Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Ekki tíðindi sjávarútvegsráðherrans

Mikið innilega samgleðst ég Einar K sjávarútvegsráðherra.  Loksins, eftir öll þessi ár með fiskveiðistjórnun, eygjum við nú vonarneista. Það ÞOKAST Í RÉTTA ÁTT.   Þessu ber að fagna.

Það veit hver einasti maður sem eitthvað hefur komið nálægt sjómennsku og fiskveiðum að fiskveiðistjórnunin hefur verið á villigötum frá upphafi. Eftir því sem meira er verndað minnka stofnarnir. Hvernig stendur á því??

Einhvern vegin finnst mér að nú sé að koma tími til að fá erlenda sérfræðinga til að gegnulýsa HAFRÓ og reyna af öllum mætti að finna hvar vitleysan liggur.  Kanski þarf bara að senda stofnunina í sneiðmyndatöku til að komast að því hvað veldur klúðrinu.  


mbl.is Vorrall færir vonarneista en engin stórtíðindi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gardínurnar kostuð 10 milljónir

Er svo hjartanlega sammála að þetta er rugl.  En þetta rugl er bare ekkert óalgengt bæði hér í Noregi og svo virðist ruglið vera að planta sér niður á Íslandi líka.

Þegar menn eru farnir að fá yfir hálfan milljarð í fyrir að hætta hjá einhverju fyrirtæki lítur það ekki bara út sem rugl í augum venjulegra launþega. Hjá þeim llítur þetta líka út fyrir að vara brjálsemi, heimtufrekja og ekki síst þjófnaður frá þeim sem sparað hafa nokkrar krónur til að kaupa sér hlutabréf.

Látum vera að menn sem hafa staðið sig vel í stjórnun fyrirtækja sem hafa vaxið og dafnað undir þeirra stjórn.  Það er sjálfsagt að verðlauna slíka stjórnendur. En ekki með hálfu milljarði.

Norðmönnum er enn minnisstætt þegar Kjell Inge Rökke rak forstjóra ens fyrirtækja sinna í London.  Hann var rekinn fyrir bruðl með fjármuni fyrirtækisins og þótti standa sig illa starfi.  Sá fékk þokkalegan strafslokasamning.  Alla vega nóg til að koma sér til Noregs og leita sér að annari vinnu í einhverja mánuði.  Pakkinn hefði örugglega nægt mér og öðrum fótgönguliðum í atvinnulífinu í mörg ár.

En steinin tók úr þegar forstjórinn ætlaði að hirða gardínurnar úr forsjóraíbúðinni í London og hengja þær fyrir gluggana heima hjá sér í Ósló.  Að vísu hafði forstjórinn keypt gardínurnar sjálfur, eftir kræsnu vali eiginkonunnar, en að sjálfsögðu borgaði Rökke.  Sjálfsagt hefði forstjórinn fengið að hafa með sér gluggatjöldin ef þau hefðu verið eins og hjá venjulegu fólki. Svo var bara alls ekki þar sem þau voru úr sérhönnuðu og ofnu efni og kostuðu litilar 700 þúsund nkr.  Það er hátt í 10 milljónir ísl. kr. 

Þessar gardínur vildi Rökke hafa sjálfur enda aldrei heyrt getið um jafn dýrar gardínur í 140m2 íbúð.  

 


mbl.is „Hluti af ruglinu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjarabarátta og úrtölufólk

"Er ekki í vafa um að atvinnubílstjórar munu endanlega tapa stuðningi meðal meginþorra landsmanna ef þeir láta verða af því að efna til þessa stóra stopps sem þeir hafa í kortunum".

Svo skrifar Stefán F. Stefánsson frændi minn.  Auðvitað eru ekkim allir baráttumenn fyrir bættum lífskjörum jafn vel máli farnir.  En þeir hafa allir jafn mikinn rétt til að setja fram skoðanir sínar og   mestu ræusnillingar veraldarsögunnar.  

Nákvæmega þetta, hin neikvæða tilvitnun í upphafi færslunnar, er það sem íslenskkir launþegar hafa alltaf fengið í andlitið þegar þeir hafa staðið frammi fyrir harðri baráttu fyrir launum og lífsafkomu sinni. Þvi miður hefur hefur þessi neikvæðni fyrir bættum lífskjörum, runnin undan rifjum gamla flokkseigandafélags folkks allra landsmanna, dregið máttinn úr  lífskjarabaráttu  íslenskra  launþega.

Nú er öldin önnur. Fjölmiðlar eru orðnir frjálsari á Íslandi og Íslendingar vita hvernig fólk í nágrannalöndunum hefur það.  Þeir vita að það eina sem er dýrara í Noregi en á Íslandi er mjólk og mjólkurafurðir og bílar. Þannig er það á hinum Norðurlöndunum líka.

Ef íslensk alþýða ætlar einhverntíma að búa við svipuð eða jafn góð kjör og nágrannaþjóðrinar verður hún að berjast fyrir því.  Það er engin sem gefur alþýðunni betri kjör eða nokkuð annað.

Úrtölufólk þarf kanski ekki betri kjör. En það hefur alltaf verið tilbúið að þyggja launahækkanir sem verkalýðsbáráttan hefur fært hinum venjulega launþega. Ég ætla ekkert að segja hvort það fólk, sem alltaf er neikvætt í garð kjarabaráttu, á skilið nokkrar kjarabætur. 

 En ég myndi gleðjast ef íslensk alþýða gæti lifiða jafn góðu lífi af 8 tíma vinnu degi á Íslandi eins og ég geri af 7 tíma vinnudegi í Noregi.

Þess vegna hvet ég alla sem vettlingi geta valdið styðja vörubílstjórana og krefjast þess að geta lifað af dagvinnuinni einni saman. 

GÞÖ

http://orangetours.no/ 


Vörubílstjórar á villigötum? NEI

Það sem vörubílstjórarnir eru að gera núna er það sem öll verkalýðshreyfingin á Íslandi á að vera búin að gera fyrir löngu.

Á Íslandi eru hæstu vextir sum um getur á vesturlöndum. Kaupmáttur er sá lægsti í N-Evrópu og vinnutími sá lengsti sem þekkist í nágrannalöndunum sem við berum okkur gjarnan við. 

Ef það er þetta sem þjóðin vill eiga bílstjóranir bara að halda kjafti og vinna vinnuna sína fyrir skít og ekki neitt.

Lífskjör á Íslandi koma aldrei til með að batna fyrr en efnahagsumhverfinu verður breytt í sátt og samlyndi ríkisvalds, atvinnurekenda og launþega.  Til þess að svo geti orðið verður að setja nýja menn í stjórnarstólana í Seðlabankanum. 

Seðlabankinn er stórt krabbameinskýli í íslensku efnahagslífi í dag.  Það sjá allir nema þeir sem honum stjórna.

GÞÖ

http://orangetours.no/


Loksins er tími til að segja Loksins

Það er full ástæða til að óska Grímseyingum til hamingju með bátinn sem loksins er nú klár til að ferja bæði fólk og varning til og frá eynni.

Við skulum svo sannarlega vona að ferjan reynist vel eftir alla þá bið og þann kostnað sem hún hefur haft í för með sér.  Mér er til efs að það finnist dýrara skip á Íslandi pr lengdarmeter.

Grímseyingar!!!  Skemmtið ykkur vel í dag og til hamingju enn og aftur með bátinn.

GÞÖ

http://orangetours.no/


mbl.is Jómfrúrferð Sæfara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Misvitur Seðlabankastjóri

"Ákvörðun Seðlabankans í gær um vaxtahækkun er misráðin"...  Svo segir í bréfi frá Samtökum Atvinnulífsins.

Það er ekki nokkur maður hissa á þessari staðhæfingu Vilhjálms Egilssonar hjá SA. Hann hefur áður sagt þetta og margir aðrir líka. Það sem maður er kanski mest hissa á er  að það sem Vilhjálmur segir er alveg satt.  Greiningadeildir erlendra stórbanka taka undir með Vilhjálmi og kórfélögum hans í atvinnulífinu.

Kolvitlaus vaxtapólitík Seðlabankans er það sem er að setja íslensku bankana í vandræði með lánsfé. Það kemur hart niður á bæði fyrirtækjum og venjulegu launafólki sem verður, eins og alltaf, verst úti þegar harðnar á dalnum í atvinnullífinu.

Það er því sorglegt, en eins og við var að búast, að heyra Davíð Seðlabankastjóra, sem ber höfuðábyrgð vitleysunni í bankanum og Geir forsætisráðherra, sem horft hefur aðgerðarlítill eða laus á alla vitleysuna, kenna ameríska húsnæðismarkaðnum og einhverjum undiróðursmönnum um árás á íslenska efnahagskerfið um hvernig komið er.   

Ef íslenskar ríkisstjórnir, um aldur og ævi hér eftir, átta sig ekki á því núna að Seðlabankastjóra djobbið er ekki á færi misviturra stjórnmálamanna heldur sérfræðinga, þá er þjóðin sennilega bara betur sett án ríkistjórnar.  Það væri kanski best að skipta landinu upp í sjálfstæð landshlutafylki sem færu með efnahgassmálin hvert í sínum landshluta ásamt fulltrúum sveitafélaganna.  

Það yrði alla vega ekki vitlausara en núverandi efnahagsstjórn.

GÞÖ

http://orangetours.no/ 


Læknaði hlustaverk með kossi á brjóstin

 

 

Kona nokkur, í bænum Sarpsborg í Austfold fylki í Noregi, þjáðist af vægum hita og hlustaverk.  Ekkert var því eðlilegra fyrir konuna en að bregða sér á heilsugæsluna og fæa lækni til að binda enda á kranknleika sinn.

Þegar hún komst loks að hjá lækninum  voru aðferðir aðferðir ekki alveg eftir bókinni. Alla vega leist konunni ekki alveg á vinnubrögðin.  Hann byrjaði á að kíkja inn í eyru hennar sem hlýtur að teljast normalt þegar fólk er með hlustaverk.

En síðar færðist fjör í doksa. 

Hann baðkonuna að fara úr að ofan því hann ætlaði að hlusta lungu hennar.  Konunni þótti það einkkennilegt athæfi við hlustaverk en gerði þó eins og læknirinn bað um.  Hún hafði ekki fyrr farið úr peysunni að hann byrjaði að hlusta hana í bak og fyrir.  Því næst tók hann brjóst hennar út úr brjóstahaldaranum kreisti þau um stund áður en hann bað hana að leggja sig á bekkinn.  Enn þótti konunni lækninrinn fara ótroðnar slóðir í lækningu sinni en hún gerði þó eins og hann bað um.

  

Þegar konan var lögst á bekkinn fók fyrst steininn úr. Doktorinn byrjaði að kyssa brjóst hennar og dást að því hve þau væru falleg.  Er hér var komið gerði konan sér grein fyrir því að það var eitthvað allt annað en að lækna hlustaverkinn sem læknirinn hafði í hyggju. Nokkuð sem hún vildi ekki taka þátt í. 

Hún stóð því upp og þakkaði lækninum sem nú gerðist hann enn djarftækari og læddi hendinni niður í buxnastreng hennar.  Konunni brá að sjálfsögðu og snar  hætti við að þakka fyrir meðferðina heldur hljóðaði upp og skipaði honum að hætta þessari ágengni. Því næst dreif frúin sig í peysuna og hljóp út af leikstofu læknisins. Á ganginum hitti hún hjúkrunarkonu og sagði henni sínar farir ekki  sléttar.  Sú ráðlagði henni að kæra málið til lögreglu sem hún og gerði

 

Lægreglan í Austfold virðist hafa nóg að gera. Allavega fékk konan með hlustaverkinn litla hjálp. Því nokkrum dögum eftir kæruna fékk hún tilkynningu um að laganna verðir myndu ekki aðhafast frekar í máli hennar.

Auðvitað lét konan ekki staðar numið og kærði til heilbrigðisnefndar fylkisins. þar var tekið á málinu og við rannsókn þess kom í ljós að a.m.k tveir læknar við þessa sömu heilsugæslustöð höfðu á þriggja mánaða tímabili beitt sjúklinga sína kynferðislegu áreiti. 

GÞÖ

http://orangetours.no/

 


Bannað að kaupa þjónustu portkvenna

Í Noregi er talið að um 2500 konur stundi vændi.  Þar af eru það rúmlega 1000 sem eru í götuvændinu.  Nú á að fara setja lög í landinu sem gera þessar konur atvinnulausar. Í nýju lögunum verður nefnilega karlmönnum bannað að kaupa sér blíðu þeirra.  Og ekki nóg með það. Á þinginu heyrast raddir um að hrammur laganna muni grípa þá karlmenn glóðvolga sem kaupa sér þjónustu vændiskvenna erlendi.  Þar með gæti hluti vændiskvenna í bæði Gambíu og Thailandi misst drjúgan hluta tekna sinna þar sem þessi lönd eru vinsæl meðal Noðmanna sem ekki fá notið ásta heima fyrir í nægu mæli.

Ekkert er þó minnst á að norskum konum, sem fara í hópferðum til Gamíu til að njóta þjónustu fylgdarsveina, verði refsað við heimkomu komist upp um þær.

Í lagafrumvarpinu er ekki gert ráð fyrir að neitt verði gert fyrir hinar atvinnulausu portkonunur. Ekki fá þær atvinnuleysisbætur eftir að atvinnugrein þeirra verður lögð niður.

 

Talskonur í kvennaathvörfum leggja til að þessum konum verði boðið upp á námskeið og þjálfun í "hefðbundnum kvennastörfum" svo þær geti unnið fyrir sér á "heiðarlegan" hátt.  En sannleikurinn er sá að þær norsku konur sem stunda vændi hafa valið þetta starf sjálfar eftir því sem komið hefur fram í viðtölum við margar þeirra.

 

Og af hverju ætli þær hafi valið sér vændið sem atvinnugrein?  Jú. Að vinna sem kassadama í stórmarkaði stendur ekki undir þeim útgjöldum sem lífstíll þeirra kallar á. Vændið er einfaldlega betur borgað og þær geta skipulagt vinnutíma sinn sjálfar.  Svo segir alla vega trúnaðarkona norskra gleðikvenna í Ósló.

GÞÖ

http://orangetours.no/

 

Ríki og Kirkja

það gekk ekki báráttulaust fyrir norksu kirkjuna að fá að skipa biskupa sína sjálf. Umræður um ríkiskirkju eða sjálfstæða kirkju hafa lengi verið í gangi í konungsríkinu.   Kirkjuráð og biskupar hafa krafist algers sjálfstæðis kirkjunnar en kirkjumálaráðherrara, hver eftir annan, hafa haldið fast í "sitt".

 Ríkistjórnin lofaði þó kirkjunni auknu sjálfstæði en aftók með öllu að hún fengi að skipa biskupana sjálf. Þar vildi ráðherrann hafa tögl og haldir.  Kirkjan verður þó enn ríkisrekin nokkuð sem muslimum, hindúum og örðum trúfélögum finnst óréttlætanleg mismunun.   

Nú er það svo að Noregur er fjölmenningarríki.  Hér gæti hæglega komið upp sú staða að muslimi yrði kirkjumálaráðherra.  Sá gæti þess vegna skipað mulla Krekar biskup.  Hann er jú trúarleiðtogi.

Bókstafstrúarfólk innan kirkjunnar er annars allt annað en ánægt með þróun mála hinnar lúthersku ríkistrúar.  Þeim finnst ríkistjórnin á góðri leið með að afkristna Noreg með því að leggja niður kennslu í ristnum fræðum en taka þess í stað upp "húmanísk fræði" þar sem öllum trúarbrögðum er gert jafn hátt undir höfði.

GÞÖ

http://orangetours.no/

 


mbl.is Losað um tengsl ríkis og kirkju í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fósturmorðingjar

Á síðustu þremur árum hefur fjölgun fóstureyðinga, fóstra sem greinst hafa með Downs syndrom, þrefaldast í konungs og olíuríkinu Noregi. Nær allar konur sem náð hafa 38 ára aldri láta eyða fóstri sínu greinist það með Downs syndrom einkenni.

Það er ekki að spyrja að því að kirkjunnar menn láta áhyggjur sínar óspart í ljós yfir þessum fósturmorðum eins og sumir kalla þessa aðgerð. En svo virðist vera að fleiri og fleiri norskar konur vilji ekki fæða börnin ef vart verður við einhverja fósturgalla á fyrri hluta meðgöngunnar.

Það eru svo sem ekki bara kirkjunnar fólk sem líkar illa þessi þróun því margir innan heilbrygðiskerfisins og fólk alment er ekki íkja hrifið þegar gangur lífisins er hrifsaður úr hendi skaparans og mannskepnan sjálf ákveður sköpunarverkin.

GÞÖ

http://orangetours.no/


Næsta síða »

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband