Alþingi óvirðing við þjóðina

ICELAND-HAARDEAuðvitað er það alger óvirðing við Alþingi þegar stofnanir á spena samfélagsins svara ekki fyrirspurnum frá Alþingi. Um að geta allir verið sammála.

Hins vegar verð ég að segja að mér finnst Alþingi hafa sýnt þjóðinni bæði óvirðingu og lítilsvirðingu sem gengið hefur út yfir allan þjófabálk eftir stjórnarskiptin.

Engin getur neitað því að áður en Sjálfstæðisflokkurinn hrökklaðist frá völdum, með allt niður um sig, sýndu bæði VG og Frjálslyndir stjórninni mikið umburðarlyndi og voru málefnalegir í umræðunum á Alþingi.

Eftri að Sjálfstæðisflokkurinn, nú af mörgum nefndur Skussaflokkurinn, var að láta sér lynda að vera í stjórnarandstöðu, hefur umræðan á Alþingi gjörbreyst. Skussarnir, sem skildu við þjófélagið í rúst, 15000 atvinnulausa og þjóðina rúna trausti gömlu viðskiptalanda okkar, vaða nú fram á þingi eins og ofvirkir krakkar á leikskóla.  Geir Haarde leggur Jóhönnu, sem hann fagnaði með kossi fyrir 3 vikum síðan, nú í einelti og heimar nú að hún opinberi trúnaðarskýrslur AÞG.  Sá trúnaður var heilagur meðan hann sjálfur var forsætisráðherra.

Það er aumkunarvert að horfa á fyrrum forsætisráðherra, sem bæði ég og flestir aðrir Íslendingar báru mikið traust til, verða sér til skammar með lygum og ómerkilegheitum í þinginu. Og helstu stuðningsmenn hans, Ásta Möller og Birgir Ármannsson eru merkisberar óvirðingar Alþingis við þjóðina með sínum auma málflutningi úr ræðustóli "viðrulegustu" stofnunnar lýðveldisins. 


mbl.is Óvirðing við Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður skóli - Vondur skóli

Rannsókn sem gerð var í Háskóanum í Heiðmörk staðfestir að hinn svokallaði opni skóli, sem brotið hefur upp hefðbundna bekkjarkennslu með opnum skóla, er beinlínis skaðlegur fyrir marga nemendur.

 

Thomas Nordahl, prófessor við Hákólan í Heiðmörk í Noregi, segir að það sé skírt samhengi milli  þess hvernig skóladagur nemenda er skipulagður og hegðunar þeirra og námsárangurs.  Nordahl  skiptir skólunum í góða skóla og vonda skóla.  Gamli klassíski skólinn með hefðbundinni bekkjarkennslu er góður skóli að mati prófessorsins en opni skólinn er vondur skóli.  

 

Prófessor Nordahl segir að góðir skólar geri nemendum sem koma frá erfiðum heimilisaðstæðum og  þar sem foreldrar séu ekki langskólagengir, fullkomlega kleift að ná sama árangri og börn sem koma frá hinum svokölluðu “góðu heimilum”.

  

Það er skólinn en ekki staða eða námsbakrunnur foreldranna sem ræður mestu um hvort ungmennum farnast vel eða illa á lífsleiðinni.  Þetta er þvert á það sem haldið hefur verið fram til þessa þar sem heimilið er talið hafa mest afgerandi áhrif á velgengni barna og unglinga. Þess vegna er það algert úrslita atriði fyrir marga nemendur hvort Þau stunda nám við góðan grunnskóla.

  

Prófessorinn bendir líka á að það er ekki bara frammistaða í móðurmáli og stærðfræði sem skipti máli í kennslustofunni. Atferlis og ADHD-greining nemenda kemur mun betur út í hinum góða skóla en þeim lakari.

 

Rannsóknin nær yfir 78 skóla þar sem m.a. nemendur voru teknir tali og fylgst með þeim í kennslustofum og faghópum.  Prófessorinn bendir á að í opnu skólunum sé það mikið vandamál hjá yngstu nemendunum að þau vita oft ekki hvert þau eigi að fara og hvað þau séu að fara að gera.  Þau séu í hálfgerðu reiðileysi á rölti sínu á göngunum.

 

Ef trúa má niðurstöðum könnunarinnar í HíHM er þeir skólar sem byggja á kennslu hins opna skóla, þ.e. með aldursblönduðum hópum, fagstöðvum  og skiptingu eftir faglegri getu á algerum villigötum.  Nemendum finnst að þeir tilheyri ekki neinum ákveðnum bekk og þar með hverfur tilfinningin sem þeir hafa í öruggu bekkjarumhverfiumhverfi.  Afleiðingin er minni námsárangur og aukin félagsleg vandamál.

  

Thomas Nordahl, sem er einn af reyndustu kennslufræðiprófessorum í Noregi segir að niðurstöðurnar hafi komið honum á óvart.  Þær bendi til þess að fyrir ákveðna hópa nemenda sé það hreint út sagt hættulegt að stunda nám í opna skólanum og fyrir þessa nemendur sé tilraunin með opna skólann of dýru verði keypt.  Hann bendir líka á að í Noregi sé klár munur á A og B skólum

   

Hann dregur niðurstöðurnar saman þannig að í opna skólanum:

  • fái fleiri nemendur greiningu með ADHD, eða önnur atferlisvandamál. Meðan 5% nemenda í betri skólunum greinast með ADHD eru það 10% nemenda sem fá þessa greiningu í lakari skólunum
  • námsárangur er lakari yfir línuna í móðurmáli, stærðfræði og ensku samkvæmt samræmdu prófunum.
  • fái þrisvar sinnum fleiri nemendur stimpilinn “erfiður nemandi” klístrað á sig en í þeim betri.  Sá stimpill endurspeglast í því að í B skólanum fá rúmlega 11% nemenda stuðningskennslu meðan 4% nemenda A skólans fá slíka þjónustu.
 

Það sem vekur áhyggjur Thomas Nordahl er í skólunum sem könnunin náði til er samsetning nemendahópanna lík.  Þ.e. skólarnir voru allir af svipaðri stærð, ámóta margir nýbúar voru í skólunum og bakgrunnur foreldra svipaður.  Þegar þetta er haft til hliðsjónar er það nokkuð ljóst að það er form skólans sem hefur svona afgerandi áhrif á námsárangur og atferli nemenda segir prófesorinn.

  

Per Aahlin, stjórnarmaður í utdanningsforbundet, segist ánægður með að könnunin undirstriki mikilvægi góðra kennara. En hann er ekki jafn viss og Nordahl um hinn félagslegi bakgrunnur nemenda skipti jafn litlu máli og könnun prófessorsins bendir til.   Hann er líka sammála því að formfesta og öryggistilfinning nemenda skipti miklu máli í góðu skólastarfi og þess vegna geti hefðbundin bekkjarkennsla virkað betur en hópaskipting opna skólans.

 

Þvættingur þingmannsins

Ég horfði á hlut af umræðunni um svokallaða skýrslu heilbrigðisráðherra í Sjónvarpinu í dag. Skírsla Ögmundar var svo sem ekki merkileg enda varla við því að búast frá honum. Hins vegar var málflutningur Ástu Möller enn ámátlegri en skýrsla Ögmundar.  Það er ekki oft sem maður heyrir Alþingismenn tafsa innantóm orð án setninga með nokkurri merkingu úr ræðustóli Alþingis.

Og alltaf var hún að halda því fram að Ögmundur hafi ekki svarað spurningum hennar. Málið var að henni mislukkaðist gersamlega að koma með skiljanlegar spurningar í umræðunni. Hún fékk þess vegna lítil svör við litlum spurningum frá litlum ráðherra.  Ef Ásta gefur sér tíma til að hlusta á ræðu sína aftur kemst stjórnsýslumeistarinn örugglega að því að málflutningur hennar í dag var einfaldlega ómálefnalegur þvættingur. Nákvæmlega eins og svör ráðherrans sem svaraði eins og fermingarstrákur á málfundi.


mbl.is Eignarhaldsfélög í veikindaleyfi.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Elli, heimska og sjúkdómar til mildunar dóms

Í raun er með ólíkindum að Hæstaréttur skuli finna sig knúinn til að milda dóma yfir barnanýðingum.  Þetta er aldeilis ekki í fyrsta skiptið sem Hæstiréttur gengur í lið með glæpamönnum.  Þess vegna veltir maður því fyrir sér til hvers eiginlega Hæstiréttur er. Kannski eru bara lög götunnar betri en lögin sem Hæstiréttur rígheldur í þegar hann dæmir glæpamönnunum í hag.

Þannig á þetta að sjálfsögðu ekki að vera.  Við eigum að geta treyst Hæstarétti.  Spurningin er bara sú hvað getum við gert til þess að þjóðin fái traust á æðsta dómstigi okkar?  Kannski við þurfum að mæta með búsáhöldin fyrir utan Hæstarétt næst.  Þeir sem þar sitja er flestum komið þar fyrir af flokknum sem nú hefur hrakist, undan pottum og pönnum, sleifum og ausum, í stjórnarandstöðu. Kannski Hæstiréttur þurfi á sömu meðferð að halda.

Hins vegar lýsi ég ánægju með að gamli maðurinn fékk dóm. Börn og barnabörn hans fá með því að einhverju leyti uppreist æru þó sársaukinn verði æfilangt í hjörtum þeirra.


mbl.is Tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Byggðastofnun á hausnum og stjórnin gerir ekkert

Hálf var það aumt framlag stjórnarmanns byggðarstofnunnar, Kristjáns Þórs Júlíussonar, á Alþingi er hann lötraði í ræðustólinn og sagði stofnunina ófæra um að sinna hlutverki sínu vegna fjárskorts. Svo spyr hann ríkisstjórnina um hvað hún ætli að gera.

Ef einhver manndómur væri í Kristjáni og öðrum stjórnarmönnum Byggðastofnunnar þá hefði hann að sjálfsögðu verið búnn að kynna ríkistjórninni stöðuna og komið með tillögur til úrbóta.  Eða til hvers hefur Byggðastofnun stjórn?

Mjálm Krisjáns Þórs úr ræðustól Alþingis er gott dæmi um "málefnalegan" málflutning Sjálfstæðismanna á þinginu eftir að þeir hröktust í stjórnarandstöðu vegna getuleysis formanns flokksins og viljaleysi þingmanna hans til að takast á við vandræðin sem þeir komu þjóðinni í. 


mbl.is Gripið í tómt hjá Byggðastofnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ennþá fnykur í Framsóknarfjósinu

Margir áttu von á að með Sigmundi Davíð, hinum unga og ferska formanni Framsóknarflokksins myndi hagur flokksins  vænkast.  Ekki sæist vegna þess að  kjöri Sigmundar Davíðs fylgdi líka ungur varaformaður, Birkir J. Jónsson.

Nokkrir trúðu því og þar á meðal undirritaður, að með kjöri ungmennanna til forystu í flokknum tækist að þvo stærstu flórsletturnar úr andliti hans og spillingarfnykurinn dempaðist lítilsháttar.Tilboð Sigmundar Davíðs til VG og Samfylkingar um að verja ríkistjórn flokkanna falli, ef mynduð yrði, var ekki síst til þess að margir luku upp augum og eyrum ot héldu að Framsókn væri í í raunað gefa í skyn að Farmsókn vildi verða flokkur fólksins. 

Tilboðið virtist í fyrstu óháð örðum skilyrðum en þeim að ríkistjórnin ynni fyrst og fremst að því að björgun samfélagsins eftir hrunið mikla og að undirbúningi stjórnlagaþings.Það voru ekki margir klukkutímar liðnir þegar í ljós kom að tilboð formannsins unga var byggt á misskilningi.  Hann hafði gleymt því, eða vissi ekki, að áður en slík tilboð eru gefin þarf að ræða við leikstjóra strengjabrúðuleikshúss flokksins. Alfreð Þ. og co halda enn um taumana og vesalings Sigmundur varð að éta tilboðið ofan í sig ok koma með nýtt tilboð hlaðið skilyrðum sem gerbreytti stöðu ríkistjórnarinnar. 

Heilindi Framsóknar eru því enn eins og þau hafa alltaf verið, nákvæmlega engin. Nú þegar flokkurinn mælist með heldur meira fylgi en áður ætla strengjabrúðustjórarnir að fara í gamla dragúldna framsóknarfarið, að hundsa fólkið en hlaða undir sjálfa sig. Svo virðist vera að þeir hafi nú lagt stjórnlagaþingið á ís og opið prófkjör kemur ekki til greina. 

Það er því ekkert undarlegt þó Þráinn Bertelsson, sem lengi hefur verið boðberi almennrar skynsemi, vilji ekki taka þátt í hnoða saman framboðslistum í reykfylltum bakherbergjum án þess að hinn almenni flokksmaður hafi neitt um það að segja. 

Framsóknarflokkurinn verður því alltaf í algeri mótsögn sína eigin skilgreiningu, "fjálslyndur félagshyggjuflokkur."  Flokkurinn er og hefur lengi verið þunglynd hagsmunaklíka gamalla SÍS tarfa.

  

 


mbl.is Segir sig úr Framsóknarflokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stóra skotið???

Það er rétt hjá Jakobi að stóra skotið kom aldrei. Það var voðaskot sem kom frá bekk KR-inganna sem sló liðið út af laginu. Algert ráðleysi í liðstjórninni varð banabiti gamla góða KR í dag.

Teitur vann heimavinnuna sem skillaði fyrsta stóra titlinum í körfubolta í Garðabæinn í fyrsta úrslitaleik Stjörnunnar.  Þar með unnu Stjörnumenn sambærilegt afrek og Grindvíkingar þegar þeir sigruðu Njarðvík, sem þá voru besta lið Íslands, í sínum fyrsta úrslitaleik í Hölllinni.

Frábært hjá Stjörnunni.


mbl.is Jakob Örn: „Vonbrigðin eru gríðarleg“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Teitur

Það er full ástæða til að óska Teiti til hamingju með frábæran bikasrigur í Höllinni í dag. Leikurinn i dag var svo sannarlega Litla Ljót á móti Prins Valiant þar sem Litla Ljót fór með sigur undir handleiðslu frábærs þjálfara. 

Ég er nokkuð viss um að þeir eru fáir sem finnast sem trúðu á Stjórnusigur á móti KR í svo mikilvægum leik sem bikarúrslitaleikurinn er. Engin vafi er á að KR er með lang besta mannskap á landinu en það dugar ekki til að búa til besta liðið. Liðsheildin hjá Stjörnunni hélt sér allan leikinn meðan KR-ingar reyndu að hnoðast áfram á einstaklingsframtakinu.  Margar flottar rispur hjá Jóni Arnóri og Jakobi í seinni hálfleik en massífur varnarleikur lærisveina Teits náði oftast að stoppa fyrirsjáanlegar sóknaraðgerðir KR.  Það var ekki fyrr en í síðasta "time out"  að Benni kom auga á að lykilinn að sigri KR væri að stoppa þá Jovan Zdravzeski og Justin Shouse sem léku lausum hala allan tíman og mötuðu samherja sína.  Ráðleysið var algert hjá KR meðan Stjörnumenn léku raunverulega yfir getu með viljan til að vinna leikgleðina sem sitt sterkasta vopn.

Það er dálítið merkilegt að þetta er í annað sinn sem Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, tapar titli þegar hann er með bestu leikmenn sem finnast á landinu.  Árið 1998 stjórnaði Benedikt Grindvíkingum til yfirburða sigurs á Ísfirðingum í Höllinni.  Menn töldu það bara formsatriði að Grindjánar hirtu Íslandsmeistaratitilinn líka enda var liðið með tvo af bestu útlendingum sem leikið hafa á Íslandi, Darryl Wilson og Konstantin Tzartzaris, auk góðra heimamanna líka. Það voru síðan Skagamenn, sem ekki var vænst mikils af það þeim tíma, sem slógu Grindavík út úr úrlsitakepninni. Það þótti saga til næsta bæjar á þeim tíma.

 


mbl.is Stjarnan er bikarmeistari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífeyrissjóðir lagðir undir á spilaborðinu

Lífeyrissjóðirnir voru ekkert, frekar en almenningur, búnir undir rothögg kreppunnar. Því er eðlilegt aðþeir hafi líka tapað stórum upphæðum.  Hins vegar finnst manni að kannski hefði bann við hlutabréfakaupum átt að vera í lögum lífeyrisjóðanna.

Það er náttúrulega vitað mál og hefur lengi verið, að hlutabréfakaup eru aldeilis ekki öruggar fjárfestingar. Því er það ekkert annað en fjárhættuspil þegar stjórnarmenn sjóðanna, sem eiga að tryggja öldruðum áhyggjulausara æfikvöld, taka þátt í að gambla með fjármuni sjóðina á hlutabréfamarkaði.

Ég held að fólk vænti þess að það fé, sem það er skyldað til að greiða í sjóðina, sé í nokkuð öruggri geymslu og að það geti gengið að því vísu þegar það leggur frá sér vinnuvetlingana eftir áratuga starfsæfi í þágu samfélagsins.  Það er á engan hátt réttlætanlegt að lífeyrir eftirlaunaþeganna skuli skorinn niður um 10% vegna þess að stjórnendur sjóðanna spiluðu rúllettu á hlutabréfamarkaðnum og töpuðu á annað hundrað milljörðum.


mbl.is Hafa rýrnað um 181 milljarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bubbi aftur kominn á upphafsreit

Gott framtak hjá Bubba og EGÓ-inu að troða upp fyrir góðan málstað.  Með þessari upptroðslu stimplar Bubbi hressilega inn á upphafsreitin aftur.  Að rokka fyrir alþýðuna.  Sagan sýnir okkur að rokktónlistarmennirnir hafa oftast verið í fylkingarbrjósti þegar almúginn hefur þurft að sigrast á óréttlæti og ofbeldi.  Þeir hafa líka verið í fararbroddi þegar hungruð heimi hefur verið hjálpað eða fátækum sjúklingum útveguð lyf og legupláss.

Bubbi varð sjálfur fyrir barðinu á útrásarvíkingunum og veit því að eigin raun hve þungt höggið getur verið.  Það sem Bubbi hefur fram yfir marga aðra er að kunna að koma boðskap sínum á framfæri. Þess vegna er hann frábær liðsmaður í baráttuna gegn spillingunni sem viðgengist hefur í skjóli nýfrjálshyggjunnar.  Hann hefur örugglega ekki smekki fyrir að horfa aðgerðarlaus upp á embættis og stjórnmálamennina sem firra sig allri ábyrgð af verkum sínum, sitja í öruggu skjóli valda sinna og hafa ekki ráð á að semja um niðurskurð á margföldum ofureftirlaunum sínum.

Meðan almenningur þarf að sætta sig við lífeyrisgriðslur upp taldar í þúsundum sitja fyrrum ráðherrar og bankastjórar og str´júka á sér ístruna meðan lýfeyrisgreiðslur taldar í milljónum streyma inn á bankareikninga þeirra.  Þetta er hið "réttláta" þjóðfélag sem þeir hafa búið okkur.

Ætla menn að halda áfram að láta þetta yfir sig ganga. 


mbl.is Bubbi mótmælir við Seðlabankann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband