Færsluflokkur: Bloggar
Það er mikið talað um slæma lausafjárstöðu íslesnku bankanna. Bankarnir sjálfir hefu örugglega getað lappað örlítið uppá lausafjárstöðuna með því að skera aðeins niður laun stjórnenda fyrirtækjanna. Fyrrum bankastjóri Glitnis í Noregi, Frank O Reite, var einn best borgaði bankastjóri konungsríksins með um 700 milljónir í árslaun.
Læt hér fylgja með tengingar við norsku fjármálapressuna ef einhver hefur áhuga á að lesa það sem hún skrifar í dag:
http://www.na24.no/article2286240.ece NA24
http://www.dn.no/ DN forsíðan
http://e24.no/boers-og-finans/article2702667.ece E24
![]() |
Atburðir í Bretlandi felldu Kaupþing |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 9.10.2008 | 10:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bara fyrir tveimur og hálfum sólarhring lánaði ríkið Kaupþingi 500 milljarða til að fleyta bankanum áfram. Svo vaknar maður upp við að norska pressan greinir frá því að Kaupþing hafi verið yfirtekið af FME. Nokkuð sem menn, síðast í gær, sögðu að aldrei myndi gerast.
Nú á fólk að fara að krefja ráðamenn þjóðarinnar um hvað eiginlega er um að vera. Á kvöldin leggst fólk til hvílu og trúirv því að botninum sé náð og á morgun byrjum við að ganga upp brekkuna aftur. Svo vaknar þjóðin við nýtt rothögg næsta morgun. Má kanski reikna með að á morgun taki FME yfir Seðlabankan og að um helgina verði Ísland orðið að fylki í Noregi.
Alla vega eru nú kröfur um að norska ríkið kaupi allt hlutafé Kaupþings í Store Brand og örðum norskum stórfyrirtækjum þar sem Kaupþing hefur komið sér fyrir með mikið magn hlutabréfa. Ef Norðmenn á annað borð opna veskið til að kaupa rústirnar af Kaupþingi í Noregi geta þeir alveg eins klárað að brunaútsöluna á Íslandi með því að kaupa rústirnar upp. Hugsið ykkur að geta vaknað á mánudegi sem þegnar í konungsríki.
![]() |
FME yfirtekur Kaupþing |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 9.10.2008 | 06:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Það er ekki oft sem ég tek undir málflutning Michel Platini. Verð að segja eins og er að mér finnst hann forstokkaður hrokagikkur og það hefur mér fundist allt síðan hann var leikmaður Juventus. Það voru aldeilis ólíkir menn, Platini og danski Laudrup.
En nú get ég ekki annað en tekið undir með Fransmanninum. Það er full ástæða til að hafa áhyggjur af þróuninni í enska boltanum, einkum í úrvalsdeildinni. Erlendir auðmenn eignast sífellt fleiri af félögunum. Fáir enskir þjálfarar finnst lengur enskur í Úrvalsdeildinni. Harry Redknap er að verða eins og síðasti Móhíkaninn þar. Og það sem verra er að Englendingar eru í minnihluta í öllum bestu liðum deildarinnar.
Það þykir bara gott hjá Liverpool að hefja leik með 2 enska leikmenn. Manchester U. býður einstaka sinnum upp á 4 englendinga í sínu byrjunarliði meðan það hendir að Arsenal hefur leik án nokkurs Englendings í byrjunarliði sínu. Hjá Chelsea hefja að jafnaði 2 Englendingar leik.
Svo eru menn hissa á að enska landsliðið sé jafn slakt og það hefur verið undanfarin ár. Leikmennina vantar einfaldlega reynslu. Sára fáir þeirra eru reglulega í Meistaradeildinni þar sem boðið er upp á besta fótbolta í heiminum.
![]() |
Platini ósáttur út í ensku liðin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 9.10.2008 | 05:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þá er klukkan farin að halla í miðnætti hérna megin hafsins og draumalandið bíður. Eftir föðurlega ræður ráðamanna þjóðarinnar okkar lítur út fyrir að maður geti bara farið rólegur inn í nóttina. Og ef trúa á Seðlabankastjóranum verður morgundagurinn bara léttur og skemmtilegur í skauti. Krónan hlýtur að stíga og fara á flug fyrir helgi.
Þá er það bara Easy Living framundan.
http://www.youtube.com/watch?v=yQhS-fJ-LFs&feature=related
Bloggar | 8.10.2008 | 21:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Río Ferdinand er góður kanttspyrnumaður og örugglega góður og greindur strákur. Jafnvel þó hann leiki med M.U. Hann er heldur ekki einn um að mislika ofríki Blatters hjá FIFA.
Sepp Blatter hefur farið offari um kontóra FIFA síðan hann var kosinn forseti sambandsins. Og það er rétt hjá Ferdinand að hann hefur ekki látið kynþáttafordóma innan fótboltans til sín taka. Hann einn fékk því ráðið að S-Afríka, sem enn á ekki nothæfan fótboltavöll á að sjá um HM 2010. Hann koma á sjónvarpssamningunum sem geriri ríku félögin ríkar en þau fátækari fátkæari.
En sjálfsagt hefur karlinn líka gert eitt og annað gott og engin vafi á að umgerð topp-fótboltans hefur gerbreyst við peningaaustur sjónvarpsstöðvanna.
Það má því segja að Seppi og Dabbi Seðlabankastjóri eigi eitt sameiginlegt. Þeir eru ráðríkir.
![]() |
Ferdinand gagnrýnir FIFA og Blatter |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 8.10.2008 | 20:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Einhvern veginn gengur mjög illa að fá það út hjá Geir og Björgvini hvað hangi á spýtunni hjá Rússum láni þeir evrumilljarðana.
Kanski láta þeir sér nægja að við borgum með fiski sem engin önnur þjóð vill éta eins og forðum daga. Eða þá að þeir heimti gæðafisk eins og þeir krefjast af Norðmönnum.
Svo gætu þeir líka farið fram að við keyptum aftur af þeim gæðabílana Volga og Gaz rússajeppana. Moskvich verksmiðurnar eru jú farnar á hausin svo það gæti orðið þrautin þyngri á fá keyptan nýjan Moska. En það voru nú sjarmerandi bílar.
![]() |
Fundur um rússneskt lán á þriðjudag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 8.10.2008 | 18:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég var eitthvað að velta fyrir mér sjávarútveginum okkar, sem allar götur hefur verið okkar tryggasta tekjulynd. Nú ætla menn að hækka þorskverðið um 7% og hver veit nema þær auki þorskkvótann líka. Betur að sú yrði raunin.
Nú fundar ríkistjórnin og við bíðum eftir blaðamannafundi Geirs kl 16:00. Datt í hug í framhjáhlaupi að þegar stjórnvöld verða komin fyrir kröppustu sjóanna að þá ættu ríkisstjórnin í heilu lagi að ráða sig sem liðléttinga til sjós í smá tíma og komast að því hve andskoti það getur verið gaman að færa björg í bú. Eitthvað sem við lifum af. Á eftir er ég viss um
að þeim gengi miklu betur að ráðstafa aflahlutnum þannig að hann hafnaði ekki allur í höndum brennuvarga sem lékju sér að því að kveikja í seðlunum.
Myndi mæla með að Geir og Ingibjörg færu á frystitogara. Er viss um að Mái myndi redda þeim hálfdrættingsplássi á einvherju af Samherjaskipunum. Össur og Jóhann ásamt Þorgerði og Björgvini myndu örugglega una sér vel á loðnunni í vetur. Hinir ráðherrarnir gætu svo farið á línubáta nema Árni Matt. Hann er óhaæfur til að vera um borð í bát á milli bryggja. Þess vegna væri Aðalbjörgin í Árbæjarsafninu fín fyrir hann.
![]() |
Ríkisstjórn Íslands á fundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 8.10.2008 | 15:52 (breytt kl. 15:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það verður aldrei af Bubba tekið að hann talar í gegnum hjartað. Hann hefur sitt eigið tungumál og það er auðvelt að skilja fyrir hversu einfalt og oft einlægt það er.
Verðum bara að vona að þeir sem gleðjast nú yfir óförum rokkarans á efnahagssviðnu líði betur og fái gleðileg jól þegar að því kemur.
![]() |
Harmleikur allrar þjóðarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 8.10.2008 | 15:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
![]() |
Fjöldi fólks á mótmælasamkomu Bubba |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 8.10.2008 | 12:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þegar fréttaþulir RÚV höfðu lokið upplestir á harmafréttunum úr viðskiptalífi Íslendinga tóku Rokklandsmenn við stjórninni. Engin getur legið þeim á hálsi fyrir að leggja ekki sitt af mörkum til að halda uppi jákvæðu hugarfari landans. Fyrsta lag eftir fréttir var nefnilega flottasta tónleikaútgáfa súpergrúppunnar CREAM á laginu "I'm So Glad"
Takk fyrkr drengir
![]() |
Lokað í Lúxemborg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 8.10.2008 | 12:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
-
stebbifr
-
adhdblogg
-
alla
-
adalsteinnjonsson
-
arogsid
-
pelli
-
kaffi
-
beggipopp
-
bjarnihardar
-
bokakaffid
-
gattin
-
disadora
-
fannarh
-
gislisig
-
gretaulfs
-
gretarro
-
jyderupdrottningin
-
gudrununa
-
gthg
-
hafsteinnvidar
-
heidistrand
-
hehau
-
helgigunnars
-
hermingi
-
drum
-
disdis
-
ingabaldurs
-
veland
-
jakobk
-
jonkjartansson
-
jon-o-vilhjalmsson
-
jonerr
-
kalli33
-
ktomm
-
loopman
-
st1300
-
7-an
-
palmig
-
krams
-
ragnarb
-
raggiraf
-
ragnar73
-
ridartfalls
-
sng
-
snorribetel
-
vefritid
-
thormar