Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Bíblíuþýðing veldur deilum í Noregi

Gamla testamenntið er saga Gyðinganna frá ca 1000 f. Kr. Og er í upphafi að lang mestu leyti skrifað á hebresku og aðeins armensku. Nýja testamenntið er hins vegar af kristnum uppruna og skrifað í hinum ýmsu kristnu söfnuðum frá árunum um 50 til 100 e. Kr. og var skrifað á grísku Nú er sem sagt enn einu sinni byrjað að róta með þýðingu þessarar helgu bókar og nýja þýðingin á að koma út árið 2010.  Og eins og á Íslandi veldur ný Biblíuþýðing miklum deilum í konungsríkinu.  Hinir sannkristnu Norðmenn eru komnir í hár saman út af nýju þýðingunni. Það er einkum þýðing Gamla Testamenntisins sem fer fyrir brjóstið á bókstafstrúarmönnunum. Í nýrri þýðingu segir Jesaja spámaður að Jesú muni fæddur af ungri konu en ekki jómfrú.  Það þarf ekki meira til að ýfingar verði með mönnum.   Það má kannski segja að þetta sé ekkert óeðlileg viðbrögð bókstafstrúarmannanna.  Það er náttúrulega vitað mál að lang flestar jómfrúr eru ungar konur.  En það er ekki þar með sagt að allar ungar konur séu jómfrúr.  Og okkur hefur hingað til verið kennt að María, kona Jósefs, hafi verið mey er hún fæddi frelsarann.  Annars er það ekkert öruggt að Jesú hefði orðið frelsari mannkynsins ef ekki hefði komið til meyfæðingin.   Þá segir í Orðskviðum Salómons að í þýðingunni frá 1978 að Herrann refsi þeim er hann elskar.  Í nýju þýðingunni segir Salómon að Herrann áminni (getur líka þýtt ávíta) þá sem hann elskar.  Þetta finnst bókstafstrúarfólkinu líka alltof langt gengið í nútímavæðingunni.  Það er nefnilega stór munur á að refsa einhverjum eða áminna einhvern. Norska Barnastofan heldur því fram að nauðsynlegt sé að breyta þýðingunni í Orðskviðunum úr refsingu í að áminna eða ávíta.  Ástæðan er sú að nákvæmlega þetta vers Salómons hefur verið notað um allan hinn kristna heim, frá því Orðskiðirnir komu á prent, til þess að refsa börnum líkamlega með barsmíðum eða öðrum hætti.  Eins og allir vita nú eru slíkar refsingar bannaðar.  Það er meira að segja bannað að hirta börn, hvað þá slá þau leiftur snöggt með blaðavendli í höfuðið.  Svo er  það eilífðin sem menn deila um líka.  Ný þýðendurnir vilja fella út orðið eilífur og setja tími í staðinn.  Helvíti er orð sem margir vilja út úr hinni helgu bók. Umburðalyndir prestar og biskupar telja enga ástæðu að hræða fólk með helvíti. Bæði sé orðið ljótt og það bæði hræði og særi viðkvæmar sálir.  Hinir íhaldssömu er á því að með því að fella orðið út úr Biblíunni sé verið að framkvæma grundvallarbreytingar á kenningunni.  Ávinningurinn af kristinni trú er nefnilega sá að fá vist í dýrðinni á himnum meðan hinir sem ekki trúa eru vistaðir hjá Kölska, húsbóndanum í helvíti     Hér finnst biskupunum alltof langt gengið.  Sennilega fer eins um nýju þýðinguna núna eins og 1978.  Afturhaldssamir biskupar ná fram vilja sínum og engar róttækar breytingar ná fram að ganga.  Kristnir menn geta áfram refsað börnum sínum með rassskelli í drottins nafni í stað þess að tala fallega um fyrir blessuðu ungviðinu þegar það gerir eitthvað sem það á ekki að gera. 

Mæður berja börnin

  “Ég er 11 ára gömul stelpa, bráðum 12. Mamma gargar á mig og lemur mig hvað eftir annað meðan litla systir mín horfir á.  Ég á líka litla tvíburabræður og þeir horfa líka á þegar hún slær mig.  Þeir segja svo frá þessu í leikskólanum.  Ég hef hugsað um að flytja til pabba en get það ekki.  Mér þykir vænt um systkini mín og líka mömmu.  Hvað á ég að gera?” Þetta er úr sms skeyti sem barst Barnastofnuninni í Ósló fyrir stuttu og er aðeins eitt af mörgum sem stofnuninni berst í hverri viku. Í könnun sem birt var í vetur, um ofbeldi gagnvart börnum inn á norskum heimilum, kemur fram að það eru mæðurnar sem berja börnin oftar en feðurnir.  Rúmlega 20% barna hefur orðið fyrir ofbeldi af mæðrum sínum meðan það eru 14% barna sem hafa orðið fyrir barsmíðum af feðrum sínum.    Í könnuninni eru líka birtar tölur um “vægt ofbeldi” og þar eru mæðurnar líka í meirihluta sem gerendur.  Um 16% stúlkna og 14% drengja verða fyrir minni háttar valdbeitingu frá mæðrum sínum meðan að það eru 9%, fyrir bæði kyn, sem fá hirtingu af feðrunum. Í könnuninni kemur fram að börnin taka það meira nærri sér þegar mæðurnar beita þau ofbeldi en ef faðirinn á hlut að máli.  Gróft ofbeldi af hendi feðra leiðir gjarnan til þess að börn verða sí hrædd og haldin kvíða auk þess sem það leiðir til meltingatruflana.   Ef ofbeldi er beitt af mæðrum eykst hætta á að börnin taki sitt eigið líf. Börnum finnst það meiri skömm að vera slegin af mæðrum sínum en feðrum.  Það kemur m.a. fram í því að börnum finnst mun erfiðara að tjá sig um ofbeldi frá mæðrum sínum en feðrum.   Ragnhild Björnebekk, sem rannsakað hefur ofbeldi gegn börnum segir skýringuna geta legið í því að alment er litið á mæður sem þann aðila sem börn geta helst vænst verndar af.  Það sé því mun þyngra þegar þau eru beitt ofbeldi og barsmíðum í stað verndarinnar.  Björnebekk segir að munstrið sé annað í Svíþjóð þar sem það séu feðurnir sem oftar beiti börn sín ofbeldi en mæðurnar.  En í sænskum rannsóknum kemur fram að það verður æ algengara að konur með hákólapróf beiti börn sín ofbledi.  Skýringin á því kann að vera sú að konur sækist eftir hærri stöðum í atvinnulífinu nú en áður og því fylgir bæði álag og streyta.

Hvalaskoðun + Hvalveiðar + Aðgerð = Ógleymanlegt Ævintýri

Ég skil ekki af hverju Samfylkingin er óánægð með hrefnuveiðarnar. Mér finnst full ástæða til að gleðjast yfir veiðunum.  Hvalveiðar hafa legið niðri í alltof mörg ár.

Held líka að hvalaskoðunarfrömuðir ættu að gleðjast.  Nú geta þeir sameinað hvalaskoðun og vinnslu. Er klár á að útlendingar sem til Íslands koma til að skoða hvali vildu gjarnan taka þátt í að veiða skepnuna og gera að henni á eftir.  Svona eins og stangveiðimenn. 


mbl.is Óánægja með hrefnuveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þolinmæði er dyggð

Nú þegar á að fara breyta íbúðalánasjóði, að kröfum frá Evrópu, hrökkva að sjálfsögðu margir við.  Eftir áfallið sem fylgdi í kjölfarið þegar bankarnir sprungu á limminu, á húsnæðismarkaðnum og vextirnir ruku upp, er mikilvætgt að hafa gömlu góðu húsnæðisstjórnarlánin, á viðráðanlegum vöxtum, innan seilingar.

 

Banakrísan var viðbúin allt frá byrjun á húsnæðismarkaðnum. En eins og svo oft áður fengu bankanir ekki að ganga í gegum barnasjúkdómana á nákvæmlega sama hátt og laxeldisstöðvarnar á árum áður.

 

Eigendur fjármagnsins máttu ekki vera að því a bíða eftir að bakanir næðu almennilega að aðlaga sig markaðnum alveg eins og með fiskeldisstöðvarnar áður. Í stað þess að styðja bankana í nýju hlutverki sátu stjórnvöld með hendur í skauti og horfðu á vaxtasprengjuhættuna aukast.  

 

Um leið og fyrstu fiskjúkdómarnir gerðu vart við sig í eldisstöðvunum fengu fjármagnseigendur hland fyrir hjartað og heimtuðu peningana til baka. Eldisstöðvarnar fóru náttúrulega á hausinn.

 

Norðmenn voru aðeins nokkrum árum á undan okkur í fiskeldinu. Eini munurinn var að þeir höfðu þolinmæði til að leyfa atvinnugreininni að komast í gegnum barnasjúkdómana.  Í dag gefur eldisfiskur Norsurunum milljarða í kassann meðan stöðvarnar á Íslandi standa tómar og grotna niður.

 

Talið er að innan 17 ára muni fiskeldið gefa Norðmönnum jafn mikið af sér og olían gerir í dag.  

 

Þolinmæði er dyggð. Eða hvað?


Ég vissi það

Ég vissi það að um leið og Ólafur væri orðinn borgarstjóri yrði borgin að gróðafyrirtæki. Og sjá. Reykvíkingar hafa fengið tæpa 17 milljarða inn á bók undir forystu Ólafs hins ærlega.  Meðan djéskotinn hann Dagur tapaði rúmlega 4 milljörðum af skattheimtu borgarbúa. 

Þarna munar bara rúmlega 20 milljörðum.

Ég held við verðum bara að fara að sýna Ólafi ærlega bæði aðdáun og virðingu fyrir einstaka peningaþefvísi og ærlegar mannaráðningar.  Hann er svo sannarlega hvítur víkingur.  


mbl.is Afgangur af rekstri Reykjavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

The Kids Are Alright & Gin

Sátum hérna tveir félagarnir í gærkvöldi, annar hálf sextugur og hinn kominn á 7 tugs aldurinn og þömbuðum Gin í Grape & Tonic og horfðum á The Kids Are Alright.  DVD med tónlist og viðtölum við The WHO.

Verð bara að segja að kvöldið var ein ævintýraferð til fortíðarinnar með öllu því besta sem sem 7. og 8. áratugur síðustu aldar bauð upp á. The WHO er án efe ein sterkasta rokksveit sögunnar. Allir 4, John, Roger, Keith og Pete voru að sjálfsögðu í landsliðsklassa í sínum stöðum og órtúlega sterkir karakterar líka.  Og ekki skemmdi það að Ringo Starr kom við sögu er hann spjallaði við góðvin sinn Keith Moon. Þeir voru illa skakkir en það var nú ekkert óvenjulegt.

The Kids Are Alright er mynddiskur sem enginn rokkunnandi ætti að láta fram hjá sér fara.

  


"Skandale, Sonja"

Konungsfjölskyldan

Það var eins og blessuð skepnan skyldi.  Það þurfti ekki að bíða lengi eftir að athugasemdirnar færu að berast um hatt drottningarinnar.  Hún skandaliseraði með slaufuna hægra megin á hattinum í staðin fyrir á vinstri hliðinni. Þetta er í annað sinn sem drottningin gengur fram af þjóð sinni með þessum hætti því árið 2003 var slaufan líka hægramegin á hattinum.

Metta Marit kann sig greinilega betur en tengdamóðir sín. Eins og sjá má á myndini er það engin smálaufa sem skreytir vinstrihlið höfuðfats hennar.                                                                         GÞÖ

http://mail.orangetours.no/


Svo sem vér og fyrirgefum

 Fjölmargir Íslendingar muna enn eftir bankaráninu í Stavanger vorið 2004. Í því skaut einn glæpamannanna lögreglumanninn, Arne Sigve Klungland, til bana.  Þetta var að sjálfsögðu þjóðarharmleikur og lögreglan lagði mikið á sig við að leysa málið og það tókst.  Kjell Alric Shumann, einn ræningjanna var dæmdur fyrir að skjóta lögreglumanninn. Nú hefur það gerst að ekkja lögreglumannsins, Áslaug Klumsland, hefur fyrirgefið morðingja eiginmanns hennar.  Sunnudag einn í vetur gekk hún til kirkju í Stavanger og talaði um fyrirgefninguna í troðfullri kirkjunni.  Hún sagðist hafa ákveðið að reyna að fyrirgefa ógæfumanninum sem varð Arne Sigve að bana. Hún sagði að sér hefði liðið illa með þá tilfinningu að hún hefði ekki fyrirgefið eins og guð ætlaðist til af börnum sínum.  Hún hefur sjálf reynslu af því að hafa hlotið fyrirgefningu og því fannst henni að hún yrði að vera manneskja til að fyrirgefa sjálf.  Hún sagði líka frá því að hún hafi verið mjög spennt þegar hún heimsótti Kjell Alrich í fangelsið þar sem hún vissi ekkert um hvernig fanginn brigðist við komu hennar. Með henni í för var prestur sem líka talaði við morðingjann.  

Fundur þeirra var góður að sögn ekkjunnar. Og þegar hún kom út úr kirkjunni leit hún til himins og þakkaði guði og hugsaði með sér að hún væri ekki að sækjast eftir hefnd. “Ég finn ekki fyrir neinni biturð. Ég fyrirgef” sagði ekkjan, Áslaug Klumsland.

Betur að fleiri gætuð farið að dæmi ekkjunnar í Stavanger

GÞÖ

http://mail.orangetours.no/

Loksins Englendingur

Þá er ísinn brotinn.  Englendingur leiðir lið sitt til sigurs í enska bikarnum. Og það var Harry Redknap sem kláraði það.  Til hamingju Harry. Til hamingju HERMANN 

Í mörg undanfarin ár hafa stjórar sigurvegaranna, í bæði deild og bikar, í Englandi komið frá Skotlandi, Frakklandi, Spáni eða Portúgal.  Svo virðist sem Englendingar eigi einfaldlega ekki nógu góða knattspyrnustjóra.  Og nú leita þeir aftur út fyrir landsteinanna eftir landsliðsþjálfara.

Meirihluti leikmanna í toppliðunum koma frá útlöndum.  Nú eru það kanski 2 - 2 Englendingar í byrjunarliðum Chelsea, Arsenal og Liverpool.  Landsliðinu hefur ekki tekist að vinna sigur á móti áratugum saman.

England er gjarnan nefnt sem vagga knattspyrnunnar. Nú lítur út fyrir að þessi vinsælata íþróttagrein Evrópu fái vöggudauða í landi knattspyrnunnar.  Hvað er að gerast?

GÞÖ

http://www.orangetours.no/  


17. maí

Það er þjóðhátíðardagur í konungsríkinu Noregi. Dagurinn rann ekki upp bjartur og fagur, víðast hvar í landinu, heldur víðast hvar grár með roki, rigningu og snjókomu.  Í Ósló bæði snjóaði og rigndi meðan 110 grunnskólar, af 111 skólum borgarinnar, gengu í skrúðgöng fram hjá Höllinni þar sem kóngur og drottning ásamt krónprinsparinu veifuðu til barnanna norpandi í kuldanum á svölum Hallarinnar.

Sonja drottning var orðin svo herpt í framan að þegar henni datt í hug að brosa komu sprugur í andlitsfarðann. 

Það verður gaman að lesa pressuna á morgun þegar farið verður að ræða höfuðbúnað drottningarinnar og krónprinsessunnar. Það er hefðbundin umræða á 18 maí ár hvert og sitt sínist hverjum.  Mér fannst hattur drottningarinnar alveg ljómandi fínn en hattur Mettu Marit var eins og indverskur tebolli á hvolfi.

GÞÖ

http://www.orangetours.no/ 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband