Eftir að hafa farið yfir samtal Árna M og Darlings hins enska er ég ekki undrandi á breska ríkistjórnin hafi misst alla trú á þeirri íslensku. Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra lýðveldisins Íslands, bullar eins og smákrakki í viðtalinu. Hann er gersamlega óundirbúinn. Hefur ekki svar við einni einustu spurningu Darlings og gefur fullkomlega í skyn að hann hefur enga yfirsýn um ástand efnahagsmála á Íslandi að öðru leyti en að þjóðin sé í hræðilegri aðstöðu. Hann veit ekkert um stöðu tryggingasjóðsins og hann veit ekkert hvað ríkistjórnin ætlar að gera annað en að leysa vandan innanlands fyrst.
Það var engum blöðum um að fletta hvor ráðherrann hafði hafði meiri yfirsýn yfir íslensku bankana í Englandi. Það fer heldur ekert á milli mála að Árni M. Mathiesen laug að þjóðinni í viðtlainu sem tekið var við hann í Leifstöð á dögunum. Í samtalinu við Darling segir Árni að hann viti ekki um hvort íslensk stjórnvöld tryggi innistæður Englendinga í Landsbankanum þar í landi. Í viðtalinu í Liefstöð sagðist Árni hins vegar hafa sagt Darling að innistæðurnar væru tryggðar.
Alistair Darling tjáði Árna að frammistaða íslensku stjórnarinnar myndi skaða íslensku þjóðina verulega. Viðtalið við fjármálaráðherrann var alla vega ekki til þess fallið að auka orðstýr hans eða ríkisstjórnarinnar.
Lygaþvælan í Árna réttlætir þó ekki að þá aðför Englendiga að setja Íslendinga undir hryðjuverkalög. Þeir eru vonandi ekki búnir að bíta úr nálinni með það. En það er lágmarkskrafa til forsætisráðherra, Geirs H. Haarde, að hann víki dýralækninum úr Hafnarfirði úr ráðuneyti sínu. Hann hefur unnið þjóðinni nóg illt til þessa.
![]() |
Samtal Árna og Darlings |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 23.10.2008 | 21:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sem ég sat hérna austan Atlandshafsins of horfði á fréttir sjónvarpsins, sem að sjálfsögðu voru flestar kreppufréttir, kom þó ein jákvæð frétt. Hún var um grunnskólanemendur á Eskifirði sem lögðu leið sína í sjóhúsið og lærðu að beita undir handleiðslu Halla Ara og Guðmanns kennara. Og krakkarnir létu sér ekki nægja að beita nokkrar línur heldur skelltu þau sér í róður og lögðu línuna. Efast ekki um að fiskiríið hefur verið betra en í meðal róðri.
Bloggar | 23.10.2008 | 19:53 (breytt kl. 19:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eftir að hafa lesið færsluna hans Alberts Einarssonar hélt ég áfram að hugsa um Samfylkinguna, flokkinn sem ég batt miklar vonir við. Nú lítur út fyrir að hún, eins og gamli Alþýðuflokkurinn og seinna Framsókn, muni gefa upp öndina í faðmlaginu við Geir Haarde og Sjálfstæðisflokkinn.
Ef Samfylkingin fer ekki að senda skýrari boð en já og jamm við öllu sem Sjálfstæðismenn í ríkistjórninn segja þá er hún ekki lengur á vetur setjandi.
Þetta veit Steingrímur og félagar í VG enda er Steingrímur að koma til Óslóar þar sem hann ætlar að slá upp fundi með Íslendingum á svæðinu. Nú bara spyr ég eins og fávís fjósamaður. Hverju getum við Samfylkingarmenn svarað er rætt verður um afrek okkar það sem af er kreppuaðgerðunum. Það er einkum Björgvin og aðeins Össur sem komið hafa fram fyrir flokkinn í fjölmiðlum og það væri synd að segja að þeir hafi verið skorinortir. Össur hefur ekkert sagt og björgvinn nánast slefað.
Held að gamla Animals lagið eigi vel við er maður lítur á lífsmöguleika Samfylkingarinnar í framtíðinni.
Bloggar | 23.10.2008 | 18:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þessi dómur héraðsdóms sýnir að áræðnir menn eiga mögleika gegn ólögunum um kvótakerfið. Það er hreinlega með ólíkindum hvernig ríkisvaldið reynir alltaf að eyðileggja fyrir áhugasömum mönnum sem vilja hefja útgerð eigin báta. Það er ains og suaðahjörðin í sjávarútvegsráuneytinu og Fiskistofu líti á sig sem varðhunda kvótagreifanna.
Vonandi að útgerðarmaðurinn vinni í Hæstarétti líka.
![]() |
Ríkið greiði útgerðarmanni 25 milljónir í skaðabætur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 23.10.2008 | 16:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ef að mælska þingmanna Íslendinga er eitthvað í samræmi við tjáningarmáta Birgis Ármanssonar er ekkert undarlegt hvernig komið er fyrir íslensku þjóðinni. Bullið í honum í þessu viðtali er með ólíkndum og það eina sem ég fékk út úr því er að hann vill að Sjálfstæðisflokkurinn, undir forystu dómsmálaráðherra Björns Bjarnasonar, skipi sérstaka rannsóknarnefnd.
Þá vitum við hver heiðarleika stuðull þingmannsins er. Ríkistjórni og Seðlabankastjórnin eiga að rannsaka sig sjálf. Það kemur væntanlega til að endurvekja tiltrú á íslenskum stjórnvölum um heim allan með leiftur snöggum hætti.
![]() |
Vill erlenda sérfræðinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 23.10.2008 | 15:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þó svo að ríkistjórnin hafi ekki lýst vantrausti á Seðlabankann hefur þjóðin svo sanarlega gert það. Þess vegna er kannski eins gott að FME, þótt það sé ekki hlutverk þess, að fara með stjórn bankana þar til við fáum Seðlabankastjórn sem eykur traust ríkisstjórn og peningamálastefnu þjóðarinnar.
Það var þarft hjá Jóni að vekja athygli á þessu máli. Og skondið að hann, með fjölskyldutengsl inn í eftirlitið, skuli taka af skarið. Plús fyrir það.
![]() |
Jafngildir vantrausti á Seðlabanka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 23.10.2008 | 15:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Verð að segja að það er verulega ósanngjarnt að gagnrýna RÚV fyrir fréttafluttning sinn af efnahagshruninu. RÚV er eini fjölmiðillinn sem ekki er í eigu þeirra sem bæði beint og óbeint bera ábyrgð á þeim efnahagshamförum sem þjóðin gengur í gegnum þessar vikurnar og á eftir að fylgja henni langt fram eftir öldinni ef ekki öldina á enda.
Get svo sem tekið undir að Egill missti sig svolítið í viðtalinu við Jón Ásgeir. En ég held að þar hafi einfaldlega sterk réttlætiskennd hans verið yfirveguninni sterkari. Það getur komið fyrir á bestu bæjum að maður reiðist fyrir hönd þjóðar sinnar.
En það er fjarri því að Sigmar hafi gengið of langt í að spyrja Geir Haarde í Kastljósinu í gær. Ég hefði kosið að hann gengi enn harðar eftir ákveðnum svörum. Af hverju kallaði hann ekki eftir rökstuðningi forsætisráðherra við stuðningi hans við Davíð í Seðlabankanum. Þjóðin á heimtingu á að vita af hverju forsætisráðherra treystir seðlabankastjóra sem fengið hefur falleinkunn hjá fjölmörgum af fremstu hagfræðiprófessorum heims vegna vanhæfni og afglapa í starfi.
Staðreyndin er sú að Geir hefur verið meðhöndlaður með bómullarvettlingum allar götur síðan hann samþykkti að þjóðnýta Glitni og rýja þar með traust umheimsins á íslenskri efnahagstjórn. Aaf hverju er hann ekki látinn rökstyðja gerðir sínar fyrir þjóðinni. Hann veit eins vel og allir aðrir Íslendingar að okkar vandi er aðmestu heimatilbúinn. Neistinn sem tendraði kveikjuþráðinn kom að vísu frá Bandaríkjunum. En eldsmaturinn var heimafenginn.
Vona bara að RÚV-ið standi sig enn betur í harðri fréttamennsku í framtíðinni. Það er eini miðillinn sem er hlutlaus gagnvart gerendum kreppunnar.
Tryggvi Gíslason var og er mikill höfðingi. En nú sýnist mér hann eiga við sömu vandamál að stríða og Egill, sálugi, Skallagrímsson. Hann varð líka elliær og dómgreindin skertist eftir að var komin í kör að Mosfelli.
![]() |
RÚV sagt kynda undir sleggjudómum og ofstæki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 23.10.2008 | 12:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Það er laikrétt hjá Grétari Þorsteinssyni að það þarf að lækka vextina og það mikið. En það er bara spurningin hvernig við getum það í efnahagsumhverfinu sem Seðlabankinn og stjórnvöld hafa búið okkur nú.
Það er mótsagnakennt að að lækka vexti í óðaverðbólgu. Við eigum fyrir höndum töluverðar skattahækkanir næstu árin. Á sama tíma verður sjálfsgat að skera niður ýmsa félagslega þjónustu sem okkur þykir sjálfsögð í dag. En það sem er alvarlegast er að stjórnvöld sýna engan lit í að endurbyggja traust umheimsins á Íslandi. Það er einfaldlega ekki hægt meðan forsætisráðherra segir það aftur og aftur að hann hafi full traust til "flónanna" í Seðlabankanum sem eru algerlega rúnir traust nágrannaþjóðanna eftir "katastrofal" efnahagstjórnun.
Annars talar Grétar örugglega fyrir hönd 99% þjóðarinnar í þessari ræðu sinni.
![]() |
Endurtaki sig aldrei |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 23.10.2008 | 12:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ætla rétt að vona að Bubbi fái sömu þjónustu og Björk og Sigur Rós hvað varðar Laugardalshöllina. Það var örugglega gott framtak að halda tónleka til að vekja athygli á náttúruvernd. En það er miklu þarfara að rokka fyrir fólk semleitar eftir samstöðu á erfiðleikatímum.
Tónleikaherferð Bubba má líkja við áfallahjálp til þeirra sem urðu fyrir barðinu á steinsofandi Sjálfstæðisflokki, alltof gröðum útrásarvíkingum og óhæfum Seðlabankastjóra.
Tónleikaherferð Bubba má líkja við áfallahjálp þeirra sem urðu fyrir barðinu á steinsofandi Sjálfstæðisflokki, alltöf gröðum útrásarvíkingum og óhæfum seðlabankastjóra. (Tók sjálfstæðisflokkinn út þar sem sá flokkur hfur borði ábyrgð á fjármála og forsætisráðuneytunum ásamt Seðlabanka síðasta áratuginn.)Flott framtak hjá Bubba.
![]() |
Bubbi vill sömu meðferð og Björk og Sigur Rós |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 23.10.2008 | 10:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Verð að viðurkenna að ég hef sjaldan séð jafn slakt Liverpool lið í Meistaradeildinni. Eftir þokkalega byrjun og flottu marki frá Robbie Keane virtist viljinn til að skora fleiri mörk farinn. Atletico kom meira og meira inn í leikinn meðan Liverpool reyndi, af vanmætti, að stjórna leiknum. Það gekk sæmilega, á köflum, þar til Atletico jafnaði.
Það var greinilegt að Benitez hafði ekki unnið heimavinnuna sína. Liðið hafði enga áætlun og hvað eftir annað voru varnarmenn LFC eins og tindátar. Gott dæmi um það er frammistaða Carra er Madridingar jöfnuðu. Þar tapaði hann tveimur einföldum einvígum.
Í rauninni hefðu 3 - 1 fyrir heimaliðið verið sanngjörn úrslit. Fullkomlega löglegt mark var dæmt af AM. Skömmu seinna var voru heimamenn dæmdir rangstæðír, ranglega, er þeir komust einn á móti Reina. Að auki höfðu þeir stangarskot og fleri hálffæri.
Skiptingar Benna voru allar misheppnaðar í kvöld nema þegar Kuyt kom inn. Hann lagði upp flott færi fyrir Babel sem að sjálfsögðu klúðraði því. Getum þakkað Reina að ekki fór verr.
Ætla rétt að vona að við höfum upplifað slakasta CL leik Liverpool á vertíðinni.
![]() |
Jafntefli hjá Liverpool - Terry tryggði Chelsea sigur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 22.10.2008 | 20:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
-
stebbifr
-
adhdblogg
-
alla
-
adalsteinnjonsson
-
arogsid
-
pelli
-
kaffi
-
beggipopp
-
bjarnihardar
-
bokakaffid
-
gattin
-
disadora
-
fannarh
-
gislisig
-
gretaulfs
-
gretarro
-
jyderupdrottningin
-
gudrununa
-
gthg
-
hafsteinnvidar
-
heidistrand
-
hehau
-
helgigunnars
-
hermingi
-
drum
-
disdis
-
ingabaldurs
-
veland
-
jakobk
-
jonkjartansson
-
jon-o-vilhjalmsson
-
jonerr
-
kalli33
-
ktomm
-
loopman
-
st1300
-
7-an
-
palmig
-
krams
-
ragnarb
-
raggiraf
-
ragnar73
-
ridartfalls
-
sng
-
snorribetel
-
vefritid
-
thormar