Til skammar

Sjaldan eða aldrei hefur úrslitaleikurinn í Meistaradeildinni vcerið leikinn á jafn ömurlegum knattspyrnuvelli og Moskvuleikvanginum.

Sennilega hefur engin seinni hálfleikur verið jafn illa dæmdur og leikurinn í Moskvu. Og það var Chelsea sem tapaði verulega á því. Mér er svo sem alveg sama Chelsea en það er leiðinlegt að sjá þegar annar knattspyrnustjórinn hefur dómarann í vasanum.

 Svo er bara að sjá hað gerist í framlengingunni.  Kanski að eljusemi Teves nái að landa titlinum fyrir þá rauðu sem hafa verið á hælunum í 70 mínútur.


mbl.is Man. Utd Evrópumeistari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki fara að grenja!!!!

Egill (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 21:57

2 identicon

Dómarinn gaf Chelsea ekki neitt, hver hornspyrnan á fætur annarri sem var stolið.

Jújú, alveg hægt að dæma rautt á Drogba, hann heimskur, samt hart. 

Chelsea betri, en svona er þetta.

Hvað voru þeir að spá í að setja Terry á punktinn?

Glatað. 

ble (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 22:08

3 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Þá hefur Arnar Grant aftur afsökun, dómararnir vinna alla titla fyrir Man U.

Þórður Helgi Þórðarson, 21.5.2008 kl. 22:27

4 identicon

djöfull ertu bitur þarna fáviti

gunnar (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 22:57

5 identicon

Það er alltaf svona þegar United vinnur eitthvað, fólk fer að væla um að "Þettað var dómurunum að kenna"

wtf ever dude, Man united vann, thats it... Einfaldlega því þeir eru já, þú veist orðið sem ég er að hugsa... B E T R I ! 

Jón B (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 23:32

6 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Dómarinn var greinilega hlutdrægur, ekki spurning þó að sumir neiti að sjá það.

Það er ekki væl þegar bolabrögðm er beitt og fólk möglar yfir því, Chelsea var betra liðið í þessum leik og átti að vinna ef allt hefði verið með felldu...skandall...hélt að þetta væri komið þegar vælukjóinn Ronaldo klúðraði víti og fleygði sér í jörðina og brynndi músum.

Georg P Sveinbjörnsson, 21.5.2008 kl. 23:37

7 Smámynd: Dunni

Eitt er víst.  Leikurinn í Moskvu var frábær skemmtun.

Mér dettur ekki í hug að kenna dómaranum um að Chelsea tapaði.  Mér er nákvæmlega sama um Chelsea.  Hitt er annað mál að margir dómar féllu með Man United. Chelsea var betri aðilinn í 70 mín en þeim tókst bara ekki að skora nema 1 mark. 

Síðustu mínúnuturnar voru þeir rauðu öflugri og miklu betri í framlengingunni. En það er svolítið neyðarlegt að allir 3 mestu hrokagikkirnir í Chelsea eyðilögðu fyrir liðinu. Drogba með rauða spjaldinu og Anleka og Terry með þvíað klúðra vítunum sínum. Þeir ættu kanski að vera aðeins auðmýkri næst. 

Dunni, 22.5.2008 kl. 05:57

8 identicon

Skil ekki hvernig fólk fær út að Chelsea hafi verið betri aðilinn. Manchester voru mun betri í fyrri hálfleik, en Chelsea í þeim seinni. Fannst hvorugt liðið betra í framlengingunni, því þau voru bæði gjörsamlega búin á því. Það hefði alveg verið sanngjarnt ef Chelsea hefði unnið. En það var alveg jafn sanngjarnt að Manchester vann.
Skil ekki hvernig fólk getur kallað Ronaldo vælukjóa, þegar liðið sem þeir halda með er með leikmenn eins og Drogba og Ballack innanborðs.

Finnur (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 09:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband