Byggðastofnun á hausnum og stjórnin gerir ekkert

Hálf var það aumt framlag stjórnarmanns byggðarstofnunnar, Kristjáns Þórs Júlíussonar, á Alþingi er hann lötraði í ræðustólinn og sagði stofnunina ófæra um að sinna hlutverki sínu vegna fjárskorts. Svo spyr hann ríkisstjórnina um hvað hún ætli að gera.

Ef einhver manndómur væri í Kristjáni og öðrum stjórnarmönnum Byggðastofnunnar þá hefði hann að sjálfsögðu verið búnn að kynna ríkistjórninni stöðuna og komið með tillögur til úrbóta.  Eða til hvers hefur Byggðastofnun stjórn?

Mjálm Krisjáns Þórs úr ræðustól Alþingis er gott dæmi um "málefnalegan" málflutning Sjálfstæðismanna á þinginu eftir að þeir hröktust í stjórnarandstöðu vegna getuleysis formanns flokksins og viljaleysi þingmanna hans til að takast á við vandræðin sem þeir komu þjóðinni í. 


mbl.is Gripið í tómt hjá Byggðastofnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef ekki lengið hlegið eins mikið. Sjálfstæðismenn að kvarta yfir getuleysi Byggðastofnunar. Þeir hafa haft ráðuneyti byggðamála á sinni könnu til margra ára. Í góðærinu var ekkert "góðæri" á landsbyggðinni (fyrir utan Mið-Austuland) og landsbyggðin algerlega svelt og án hagsmunagæslu getulausra þingamanna.

Byggðastofnun hefur sem stofnun verið átakanlega getulítil í mörg ár.

Guðmundur St. Ragnarsson (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 16:31

2 Smámynd: Dunni

Er 100% sammála. Og ekki bara hefur stofnunin verið getulítil. Hún hefur verið gróðrastía spillingar fyrirgreiðslupólitíkusanna sem notað hafa hana til að gauka peningum að vinum flokksgæðingum til einhverra per´sonulegra gæluverkefna.

Dunni, 19.2.2009 kl. 18:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband