Ferðasaga

 Þar sem að fólk fer nú að leggjast í feraðlög ætla ég að segja frá skemmtilegum ferðamöguleikum í Danmörku. Við skruppum þangað í fyrra sumar og heimsóttum nokkra smábæi á N-Jótlandi sem hafa upp á helling að bjóða fyrir gesti og gangandi. Fyrst má nefna að þar sem ferjan frá Ósló til Fredrikshavn var kjaft full þurftum við að aka til Larvíkur og taka bátinn þaðan til Hirtshals.  Þar með kynnumst við af eigin raun hvernig jarðagangna hrunið í vetur fer með þá sem þurfa að aka til suðurlandsins. Ómældar tafir og þröngir vegir og vonlausir til vöruflutninga með stórum flutningabílunum.  Tala nú ekki um þegar þeir eru kannski með tvo tengivagna. En hvað um það.  Með Larvíkurferjunni fórum við sem sagt til Hirtshals sem er mörgum íslenskum síldarsjómönnum kunn frá Norðursjávarsíldarárunum.  Þar höfnuðu margir Íslendingar gjarnan í slagsmálum og sumir komu sárir mjög út úr viðskiptunum við Danina.   (Annars er fræg sagan af stýrimanninum íslenska sem gekk einn og óstuddur frá 8 lögregluþjónum hennar hátignar. Þar af lokaði hann tvo inni í símaklefa áður en hann fann vitiborna löggu sem hann gaf sig á vald. Allt hófst þetta vegna þess að stýrimaðurinn var að bjarga íslenskum unglingi sem verið var að berja utan við Hirtshalskrána og hann kom drengnum til hjálpar.  Eftir atið voru það alla vega 11 manns sem lágu í valnum, 8 löggur og 3 boragarar. Karlinn sat í fangelsi á annan mánuð áður en hann var rekinn úr landi í Danmörku og “óvelkominn í 10 ár” eins og stóð í lögreglupappírunum sem hann fékk afhenta eftir gistingu í steininum kvöldið góða)  Í dag er Hirtshals friðsæll ferjubær þangað sem Norðmenn leggja oft leið sína til að versla mat og drykk sem er meira en helmingi ódýrari en í Noregi.  Svo hefur bærinn upp á eitt flottasta sædýrasafn sem finnst í álfunni að bjóða.  Reyndar brann það að hluta fyrir nokkrum árum og þá lét einn sjaldgæfasti fiskur sem veiddur hefur verið lífið. Frederikshavn er líka ferjustaður og þar gera bæði Norsarar og Svíar stórinnkaup á degi hverjum. Þangað koma ferjur frá bæði Ólsó og Gautaborg með tugþúsundir farþega dalega. Svo er Skagen að sjálfsögðu þekktasti feraðmannastaður á öllu Jótlandi. Þar voru líka íslensku síldarsjómennirnir, einkum á Austfjarðabátunum og svo voru Guðmundur RE og Súlan EA með fast aðsetur þar.  Í Skagen var allt miklu friðsælla en í Hirtshals og vel tekið á móti okkur sem þar vorum. En það er eiginlega Lökken og Lönstrup sem ég vildi koma á framfæri sem fýsilegum áfangastöðum fyrir íslenska ferðalanga í Danmörku.  Þetta eru hvorutveggja litlir bæir sem geta státað að einhverjum bestu baðströndum á öllum skaganum. Fínir veitingastaðir og hræódýrir miðað við sambærilega staði í Skagen. Það er bara allt ódýrara þar enn í Skagen sem er yfirfull af moldríku bátafólki frá Noregi og Svíþjóð allt sumarið.  Gistingu er auðvelt að fá, bæði á hótelum og B&B, panti maður í tíma.  Sjálfur nota ég alltaf B&B gistingu núorðið þó svo við getum fengið ódýrari gistingu á hótelum í gegnum vinnu konunnar.  Það er bara svo gaman að kynnast fólkinu á B&B stöðunum.  Fæstir þeirra eru þó nokkuð líkir bændagistingunum á Íslandi þar sem fjósum, fjárhúsum og svínastíum hefur verið breytt í fyrsta flokks hótel. Verð fyrir gistingu á dönskum B&B er oft í kringum 350 dkr + - 50 kr herbergið. Það er alveg á hreinu að óhætt er að mæla með nokkurra daga dvöl í þessum litlu bæjum.  Bara að skoða húsin og umhverfið, bátana í fjörunni og njóta lífsins á ströndinni er ævintýri útaf fyrir sig.  Og ekki skemmir að fara út að borða og borga um 1300 krónur á mann fyrir að raða í sig af dönsku hlaðborði. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dunni

Bæði LÖkken og Lönstrup eru á margan hátt ekkert ósvipuð Skagen.  Munurinn er sá að Skagen er þekktur ferðamannabær meðan hinir tveir eru að öllu leyti smærri og mun hagstæðari að heimsækja.

Ég var í Skagen hvert sumar frá 1969 - 1974 og það var bara æðislegt. Skagen hefur allataf verið minn bær í Danmörku og er enn. En Lökken, Lönstrup, Sæby, Hals og Frederikshavn eru líka meiriháttar skemmtilegir og óhætt að mæla með heimsóknum þangað.  

Dunni, 22.5.2008 kl. 22:03

2 Smámynd: Ár & síð

Reyndar er Jótland allt alveg frábært ferðamannasvæði, ekki síst þegar ferðast er með börn. Það ætti að skylda Íslendinga til að fara með börnin sín þangað áður en þau fermast frekar en dragnast með þau í sólarferðir þar sem fátt er við að vera nema ferkantað túrhestaumhverfi.
Matti

Ár & síð, 22.5.2008 kl. 23:12

3 Smámynd: Dunni

Sammála.  Það á auðvitað að skylda íslenska foreldra til að fara með börnin til Jótlands og segja þeim söguna að þangað hafi nú Danirnir ætlað að flytja foerfeður okkar á sínum tíma. Ef það hveði gerst værum við Danir í dag en ekki Íslendingar. 

Dunni, 23.5.2008 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband