Uwe Røsler er gleyminn eða óheiðarlegur sjálfur

Það er hárétt hjá Rösler og Gaagrde að Kristján Örn lék boltanum áfram þó hann sæi einn Víkinganna liggja á vellinum.  En af hverju lá Víkingurinn á vellinum.  Hann datt án þess að nokkur bryti á honum. Hann ar ekki meidur á höfði og það var ekkert að honum sem dómari taldi hættulegt eða þyrfti að stöðva leikinn út af.

 Þess vegna er það helber vitleysa að saka Krisján Örn um óheiðarleika.  Hann hefur alla tíð síðan hann kom til Noregs verið til fyrirmyndar á vellinum og talinn með "heiðarlegri" leikmönnum í norska boltanum í dag.

 En kíkjum þá á sjálfan Rösler og  lærisvein hans, Alan Gaarde.  Í tvígang í sumar og haust hafa leikmenn Viking sýnt mótherjum sínum sama óheiðarleika og þeir saka Kristján Örn um nú. Í annað skiptið var það í norsku deildinni og í hitt skiptið í Evrópukeppni.  Í bæði skiptin lágu andstæðingar þeirra niðri, með höfuðmeiðsli, eftir gróf brot Vikinganna án þess að þeir sæju ástæðu til að spyrna boltanum útaf.  Í Evrópueiknum kostaði óheiðarleikinn mótherjann mark.  Aldrei hefur Uve Rösler beðist afsökunar fyrir óheiðarleika leikmanna sinna eftir það þrátt fyrir að TV2 hafi sýnt brot þeirra á skjánum núna eftir að ásakanirnar á Krisján komu fram.

Málið er að Rösler er í tómu tjóni með Viking.  Margir spáðu liðinu meistaratittlinum í haust en reyndin er að Viking hefur alla leiktíðina verið gaufa í kjallaranum í úrvalsdeidinni og löngu búnir að missa af öllum mögulegum verðlaunum í norska boltanum í ár.  Þetta svíður Þjóðverjanum sjálfsagt.  SKil það vel.  En ég skil ekki af hverju hann sakar Krisján Örn Sigurðsson um óheiðarleika.

Uwe Rösler var frábær knattspyrnumaður og er í dag einn af baestu þjálfurum í Noregi.  Ásakanir hans á Akureyringinn hafa skaðað hann sjálfan miklu meira en nokkrun tíman Krisján Örn.

Þannig er nú það.

   


mbl.is Kristján Örn sakaður um óheiðarleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Góður Dunni minn, við stöndum með okkar mönnum, og þetta er svo leiðinlegt þegar menn liggja og ekkert að þeim. Ekki æsa Viðar vin okkar meira upp með þessu krónuseðla hjali, já útsæðið gerði okkur kröftuga og fáir staðir alið af sér betri fótboltamenn miðað við höfðatölu en við hér á Eski. Lét mig nú hafa það að far norður fyrir fjall og horfa á leikinn og það var bara í lagi, enda stóð ég þar í hópi góðra manna drengjanna frá Sigurðarhúsi og Gústa frá Skorrastað.

Grétar Rögnvarsson, 16.9.2008 kl. 09:15

2 Smámynd: Dunni

Ekki ónýtur félagssskapur sem þú hefur verið í.  Hefði verið gaman að vera þar með ykkur.

 Það þarf nú meira en gortið í mér til að æsa Viðar vin okkar.  Hann er alltaf pollrólegur og gerir góðlátlegt grín að þeim sem honum finnst eiga það skilið og það er bara gott.  Frábær humor hjá Krónuseðlinum.

Dunni, 16.9.2008 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband