Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
Bloggar | 21.5.2008 | 12:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 21.5.2008 | 06:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég skil ekki af hverju Samfylkingin er óánægð með hrefnuveiðarnar. Mér finnst full ástæða til að gleðjast yfir veiðunum. Hvalveiðar hafa legið niðri í alltof mörg ár.
Held líka að hvalaskoðunarfrömuðir ættu að gleðjast. Nú geta þeir sameinað hvalaskoðun og vinnslu. Er klár á að útlendingar sem til Íslands koma til að skoða hvali vildu gjarnan taka þátt í að veiða skepnuna og gera að henni á eftir. Svona eins og stangveiðimenn.
Óánægja með hrefnuveiðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 20.5.2008 | 21:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú þegar á að fara breyta íbúðalánasjóði, að kröfum frá Evrópu, hrökkva að sjálfsögðu margir við. Eftir áfallið sem fylgdi í kjölfarið þegar bankarnir sprungu á limminu, á húsnæðismarkaðnum og vextirnir ruku upp, er mikilvætgt að hafa gömlu góðu húsnæðisstjórnarlánin, á viðráðanlegum vöxtum, innan seilingar.
Banakrísan var viðbúin allt frá byrjun á húsnæðismarkaðnum. En eins og svo oft áður fengu bankanir ekki að ganga í gegum barnasjúkdómana á nákvæmlega sama hátt og laxeldisstöðvarnar á árum áður.
Eigendur fjármagnsins máttu ekki vera að því a bíða eftir að bakanir næðu almennilega að aðlaga sig markaðnum alveg eins og með fiskeldisstöðvarnar áður. Í stað þess að styðja bankana í nýju hlutverki sátu stjórnvöld með hendur í skauti og horfðu á vaxtasprengjuhættuna aukast.
Um leið og fyrstu fiskjúkdómarnir gerðu vart við sig í eldisstöðvunum fengu fjármagnseigendur hland fyrir hjartað og heimtuðu peningana til baka. Eldisstöðvarnar fóru náttúrulega á hausinn.
Norðmenn voru aðeins nokkrum árum á undan okkur í fiskeldinu. Eini munurinn var að þeir höfðu þolinmæði til að leyfa atvinnugreininni að komast í gegnum barnasjúkdómana. Í dag gefur eldisfiskur Norsurunum milljarða í kassann meðan stöðvarnar á Íslandi standa tómar og grotna niður.
Talið er að innan 17 ára muni fiskeldið gefa Norðmönnum jafn mikið af sér og olían gerir í dag.
Þolinmæði er dyggð. Eða hvað?
Bloggar | 20.5.2008 | 19:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég vissi það að um leið og Ólafur væri orðinn borgarstjóri yrði borgin að gróðafyrirtæki. Og sjá. Reykvíkingar hafa fengið tæpa 17 milljarða inn á bók undir forystu Ólafs hins ærlega. Meðan djéskotinn hann Dagur tapaði rúmlega 4 milljörðum af skattheimtu borgarbúa.
Þarna munar bara rúmlega 20 milljörðum.
Ég held við verðum bara að fara að sýna Ólafi ærlega bæði aðdáun og virðingu fyrir einstaka peningaþefvísi og ærlegar mannaráðningar. Hann er svo sannarlega hvítur víkingur.
Afgangur af rekstri Reykjavíkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 20.5.2008 | 18:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sátum hérna tveir félagarnir í gærkvöldi, annar hálf sextugur og hinn kominn á 7 tugs aldurinn og þömbuðum Gin í Grape & Tonic og horfðum á The Kids Are Alright. DVD med tónlist og viðtölum við The WHO.
Verð bara að segja að kvöldið var ein ævintýraferð til fortíðarinnar með öllu því besta sem sem 7. og 8. áratugur síðustu aldar bauð upp á. The WHO er án efe ein sterkasta rokksveit sögunnar. Allir 4, John, Roger, Keith og Pete voru að sjálfsögðu í landsliðsklassa í sínum stöðum og órtúlega sterkir karakterar líka. Og ekki skemmdi það að Ringo Starr kom við sögu er hann spjallaði við góðvin sinn Keith Moon. Þeir voru illa skakkir en það var nú ekkert óvenjulegt.
The Kids Are Alright er mynddiskur sem enginn rokkunnandi ætti að láta fram hjá sér fara.
Bloggar | 17.5.2008 | 21:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Það var eins og blessuð skepnan skyldi. Það þurfti ekki að bíða lengi eftir að athugasemdirnar færu að berast um hatt drottningarinnar. Hún skandaliseraði með slaufuna hægra megin á hattinum í staðin fyrir á vinstri hliðinni. Þetta er í annað sinn sem drottningin gengur fram af þjóð sinni með þessum hætti því árið 2003 var slaufan líka hægramegin á hattinum.
Metta Marit kann sig greinilega betur en tengdamóðir sín. Eins og sjá má á myndini er það engin smálaufa sem skreytir vinstrihlið höfuðfats hennar. GÞÖ
Bloggar | 17.5.2008 | 19:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fundur þeirra var góður að sögn ekkjunnar. Og þegar hún kom út úr kirkjunni leit hún til himins og þakkaði guði og hugsaði með sér að hún væri ekki að sækjast eftir hefnd. Ég finn ekki fyrir neinni biturð. Ég fyrirgef sagði ekkjan, Áslaug Klumsland.
Betur að fleiri gætuð farið að dæmi ekkjunnar í Stavanger
GÞÖ
http://mail.orangetours.no/
Bloggar | 17.5.2008 | 19:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þá er ísinn brotinn. Englendingur leiðir lið sitt til sigurs í enska bikarnum. Og það var Harry Redknap sem kláraði það. Til hamingju Harry. Til hamingju HERMANN
Í mörg undanfarin ár hafa stjórar sigurvegaranna, í bæði deild og bikar, í Englandi komið frá Skotlandi, Frakklandi, Spáni eða Portúgal. Svo virðist sem Englendingar eigi einfaldlega ekki nógu góða knattspyrnustjóra. Og nú leita þeir aftur út fyrir landsteinanna eftir landsliðsþjálfara.
Meirihluti leikmanna í toppliðunum koma frá útlöndum. Nú eru það kanski 2 - 2 Englendingar í byrjunarliðum Chelsea, Arsenal og Liverpool. Landsliðinu hefur ekki tekist að vinna sigur á móti áratugum saman.
England er gjarnan nefnt sem vagga knattspyrnunnar. Nú lítur út fyrir að þessi vinsælata íþróttagrein Evrópu fái vöggudauða í landi knattspyrnunnar. Hvað er að gerast?
GÞÖ
Bloggar | 17.5.2008 | 18:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er þjóðhátíðardagur í konungsríkinu Noregi. Dagurinn rann ekki upp bjartur og fagur, víðast hvar í landinu, heldur víðast hvar grár með roki, rigningu og snjókomu. Í Ósló bæði snjóaði og rigndi meðan 110 grunnskólar, af 111 skólum borgarinnar, gengu í skrúðgöng fram hjá Höllinni þar sem kóngur og drottning ásamt krónprinsparinu veifuðu til barnanna norpandi í kuldanum á svölum Hallarinnar.
Sonja drottning var orðin svo herpt í framan að þegar henni datt í hug að brosa komu sprugur í andlitsfarðann.
Það verður gaman að lesa pressuna á morgun þegar farið verður að ræða höfuðbúnað drottningarinnar og krónprinsessunnar. Það er hefðbundin umræða á 18 maí ár hvert og sitt sínist hverjum. Mér fannst hattur drottningarinnar alveg ljómandi fínn en hattur Mettu Marit var eins og indverskur tebolli á hvolfi.
GÞÖ
Bloggar | 17.5.2008 | 11:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
- stebbifr
- adhdblogg
- alla
- adalsteinnjonsson
- arogsid
- pelli
- kaffi
- beggipopp
- bjarnihardar
- bokakaffid
- gattin
- disadora
- fannarh
- gislisig
- gretaulfs
- gretarro
- jyderupdrottningin
- gudrununa
- gthg
- hafsteinnvidar
- heidistrand
- hehau
- helgigunnars
- hermingi
- drum
- disdis
- ingabaldurs
- veland
- jakobk
- jonkjartansson
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- kalli33
- ktomm
- loopman
- st1300
- 7-an
- palmig
- krams
- ragnarb
- raggiraf
- ragnar73
- ridartfalls
- sng
- snorribetel
- vefritid
- thormar