Lífeyrissjóðir lagðir undir á spilaborðinu

Lífeyrissjóðirnir voru ekkert, frekar en almenningur, búnir undir rothögg kreppunnar. Því er eðlilegt aðþeir hafi líka tapað stórum upphæðum.  Hins vegar finnst manni að kannski hefði bann við hlutabréfakaupum átt að vera í lögum lífeyrisjóðanna.

Það er náttúrulega vitað mál og hefur lengi verið, að hlutabréfakaup eru aldeilis ekki öruggar fjárfestingar. Því er það ekkert annað en fjárhættuspil þegar stjórnarmenn sjóðanna, sem eiga að tryggja öldruðum áhyggjulausara æfikvöld, taka þátt í að gambla með fjármuni sjóðina á hlutabréfamarkaði.

Ég held að fólk vænti þess að það fé, sem það er skyldað til að greiða í sjóðina, sé í nokkuð öruggri geymslu og að það geti gengið að því vísu þegar það leggur frá sér vinnuvetlingana eftir áratuga starfsæfi í þágu samfélagsins.  Það er á engan hátt réttlætanlegt að lífeyrir eftirlaunaþeganna skuli skorinn niður um 10% vegna þess að stjórnendur sjóðanna spiluðu rúllettu á hlutabréfamarkaðnum og töpuðu á annað hundrað milljörðum.


mbl.is Hafa rýrnað um 181 milljarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það hafa um árabil verið strangar og skýrar reglur um hlutföll fjárfestinga hjá Lífeyrissjóðunum. Hygg ég að þær reglur séu aðgengilegar á heimasíðum sjóðanna, þar sem hægt er að lesa sér til.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 11.2.2009 kl. 11:21

2 Smámynd: Heidi Strand

Þeir hafa spilað rúllettu með fjármunum okkar og verið er að spila rússneska rúllettu með þjóðinni.

Heidi Strand, 12.2.2009 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband