Færsluflokkur: Bloggar
Það er búið að vera fróðlegt að fylgjast með fréttum í norska sjónvarpinu í morgun. Að sjalfsögðu hefur það sagt skilmerkilega frá björgunaraðgerðunum í Englandi og létu heldur ekki eftir liggja að segja frá afstöðu Brown og Darling til ummælanna frá Íslandi í gærkvöldi.
Enn á ný eru ráðamenn á Íslandi að eyðileggja orðspor þjóðarinnar með blaðri sínu um að það sé sjálfsagt að svíkjast undan að greiða skuldir sínar.
Þá segir frá því, á síðu 135 í textavarpi NRK, að ferðaþjónustan á Íslandi sé af ar glöð með ástandið og hyggist nýta sér það til að sleja lopapeysur sem aldrei fyrr. Fólk er hvatt til að koma taka sér ferð yfir hafið til eyjarinnar og fá peningana virði að fullu í höfuðborginni.
Það sem ferðaþjónustan á Íslandi gleymir, ef rétt er eftir haft á NRK, er að flugar til Íslands er þrisvar sinnum dýrara en að fljúga til Evrópulandanna þannig að hagnaðurinn af Íslandsreisunum verður ekki eins mikill og margir halda.
Á þessum féttum sést að maður getur stoltur setið fyrir framan sjónvarp og útvarp og hrifist af hverju höfiðngjarnir á Íslandi gleðjast yfir.
Litli verður Vöggur feginn.
![]() |
Geir tjáir sig ekki um ummælin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 8.10.2008 | 11:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Við höfum verið að gantast með það í Ósló síðustu daga hvort Íslendingafélgið og söfnuðurinnn ættu ekki ekki að kýla efna til versluarferða til Íslands. Nú er alvaran orðin slík að maður gantast ekki með íslenskt efnahagslíf.
En verslunarferðir til Íslands, frá Norðurlöndunum, eru ekki raunhæfar. Því miður þrátt fyrir að gengi krónunnar sé nú 22,90 NOK. Ástæaðn er sú að bara flugmiðinn til Íslands kostar meira en 3 daga ferð með flugi og gistingu til Eystrasaltslandanna þar sem verðlag er frekar hagstætt fyrir okkur líka.
En það væri vissulega gjaldeyrisaukandi ef hægt væri að fá frændþjóðirnar á færibandi í verslunarferðir heim. Að því ber að stefna.
![]() |
Til Íslands í innkaupaferðir? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 8.10.2008 | 09:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Verð að segja að þetta var hetjuleg aðgerð hjá metnaðarfullu íþróttafélagi. Vonandi fylgja fleiri á eftir og reki félögin í samræmi við efnahagsumhverfið á eyjunn.
Það er deginum ljósara að laun Kanana í dag eru öllu hærri í krónum talið en þau voru um fyrir helgi.
Gott framtak hjá ykkur Snæfellingar.
![]() |
Snæfell segir upp samningum við erlenda leikmenn og þjálfara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 7.10.2008 | 10:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
![]() |
Fagnaði Stabæk of snemma? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 7.10.2008 | 08:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það er greinilega mikill munur á gengi krónunnar eftir því hver það er sem selur og kaupir. Á Íslandi stendur evran í 155 krónum meðan hún kostar 195 krónur í Evrópu.
Á Íslandi kostar kostar ein norsk króna 18,60 krónur meðan hún kostar 20,84 íslenskar krónur í kr í Noregi.
Fróðlegt væri að vita hvers vegna munurinn er svona milkill?
![]() |
Evran á 155-195 krónur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 6.10.2008 | 15:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta viðtal við Grétar Þorsteinsson verður að teljast merkilegt í ljósi þess að Geir Haarde hefur haldið því fram að gott samstarf sé á milli ríkistjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins.
Út úr orðum Grétars má hins vegar lesa að ekkert samband er lengur á milli stjórnvalda og launþegasamtakanna. Sá áhugi hefur að öllum líkindum horfið þegar þegar ríkisvaldinu tókst að ljúga lífeyrissjóðina til að henda einhverjum hundruðum milljarða í hítina.
Það verður fróðlegt að fylgjast með hvort samstarfið við stjórnarandstöðuna verður ámóta náið og samstarfið við launþegasamtökin.
![]() |
Launþegasamtök ekki boðuð til funda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 6.10.2008 | 12:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Heiður var ásatrúarmönnunum ofar öllu öðru. Það kom berlega í ljós á Alþingi þegar árið 930 og þannig hélst það lengi. Eftir að hafa lesið blogg hjá Ómari R í morgun og datt mér i hug að birta mínar eigin hugrenningar um frumbyggja landsins okkar og viðhorf þeirra til heiðurs, vináttu og tryggðar.
Íslendingasögurnar segja að sjálfsögðu örlagasögu þeirra er fyrstir byggðu landið okkar. En rauði þráðurinn í sögunum er barátta höfðingjanna til að vernda heiður sinn og ættarinnar. Þá skipti miklu máli að eiga trygga vina því óvinir leyndust allstaðar.Egill Skallagrímsson átti fáa en trygga vini. Þannig var það með þá sem voru Óðins menn. Njáll á Bergþórshvoli var engin vígamaður og margt bendir til að hann hafi verið maður Njarðar og Freys áður en hann flæktist inn í kristnina. Freys menn og Njarðar voru gjarnan friðsemdar menn sem stunduðu kaupskap frekar en vígaferli. Gunnar á Hlíðarenda hefur mjög sennilega verið maður Þórs. Gunnar hefur verið í meðallagi greindur og frekar "naiv" á stundum. Tryggur var hann vinum sínum og gerði engum órétt. Og manna fræknastur var hann í hernaði og íþróttum. Þannig var það um marga .á er Þór fylgdu. Þór var talinn til hinna heimskari guða og ósjaldan nýtti Óðinn sér það að bregða sér í kvikinda líki og spila með Þór.Allir áttu þessar persónur sem ég hef nefnt það sameiginlegt að setja heiður, vináttu tryggð ofar öllu. Fóstbræðralagið var innsigli á ævilanga tryggð sem ekkert fékk grandað.Mér finnst stundum að stjórnmálamenn nútímans hefðu gott af því að lesa sögurnar og reyna að læra örælítið af þeim. Sérstaklega finnst mér að þeir í Frjálslyndaflokknum þurfi að læra hvað heiður og tryggð raunverulega þýðir. Þeir eiginleikar eru nefnilega jafn mikils virði í dag og þeir voru fyrir 1100 árum. Menn sem eru samherjar í stjórnmálaflokki vega ekki hver annan. Stjórnmálaflokkur er svo sem ekkert fóstbræðraígildi. En það er vettvangur sem menn hafa lýst yfir vilja að berjast saman á. Þegar samstaða bregst var það kallað ótryggð í Íslendingasögunum. Verra orðspor var ekki hægt að fá á sig á þeim tíma.
Alþingismennirnir í dag sverja eiða að því fara eftir samvisku sinni. Gera þeir það? Stjórnendur lífeyrissjóðanna hafa svarið okkur launþegum eið, samkvæmt lögum lífeyrissjóðanna, að gæta hagsmua okkar og einskis annars. Gera þeir það þegar þeir virðast hafa tekið 200 milljarða úr sjóðunum erlendis til að flytja í hítina heima? Verkalýðsforystan hefur svarið okkur eið að því að gæta hagsmuna okkar. Gerir hún það á sama tíma og einn forystumanna hennar, Aðalsteinn Baldursson, vill að lífeyrissjóðirnir verði fluttir heim?
Ég er á því að allir sem einn þeirra sem með stjórn og löggjöf landsinsins fara ættu að taka sér góðan tíma þegar atinu nú er lokið til að lesa Íslendingasögurnar. Þeir gætu lært mikið af þeim Gunnari og Njáli, Agli og Arinbirni, Kjartani Ólafassyni og Hrafnkeli Freysgoða. Þeir geta mikið lært af þessum körlum, bæði gott og vont. Þeir þurfa nefnilega að skilja að heiður og tryggð eru kostir sem allataf eiga við. Ekki bara daginn sem þeir sverja þingeiðinn.
![]() |
Biðlað til helstu vinaþjóða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 5.10.2008 | 19:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Aðeins hefur verið skorað eitt mark í norsku deildinni í hálf leik. Það var Ferdrikstad sem skoraði gegn Lilleström. Bíðið víð. Garðar Jóhanns var að skora gullfallegt mark á 49. mín.
Eins og staðan er nú er það bara Fredrikstad sem getur náð Stabæk ef þessi úrslit halda sér.
Skulum bara vona það. Þá fáum við alla vega íslenskan deildarmeistara í konungsríkinu.
Bloggar | 5.10.2008 | 17:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það var bæði fallega og vel gert hjá mínum mönnum að berjast til síðasta bóðdropa og uppskera 3-2 sigur eftir að komið manni í rusl í fyrrihálfleik og lífshættulega háspennu í þeim seinni.
Skiptir náttúrlega mestu að geta brosað í leikslok yfir stigunum þremur.
En enn einu sinni verður maður að setja spurningarmerki Arbeloa sem á alla sök á fyrsta marki City. Og þó hann hafi lagt upp mark fyrir Torres þá eru mistök hans alltof mörg. Finnst að Benni ætti að láta Dossena fá fleiri tækifæri. Hann virkar meira traustvekjandi en Arbeloa sem kostaði okkur ófá stig í fyrra og sýnist lítið hafa bætt sig síðan þá.
![]() |
Magnaður sigur Liverpool |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 5.10.2008 | 16:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Það er ekki bara að veislan sé búin. Við höfum ekki lengur efni á ýsu og soðnum kartöflum sem gáfu okkur ómældan kraft öldum saman auk lambakjötins á sunnudögum. Ýsan er orin alltof dýr svo nú verðum við bara að treysta á kartöflurnar og niðurgreidda lambakjötið. Þeir geta ekki selt það úr landi þar sem við erum búin að borga inn á það með niðurgreiðslunum.
![]() |
Veislan búin á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 5.10.2008 | 11:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
-
stebbifr
-
adhdblogg
-
alla
-
adalsteinnjonsson
-
arogsid
-
pelli
-
kaffi
-
beggipopp
-
bjarnihardar
-
bokakaffid
-
gattin
-
disadora
-
fannarh
-
gislisig
-
gretaulfs
-
gretarro
-
jyderupdrottningin
-
gudrununa
-
gthg
-
hafsteinnvidar
-
heidistrand
-
hehau
-
helgigunnars
-
hermingi
-
drum
-
disdis
-
ingabaldurs
-
veland
-
jakobk
-
jonkjartansson
-
jon-o-vilhjalmsson
-
jonerr
-
kalli33
-
ktomm
-
loopman
-
st1300
-
7-an
-
palmig
-
krams
-
ragnarb
-
raggiraf
-
ragnar73
-
ridartfalls
-
sng
-
snorribetel
-
vefritid
-
thormar