Dekurferðir eða Endaþarmsskolun

Svona í tilefni af íslenskum stólpípuferðum til Póllands er kannski rétt að segja lítilsháttar frá heilsuferðum Norðmanna.  Þeir fara líka í hópum til Póllands og Eystrasaltslandanna, Tékklands og Ungverjalands að leita sér heilsubótar og hressingar.   Við getum kallað ferðir Norsaranna tveimur nöfnum.  Annarsvegar dekurferðir og hinsvegar heilsuferðir.  Þeir vilja engar stólpípuferðir. Dekurferðirnar eru venjulega frá einni helgi og upp í kannski viku tíma. Þá er oft dvalið á spa-hótelum. Þar fær fókið daglegt nudd, allt upp í þrjár meðferðir á dag.  Það getur verið ýmiskonar nudd, allskonar gufuböð og leirböð og mörg önnur. Afslöppun í saltklefum, þjálfun hjá hæfum sjúkraþjálfurum og íþróttafræðingum er að sjálfsögðu inni í pakkanum og svo fólk getur farið í skipulagðar gönguferðir hvort sem er á strönd eða skógi. Síðan fær fók sér gjarnan hand og fótsnyrtingu og að sjálfsögðu klippingu. Alla vega ef ferðin er til Eistlands.  Fólk getur keypt sér fast fæði með meðferðunum en það er gjarnan grasamatur sem alla vega Íslendingar eru ekkert sérlega spenntir fyrir. Annars fer maður bara út og borðar þar sem mann langar til í það og það sinn. Svo eru það heilsuferðirnar.  Þær ganga að miklu leyti út á að sama og dekurferðirnar enn læknar eru með í þeim pakka. Þannig að þar er alvara á bak við. Fólk sem þjáist af hinum ýmsu kvillum er meðhöndlað af læknum sem ákveða meðferðina. Svo til að ferðin borgi sig örugglega og miklu meira en það nýta margir tímann til að heimækja augn- og tannlækna. Þjónusta þeirra kostar aðeins brot af því sem hún kostar í Noregi og á Íslandi.  Tek sem dæmi um tannviðgerð. Kona lét rótfylla og byggja upp jaxl og gera við framtennur. Tilboðið frá norska tannlækninum var upp á 77. 000 ísk.  Þessi viðgerð kostaði 17 600 í Eistlandi eða ca 23% af norska verðinu. Fyrir svona pakka er fólk að borga frá ca. 30.000 isk fyrir utan augn- og tannlæknana að sjálfsögðu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Islendinger har dette alt og de kan heller satse på å selge utlendinger helseturer til Island. Vi har beste vann i verden og beste helsetjeneste. Selv om den koster så er det av høy kvalitet. Islendingene kunne bygge ut sin helsetjeneste og selge f. eks nordmenn og danskere som har canser og er på ventelistene hjemme hos seg, canserbehandling påI sland.
Jeg vil ikke ta sjansen på å få tannlegebehandling i utlandet. Jeg husker at mange som var hos tannlege i Bulgaria for mange år siden, fikk problemer etter de kom hjem.
Det er sikkert godt i de fleste tilfelle, men hva skal man gjøre hvis behandlingen har gått galt?

Heidi Strand, 15.5.2008 kl. 08:17

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Hei.  Kvensurnar í kvenfélaginu fóru til Finnlands til að láta lappa upp á sig. 

Eftir skoðunarferð fóru þær á á skemmtun og þar var sungið fram á rauða nótt með löppunum.  

Nokkrum dögum síðar tóku þær ferju frá Helsingfors til Tallin og þá um kvöldið var dansað með eistunum. 

Benedikt V. Warén, 15.5.2008 kl. 22:41

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Tell me more. 

segðu mér miera, gudnya@regis.is.... hef áhuga.  

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 16.5.2008 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband