Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Hermann Hreiðarsson

Ef einhver íslenskur kanttspyrnumaður á það skilið að verað fyrstur til að leika úrslitaleikinn í enska bikarnum á Wembley er það Hermann Hreiðarsson. Hermann er einn glæsilegast knattspyrnumaður sem við höfum átt. En það er ekki alltaf nóg því Hermmi hefur átt því óláni taka að hafa fallið um deild með öllum liðunum sem hann hefur leikið með á Englandi.

Nú verður öldin önnur hjá Eyjamanninum.  Hemmi getur orðið bikarmeistari í Englandi og það á hann svo sannarlega skilið. Ég samgleðst honum. 

 Gangi þér vel Hermann

 PS. Þegar Egil "Drillo" Olsen var rekinn frá Wimbaeldon á sínum tíma var Hermann leikmaður liðsins sem féll þá um vorð.  Olsen var að vonum hundsvektur yfir brottrekstrinum.  Þegar hann spjallaði við norska fjölmiðla um málið sagði hann setningu sem enn iljar mér um hjartarætur. "Ef allir leikmenn liðsins væru eins og Hermann Hreiðarsson, innan sem utan vallar, hefðum við orðið meistarar.

GÞÖ

http://www.orangetours.no/ 


mbl.is ,,Eitthvað sem flesta dreymir um“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dekurferðir eða Endaþarmsskolun

Svona í tilefni af íslenskum stólpípuferðum til Póllands er kannski rétt að segja lítilsháttar frá heilsuferðum Norðmanna.  Þeir fara líka í hópum til Póllands og Eystrasaltslandanna, Tékklands og Ungverjalands að leita sér heilsubótar og hressingar.   Við getum kallað ferðir Norsaranna tveimur nöfnum.  Annarsvegar dekurferðir og hinsvegar heilsuferðir.  Þeir vilja engar stólpípuferðir. Dekurferðirnar eru venjulega frá einni helgi og upp í kannski viku tíma. Þá er oft dvalið á spa-hótelum. Þar fær fókið daglegt nudd, allt upp í þrjár meðferðir á dag.  Það getur verið ýmiskonar nudd, allskonar gufuböð og leirböð og mörg önnur. Afslöppun í saltklefum, þjálfun hjá hæfum sjúkraþjálfurum og íþróttafræðingum er að sjálfsögðu inni í pakkanum og svo fólk getur farið í skipulagðar gönguferðir hvort sem er á strönd eða skógi. Síðan fær fók sér gjarnan hand og fótsnyrtingu og að sjálfsögðu klippingu. Alla vega ef ferðin er til Eistlands.  Fólk getur keypt sér fast fæði með meðferðunum en það er gjarnan grasamatur sem alla vega Íslendingar eru ekkert sérlega spenntir fyrir. Annars fer maður bara út og borðar þar sem mann langar til í það og það sinn. Svo eru það heilsuferðirnar.  Þær ganga að miklu leyti út á að sama og dekurferðirnar enn læknar eru með í þeim pakka. Þannig að þar er alvara á bak við. Fólk sem þjáist af hinum ýmsu kvillum er meðhöndlað af læknum sem ákveða meðferðina. Svo til að ferðin borgi sig örugglega og miklu meira en það nýta margir tímann til að heimækja augn- og tannlækna. Þjónusta þeirra kostar aðeins brot af því sem hún kostar í Noregi og á Íslandi.  Tek sem dæmi um tannviðgerð. Kona lét rótfylla og byggja upp jaxl og gera við framtennur. Tilboðið frá norska tannlækninum var upp á 77. 000 ísk.  Þessi viðgerð kostaði 17 600 í Eistlandi eða ca 23% af norska verðinu. Fyrir svona pakka er fólk að borga frá ca. 30.000 isk fyrir utan augn- og tannlæknana að sjálfsögðu.

Í leigubíl á sjúkrahús með fóstur í plastpoka!!!

 

Þetta er engin lýgi. Þessi atburður átti sér stað í konungsríkinu Noregi á síðasta ári éftir að kona  nokkur fékk bráðafóstureyðingu á Læknavaktinni í Ósló.

Þegar fóstureyðingunni var lokið þurfti konan frekari meðhöndlun á sjúkrahúsi. Henni var sagt að taka leigubíl upp á Ullevål sjúkrahús þar sem tekið yrði á móti henni.  En konan fór ekki einsömul því fóstrið var sett í plastpoka og hún látin taka það með sér á sjúkrahúsið.  Blæðandi gekk konan í gegnum móttöku Læknavaktarinnar með veski sitt og plastpokann í höndunum. Hún fékk leigubílinn sem ók henni til Ullevål.  Er þangað kom var konan orðin alblóðug, m.a. kápan orðin gegnblaut af blóði auk þess em blóð hafði lekið niður í skó konunnar.  Ekki þarf að spyrja um hernig aftursætið í leigubílnum leit út. Sá hefur varla farið fleiri ferðir þessa nóttina. En þrautaganga konunnar var ekki á enda þótt hún væri komin á sjúkrahúsið.  Þar þurfti hún að bíða, sárkvalin, í lengri tíma áður en læknar komu henni til hjálpar.  Hún sagði að sér hefði fundist hún vera á senu í leikhúsi þar sem allra augu á biðstofunni beindust að henni. "Þetta var fullkomin niðurlæging biðsðtofunni á Ullevål" sagði konan.

Ingibjörg og blekkingar hennar

Einhvern veginn finnst mér eins og meðferðin á eftirlaunafrumvarpinu lýsi á margan hátt starfsaðferðum Ingibjargar Sólrúnar.  Það efast engin heilvita maður um það í eina sekúndu að hún hefur hellt rækilega úr eyrunum og hrist hausinn þegar Sjálfstæðis og Framsóknarmenn læddu í gegn fruvarpinu sem skilur eftir einhverja dýpstu gjá í samfélaginu milli venjulegra launþega og varðhunda valdsins í stjórnarráðinu og þingmanna svo einhverjir af gæðingunum  séu nefndir.

 

Í fyrra lögðu Margrét Frímansdóttir og Jóhanna Sigurðardóttir frumvarp til breytinga á sjálftekjueftirlaunum gæðinganna. Það liggur óhreyft enþá.  Á þessu þingi flutti svo Valgerður Bjarnadóttir annað frumvarp um sama efni og það liggur nú og rykfellur hjá allsherjarnefnd.

 

Og nú kemur Ingibjörg Sólrún fram á völlinn, slær sér á brjóst og segir að þriðja frumvarpið um breytingar á ofureftirlaununum sé í bígerð og verði afgreitt fyrir þinglok.

 

Nú spyr ég.  Voru fyrri frumvörpin ónýt og ekki boðleg þinglegri umræðu eða er þetta eins og mig grunar. Ingibjörg var ekki með puttana í fyrri frumvörðunum og getur ess vegna ekki hugsað sér að þau fái þinglega afgreiðslu því þá getur hún ekki hælt sér af afrekinu ef samþykkt verður.

 

Önnur spurning er; Hvað hefur breyst hjá Sjálfstæðismönnum nú sem verður til þess að þeir vilja nú breyta eigin frumvarpi.

 

Er þetta enn ein blekkingin sem Ingibjörg reynir að mata þjóðina á.  

 

Það er alla vega alveg ljóst að formaður Samfylkingarinnar styður ekki sitt eigið þingfólk geti það með nokkrum hætti skyggt á “Sól” hennar.

 

Er þetta ekki dálítið líkt vinnubrögðum Davíðs?


Dátar - Flowers - Hljómar - Ævintýri og Trúbrot

Verð að viðurkenna að ég kemst alltaf í svo ótúlega andskoti gott skap þegar ég hlusta á gömlu plöturnar mínar. Og hvað er betra en að hlusta á íslenska safnið sitt í byrjun hvítasunnu.

 Sérstaklega er ég elskur að Flowers plötunni og Dáta plötunum. Mér er til efs að á Íslandi hafi nokkurntíma verið betri rokksveitir en Dátar og Flowers.  Ég er ekkert að gleyma Hljómunum, fyrsta íslenska Bítlabandinu.   Í mínum huga verða þeir að sætta sig við vera á eftir Dátum og Flowers.

Eftir langa yfirlegu yfir plötum þessara sveita verð ég að viðurkenna að Dátarnir voru hreint frábær hljómsveit. Þeir voru allt öðruvísi band en Hljómarnir. Dátar voru ekta mods hljómsveit sem flutti kraftmikið rokk að hætti Small Faces, Easy Beats, Pretty Things og The Who meðan Hljómarnir covereðu Bítlana frá 1963 - 1964.  Þeir fylgdust einfaldlega ekki með hvernig rokkið þróaðist á Bretlandseyjum á 7. áratugnum. Persónuletga finnst mér besta tímabil Hljómanna þegar Pétur Östlun sat á bak við trommurnar. Þá var eitthvað að gerast og Umbarumbamba er gott vitni um það.  Tvær fyrstu "stóru plötur" Keflavíkursveitarinnar eru ósköp áheyrilegar meðan maður vaskar upp eða fyrir miðaldra konur í popplínkápum steðjadni í Bónus.  En sem framsækin verk eru þær báðar hand ónýtar.   

Dátar höfðu einn allra besta lagasmið landsins innan sinna vébanda. Það er náttúrlega Rúnar heitinn Gunnarsson sem samdi mörg frábær lög á sínum stutta ferli. En þeir höfðu ekki jafn snjöllum gítarleikara á að skipa og Hljómarinir.  En guð minn góður hvað þeir voru miklu kröftugri og skemmtilegri.

Flowers var síðan afsprengi Dátanna eftir að Karl Sighvatsson yfirgaf  þá til að stofna Blómin með Jonna  bróður sínum sem kom úr Mods. Gunnar Jöklull, sem hefði átt að vera trommuleikari stórgrúppunnar Yes en hann sagði nei við því, kom úr Tempo og   Add Sigurbjörns, einn skemmtilegast gítaraleikari landsins og Jonni R. sem komu úr Toxic.  Flowers héldu áfram þar sem Dátar höfðu hætt.  Framsækið og þungt rokk var aðalsmerkið og hljómsveitin varð fljótt yfirburðahljómsveit í túlkun á rokkinu þrátt fyrir meiri vinsældir Hljóma. Menn þurftu að melta Flowers en gátu gleypt hljómum með húð og hári.

Breytingar voru gerðar á Flowers í árslok 1968. Þá hættu Jonnarnir, Jónas R. og Sigurjón Sighvats. Björgvin Halldórsson tók við söngnum og Jóhann Kristinsson tók við bassanum. 

Ég veit eiginlega ekki hað ég á að segja um þessa breytingu.  Samleikur Sigurjóns og Gunnars Jökuls var svo einstakur að maður saknaði hans.  Flowers platan er gott vitni þess. Ég þreytist seint á að spila hana fyrir vini og kunningja.  Einn þeirra er með betri jasstrommuleikurum í Noregi. Sá segir að samleikur tromma og bassa á 4 laga plötunni sé með því besta sem hann hefur heyrt.

En eftir að Jonnarnir fóru varð sveitin þéttar og rythmiskari. Söngurinn batnaði og krafturinn jókst. Þeir sem heyrðu og sáu Flowers leika Sverðdansinn, eftir Katsjaturian, gleyma því seint eða aldrei.

Þá er komið að Ævintýrinu og Trúbrot sem urðu til eftir að Hljómar og Flowers sameinuðust í fyrstu súpergrúppu Íslands. 

Til að gera langa sögu stutta þá hélt Ævintýri áfram á Hljómalínunni og bætti við örlitlu meira rokki meðan Trúbrot steig skrefinu framar en Flowers í þróaðri rokktónlist. Ævintýri gaf út 2 litlar plötur sem báðar eru frekar skemmtilegar þó ólíkar séu. Fyrri platan er fín partíplata meðan sú seinni var hörku þungarokk að hætti Deep Purple.  Trúbrot gaf út nokkrar Lp og eru þær vægast sagt mjög misjafnar að gæðum.  

Fyrsta plata þeirra innihélt allskonar samtýning og hefði átt að heita "Afgangar" eins og eitt laga hennar. Þar bar hæst tónverkið "Frelsarinn" sem er útsetning Karls Jóhanns á hluta Pílagrímakór Wagners. Þótti stórbrotið á sínum tíma og var bannað í Ríkisútvarpinu þar sem hljómsveitin var talin vera að nauðga klassísku tónverki þýska meistarans.  Hitt var "Þú skalt mig fá" flott útsetning á Bítlalaginu "Things We Said Today"   Ef söngur Rúna Júl hefði verið jafn góður og bassaleikur hans í þessu lagi hefði það orðið heimsfrægt með Trúbrot.

Eina stórvirki Trúbrots er meistaraverkið Lifun. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það. Það er einfaldlega ein kraftmesta og besta rokkplata Norðurlanda frá síðustu öld.

 Tatarar eru sveit sem maður getur ekki sleppt þegar talað er um bestu hljómsveitir Íslands á 6. og 7. áratug síðustu aldar. Hvert mannsbarn sem komið er yfir fertugt man "Dimmar Rósir" llíða úr barka Stebba. Steini Hauks, Árni Blandon voru  hörkufínir tónlistarmenn og Töturunum getum við alveg tylla í hvaða sæti sem er, eftir smekk, á Topp4

GÞÖ

http://orangetours.no/

 

 

 

   


Enn af Kobbasögu og Óla F. Magg.

Bara til að árétta það þá er ég hand viss um að Jakop F. Magnússon er ekkert síður fær um starf miðborgarstjóra en aðrir hugsanlegir umsækjendur.  Og jú. Borgarstjóri hélt sér innan reglugerða við ráðninguna.

Ólafur F. Magnússon borgarstjóri hélt sér langt fyrir utan siðferðiskennd almennra borgara við ráðningu vinar síns.  Það er það sem kemur betur og betur í ljós í hvert skipti sem hann og aðstoðarmaður hans, Ólöf Guðný, opna á sér munninn til að réttlæta ráðninguna.

Ólafur auglýsti ekki starfið og gaf því ekki öðrum kost á að sækja um það.  Hann valdi vinn sinn og greiðir honum hæstu laun sem borgin getur greitt fyrir starfið. Það lítur út fyrir að ráðningin hafi verið leynimakk milli Ólafs og Vilhjálms Þ. fyrrverandi og væntanles borgarstjóra án vitundar annara meirihlutafulltrúa.

Hvernig eigum við að geta tekið þessum vinnubrögðum sem trúverðugum þegar þau endurspegla augljósa siðblindu borgarstjórans. Aumkunarverð tilraun hans til að réttlæta ráðninguna á sjónvarpstöðvunum í gær misheppnaðist fullkomlega. Þar hann rak í vörðurnar og bullaði eða reyndi að grípa fram í fyrir spyrjenda í rökleysukrísu sinni.  Og nú sigar embættismönnum sínum til að réttlæta gjörninginn.  

Eftir því sem lengra líður á borgarstjóraferil Ólafs F. verður sú mynd sem Spaugstofan dró upp af honum raunsannari með hverjum deginum.


Jákvætt

Það hefur svo sem heyrst áður að Norðurlöndin ætli að fara að standa frekare saman í menningarmálunum en áður. M.a. sjónvarpsmálum. Það samstarf var slegið af á sínum tíma vegna þess að Norðmönnum þótti of dýrt að hafa Íslendinga með í þeim pakka.  Það var reyndar áður en Noregur auðgaðist á olíunni.

Nú virðist aftur vera komið líf í umræðuna um norræna menningarsamvinnu og það er jákvætt.  Það er engin vafi á því að sameiginlegt átak í menningasrmálum grerir Norðurlöndin og baltísku löndin mun sýnilegri og þar með áhugaverðari í augum heimsbyggðarinnar. 

 Ég ætla samt að vona að samvinnan verði á fleiri sviðum en bara tölvuleikjaframleiðslu.  En það er gaman að geta þess að einn av vinsælli tölvuleikjum á markaðnum í dag er ættaður frá Íslandi. Norsku fyrirtæki stóð til boða að framleiða leikinn en þar sem það var í fjárhagsvandræðum hröktust hugmyndasmiðirnir til Íslands þar sem þeri fengu fjármagn til að koma leiknum á koppinn. Engin sem að verkefninu kom sér eftir þeirri ákvörðun

 Það sem mér, búandi í Noregi, þykir verst er hvað fáar íslenskar kvikmyndir eru sýndar í sjónvarpinu hér.  Reyndar hafa Hrafninn flýgur og Í skugga hrafnsins fengið mikið pláss á TV1000 Nordic en þær myndir eru sennilega ekki bestu sýninshornin af íslenskri kvikmyndagerð.  Alla vega falla þær vinnufélögum mínum lítið í geð.

En  það er góðs viti  að nú á að gera stórátak í að kynna norræna menningu og maður getur bara vonað að það gangi betur nú en áður þar sem nú eru það menningar, viðskipta og atvinnuráðuneyti landanna sem sameinast í átakinu. Það ætti því ekki að standa á fjármagni til átaksins.

Bókmenntir, tónlist, myndlist og kvikmyndagerð ásamt sjónvarpi eru listgreinar sem við getum jafn vel og aðrar menningarþjóðir.  Við þurfum bara að sýna heiminum það.

 

  


mbl.is Vilja auka norræna menningarsamvinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stripp areobic

Stripp aerobic er æði sem gagntekið hefur konur í Noregi og Svíþjóð síðasta árið.  Konurnar fara í stríðum straumi í æfingastöðvarnar og taka á því undir taktfastri tónlist.  Og það er engin palla leikfimi sem þær stunda heldur hreinn og klár súludans. Þær eru semsagt að immitera nektardansstúlkurnar vitandi það að þær þurfa að hafa krafta í kögglum og vöðvana í lagi. Þegar í stúdíóið er komið hefst upphitunin með nokkuð svo hefðbundnum upphitunar æfingu. Síðan er talið í og konurnar fylla salinn með nautnafullum hreyfingum og nota gjarnan stóla eða hverjar aðra sem súlur.  Það eru föstudags kvöldin sem eru vinsælustu tímarnir hjá konunum í stripp-aerobicinu. Og af hverju ætli það sé? Jú þeim finnst fínt að ljúka vinnuvikunni í æfingasalnum þar sem þær fá púlsinn upp og svitann út í skemmtilegum æfingum sem bæði eru nytsamar og nautnalegar.   Ath. Kærasti Victoriu Svíaprinsessu  rekur eina af æfingastöðvunum sem býður upp á stripp-aerobic.

Ólafur borgarstjóri

Enn einu sinni skítur borgarstjórinn í skóinn sin.

Ég efast ekki eina mínútu um að Ólafur F. Magnússon er góður maður og vill vel. En það er bara ekki nóg til að stjórna einni höfuðborg.

Nú síðast er það ráðning Jakobs Magnússonara sem þvælist fyrir honum.  Mér dettur ekki í hug að gagnrýna borgarstjórann fyrir ráðningu skemmtikraftsins.  Jakob hefur marg sannað að hann er bæði frjor og atorkusamur og getur örugglega nýst borginni í því sem honum var falið. Það er sam alveg sjálfsagt að fólk hafi mismunandi skoðanir á ráðningunni. 

Langhundurinn sem Ólafur borgarstjóri sendi frá sér í dag til að til að réttlæta ráðninguna er ljóslifandi dæmi um að Ólafur hefur enga yfirsýn yfir starf sitt. Flestir vita að borgarstjórinn fór upp á punkt og prik eftir lögum og reglum enda dettur helf ég engum í hug að hann myndi fara einhverja fjallabaksleið. Það eru fyrst og fremst laun tónlistarmannsins sem mér finnst eðlilegt að séu endurskoðuð. 

Auðvitað er ráðningin pólitísk þar sem skólabræðurnir úr MH eru báðir flokkslausir. En það er bara orðin hefð fyrir slíkum ráðningum á Íslandi.  Við getum bara horft á Seðlabankann og sendiherrana. En þetta er í góðu lagi í lýðveldinu.  En samviskulaus er þessi vinavæðing.


mbl.is „Ráðning í samræmi við reglur Reykjavíkurborgar"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hæstiréttur vinur kynferðisglæpamanna

Þetta finnst mér ómerkilegur úrskurður hjá Hæstarétti. 

Enn á ný tekur Hæstiréttur Íslands upp hanskann fyrir kynferðisglæpamann.  Fórnarlöbin eru látin gjalda þess að  héraðsdómurinn vann ekki vinnuna sína.  Sauðsháttur hans kemur í veg fyrir að árásarmaðurinn sleppur við annars alltof stuttan fangelsis dóm og þarf aðeins að greiða fórnarlömbum sínum sitt hvor mánaðarlaunin.  

Þessi dómur er íslensku réttarfarai til skammar og þjoðinni til skaparaunar.  


mbl.is Hæstiréttur skilorðsbindur refsingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband