Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Okkar fólk var flottast

Ekki spurning.  Okkar framlag var einfaldlega flottast.

Lagið var ok og flutningurinn frábær.  Var líka ánægður með norsku Maríu en flutningur hennar var ekki eins lifandi og hjá okkar fólki.

En mikið andskoti voru mörg lagana hundleiðinleg.


Magnús varamaður talar af heimsku

 Ég brá mér á netið áðan og horfði á Silfrið frá síðustu helgi.  Alltaf gaman að fylgjast með þjóðfélagsumræðunni heima þegar vitiborið fólk viðrar skoðanamun sinn. En þegar talið snérist að flóttafólkinu fór mesti glansinn af umræðunni. Magnús varamaður talaði af svo einstaklega lítilli þekkingu um flóttamannahjálp að á tíma hélt ég að hann væri með hreindýrsheila en ekki menskan.Nú er líka komið á daginn að þingflokkurinn, þar sem varaformaðurinn er varamaður, afneitar málflutningi hans. Heimska varabæjarfulltrúans færði Sjálfstæðisflokknum hreinan meirihluta í bæjarstjórninni á Skaganum.Málflutningur varamannsins er svo víðáttuvitlaus að það er með ólíkindum að hann hafi náð eyrum miðstjórnar Frjálslyndaflokksins sem lýst hefur stuðningi við störf hans.  En sem betur fer er þingflokkurinn ekki á sama máli.  Kanski að hann fari að dæmi bæjarfulltrúans á Skaganum og gangi í Sjálfstæðisflokkinn þar sem þeim yrði örugglega tekið eins og týnda sauðinum í Biblíusögunum.   

Og

Mér varð að óskinni þrátt fyrir að andsk.... Norsararnir reyndu að hafa af mér keppnina með öllu.

Þeim tókst það ekkiTounge


Djö..........

Haldiði að ég hafi ekki klikkað svona gersamlega á júróvisjón í kvöld.  Var búinn að planta mér í húsbóndastólinn, með rauðvínsglas, með NRK1 á skjánum og beið spenntur eftir íslenska júróinu.

En hellvvv.......... Norsararnir  sviku mig gersamlega.  Þeir eru náttúrulega búnir að koma sér áfram og þá eru þeir ekkert að spandera aðastöðinni á aulana sem eftir eru.

Ég gafst auðvitað upp á að bíða eftir júróinu og fór a ð flakka milli stöðva. Haldiði ekki að ég, með rauðvínsglasið í hendi, detti ekki inn í júróið þar sem verið er að syngja um Vodka.

Ég hvolfdi að sjálfsögðu restinni af því rauða í mig og hentist eftir Smirnoff gamla.  En allt kom fyrir ekki. Þegar að talningunni kom sá ég að okkar fólk sté fyrst á svið.  Ég bölvaði frændum okkar fyrir að gabba mann svona herfilega með því að færa keppnina frá NRK 1 yfir á Þristinn.

 Nú bíð ég eftir úrslitunum.  Vona að viðkomumst áfram.  Ef það gerist hvolfi ég í mig afgangnum úr Vodkaglasinu og fæ mér íslenskt BRENNIVÍN og HARÐFISK FRÁ SPORÐI Á ESKIFIRÐI


Ferðasaga

 Þar sem að fólk fer nú að leggjast í feraðlög ætla ég að segja frá skemmtilegum ferðamöguleikum í Danmörku. Við skruppum þangað í fyrra sumar og heimsóttum nokkra smábæi á N-Jótlandi sem hafa upp á helling að bjóða fyrir gesti og gangandi. Fyrst má nefna að þar sem ferjan frá Ósló til Fredrikshavn var kjaft full þurftum við að aka til Larvíkur og taka bátinn þaðan til Hirtshals.  Þar með kynnumst við af eigin raun hvernig jarðagangna hrunið í vetur fer með þá sem þurfa að aka til suðurlandsins. Ómældar tafir og þröngir vegir og vonlausir til vöruflutninga með stórum flutningabílunum.  Tala nú ekki um þegar þeir eru kannski með tvo tengivagna. En hvað um það.  Með Larvíkurferjunni fórum við sem sagt til Hirtshals sem er mörgum íslenskum síldarsjómönnum kunn frá Norðursjávarsíldarárunum.  Þar höfnuðu margir Íslendingar gjarnan í slagsmálum og sumir komu sárir mjög út úr viðskiptunum við Danina.   (Annars er fræg sagan af stýrimanninum íslenska sem gekk einn og óstuddur frá 8 lögregluþjónum hennar hátignar. Þar af lokaði hann tvo inni í símaklefa áður en hann fann vitiborna löggu sem hann gaf sig á vald. Allt hófst þetta vegna þess að stýrimaðurinn var að bjarga íslenskum unglingi sem verið var að berja utan við Hirtshalskrána og hann kom drengnum til hjálpar.  Eftir atið voru það alla vega 11 manns sem lágu í valnum, 8 löggur og 3 boragarar. Karlinn sat í fangelsi á annan mánuð áður en hann var rekinn úr landi í Danmörku og “óvelkominn í 10 ár” eins og stóð í lögreglupappírunum sem hann fékk afhenta eftir gistingu í steininum kvöldið góða)  Í dag er Hirtshals friðsæll ferjubær þangað sem Norðmenn leggja oft leið sína til að versla mat og drykk sem er meira en helmingi ódýrari en í Noregi.  Svo hefur bærinn upp á eitt flottasta sædýrasafn sem finnst í álfunni að bjóða.  Reyndar brann það að hluta fyrir nokkrum árum og þá lét einn sjaldgæfasti fiskur sem veiddur hefur verið lífið. Frederikshavn er líka ferjustaður og þar gera bæði Norsarar og Svíar stórinnkaup á degi hverjum. Þangað koma ferjur frá bæði Ólsó og Gautaborg með tugþúsundir farþega dalega. Svo er Skagen að sjálfsögðu þekktasti feraðmannastaður á öllu Jótlandi. Þar voru líka íslensku síldarsjómennirnir, einkum á Austfjarðabátunum og svo voru Guðmundur RE og Súlan EA með fast aðsetur þar.  Í Skagen var allt miklu friðsælla en í Hirtshals og vel tekið á móti okkur sem þar vorum. En það er eiginlega Lökken og Lönstrup sem ég vildi koma á framfæri sem fýsilegum áfangastöðum fyrir íslenska ferðalanga í Danmörku.  Þetta eru hvorutveggja litlir bæir sem geta státað að einhverjum bestu baðströndum á öllum skaganum. Fínir veitingastaðir og hræódýrir miðað við sambærilega staði í Skagen. Það er bara allt ódýrara þar enn í Skagen sem er yfirfull af moldríku bátafólki frá Noregi og Svíþjóð allt sumarið.  Gistingu er auðvelt að fá, bæði á hótelum og B&B, panti maður í tíma.  Sjálfur nota ég alltaf B&B gistingu núorðið þó svo við getum fengið ódýrari gistingu á hótelum í gegnum vinnu konunnar.  Það er bara svo gaman að kynnast fólkinu á B&B stöðunum.  Fæstir þeirra eru þó nokkuð líkir bændagistingunum á Íslandi þar sem fjósum, fjárhúsum og svínastíum hefur verið breytt í fyrsta flokks hótel. Verð fyrir gistingu á dönskum B&B er oft í kringum 350 dkr + - 50 kr herbergið. Það er alveg á hreinu að óhætt er að mæla með nokkurra daga dvöl í þessum litlu bæjum.  Bara að skoða húsin og umhverfið, bátana í fjörunni og njóta lífsins á ströndinni er ævintýri útaf fyrir sig.  Og ekki skemmir að fara út að borða og borga um 1300 krónur á mann fyrir að raða í sig af dönsku hlaðborði. 

Þá er það bara

Áfram KR og góða nótt

Til hamingju United

Meiriháttar árangur hjá Ferguson og lærisveinunum.

Það kom vel á vonda að Terry og Anelka skyldu klúðra Meistardraumi Chelsea. 


Frábært

Framlengingin var frábær. Sérstaklega hjá þeim rauðu.  Eina sen skyggði á gleði mína var lítið íþróttaleg framkoma Teves sem er einn av mínum eftirlætis leikmönnum.

 Rétt að reka Drogba útaf. Hann varð sjálfum sér til skammer og félögum sínum til skapraunar.


Til skammar

Sjaldan eða aldrei hefur úrslitaleikurinn í Meistaradeildinni vcerið leikinn á jafn ömurlegum knattspyrnuvelli og Moskvuleikvanginum.

Sennilega hefur engin seinni hálfleikur verið jafn illa dæmdur og leikurinn í Moskvu. Og það var Chelsea sem tapaði verulega á því. Mér er svo sem alveg sama Chelsea en það er leiðinlegt að sjá þegar annar knattspyrnustjórinn hefur dómarann í vasanum.

 Svo er bara að sjá hað gerist í framlengingunni.  Kanski að eljusemi Teves nái að landa titlinum fyrir þá rauðu sem hafa verið á hælunum í 70 mínútur.


mbl.is Man. Utd Evrópumeistari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eiður Smári og landsliðið

Það verður spennandi að sjá hvernig landsliðið spjarar sig án Eiðs Smára. Það má til sanns vegtar færa að Eiður hefur á stundum verið eins og lamaður króntappi í liðinu.  Allt hefur átt að snúast um hann og hinir 10 leikmennirnir átt að þjóna honum.

Eiður er án efa lang besti leikmaður sem við eigum þessa stundina. En það er ekki þar með sagt að hann sé ómissandi fyrir landsliðið. En þegar hann sjálfur virkilega vill er enginn vafi á að hann styrkir hópinn verulega.

Það er aftur á móti slæmt að Stefán Gíslason sé meiddur. Hann er einn besti miðvallarleikmaður í skandinavískum fótbolta og engin vafi að hann styrkir íslenska landsliðið verulega ef hann fær það hlutverk að stjórna á miðjunni.

Stefáns er enn sárt saknað hjá Lyn sem ekki hefur tekist að finna leikstjórnanda sem fyllir upp í skarðið sem hann skildi eftir er hann fór til Bröndby

 

Þá er líka jákvætt fyrir landsliðið að Gylfi Einarsson er að ná sínu fyrra formi.

   


mbl.is Barcelona neitaði KSÍ um Eið Smára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband