk þjappar sér saman og sýnir stjórnvöldum hver vilji þess er.  Vandamálið hjá okkur er bara það að það er engin hefð fyrir´kröfugöngum og mótmælum.  En þegar við erum búin að koma skipulagi á þetta besta baráttuvopn almennings fer það að virka.

Ég er nokkuð klár á að ráðherrar ríkistjórnarinnar ganga ekki allir áhyggjulausir til náða á kvöldin.  Nema því aðeins að þeir gefi skít í þjóðina sem þeir eiga að ÞJÓNA en ekki drottna yfir. 

Árni Matt og Björn Bjarnason hafa nú báðir fengið ákúrur frá umboðsmanni Alþingis og virtasti lagaprófessor þjóðarinnar hefur lýst því að þeir hafi brotið stjórnsýslulög.  Virðing almennings þrýtur með degi hverjum meðan þeir sitja í embætti og gefa skít í álit þjóðarinnar, umboðsmann Alþingis og Sigurð Líndal.  Þeir verða hart  dæmdir og tæplega verður þá að finna á framboðslistum flokks síns við næstu kosningar sem vonandi verða í vetur.

Geir Hilmar og Ingibjörg bera ábyrgð á því að þessir siðblindu lögbrjótar sitja enn í ráðherrasætum sínum.  Þeim verður legið á hálsi aumingjaskap af því þeir voru ekki reknir daginn sem umboðsmaðurinn birti álit sitt.

Ég er ekkert að fara fram á að nýjir stjórnmálaflokkar spretti upp eins og gorkúlur.  En það er alveg ljóst að kjósendur verða heldur betur að heimta vilja sinn þegar listarnir verða settir saman fyrir Alþingiskosningarnar með vorinu.  Það er deginum ljósara að Ingibjörg Sólrún er óhæf til að leiða Samfylkinguna sem er að verða að samspillingu undir hennar stjórn.  Varla verður Geir Haarde leiðtogi Sjálfstæðismanna mikið lengur en til vorsins. 

Í Framsóknarfjósinu eru kýrnar eitthvað að brölta um þessar mundir og kálfarnir að rífa sig af spenunum.  Þeir gefa greinilega skít í gömlu nautgripina sem þegar hafa lagt á flótta út úr fjósinu.  Þar fyrsti fjósamaður, Guðni Ágústsson, meðal þeirra sem leiðir flóttan.  Verður bæði skemmtilegt og fróðlegt að fylgjast með því hvernig nautin raðast á básana í byrjun febrúar.

Það er mörg verkefni framundan hjá sameinaðri íslenskri þjóð. Það mikilvægasta er að halda stjórnmálamönnunum á tánum.  Það gerist best með að sýna þeim hverjr það er sem valdið hefur ef á reynir.  Nefnilega þegnar lýðveldisins sem stjórnvöld eiga að þjóna en ekki öfugt.

Vona svo innilega að hinir stóru friðsælu mótmælafundir haldi áfram að vekja bæði þjóð og þing til dáða.  Ég hef séð hver áhrif samstaða fólksins getur haft á stjórnmálamenn í Noregi.  Bara nú síðustu vikuna hafa tugir þúsunda Norðmanna mætt í harðar mótmælagöngur að ísrelska sendiráðinu.  Heimurinn hefur séð hvernig Jonas Gahr Störe, utanríkisráðherra hefur brugðist við. 

Við Íslendingar getum þetta líka.  Viljinn er allt sem þarf sagði Gunnar Thor með svo eftirminnilegum hætti.  Ég trúði honum þá og trúi þessu enn.   


mbl.is Mótmæla við Landsbankann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landráðamenn eða í besta falli glæpamenn???

Að íslenskur banki skuli framselja veð í íslenskum fiskikvóta hlýtur að nálgast að vera landráð eða í besta falli glæpamennska nema hvort tveggja sé.  Ég hef alla tíð staðið í þeirr meiningu að fiskikvótinn væri, samkvæmt lögum, á íslenskum höndum.  Einnig að útlendingum væri bannað að eiga íslensk sjávarútvegsfyrirtæki.  Svo er það íslenskur banki, þar sem stjórnarformaðurinn kemur frá einu stærsta útgerðarfyrirtæki landsins og er um leið eigandi að stórum hluta kvótans, sem framselur veð í kvótanum til þýsks banka. 

Er þessi gjörningur í einhverju samhengi við það að stjórnarformaðurinn og útgerðarmaðurinn rekur einnig umsvifamikla útgerð í Þýskalandi.  Ég alla vega vona að það sé ekki raunin heldur sé þetta tilviljun og afrek ómerkilegs bankastjóra.

Þetta dæmi sýnir best að kvótinn er best geymdur í eigu íslenska ríkisins og að útgerðamenn geti keypt sér þar þann kvóta sem þeir hugsa sér að veiða á árinu.  Nákvæmlega eins og þegar við förum í Kaupfélagið og kaupum þar kornfleksið sem við ætlum að éta þessa vikuna.   Það er eina örugga tryggingin fyrir því að aðal auðlynd þjóðarinnar verði ekki gefin útlendingum.

Það eru talin landráð að leka ríkisleyndarmálum til útlendinga.  Njósnarar eru dæmdir sem landráðamenn.  Hvað má þá segja um menn sem gefa, ekki bestu, heldur lang bestu mjólkurkúna til samkeppnisaðilans.  Ég verð að segja eins og er að ég hefði aldrei trúað því að svona nokkuð gæti gerst. Og alls ekki í skjóli Máa.

Skil mæta vel vonbrigði þeirra Þorbjarnarmanna. Glitnir hefur greinilega rekið hnífinn í bakið á þeim. Nú verður fróðlegt að fylgjast með hvort bankamennirnir verði dregnir fyrir dómstóla og látnir sæta ábyrgð.  


mbl.is Erlendir bankar með veð í kvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í fornöld á jörðu var framsóknarfrækorni sáð

Það er saga til næsta bæjar þegar húsfyllir verður á félagsfundi hjá Framsóknarfélagi Reykjavíkur. Kanski að einhverjir ungir hugsjónamenn sjái sér nú leik á borði að hirða flokkinn úr hrömmum þeirra spillingarfyrirliða sem ráðið hafa undir drottnandi og vökulum augum og eyru Alfreðs Þ.

Nú á sjálfsagt að fylkja liði og reyna mynda vaska sveit til að gera atlögu í stjórnarkosningunum á miðstjónarfundinum sem haldin verður innan fárra daga.  Sé það reyndin sýnir það betur en allt annað að Framsókn er mölbrotin flokkur þar sem flokksbrotin heilsast að sjómannasið og án allra sáttatilrauna.

Þó ég hafi ekki hrifist af formennsku Guðna Ágústssonar fannst mér hann samt snökktum skárri og álitlegri formaður en bæði Halldór og Jón Sigurðsson.  Það breytir ekki því að mér fannst framkoma flokksmanna hans gagnvart honum með ólíkindum ógeðfelld. Má vel vera að þeir hafi viljað hann burt. En flokkur sem vill láta taka mark á sér vinnur ekki með þessum hætti.

Spilling er oftast tengd við Sjálfstæðisflokkinn um þessar mundir. Menn mega ekki gleyma því að Framsókn er ekkert minna menguð af spillingu en fyrrum samstarfsflokkur hennar.  Jafnvel enn spilltari ef eitthvað er ef maður á að miða við hvað einsmannsflokksbrotið í Borgarstjórninni hefur afrekað á árinu sem leið.

Ég held að þessi fjölmenni félagsfundur í þjóðleikhúskjallaranum verði, þegar frá líður, helst fyrir mykjumagnið  fjósamennirnir þurftu að moka eftir að fundinum lauk.  Það er og verður alltaf sami spillingar fjósafnykur af Framsókn.  Nema þá að ungliðarnir ætli að svíkja gömlu sveitagildin og Íslandi alt gildin sem flokkurinn var stofnaður í kringum.  Þá verður ekkert eftir nema spillingarþefurinn.  Kanski sá þefur sem hæfir flokknum best.     

Því framsóknarfrækorni er í fornöld var sáð og varð að laufmiklum lurk í íslenskum stjórnmálum um miðja síðust öld er í dag ekkert annað fúinn og rotin girðingarstaur og griðarstaður nagdýra.


mbl.is Hiti á fundi framsóknarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nigel Clough spennandi stjóri

brian-nigel-clough

Clough feðgar, Brian, stjóri mánaðrins og Nigel leikmaður mánaðrins 

Það er tími til kominn að Nigel Clough taki að sér stjón liðs í efstu deildum enska boltans.   Undir stjórn föður síns, Birans sáluga, vakti hann athygli sem tánignur hjá Nottingham Forest og var um tíma einn bestileikmaður 1.deildarinnar þáverandi.  Miklar væntingar voru gerðar tilhans er hann kom til Liverpool en þar náði hann sér aldrei almennilega á strik.

En Nigel Clough vann sér mikla virðingu allra í kringum Liverpool liðið fyrir einstaklega ljúfa framkomu.  Og það er ekki lítils virði og á örugglega sinn þátt í því hve vel honum hefur gengið með utandeildarliðið Burton Albion.

Ég hlakka til að fygjast med Derby County undir stjórn Nigel Clough.  Verður gaman að vita hvort hann nær að gera jafn góða hluti kar faðir hans. Derby á langt í að leika um einska meistaratitilinn. En komi Nigel liðinu upp í úrvalsdeildina og haldi því þar í einhvern tíma er það meira afrek en flestir stjórar Derby hafa unnið síðustu áratugina.


mbl.is Nigel Clough ráðinn til Derby
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenskir fjölmiðlar ónýtir eða ekki

Íslenskir fjölmiðlar starfa í afar erfiðu umhverfi þar sem fámennið er.  Það er alltaf verið að fjalla um eitthvað sem tengist einhverjum á viðkomandi fjölmiðli.  Það er erfitt.

Flest munum við hvernig ástandið var þegar öll dagblöð voru flokksblöð.  Þá bar Mogginn höfuð og herðar yfir öll önnur dagblöð í skjóli fjármagns eigenda  Árvakurs denda stóð blaðið vel vörð um hagsmuni eigenda sinna og hagsmunavörslu Sjálfstæðisflokksins.  Alþýðublaðið,Tíminn og þjóðviljinn voru smáblöð sem börðust í bökkum og lifðu á góðvilja starfsfólks og nokkurra manna sem höfðu efni á að henda einhverjum krónum í rekstur þeirra.  Þau stóðu nánast aldrei undir sér sjálf.

RÚV-ið hefur alla tíð haft sérstöðu og verið ábyggilegasti fjölmiðill landsins þó oft hafi þar ógeðfelld ritstýring einnig átt sér stað. Einkum þegar ráðamenn í samfélagsins í það og það sinn ákváðu hvað mætti birta og hvað ekki.  Ég treysti alla vega RÚV best þegar fréttir eru annars vegar.

Stöð 2 og Fréttablaðið og þar með vísir.is eru nú eins og Mogginn var á síðustu öld. Fyrst og fremst málpípa og hagsmunaverkfæri eigenda sinna.  Dagblaðið er handónýtt eftir uppákomuna á rtistjórninni í haust. 

Nú þurfum við á nýjum frjálsum fréttamiðlum að halda. Sennilega er það vegna vantrausts á fjölmiðlum sem ekki hefur tekist að halda úti frjálsum og óháðum dagblöðum á landinu. Að það skuli aðeins vera 2 dagblöð á landinu sem standa undir nafni er með ólókindum í samanburði við það sem er í nágrannalöndunum.  Í Noregi eru t.d gefin út flerir tugir dagblaða og varla finnst svo ómerkileg krummaskuð að ekki sé gefið þar út blað. 


mbl.is Flestir treysta RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífróður Moggans og samvinna við Baugsmiðla

Það er deginum ljósara að Mogginn rær lífróður Þessi misserin.  Hver einasti maður kominn með björgunarvesti í bátanna og tekur þungt á árunum. 

Það sér hver heilvita maður að íslenskt dagblað, sem er á stærð við meðal héraðsblað í Noregi, getur ekki dragnast með 4,5 milljarða skuldahala á eftir sér. Það verður því fróðlegt að sjá hvort einhverjir auðjöfrar eru tilbúnir til að leggja rekstrinum þá upphæð sem raunverulega dugir til að koma "blaði allra landsmanna" á lappirnar aftur.  

Gríðarleg þekking og reynsla er það sem Mogginn á í dag.  Margir hæfir blaðamenn halda blaðinu gangandi frá degi til dags ásamt velvilja Glitnis.  Í flestum löndum væri fyrirtæki í stöðu Árvakurs löngu komin í gjaldþrotameðferð. Þess vegna finnst mér merkilegt ef einhverjir kaupendur finnast sem virkilega vilja kaupa pakkann án þess að skorið verð af skuldahalanum. Eðlilegra hefði verið að stofna nýtt blað, (Nýja Morgunblaðið,  tíksuheiti á farlitt fyrirtækjum á Íslandi í dag) og nappa til sín bestu blaðamönnunum og Brynjari Gauta. 

Ef kaupendur finnast er þá ekki næsta víst að þeir séu og verði tengdir Baugsfyrirtækjunum á einn eða annan hátt?  Einar Sigurðsson vonast eftir að samstarf við Fréttablaðið um prentun og dreifingu komist á hið bráðasta. Það eitt spyrðir Moggann og Baugsmiðlana saman og eftir því sem mér hefur skylist er Það eitur í beinum Moggafólks.  Ætlar þá Agnes að hætta eða ætlar hún að skríða undir væng Baugs sér til lífsviðurværis?

Ég vona svo sannarlega að Morgunblaðinu verði bjargað.  Mogginn var, hvað sem hver segir, flaggskip íslenskra dagblaða áratugum saman.  Það er því sorglegt að horfa upp á að eftir að blaðið varð frjálslyndara og opnara fyrir öðrum skoðunum og hugsjónum en bara eigenda blaðsins og flokkseigendafélags Sjálfstæðisflokksins er nú komið að fótum fram vegna skulda og lausafjárskorts.


mbl.is 4 hópar áhugasamir um rekstur Árvakurs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband