Sjómenn og ESB

250 tonn af makríl                                                                                    250 tonna makrílkast í Norðursjónum sumarið 1974.                                                                   Kannski við eigum eftir að upplifa þá gósentíð aftur.

Ég á erfitt með að skilja afstöðu sjómanna til ESB.  Við hvað eru þeir hræddir?  Með ESB aðild fá vissulega fleiri þjóðir aðgang að íslenska fiskinum.  En íslenskir sjómenn fá líka margfalt meiri aðgang að fiskveiðilögsögu ESB-landanna. 

Það sem er mikilvægt fyrir Ísland er að þjóðin eigi auðlindina en ekki nokkrir kvótagreifar. Íslendingar geta samið um fiskinn á sama hátt og Bretar um olíuna svo dæmi sé tekið.

Kostirnir við samstarf við Evrópuþjóðirnar eru svo miklu meiri en ókostirnir.  Það nægir að benda á lönd eins og Portúgal og Eystrasaltslöndin.  Portúgal er ekki lengur meðal fátækustu ríkja álfunnar.  Í Eystrasaltslöndunum snýst atvinnulífið á góðum hraða í rétta átt eftir örbrigð sovétsins.  Og hvernig væri Finnland statt í dag án ESB aðildar?

Nú þegar nýfrjálshyggjan hefur gengið sér til húðar um heim allan höfum við lært okkar lexíu.  Og það var dýrkeyptur lærdómur.  Það sem íslenska þjóðin þarf núna er stabíll gjaldmiðill og stöðugleiki, ekki bara í efnahagslífinu heldur í samfélaginu öllu.  Það er eina leiðin til að við getum endurheimt þann trúnað sem við áður höfðum.  Þegar handsal dugði til að staðfesta samninga.


mbl.is Sjómenn enn andvígir ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: persóna

Ég þekki lítið til ESB, hef aðallega stundað JSB.

Þú ert flottur!

persóna, 30.10.2008 kl. 10:49

2 identicon

Nú virðist þú vera frekar fróður um þessi málefni, geturu fært betri rök fyrir því hvers vegna kostirnir eru fleiri en gallarnir?

Þú segir að evran sé stabíll gjaldmiðill.... hún er búin að vera til síðan 2002 ár og ekki gekk nú vel fyrstu árin. Finnst þér það vera nægur tími til þess að geta fullyrt þetta?

Björn K. (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 11:03

3 Smámynd: Dunni

Björn.  Flest bendir til þess að öll ESB-ríkin ætli nú að taka upp evruna.  Danir og Svíar dauðsjá nú eftir að hafa ekki tekið hana upp þegar það bauðst.  Það eitt kemur til með að styrkja evruna og gera hana að stöðugasta gjáldmiðli álfunnar. Það er ekki lítill kostur.

Það þarf ekki annað en að líta í kringum sig í hinum nýju ESB löndum til að sjá að hagvöxturinn þar er nokkuð stöðugur. Þannig hefur það ekki verið á Íslandi þar sem miklar sveiflur eru einkennið. 

Innan ESB höfum við aðgang að miklu stærri markaði en við höfum í dag án þess að borga okkur inn á hann eins og við gerum nú.  Það er líka kostur.

Læt þetta nægja    

Dunni, 30.10.2008 kl. 11:30

4 Smámynd: Dunni

Það er ekkert að afsaka.  Endurtekningar eru sjálfsagaðar í góðum umræðum.

Einmitt neitun Íra sýnir að ESB löndin eru æði sjálfstæð.  Atvinnuleysið er misjafnt í ESB löndunum.  Það er rétt að það er mun meira en hefur verið á Íslandi. En væntanlega minna an það atvinnuleysi sem Ísland er að ganga inn í núna.  Hjá því hefði mátt komast ef við hefðum haft nógu sterkan gjaldmiðil.

Ætli Seðlabankastjórnin sé farin að sjá eftir því að hafa neitað bönkunum og stóru fyrirtækjunum að gera upp í evrum.   

Dunni, 30.10.2008 kl. 14:06

5 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Sæll vinur, veit ekki nógu mikið um ESB, en held að við værum ekki eins illa stödd ef við hefðum evru, veit þó að ef við afhendum þeim fiskimiðin þá verður minna til skiptanna fyrir okkur, það er ljóst. Kvótar í síld makríl og í kolmuna hafa farið frekar illa með margar útgerðir innan ESB.

Og til hamingju með sigurinn í gær vinur, meira klúðrið hjá mínum mönnum.

Grétar Rögnvarsson, 30.10.2008 kl. 14:44

6 identicon

Það er nú heila málið, ég stórefa að fólk hafi yfirleitt hugmynd um hvað felst í aðild að ESB, það krefst aðildar en hefur svo ekki glóru um hvað það hefur í för með sér.

Þó svo ég hafi nú veirð mikið á ESB svæðinu undanfarin ár, þá er ég enn ekki farin að gera uppvið mig hvort rétt væri að Ísland fari þar inn.

 Á hverju byggir fólk þessa skoðun sína ?

ESB (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 14:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband