Geir goði og Geir góði

Fyrir 1000 æarum síðan var Geir goði einn helsti sáttasemjari íslensku þjóðarinnar. Hann var laginn við að fá deiluaðila á Alþingi til að slíðra vopn sín og sættast.

Í dag höfum við Geir góða.  Hann er vænn maður og vill þjóð sinni vel.  Honum er treystandi og það hafa útlendingar fengið með sér líka.  Vandamál Geirs góða er að hann hefur gæludýr sem stjórnar honum ógurlega.  Þetta gæludýr er svo verðmætt að það er geymt í öflugustu bankahyrslum landsins, sjálfum Seðlabankanum, svo ekkert fái því grandað.

Geir, sem gjarnan vill að þjóð hans endurheimti þá virðingu og traust sem hún hefur notið í útlöndum, hefur bundist fóstbræðralagi við gæludýr þetta.  Þó allir landsmenn og flestir mektarmenn á erlendri grund, fyrirlíti gæludýrið fyrir hroka og embættisafglöp mun Geir aldrei bregaðst fóstbræðrarlaginu er hann og gæludýrið stofnuðu til fyrir margt löngu.

Tryggð Geirs við gæludýrið hefur kostað þjóð vora hundruð milljarða til þessa. Nú veltir þjóðin fyrir sér hvort hún eigi að kasta tryggð sinni við Geir góða fyrir róða og hænast að konu nokkuri er Ingibjörg Sólrún heitir. Sú telur, eins og hagfæðingar kringlunnar, að traust Íslands verði aldrei endurvakið án þess að dýrið verði flutt úr Seðlabanka í öryggisgæslu í dýragarði þar sem það mun engum skaða getað valdið þjóð sinni.

En hvað gerir Geir góði?   Það er næu verkurinn.


mbl.is Geir skorar á íslenska auðmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grjótharðir Grindjánar.

Það er alltaf gott að fá jákvæðar fréttir frá Íslandi. Og fátt gelður mitt gamla hjarta meira en þegar UMFG gerir það gott.  Reyndar höfum við oft haft gott tak á Stólunum og gjarnan lagt þá í Röstinni. Það er að sjálfsögðu gaman. En ekkert er þó skemmtilegra en að sigra Keflvíkinga. Það er bara skylda að berja á þeim. Og sjálfsagt öfugt líka.

En 113 - 95 er hellvíti góur sigur og nú getur maður glaður lagt hausinn á koddan.

Gengur betur næst Kalli minn. Vona svo sannarlega að ykkur gangi vel í vetur.  


mbl.is Grindavík hafði sigur á Tindastóli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins eitthvað "súper" jákvætt

Verð að segja að ég dauðöfunda þá sem geta hlustað á Önnu Guðnýju á sunnudaginn. Stórkostlegt verk sem hún flytur og verður örugglega unun að heyra hana og sjá fara höndum um flygilinn.

Læt mér nægja að hlusta á disk þar sem Ashkenazy og Lynn Harrrell flytja sónötu fyrir píanó og selló eftir Rachmaninov.


mbl.is Messiaen í Laugaborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bullandi ágreiningur í ríkistjórninni um Seðlabankann

Ekkert nýtt komfram á blaðamannafundi Geirs og Ingibjargar í dag. Þau komu þó vel fyrir. Huggulega klædd og Geir var svo landsföðurlegur að þrátt fyrir að hann hafi gabbað fólk á þennan svokallaða blaðamannafund getur maður ekki reiðst út í hann.

En eitt fengum við staðfest. Það er bullandi ágreiningur í ríkistjórninni um hvað gera eigi við Davíð. Mesta fjármálaóreiðumann í sögu lýðveldisins.  Ingibjörg vill reka hann en enn og aftur endurtekur Geir að hann beri fullt traust til hans.  Greinilegt að Geir er hundtryggur vinum sínum. Góður kostur það en í þetta sinn dálítið dýr íslensku þjóðinni.

En það sem kemur manni mest á óvart í öllu þessu moldviðri er að atvinnunöldrarinn og formaður VG, Steingrímur Sigfússon, hefur ekki hallað einu orði að Seðlabankastjóranum.  Hvað hafa þeir, gömlu fjendurnir í pólitíkinni, verið að plotta sín á milli?


mbl.is Skorar á útflytjendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þess vegna yrði Steingrímur óhæfur forsætisráðherra

Steingrímur Sigfússon er um margt merkilegur stjórnmálamaður. Hann er heiðarlegur, oftast málefnalegur, vill vel og er oft skemmtilegur.  En það er ekki nóg til að verða góður forsætisráðaherra.

Í fréttinni sem þessi færsla byggist á kemur berlega í ljós að hann yrði afleitur ríkisleiðtogi. Hann vantar nefnilega víðsýni. Ég hygg að flestir séu sammála Steingrími að ríkistjórn og Seðlabanki hefðu átt að leita strax  til Norðmana og annarra Norðurlanda eftir aðstoð.  En í ljós kom að ríkisstjórnin hafði talað við Rússa einhvern tíman í sumar og þess vegna bundu Davíð og Geir einu vonina við rúblugámin frá Pútín.

En það kom fljótlega í ljós að ekkert fengum við lánið nema að hafa heilbrigðisvottorð frá IMF.  Steingrímur virðist ekki enn hafa skilið að við komumst hvorki lönd né strönd nema með áætlun samþykktri af IMF. Hvort sem það er slæmur kostur eða óbærilegur er það bara eini kosturinn í stöðunni.

Norðmenn, Rússar, Bandaríkjamenn, Japanir, Danir, Svíar, Finnar o.s.frv reiða ekki krónu af hendi út í óvissuhítina sem Ísland hefur verið til þessa í efnahagsmálum.  En samþykki IMF áætlunina sem  ríkistjórnin og IMF fulltrúarnir hafa samið koma allar þessar þjóðir með framlög  sem fleyta okkur frá kreppu til eðlilegs lífs án munaðar og umframeyðlsu. Það er það sem þjóðin þarf.

Ef stefna Steingríms hefði ráðið væru hjól atvinnulífsins nú þegar stopp og þúsundir manna atvinnulausir.   En þetta útskýrir Steingrímur fyrir okkur í Noregi á morgun. 


mbl.is Ábyrgðin er ríkisstjórnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

„Og við erum engir ábyrgðaraðilar á því,"

Vel mælt og drengilega af Guðna Ágústssyni er hann kom af fundi með ráðherrunum eftir að hafa heyrt afarkosti IMF.  Guðni yfirfjósamaður í Framsókn hefur ekki meiri pólitískan þroska en illa læs fermingardrengur.  Hann virðist ekki skilja, eða kannski vill ekki skilja,  að hann ber fulla ábyrgð á því ástandi sem nú ríkir í íslensku samfélagi ásamt Sjálfstæðisflokknum.

En nú er maður farinn að skilja afhverju ríkistjórnin vill ekki hafa hann með í ráðum til að hreinsa flórinn eftir hann sjálfan.  Hann skilur einfaldlega ekki það sem menn eru að fást við. Hann skortir bæði menntun og hæfileika til að ná því að hugsa "abstrakt" og það staðfestir hann með hverri ræðunni á fætur annari þar sem hann hamrar alltaf á sömu tuggunum. Nefnilega hvað hann stóð sig vel sem ráðherra og hvað ríkistjórnin er arfa vitlaus. En hann kemur sjaldnast með marktakandi dæmi um staðhæfingar sínar.

Það verður að segja eins og er að það er mjög mikill munur á leiðtogum stjórnarandstöðuflokkanna.  Steingrímur á það til að tala í frösum og það hendir Guðjón A. líka. En báðir eru málefnalegir og hlaupast ekki undan ábyrgð. Enhvern veginn held ég að við munum seint heyra „Og við erum engir ábyrgðaraðilar á því," úr þeirra börkum.


mbl.is Hroðalega þröngir kostir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Xabi á réttri leið.

Það er rétt að tölfræðin talar fyrir Chelsea fyrir leik liðsins við Liverpool um helgina.  Xabi Alonso veit hvað sigur gegnn Chelsea þýðir.  Ef aðrir leikmenn Rauða Hersins vita það líka erumvið í góðum málum og á sunnudaginn snýr tölfræðin við og röltir, hægt og rólega, Liverpool í hag.

Það hvílir mikil ábyrgð á Rafa fyrir þennan leik. Nú hefur hann ekki efni á neinum taktiskum mistökum og það er mikilvægt að hann stilli upp leikmönnum sem berjast um hver ienasta bolta, líka aðra boltana við bæði mörk. Við höfum ekki efni á að tapajafn mörgum öðrum boltum á  Stamford Bridge og við gerðum í Madrid.  Enga sætabrauðsdregni á móti Chelsea.  


mbl.is Hyggjast enda sigurgöngu Chelsea
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB umræðan á Íslandi veldur Norðmönnum áhyggjum

Spennandi umræður eru nú í norska þinginu um Evrópusambandið og EES.  Þeir sem þegar hafa tjáð sig, m.a. Erna Solberg formaður Hægri flokksins, hefur alvarlegar áhyggjur af því ef ísland velur að stíga fyrsta skrefið að ESB aðild.  Erna sagði, í viðtali við NRK áður en umræðurnar hófust, að hún vildi ekki vilja sjá að Íslendingar styrktu stöðu sína, með hið öfluga ESB sem bakhjarl, þegar samið er um fiskveiðar í N-Atlandhafi.

Norsku þingmennirnir leggja mikla áhersu á að Noregur komi Íslendingum til aðstoðar einkum og sér í lagi til að tryggja það jafnvægi sem nú er á N-Atladshafinu. Gangi Ísland í ESB eða fái stóra Rússalánið óttast Norðmenn að áhrif þeirra á umræddu hafsvæði minki verulega.


Engin ofurlaun

Verð að segja að mér finnst mjög jákvætt hjá Finni Sveinbjörnssyni að segja hreinskilningslega frá því hvað hann hefur í laun fyrir að stjórna Nýja Kaupþingi.  Það er auðvitað  grundvalar atriði meðan þjóðin er að ná áttum í gjörbreyttu efnahagsumhverfi að peningastreymið sé gegnsætt. Þar með talin laun allra embættismanna ríkisins.  Reyndar finnst mér að laun út á hinum almenna vinnumarkaði ættu einnig að vera opinber.  Þó ekki væri til annars en að ljóst væri hvaða fyrirtæki bruðluðu með laun til toppana.  Slík fyrirtæki eiga einfladlega ekki rétt á aðstoð þegar þau þurfa.

Mér finnst 1,95 milljónir engin ofurlaun fyrir það ábyrgðarstarf sem Finnur tekur sér á hendur.  En þau eru ap sjálfsögðu há í samanburði við laun æðstu embættismanna ríkisins.  Spurning hvort þeirra laun eru ekki of lág.

 

Það er hins vegar fráleitt að stjórnir Nýja Glitnis og Nýja Landsbankans neiti að gefa upp laun Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Nýja Glitnis, og Elínar Sigfúsdóttur, bankastjóra Nýja Landsbankans.  Fer ekkert á milli mála að Þóra Margrét Hjaltested, stjórnarformaður Nýja Glitnis, og Þórhallur Arason, stjórnarformaður Nýja Landsbankans, ásamt bankastjórunum lifa enn í gamla tímanum  þar sem laun voru einkamál milli stjórnar og launþega.  Þetta viðhorf Glitnis og Landsbanka stjórnendanna gerir þá einfaldlega óhæfa  til að gegna stöðum sínum á endurreisnartíma íslensk efnahagslíf. Björgvin bankamálaráðherra á að reks þetta lið strax í dag og ráð fólk sem treystir sér til að starfa fyrir opnum tjöldum.  Þessu liði er ekki treystandi enda alið upp í ómenningu nýfrjálshyggjunnar.

Laun forseta lýðveldisins, ráðherranna, kennara og ræstingafólks er öllum opinbert.  Af hverju þarf að fela laun bankastjóra nýju bankanna. Það er bara óheiðarlegt gagnvart þeim sem ekkert fela.


mbl.is Finnur launahæstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geir er traustur karl. En...

Það er bara svo sorglegt að hann skuli ævinlega, aðspurður, segjast bera fullt traust til Seðlabankans sem engin annar hagvísndamaður í heiminum ber traust til. Alla vega hefur engin annar gefið sig fram sem lýsir trausti og ánægju með störf Davíðs "og þeirra félaga."

Í raun sé ég ekki þann einstakling á þinginu sem ég treysti betur til að semja við útlendinga um framtíð þjóðar okkar. En ég er bara hræddur um að ef hann heldur áfram að lýsa trausti á vanhæfan seðlabanka glati hann smá saman traust þjóðarinnar og þeirra erlendu aðila sem við erum að reyna að ná samningum við.  Gamall vinskapur við Davíð má ekki verða til þess að eyðileggja möguleika okkar í komandi samningaviðræðum.  Það má bara eki gerast.

  


mbl.is Norska nefndin vildi setja sig inn í stöðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Sept. 2025

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband