Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
Bloggar | 8.5.2008 | 17:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ráðherra styður ekki eignarnám | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 8.5.2008 | 14:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það dúkka alltaf upp hin furðulegustu tilfelli í norska heilbrigðiskerfinu. Í síðustu viku voru birtar upptökur frá sjúkraflutningamönnunum sem skildu lífshættulega slasaðan Sómala eftir í almenningsgarði í Ósló í sl. sumar. Sjúkraflutningamennirnir voru sakaðir um rasisma en sóru og sárt við lögðu að sú hefði alls ekki verið ástæða þess að þeir fluttu ekki mannin undir læknishendur.
TV2 komst yfir upptökur af samtölum mannanna í sjúkrabílnum og Ullevål spítalan. Tveimur dögum áður en upptökurnar voru spilaðar í fréttatíma sjónvarpstöðvarinnar skrifaði annar mannanna opið bréf í Aftenposten þar sem hann bað Sómalan og fjölskyldu hans að hætta við málsóknina gegn þeim þar sem hún væri á misskilningi byggð.
Upptökurnar eru með þeim hætti að ómögulegt er að skilja þær öðruvísi en sem hreina kynþáttafordóma og mannvonsku. Engin leggur nú trúnað á hið opna bréf sjúkraflutningamannsins og að sjálfsögðu heldur fjölskyldan málsókninni til streitu.
Þá bárust fréttir að því í vikunni að kona nokkur sem lögð var inn á Austfold sjúkrahúsið greindist með krabbamein en læknarnir gleymdu að láta hana vita af meinsemdinni. Sjö mánuðum síðar var konan öll og komin undir græna torfu.
Að sjálfsögðu hafa aðstandendur konunnar kært læknana og sjúkrahúsið til heilbrigðisnefdarinnar og nú bíður fólk spent eftir hver eftrirkeikurinnverður fyrir sjúkrahúsið og læknana. Þetta er nefnilega í annað sinn sem þetta hendir á þessu sama sjúkrahúsi. Í fyrra var það 60 ára gamall karlmaður sem hafði greinst með krabba en það bæði gleymdist að segja honum af því og hann var heldur ekki kvaddur til eftirmeðferðar. Hann var heppinn þar sem fjölskylda hans áttaði sig á að ekki var allt med felldu og ók honum á sjúkrahúsið þar sem hann var skorinn upp í hvelli og lífi hans bjargað á síðustu metrunum.
Bloggar | 8.5.2008 | 14:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er oft merkilegt að fylgjast með fréttum úr íslenskum stjórnmálum þegar maður situr handan hafsins. Er einhvern veginn auðveldara að greina moðið frá matnum úr fjarlægðinni.
Mér finnst mjög eðlilegt að atvinnunöldrarinn, Steingrímur Sigfússon, spyrji Geir Haarde um samskipti Seðlabankans og ríkistjórnarinnar. Ég held ekki að kjaftasögur hafi rekið Steingrím til spurninga sinna heldur misvísandi skilaboð frá ráðherranum og bankastjóranum. En ég verð að viðurkenna að svar ráðherrans skýtur mjög skökku við fyrri yfirlýsingar hans og Seðlabankastjóra.
Geir hefur sagt að auðvitað muni ríkið hlaupa undir bagga með bönkunum í þeirri kreppu sem nú er brostin á í hinum alþjóðlega fjármálaheimi. Davíð hefur hinsvegar sagt að ekki komi til mála að rétta íslensku bönkunum hjálparhönd.
Þegar forsætisráðherra og Seðlabankastjórinn tala út og suður verður málflutningur ráðherrans ótrúverðugur þegar hann segir samskipti þeirra í millum fín.
Það sem ég velti fyrir mér þessar vikurnar er hvaðan er þjóðarskútunni stýrt. Er það í stjórnarráðinu eða frá Seðlabankanum. Það er alveg ljóst að Ingibjörg hefur lítil sem engin áhrif nema bara að segja við tilkynningunum sem Geir flytur henni frá Kalkofnsveginum.
Fín samskipti við Seðlabankann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 8.5.2008 | 08:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvernig má það vera að í vaxandi byggð fækki atvinnutækifærunum.
Sú var tíðin að á Reyðfirði bjuggu á milli 600 og 700 manns. Þá voru í miklum blóma þar í þorpinu bakaríið hans Gunnars Hjalta, kjötvinnslan Austmat og KK matvæli. Við Eskfirðingar þurftum stundum að bíta í það súra epli að fara inn á Reyðarfjörð til að fá eitthvað ætilegt í pottinn eða á pönnuna. Við hugguðum okkur náttúrulega við það að Krilla í KK er Eskfirðingur.
En nú er öldin önnur. Aldrei hafa fleiri verið með fasta búsetu á Reyðarfirði. Það þakka menn auðvitað álverinu. En nú lítur út fyrir að fábreytnin fari vaxandi í atvinnulífinu. Það er kanski líka álverinu að þakka.
En það hlýtur að vera mönnum umhugsunarefni þegar fjölbreytni í atvinnulífi minnkar á sama tíma og íbúunum fjölgar. Ef svona heldur áfram verður bara eitt fyrirtæki starfandi í gamla hreppnum sunnan Hólmatinds. Álverið í Sómastaðatúnfætinum.
Fjölbreytnin sem fylgja átti íbúafjölguninni er að snúast í andhverfu sína.
GÞÖ
Kjötkaup á Reyðarfirði segja upp starfsfólki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 8.5.2008 | 08:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Í rannsókn sem gerð hefur verið Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi kemur í ljós að karlkyns þjónar eru í mestri hættu þegar krabbameinið er handan við hornið. Það getur því verið bráðhættulegt fyrir karla að starfa sem þjónar á veitingastöðum.
Aðrar starfstéttir sem eiga á hættu að verða krabbanaum að bráð eru þeir sem vinna í tóbaksiðnaðinum, bruggverksiðjunum, kokkar, sótarar og sjómenn!!
Þeir sem eru í lítilli hættu eru bændur, sem eru öruggastir allra, skógarhöggsmenn, kennarar, garðyrkjumenn og læknar.
Þessi rannsókn sem tók til 15 milljóna manna er talin einstök í heiminum og það er hinu frábæra krabbmeinseftirliti sem við haft er á Norðurlöndum að þakka að hægt er að framkvæma slíka könnun. Könnunin verður birt í heild sinni eftir nokkra mánuði.
Í Noregi náði könnunin til 1,3 milljóna karla og nær jafn margra kvenna.
Tölfræðin sýnir að 280 000 karlanna hafa fengið krabbamein meðan 260 þúsund konur hafa hlotið sömu örlög. Samanlagt eru það 40 tegundir af krabbameini sem þjakað hefur þetta fólk.
Könnunin náði til fólks á aldrinum 30 65 ára á árunum 1960, 1970, 1980 og var fylgt eftir með skoðunum á fólki allt til ársins 2003.
Bloggar | 8.5.2008 | 06:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Dönsk fermingarveisla.
Á dögunum brá ég mér í fermingarveislu í Danmörku. Verð að segja að sú var mikið öðruvísi en maður á að venjast bæði frá Íslandi og í Noregi þar sem fermingarveislur eru ekki ósvipðar.
Fermingin var í kirkjunni kl 9 að morgni. Dáldið snemma að okkar venju.
Síðan byrjaði veislan kl 12:00.
Upp úr klukkan 11 fóru veislugestir að streyma að og ástæðan var auðvitað að fá sér öl og snaps til að hita sig upp fyrir átið, því í Danmörku er ætlast til að maður fái á tönnina í fermingarveislu!
Síðan hófst veislan. Mikill og góður matur, margréttaður, var borinn fram og rautt og hvítt vín ásamt bjór eins og hver og einn gat í sig látið.
Að því loknu stóð fólk upp frá borðum og teygði úr sér, með glas í hendi, og naut góða veðursins og sólarinnar sem nýkomin var til byggða á N-Jótlandi.
Næst var það kaffi og kökur. Þá var klukkan farin að halla í þrjú og fólk skrafhreyfið mjög og naut samverunnar. Undir kaffinu tók fermingarbarnið upp gjafirnar og fjölskylda og gjestir samfögnuðu.
Þegar klukkan var orðin 6 kom svo síðasti rétturinn á borðið. Það var heimferðarsúpan. Í Danmörku fá nefnilega fermingargjestirnir súpu svo þeir verði ekki hungurmorða á heimleiðinni. Þetta var aldeilis alveg frábær, indversk, kjúklingasúpa sem hver og einn bætti í grænmeti, ávöxtum og hrísgrjónum að eigin smekk. Þessi súpa var svo góð að ég er ákveðinn í að komast yfir uppskriftina.
Það var svo upp úr klukkan átta að fólk fór að þakka fyrir sig og tínast heim á leið.
Þetta fannst mér einhver skemmtilegasta fermingarveisla sem ég hef tekið þátt í. Alla vega var þetta ný reynsla. En það er alveg ljóst að Danir geta ekki farið í margar fermingarveislur á einum og sama deginum eins og tíðkaðist á Eskifirði á sínum tíma þegar bæjarbúar reyndu að heiðra sem flest fermingarbörn með heimsóknum á stóra deginum.
Bloggar | 7.5.2008 | 12:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Jón Magnússon, þingmaður Frjálslynda flokksins, (kanski mislynda floksins) gerir lítið úr að einn þingmanna Sjálfstæðisflokksins vill láta athuga hvort endurvekja eigi Ríkiskip eða styrkja aðrar skipaútgeriðr til að fjarlægja lungan af þungaflutningunum af okkar afkastalitla vegakerfi.
Eins og svo oft áður telur Jón að hann einn sjái ljósið. Þingmaður Sjálfstæðismanna er sauður sem framkvæma vill frjálshyggju með sósíalisma og samgönguráðherra, sem segir að einn flutningabíll með tengivagni slíti vegunum jafn mikið og 12.000 fólksbílar, er glórulaus.
Jón segir að flutningabílarnir séu ekki vandamálið heldur vegirnir og menn verði að átta sig á því að flutningabílarnir séu komnir til að vera.
Þessi skrif þingmannsins sýna glöggt hve þröngsýnn hann í rauninni er. Það getur vel verið að Sjálfstæðisflokkurinn sé á hugmyndafræðilegum villigötum. En það er dagljóst að Jón er fastur í fortíðarhyggjunni sjálfur sem vill halda dauðahaldi í flutningabíla.
All flestar Evrópuþjóðir vilja flutningabílanna burt af vegakerfi sínu. Bæði menga þeir meira en góðu hófi gegnir og svo hefur það sýnt sig að þeir eru hættulegir í umferðinni og þá skiptir ekki máli hvort þeir eru á hinum mjóu vegum Íslands eða hraðbrautum Evrópu.
Auðvitað þarf að gera stór átak í íslenskri vegagerð og breikka vegina til muna. En það sem myndi hjálpa íslenska samgöngukerfinu mest er að leggja flutningajárnbraut frá Reykjavíkursvæðinu til Norður og Austurlands. Við eigum næga orku til að knýja slíka járnbraut og því er sjálfsagt að skoða hvort slík samgönguframkvæmd myndi ekki spara peninga til framtíðara á Íslandi eins og í Noregi, Svíþjóð og öðrum löndum sem vilja losna við sem mest af flutningabílum af þjóðvegunum.
Bloggar | 7.5.2008 | 11:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er auðvitað nauðsynlegt fyrir íslensk stjórnvöld að finna sem skjótast út hvað þau ætla að gera með hina handónýtu íslensku krónu sem nánast útilokað er að fá skipt í erlenda mynt nema með ofboðslegum afföllum.
En að láta sér detta í hug að taka upp Evru er mjög fjarlægur draumur sem stendur. Bæði er að verðbólga á Íslandi er alltof há til þess að ESB samþykki að veita þjóðinni aðgang að gjaldmiðli sínum og svo er íslensk efnahagstjórn í einhverju doðakasti sem heldur ekki passar fyrir ráðamenn í Brussel.
Það skiptir því engu máli hvað Össuri Sk. finnst um hagsnilli dýralæknisins í fjármálaráðuneytinu og Geirs forsætisráðherra. Þeir hafa með engum hætti náð tökum á efnahagsstjórninni enda hafa þeir varla gert nokkra tilraun til þess.
Ef líffræðingurinn Össur, með sérþekkingu í kýnlífi fiska, sér snilligáfu samráðherra sinna sem engin annar hefur komið auga á ætti hann að beina því að dýralækninum að gefa sjálfum sér doðasprautu og forsætisráðherranum vítamín. Þannig gæti Össur lagt sitt av mörkum til að þeir vakni til lífsins og taki á krónunni og öðru því sem getur komið atvinnu og efnahagslífi þjóðarinnar að notum.
Evrusinnum fjölgar samkvæmt könnun SI | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 7.5.2008 | 11:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fréttir, blogg og sms-skeyti um meint vændi á Egilstöðum vakti athygli mína í dag. Ég skil ekki af hverju það fer í fréttirnar þar sem vændi er fullkomlega lögleg arvinnugrein á Íslandi samkvæmt nýlegum lögum eftir því sem ég hef frétt.
Undanfarið hef ég velt lítiliega fyrir mér málefnum vændiskvenna. Það kemur til af því að í Noregi voru sett afar einkennileg lög um vændi. Málið er að það er fullkomlega löglegt að konur selji blíðu sínu. En karlar hafa ekki leyfi til að kaupa þá blíðu sem konurnar falbjóða. Ef upp kemst að maður hafi keypt sér blíðu portkonu á han yfir höfði sér 6 mánaða fangelsi og háa fjársekt. Gleðikonan heldur hinsvegar aflahlut sínum og getur áfram tælt kynhungraða karlmenn til lögbrota.
Áður en lögin voru sett var gerð könnun á fjölda norskra vændiskvenna og af hverju þær höfðu leiðst út í þessa elstu atvinnugrein konunnar. Svörin voru þau að 8% kvenanna sáu sér fyrir eiturlifjum með sölu á líkama sínum. Hjá 3% kvenanna var það ævintýraþráin sem rak þær út í vændi. Það voru því 89% norsku vændiskvenanna sem völdu starfið af því það var betur borgað en sem kassadama í Bónus auk þess sem þær gátu ráðið vinnutíma sínum sjálfar. Þetta varð niðurstaða könnunnarinnar í Noregi á því herrans ári 2007.
Samkvæmt niðurstöðu norsku hagstofunnar er það því allt annað en neyð sem rekur flestar konur út í vændi. Og því veit maður ekki hvort maður á að kenna í brjóst um þessar blessaðar portkonur eða hneyklsast á þeim. Svo er líka spurning hvort eigi yfir höfuð að banna vændi sem atvinnugrein eða ekki. Ef vændi er glæpur er sjálfsagt að banna það á sama hátt og morð og þjófnaði. En ef það er ekki glæpur að selja eða kaupa vændi er fáránlegt að banna atvinnugreinina.
Norðmenn fóru að dæmi Svía og bönnuðu kaup en ekki sölu á vændi. Það er ómerkilegur tvískinnungsháttur þeirra sem ekki þora að ganga skrefið til fulls.
Bloggar | 6.5.2008 | 12:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
- stebbifr
- adhdblogg
- alla
- adalsteinnjonsson
- arogsid
- pelli
- kaffi
- beggipopp
- bjarnihardar
- bokakaffid
- gattin
- disadora
- fannarh
- gislisig
- gretaulfs
- gretarro
- jyderupdrottningin
- gudrununa
- gthg
- hafsteinnvidar
- heidistrand
- hehau
- helgigunnars
- hermingi
- drum
- disdis
- ingabaldurs
- veland
- jakobk
- jonkjartansson
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- kalli33
- ktomm
- loopman
- st1300
- 7-an
- palmig
- krams
- ragnarb
- raggiraf
- ragnar73
- ridartfalls
- sng
- snorribetel
- vefritid
- thormar