Wayne Rooney

er enn eitt gott dæmi um unga "villimenn" sem verða að toppleikmönnum í höndunum á ALex Ferguson. Ferguson fylgdi uppskrift landa síns, Bills Shankly og seinna meir Bob Paisleys, sem tóku efnilega ungg´ðinga og gerðu þá að kanntspyrnumönnum með því að kenna þeim út á hvað agi gengur.

Það er engin tilviljun að síðustu 20 árin hefur enginn knattspyrnustjóri ungað út fleiri toppleikmönnum en Alex Ferguson.  Erfitt að kyngja þessu en annað væri bara heimska.  Ferguson er besti stjóri enski knattspyrnustjórnn síðustu 20 árin.  Hann er reyndar Skoti en það er merkilegt að ekki einn einasti Englendingur leiðir topplið í enska boltanum.  Og nú  hafa Tjallarnir neyðst til að fá útlendig aftur til að leiða landslið sitt.

Það er eitthvað að í menntuninni hjá ensku þjálfurunum.


mbl.is Dagar rauðu spjaldanna taldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyrðu, bíddu bíddu... var Wayne Rooney ekki að skora mörk á fullu með Everton 16 ára gamall???? Ekki er hann að skora mikið í dag??? Hann var frábær áður en Ferguson fékk hann til sín. Hann er orðin betri á margan hátt nema þann að hann er hættur að skora og um það snýst jú fótboltinn. Að skora fleiri mörk en andstæðingurinn. Eigum við nú ekki að róa okkur aðeins í að þakka Ferguson fyrir of mikið.

Frelsisson (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 16:57

2 Smámynd: Dunni

Rooney var efnilegasti leikmaður Englands þegar Ferguson krækti í hann. Mikið rétt. Hann skoraði þónokkuð af mörkum. En Skotinn sem stýrir Everton réði ekkert við táninginn vilta frá Liverpool. Þeir voru upp á kant frá fyrstu stund. Stjónin hjá Everton hélt fund eftir fund um hvernig þeir ættu að meðhöndla Wayne Rooney sem var í tómu tjóni.  Ofan á annað bættist að Rooney hafði engan áhuga á að spila fyrir Everton. Og til Liverpool vildi hann alls ekki fara. 

Það þarf engan snilling til að sjá að það var hans lán og lukka að fara til Manchester og í förðurlega umsjá Alex Ferguson. Svo kemur spurningin um það hvenær Rooney verður "of stór" fyrir Old Trafford. 

Dunni, 16.9.2008 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband