Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Flottur hópur

Til hamingju systur
mbl.is Íslensku fjórburarnir tvítugir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Örbirgð og ofbeldi

Það kemur engum á óvart þótt álag á starfsfólk kvennaathvarfsins aukist næstu vikur og mánuði.  Ofbeldi er fastur fylgifiskur örbirgðar. Það sýnir sagan í gegnum aldirnar. Þess vegna er afar mikilvægt að á krepputímum verði ekki skorið niður í fjárveitingum til kvennaathvarfsins heldur verði framlögin aukin.

Reynslan frá særri borgum erlendis, t.d. Ósló, er sú að í þeim hverfum þar sem fátækt er mest er heimilisofbeldið mest. Óöryggi og vonbrigði vekja gjarnan upp árásargirni í fólki. Engum blöðum er um það að fletta að margir Íslendingar eru að upplifa vonda daga um þessar mundir. Reiði, vonbrigði og hræðslan við örbirgð hvílir örugglega þungt á mörgum heimilum.  Við getum rétt ímyndað okkur hvernig unglingar, sem ekkert hefur skort hingað til, bregðast við er einn góðan veðurdag þeir vakna upp við að samfélagið er allt annað en það var í gær.  Krakkarnir hafa ekki þá lífsreynslu sem þarf til að skilja þær breyttu aðstæður.  Það er því líka aukaálag á foreldra að útskýra fyrir börnunum að nú sé öldin önnur og ekkert verði af Spánareisunni í vor svo fáránlegt dæmi sé tekið. En það er dæmi.

Á sama tíma sem Kvennaathvarfið þarf örugglega meira fjármagn og verið er að kasta fólki út úr leiguíðbúðunum sínum, jafnvel félagslegum íbúðum, eru stjórnvöld enn að hugsa um að borga hundruðir milljarða í meðlög með krónunni.  Maður spyr einfladlega hver er forgangsröðin hjá þessum háu herrum.    


mbl.is Fleiri hringja í Kvennaathvarfið vegna ofbeldis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við vinnum Norðmenn

Eftir frammistöðu Norðmanna á móti Eystum hef ég litla sem enga trú á að þeir eigi verði okkur einhver þrándur í götu á laugardaginn.  Hlakka bara til að sjá okkar menn feta í fótspor fótboltastelpnanna í kvöld.

Norðmenn eru í stökustu vandræðum með varnarleikmenn. Stian Vatne, einn sterkast varnarmaður þeirra gefur ekki kost á sér í lekinn því hann á von á að kona hans verði léttari um helgina.  Hann kýs því að vera hjá henni á Spáni.  Þá hafa Glenn Solberg, Frode Hagen, Johnny Jensen og Jan Thomas Lauritzen allir lagt landsliðskóna á hilluna.  Eftir stendur að Norðmenn hafa aðeins tvo þokkalega varnarmenn í leiknum á laugardaginn. Þá Erlend Mamelund og Bjarte Myrhol sem örugglega spila hverja einustu mínútu leiksins.

Thomas Hedin er því í miklum vandræðum með að stilla upp liði sem á einhverja möguleika í Ísland. Ef frá er talin markvarðastaðan þá eru okkar menn með betri leikmenn í öllum stöðum á vellinum.

Kristian Kjelling þekkjum við auðvitað vel frá okkar síðasta leik og við vitum hvað hann getur á góðum degi.  En við pössum hann á laugardaginn.  Vitum það fyrirfram núna

 

Ég veit að það verða margir Íslendingar í Drammen Höllinni sem hvetja drengina til dáða.  Ískórinn syngur þjóðsöngva landanna fyrir leik og planta sér síðan á pallana og styðja strákana.

 

Heia Ísland


mbl.is Eigum engan möguleika á að vinna Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til Hamingju Stelpur Og Við Öll

Það var meiriháttar að sitja í stól í Noregi og horfa á íslensku stelpurnar spila klassa fótbolta á móti Írum.  Það er Greinilegt að Sigurður Ragnar er að byggja upp lið sem á fullt erindi í úrslitakeppni meðal þeirra bestu í álfunni.

Aðstæður á Laugardalsvelinum virtust vera afar slæmar en íslensku stelpurnar sýndu flottan fótbolta lengst af meðan það var æði mikið írafár á gestunum.  Er þegar farin að hlakka til að sjá þær íslensku í leik við þær norsku sem eru með þeim bestu í heiminum.  Vona svo sannarlega að við lendum á móti þeim og hrekkjum þær þannig að þær muni eftir þvi. 

Það er bara að þakka fyrir jákvæðasta sjónvarpsefni sem komið hefur frá Íslandi síðan áramótaskaupið í fyrra.


mbl.is Ísland á EM 2009
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krónan setti samfélagið á hausinn

THAILAND_GOLD__Gull_722563tHver hagfræðingurinn eftir annann, bæði íslenskir og útlendir, sem tjáð hafa sig um ástæður efnahagskreppunnar á Íslandi benda einkum á eina ástæðu fyrir því hvernig fór. Sökudólgurinn er krónan.  Hún er og hefur lengi verið alltof veik.

Íslenskir atvinnuvegir hafa eru allir meira eða minna með skuldir í krónum. Íslenska efnahagskerfið er það minnsta í öllum heiminum.  Það hefur ekki staðið undir framþróun atvinnulífsins og þeim lífskjörum sem þjóðin hefur valið sér að lifa.  Nú er allt stopp. Ríkistjóður tæknilega gjaldþrota.

Skuldirnar sem ríkið þarf að taka á sig vegna þrots bankanna geta orðið  85% af vergri landsframleiðslu.  Gert er ráð fyrir 10% halla á ríkisjóði á næsta ári.   Vergar brúttóskuldir ríkissjóðs,  námu 29% af landsframleiðslu í árslok 2007  hækka nú  í yfir 100% í lok næsta árs. Þetta er afleiðing af okkar veika gjaldmiðli, krónunni.  Seðlabankinn hefði getað linað smellinn með því að ljá máls á því að útrásarfyrirtækin og bankarnir hefðu fengið að gera gera upp í evrum eins og þau marg báðu um.

Það er nú einu sinni þannig að við þurfum að borga milljarða króna hvert einasta ár til að halda flot-krónunni uppi.  Þetta eru peningar sem við betur hefðum til ráðstöfunnar nú.  Þeir sem vilja halda áfram að notast við krónuna þurfa því að koma með einhver rök fyrir því.  Hvar ætla menn að ná í peninga til að borga með gjaldmiðlinum þegar núverandi skuldir ríkisins eru að skríða yfir 100% afvergri þjóðarframleiðslu.

Ingibjörg Sólrún er ekki sú eina sem bent hefur á að við verðum að breyta um peningamálastefu. Það hefur FIM gert líka svo og allir hagfræðiprófessorar beggja vegna Atlandshafsins sem tjáð hafa sig um íslensk efnahagsmál.

Við eigum ekki margra kosta völ í efnahagsmálunum á næstu mánuðum og árum.  Við erum neydd til að fá stöðugan gjaldmiðil.  Krónan dugir ekki lengur. Einn kosturinn er að tengja krónuna við þá norsku. Þá getum við allavega kallað gjaldmiðilin krónu ef það er til hjálpræðis fyrir einhverja. Að sjálfsögðu myndi þá norski Seðlabankinn taka yfir störf þess íslenska sem þá mætti leggja niður.  Hinn kosturinn er að fá evruna sem þýðir að við verðum að sækja um aðild að ESB. Auðvitað er hvorugurkosturinn góður fyrir þá sem vilja halda stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna eins og það var fyrir 5 vikum.  En höfum við efni á því?

    


mbl.is Vill endurskoða ESB og Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjómenn og ESB

250 tonn af makríl                                                                                    250 tonna makrílkast í Norðursjónum sumarið 1974.                                                                   Kannski við eigum eftir að upplifa þá gósentíð aftur.

Ég á erfitt með að skilja afstöðu sjómanna til ESB.  Við hvað eru þeir hræddir?  Með ESB aðild fá vissulega fleiri þjóðir aðgang að íslenska fiskinum.  En íslenskir sjómenn fá líka margfalt meiri aðgang að fiskveiðilögsögu ESB-landanna. 

Það sem er mikilvægt fyrir Ísland er að þjóðin eigi auðlindina en ekki nokkrir kvótagreifar. Íslendingar geta samið um fiskinn á sama hátt og Bretar um olíuna svo dæmi sé tekið.

Kostirnir við samstarf við Evrópuþjóðirnar eru svo miklu meiri en ókostirnir.  Það nægir að benda á lönd eins og Portúgal og Eystrasaltslöndin.  Portúgal er ekki lengur meðal fátækustu ríkja álfunnar.  Í Eystrasaltslöndunum snýst atvinnulífið á góðum hraða í rétta átt eftir örbrigð sovétsins.  Og hvernig væri Finnland statt í dag án ESB aðildar?

Nú þegar nýfrjálshyggjan hefur gengið sér til húðar um heim allan höfum við lært okkar lexíu.  Og það var dýrkeyptur lærdómur.  Það sem íslenska þjóðin þarf núna er stabíll gjaldmiðill og stöðugleiki, ekki bara í efnahagslífinu heldur í samfélaginu öllu.  Það er eina leiðin til að við getum endurheimt þann trúnað sem við áður höfðum.  Þegar handsal dugði til að staðfesta samninga.


mbl.is Sjómenn enn andvígir ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Færeyingar og ræningjar

Færeyingar eru allra manna bestir er á reynir.  Eiginlega eigum við ekki þetta vinahót skilið af þeim eftir að hafa litið niður á þá allan lýðveldistíman. 

Er illa gekk í Færeyjum fóru íslenskir hrægammar um eyjarnar og keyptu flottu frystihúsin þeirra, sem öll voru ný og miklu fulllkomnari en flest þeirra íslensku, á brunaútsölu fyrir skít og kanil. Vélar sumra voru svo seldar til Íslands og aðrar til Noregs.  Íslendingarnir stórgræddu á brunaútsölunni en datt ekki í hug að hjálpa nágrönnum okkar að koma húsunum í gang á eyjunum. 

Get nefnt miklu fleiri dæmi um afleita framkomu Íslendinga gagnvart Færeyingum en læt það vera núna.

DavidHitt er annað mál. Ég hélt að IMF hefði veruið stofnaður til þess að hjálpa þjóðum í neyð.  Nú las ég það á vef RÚV að sjóðurinn tekur 5% í vexti af neyðarláninu.  Það þýðir að þjóðin þarf að borga á annan tug milljarða í vexti á árí. Þjóðinni er stillt upp við vegg vegna þess að hún var neydd til að taka lánið.

Nú fer ég að trúa því sem VG menn sögðu að sjóður þessi er ekki nema af nafninu til stofnaður til að hjálpa fátækum þjóðum.  Hann er rekinn eins og hvert annað íslenskt útrásarfyrirtæki sem hugsar um það númer eitt að græða peninga.  Þessir snillingar eru hreinlega að arðræna íslensku þjóðina og gera henni erfitt fyrir að að koma sér á beinu brautina á ný.

Ef vaxtaprósentan verður sú sama hjá öðrum lánveitendum okkar borgum við hátt í 100 milljarða á ári í vexti fyrir utan afborganir. Ríkið verður í sömu vandræðum og heimilin, eftir stýrivaxtahækkunina. Það þarf að borga 6 þorska af 5 í vexti og afborganir. Það gengur einfaldlega ekki upp. 100 ára skuldaklafi býður okkar.  Þökk sé Davíð, Geir, Hannesi Hólmsteini, Árna Matt og fleirum úr frjálshyggjusértrúarsöfnuiðnum


mbl.is Geir þakkar Færeyingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

25 flugfélög á barmi gjaldþrots.

ITALY-FRANCE-AIRLIN_734713v

Sænski flugrekstrarfræðingurinn, Anders Lindman , telur að á næstu  mánuðum muni 25 flufélög fara á hausin.  SAS er eitt þeirra flugfélaga sem stendur illa. En enn verra er ástandið hjá Al Italía og Olympic Airways sem ekki er hugað líf út árið.

Espen Andersen flugsérfræðingur í Noregi hefur trú á að það verði aðeins þrjú stór flugfélög í Evrópu. Það eru Lufthansa, British Airways og Air France KLM.   Hann telur þó að ekkert sé öruggut í þeim efnum.  Það er töff að reka flugfélag á krepputímum og erfitt að lokka neytendur til sín.  Hann nefnir sem dæmi að á árinu 2006 hafi British Airways haft 43 mismunandi fargjöld á milli London og Amsterdam.  Ekki auðvelt að rata í gegnum þann frumskóginn.


Breyttur Benitez

LFCAuðvitað bjóðum við Peter Crouch velkominn til Anfield.  Hann reyndist okkur vel og á því skilið að vera vel fagnað er hann hleypur völl vallanna í kvöld.  Vona samt að hann láti það vera að skora í kvöld.

Maður getur auðveldlega sagt að Crouch hafi að vissu leyti orðið fórnarlamb hugmyndafræði Benna sem byggði á mismunadni leikaðferður frá leik til leiks og að rótera með byrjunarliðið.  Rafa hafði ekki neitt ákveðið plan og það var örugglega ein aðal ástæða þess að við vorum að tapa fyrir liðum sem voru  mörgum klössum fyrir neðan Liverpool og stundum neðar í deildarsísteminu.  

Nú hefur karlinn tekið  allt annan kúrs. Hann heldur sig að mestu við eina stabíla leikaðferð sem gefið hefur liðinu sjálfstraust og möguleika til að stjórna leiknum.  Og það sem er ennþá betra.  Hann virðist vera kominn að niðurstöðu um hvaða 11 leikmenn hann ætlar að nota sem byrjunarlið þegar þeir eru tiltækir.  Meiðsli setja að sjálfsögðu strik í reikninginn og það gerist í kvöld.  Þetta gefur liðinu stöðugleika sem er nauðsynlegt ef við ætlum að vera bestir í vor líka.  Við höfum tapað alltof mörgum leikjum í gegnum árin með Benna vegna þes að karlinn klikkaði á leikmannavalinu.

Varnarlínan er eiginlega sú eina sem ekki pottþétt fyrir hvern leik.  Þar eru það 6 leikmenn sem slást um stöðurnar 4.  Þrír bakverðir þar sem aðeins einn lofar mjög góðu og 3 miðverðir sem allir eru góðir. Sá fjórði Hiipia er pottþéttur leikmaður sem alltaf gerir skildu sína þegar hann er kallaður til.

Miðjan viðrist vera komin í traustform.  Gerrard er sókndjarfur miðjumaður meðan Xabi Alonso og Javier Mascherano eru varnartengiliðir. Þetta eru alla vega vel mannaðar stöður.  Aðeins lakara ástand er á köntunum en svo virðist sem karlinn sé á réttri  leið það líka. 

Svo höfum við þrjá góða framherja þar sem einn þeirra Kuyt nýtist líka vel á hægri kantinum.  Þetta er að verða hellvíti gott lið sem alveg getur unnið deildina í ár.  Ég get ekki séð að við séum meðneitt lakari fyrstu 14 en Arsenal, United eða Chelsea.  Hef mikla trú á þeim rauðu í ár.   Nú tökum við þetta. 

  




 


mbl.is Crouch spenntur að snúa aftur á Anfield
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá er ljóst að þeir lugu

Þá vitum við það að bæði Davíð og Geir og reyndar Árni M. líka lugu að þjóðinni er þeri sögðu að vaxtahækkunin hafi verið að kröfu FIM. 

"Geir sagði að ekki væri hægt að segja, að hækkun vaxta hefði verið skilyrði gjaldeyrissjóðsins fyrir lánveitingu heldur hefði verið lögð fram ákveðin áætlun um aðgerðir í efnahagsmálum."

Ræikistjórnin gat valið margar aðrar leiðir til að stafla einhverjum stultum undir krónuna.  En hún valdi þá leiðina sem kemur verst við alan almenning og fyrirtækin.  Hagfræðingar hafa bent á að stýrivaxtahækkun sé ekki endilega árangursríkasta leiðin til að auka styrk gjaldmiðils.  Það segir sagan okkur frá bæði Asíu, Afríku og víðar.  

En þessi leið gerir fólki nær ómögulegt að draga fram lífið af daglaununum og það á ekki möguleika á að borga af húsnæðislánum og hvað þá bílalánum.  Það er ekki hægt að borga 6 krónur í skatta og afborganir ef þú þénar bara 5 krónur.  Og svo geta stjórnvöld líka hugsað sér að hækka skattana til að afla ríkinu tekna.

RÍKIÐ; ÞAÐ ER ÉG.  Hugmyndafræði sértrúarsafnaðar Davíðs Oddsonar. 

 

 


mbl.is Óhjákvæmilegt að hækka stýrivexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband