17. maí

Það er þjóðhátíðardagur í konungsríkinu Noregi. Dagurinn rann ekki upp bjartur og fagur, víðast hvar í landinu, heldur víðast hvar grár með roki, rigningu og snjókomu.  Í Ósló bæði snjóaði og rigndi meðan 110 grunnskólar, af 111 skólum borgarinnar, gengu í skrúðgöng fram hjá Höllinni þar sem kóngur og drottning ásamt krónprinsparinu veifuðu til barnanna norpandi í kuldanum á svölum Hallarinnar.

Sonja drottning var orðin svo herpt í framan að þegar henni datt í hug að brosa komu sprugur í andlitsfarðann. 

Það verður gaman að lesa pressuna á morgun þegar farið verður að ræða höfuðbúnað drottningarinnar og krónprinsessunnar. Það er hefðbundin umræða á 18 maí ár hvert og sitt sínist hverjum.  Mér fannst hattur drottningarinnar alveg ljómandi fínn en hattur Mettu Marit var eins og indverskur tebolli á hvolfi.

GÞÖ

http://www.orangetours.no/ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Brrrrrrrr, nógu er hráslagalegt hér, en þetta .... brrrrr

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 17.5.2008 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband