Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Ferskir vindar blása á Alþingi

Það er athyglisvert að sjá hvernig Borgarahreyfingin hefur þingferil sinn.  Loksins er kominn hópur á Alþingi sem lætur ekki kerfiskarla og varðhunda ólýðræðislegra vinnubragða í stjórnaráðinu ákveða hvernig fara á með atkvæði sitt á þingfundum.

Alþingi er æðsta stofnun Íslendinga og það er það sem á að hafa síðasta orðið í öllum málum. Líka ESB málinu. Svo virðist sem Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð hafi hvorki greind eða vilja til að koma sér upp úr gömlu hjólförunum þar sem keyrt var á því að ríkistjórnin ákvað allt og notaði Alþingi sem afgreiðslustofnun.  Er ríkistjórnir eiga allataf að koma með skraddarasaumaðar hugmyndir til afgreiðslu á þinginu getum við lagt Alþingi niður í núverandi mynd.  Þá nægir að hafa einhverja 5 - 7 fullt´rua fólkisins til að afgreiða stjórnarfrumvörpin.

Verð að segja að mér finnst þessir ungu flokksformenn ekki vera í neinum takt við raunveruleikan eins og hann birtist þjóðinni í vetur.  Krafan var lýðræði og þá kröfu þjóðarinnar ber að uppfylla. Bjarni og Sigmundur Davíð virðast vera óvinir lýðræðisins og þingræðisins. Það er kannski ekkert einkennilegt við það. Þeir eru aldir þannig upp.  Helmingaskipting Sjálfstæðis og Framsóknar ber að halda við svo lengi sem landirð þer í byggð.


mbl.is Afstaðan lýsir skilningsleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt kemur Sigmundi Davíð á óvart

"Þetta kom mér mjög mikið á óvart"  Orð fyrsta fjósamanns í Framsókn um ESB þingsályktunartillögu utanríkisráðherra. Skilst að ríkistjórnin ætli ekki að standa að baki tillögunni.

Sá stutti tími sem Sigmundur Davíð hefur verið  formaður Framsóknar hefur verið fullur af fyrirbærum sem komið hafa stráknum á óvart. Í fyrsta lagi hlýtur fylgisaukning flokksins, í fyrstu könnun eftir formannaskiftin, hafa komið honum gleðilega á óvart. Í öðru lagi hlýtir það líka að hafa komið formanninum unga á óvart þegar Alfreð og co þögguðu niður í honum er hann hugðist hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd.  Þá hefur fylgishrunið í könnununum eftir að honum var sagt að hafa sig hægan einnig komið honum á óvart. 

Þá kom það honum á óvart að hann varð bara núll og nix á hliðarlínunni hjá 80 daga stjórninni sem hann sjálfur var guðfaðir að.  Sennilega kemur Sigmundi eitthvað mjög á óvart á hverjum einasta degi þangað til hann nær að þroskast sem stjórnmálaður.  Þeim á nefnilega ekki að koma svo margt á óvart eins og heilindin hafa verið í þeirra röðum síðustu árain.


mbl.is Sigmundur Davíð: Kom mjög á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband