Til Hamingju Stelpur Og Við Öll

Það var meiriháttar að sitja í stól í Noregi og horfa á íslensku stelpurnar spila klassa fótbolta á móti Írum.  Það er Greinilegt að Sigurður Ragnar er að byggja upp lið sem á fullt erindi í úrslitakeppni meðal þeirra bestu í álfunni.

Aðstæður á Laugardalsvelinum virtust vera afar slæmar en íslensku stelpurnar sýndu flottan fótbolta lengst af meðan það var æði mikið írafár á gestunum.  Er þegar farin að hlakka til að sjá þær íslensku í leik við þær norsku sem eru með þeim bestu í heiminum.  Vona svo sannarlega að við lendum á móti þeim og hrekkjum þær þannig að þær muni eftir þvi. 

Það er bara að þakka fyrir jákvæðasta sjónvarpsefni sem komið hefur frá Íslandi síðan áramótaskaupið í fyrra.


mbl.is Ísland á EM 2009
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband