Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Frábær frammistaða hjá Fimleikafélaginu.

Frammisaða FH geng Lúxemborgurunum var ákveðin lyftistöng fyrir íslenska knattspyrnu.  Það er ekki á hverjum degi sem íslensk lið vinna með 4 marka mun á útivelli í Evrópukeppnunum.

Sigur FH er því ákveðið afrek þó Grecenmacher sé ekkert stórlið í Evrópuboltanum.  Það eru íslensku liðin ekki heldur.  Þarna er verið að keppa á jafnréttisgrundvelli.Smile 


mbl.is FH áfram eftir stórsigur í Lúxemborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðitíðindi í Breiðholtið.

Sannkölluð gleðitíðindi fyrir alla Breiðhyltinga.  Eiríkur hefur verið með bestu körfkuknattleiksmönnum landsins á annan áratug og það er þvi gleðiefni fyrir körfuboltaunnendur að fá að berja hann augum eina vertíð til.

Óska öllum ÍR-ingum til hamingju og Eiríki góðrar leiktíðar í lok síns glæsta ferils.


mbl.is Eiríkur ætlar að halda áfram hjá ÍR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður maður. Vondur stjórnmálamaður

Mátti til með að fá með mér Kastljósið frá í gær þar sem Helgi spjallaði við Ólaf borgarstjóra.

Það minnti mig óneytanlega á spajllið sem Helgi tók við Jón Sigurðsson eftir að hann varð formaður Framsóknar.  Bæði þessi viðtöl myndu sóma sér vel sem skemmtiartiði á þorrablóti fyrir austan.

Annars held ég að Ólafur sé góður maður. Það sama verður ekki sagt um hann sem stjórnmálamann. Þar vantar mikið upp á.  Stjórnmálamaður verður að skilja spurningarnar sem fyrir hann eru lagðar og vera tilbúinn að svara þeim. Ólafur er ekki einn um skilningsleysið eða viljaleysið.  En sjaldan eða aldrei hefur borgarstjórinn í Reykjavík opinberað máttleysi sitt með undanfærslunum.

Pollrólegur "Krónuseðillinn" spurði eðlilegra spurninga um atburðina inna borgarstjórnar en fékk bara skammir fyrir að trufla borgarstjórann í einræðu sinni.

Svona hefði hreppstjórinn á Reyðarfirði aldrei hagað sér.    


SVIK???

Það er ekki erfitt að skilja vonbrigði og sárindi þeira sem lenda í skuldafeni með erlendu lánin sín. Það eru nefnilega ekki langt síðan að Sjálfstæðismenn og Framsókn ásamt fjölda fjármálaspekinga töldu fólki trú um að efnahagsástandið á Íslandi væri með afbrigðum gott, ekki síst vegna stöðugleikans.  Það var því eðlilegt að fólk tæki lán í stöðugri og sterkari gjaldmiðli en krónan.

Nokkrum mánuðum síðar er stöðugleikinn allur á braut, gengi krónunnar í djúpum skít og fjármálaráðherra og ríkistjórnin með allt niðrum sig.

Auðvitað hefðu bankar átt að útskýra hætturnar við að fjármagna stór kaup með erlendum lánum.  Íslendingar hafa búið við handónýtar ríkistjórnir árum saman og vita að það er aldrei á stöðugleika að treysta í lýðveldinu.  En það er varla hægt að tala um að einn svíki annan í þessu samhengi.  Hér gildir "veldur hver á heldur" og ef viðtökum lán vitum við að við þurfum að borga andvirði þess til baka með vöxtum, vaxtavöxtum og gengismuninn líka ef lánið er tekið í erlendri mynt.     


mbl.is Bílalánin þungur baggi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eðlileg vantrú

Ekki veit ég hvort ríkisstjórnin er að svæla til sín bankana aftur. Haf vantrú á því.  En það er deginum ljósara efnhagsspekinagar Evrópu hafa eðlilega vantrú á getu ríkisstjórnar lýðveldisins. Annað hvort vill ríkistjórnin ekki rétta úr efnahagskrippunni eða einfaldlega getur það ekki. 

Verðbólgan, gjaldþrot, uppsagnir í atvinnulífinu og stöðnunin sem nú hrjáir íslenskt efnahagslíf er að sjálfsögðu bautasteinn ríkistjórna Íslands síðasta áratuginn. 


mbl.is Markaðurinn hefur vantrú á bönkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óli er að gera góða hluti

Frábær frammistaða hjá Blikunum að slá Keflavíkút úr bikarnum.  Enn enin sönnun þess að stundum vinnur Davíð Golíat. 

Það er greinilegt að Óli er á réttu róli með Blikana og ekki kæmi mér á óvart þó hann léki sama leikinn og Kristján hjá Keflavík og endurreisti Blikana sem topplið í fótboltanum.  Ég held að maður verði að fara aftur til 8. og 9. áratugar síðustu aldar til að finna Breiðablik stabílt meðal bestu liða landsins.  En þá var Basli líka bakvörður og það skipti mikluSmile


mbl.is Magnús tryggði Blikum sæti í undanúrslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KR - Grindavík

Svona er lífið.  Og ég sem hafði vonast eftir að fá einmitt þessi, mér svo hjarfólgnu lið, í bikarúrslitin.

Ég hefði splæst á sjálfan mig Íslandsferð ef það hefði orðið. 

Áfram KR


mbl.is KR í undanúrslit - Grindavík úr leik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fúkyrði vegna fávisku

Það er ótrúleg heimska að hundskamma starfsfólk Spalar fyrir ákvarðanir stjórnar fyrirtækisins. Það eru hvorki vaktmenn eða starfsfólk í gjalskýlum sem ákveðið hafa að taka gjald fyrir aftanívagna.

Það er líka sauðsháttur hjá fyrirtækinu að auglýsa ekki með áberandi hætti að gjalds sé krafist fyrir hjólhýsi og aðra tengivagna. 

Ég hef mikið ekið um Evrópu og farið í gegnum mörg göng og hraðbrautir þar sem gjalds er krafist fyrir að fá að aka spottann.  Allstaðar er krafist aukagjalds fyrir hjólhýsi og tengivagna.  Þannig að þetta er ekkert sérfyribæri hjá Speli á Íslandi og ég verð að segja að það er bara sjálfsagt að menn borgi fyrir hjólhýsin sýn líka.


mbl.is Dólgslæti og dónaskapur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekert má nú segja!!!

Skelfing er það skelfilegt að menn, sem hættir eru að þjálfa, skuli fá keppnisbann fyrir að lýsa skoðunum sínum.  Eru menn ekki að verða of hörundsárir eða er það bara sjálfsagt að menn mæli ekki orð af vörum nema þau falli að nomum KSÍ og annarra íþróttasambanda.

 Þetta þætti slæmt ástand í pólitíkinni.


mbl.is Tveir þjálfarar í bann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðiganga með selum

Mikið var það ljómandi fínt að 48 menn skildu skemmta sér svona vel við að rölta um með selunum. Ekki skemmir það ánægjuna að selnum hefur fjölgað verulega frá síðustu talningu.

En það sem ekki er jafn ánægjulegt er að selurinn kostar okku óhemju peninga á hverju ári í hringormatínslu. Það ætti því að vera í góðu lagi að hefja selveiðar á ný.  Maður hefur ekki séð nokkrn mann í selsskinnsjakka síðan Halldór Ásgríms fluði til Danmerkur.  


mbl.is Selatalning gekk vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband