Færsluflokkur: Bloggar
Menn hafa haldið því fram að orð Davíðs í hinu fræga kastljósi hafi reitt þá Braown og Darling til reiði. En eftir að hafa hlustað á Kastljósviðtalið við Árna Matthiesen læðist sá grunur sterklega að mér að hann hafi ekki sagt allan sannleikan þar. Mín skoðun er sú að Árni hafi vrið búinn að segja, sem skoðun ríkistjórnarinnar, hugmyndir Davíðs um að við myndum ekki borga.
Alla vega er engu líkara nú en að Darling hafi verið orðinn arfa vitlaus áður en Davíð mætti í Kastljósið. Og þá var það enginn annar en Árni sem hafði haft samband við hann samkvæmt tímamælingum fréttanna.
Það er alla vega alveg á hreinu að einvher af leiðtogum okkar lýgur og sú lýgi hefur kostað þjóðina milljarða af milljörðum.
![]() |
Útvarpsviðtal lagði Kaupþing á hliðina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 10.10.2008 | 10:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Verð að segja að hinn týndi Breti er líkari hryðjuverkamanni í útliti en bæði Geir og Árni dýralæknir.
Við skulum vona að kappinn finnist svo við getum skilað honum aftur til Gordons og félaga.
![]() |
Lýst eftir breskum manni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 10.10.2008 | 05:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það þarf svo sem engum að koma á óvart þó heilsubrestur geri vart við sig hjá Seðlabankastjórunum þessa dagana. Álagið á þá er auðvitað ómennskt. En þeir hafa við enga að sakast nema sjálfa sig.
Flestum ber saman um að þeir hafi ekki unnið starf sitt af þeirri fag og trúmennsku sem ætlast er til af fólki í æðastu stöðum þjóðfélagsins. Þá verða viðbrögð samfélagsins hörð og óvægin. Annað hvort verða menn að taka því eða þá hreinlega segja af sér.
Ég tel að það hefði verið miklu sterkari leikur af Ingimundi að segja af sér en að skríða í veikindaleyfi þegar hann getur ekki lengur setið undir gagnrýninni á eigin störf. Raddir úr Seðlabankanum um að mörg mistök hafi verið gerð létta ekki metnaðarfullra manna sem ekki geta skorast undan ábyrgðinni. Allir vita að Davíð tekur aldrei gagnrýni og sjálfsgagnrýni er ekki til í orðasafni hans. Slíkt er ekki til eftirbreytni.
Óska Ingmundi skjóts bata.
![]() |
Seðlabankastjóri í veikindaleyfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 10.10.2008 | 05:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þetta er tileinkað öllum sem vilja vera vinir.
Geir og Árna, Gordon og Alistair, Davíð og Ólafi R.
Hlustið http://www.youtube.com/watch?v=S2Al7u0cKRk
Bloggar | 9.10.2008 | 21:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þá er það fótboltinn á laugardaginn. Verð að segja eins og er að það er mín heitasta ósk að ÍSland nái þokkalegum úrslitum í Rotterdam. Það hefði svo ótrúlega mikið að segja fyrir þjóðarsálina okkar nákvæmlega núna.
Við getum rifist og skammast út af Davíð og Geir og öllum brennuvörgunum sem skilja þjóð okkar eftir í einvherjum verstu erfiðleikum síðan móðuharðindin gengu yfir landið. En við þurfum ekki að rífast og skammast út af landsliðunum okkar. Látum þau verða spegil okkar út á við. Stöndum öll við bakið á okkar mönnum og hugsum með stolti til þeirra á laugardaginn.
Ég fer ekkert fram á stórsigur gegn Hollendingum. Þeir eru með eitt af bestu liðum heimsins núna. En ég vona svo innilega að við töpum ekki stórt. Við eigu svo sannarlega skilið einn góðan gleðigjafa um helgina og þann getum við fengið með góðum úrslitum á vellinum.
Upp með þjóðarstoltið. ÁFRM ÍSLAND
![]() |
Sneijder fær að spila gegn Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 9.10.2008 | 21:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það bjóst eiginlega engin við því að Árni Matt, fjármálaráðherra, gæti varið aðgerðaleysi sitt og ríkisstjórnar Íslands. Tl þess er Árni einfaldlega ekki nógu sterkur stjórnmálamaður. Hann er ekkert.
En yfirklór Davíðs og "félaga" í Seðlabankanum er sorglega máttlaust yfirklór. Mistök hafa verið gerð. Það virðist lang flestum fjármálagreinum vera ljóst að saga Íslands þessa vikuna er saga mistaka á mistaka ofan. Einn bankaráðsmaður Seðlabankans segja mistök bankans mörg og alvarleg og sagði í kjölfarið af sér.
En Davíð og félagar halda því enn fram að þeir einir, aleinir, hafi engin mistök gert. Betur að veröldin öll gæti notið fjármálavisku Seðlabankastjórans STERKA
![]() |
Seðlabanki: Margt sagt sem ekki á við rök að styðjast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 9.10.2008 | 19:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Á blaðamannafundinum í Iðnó í dag sagð Geir Hilmar að samskipti stjórnvalda væru að komast í eðlilegt jorf á ný eftir að hann hafði leiðtrétt, misklining aldarinnar, við Darling fjármálaráðherra Breta.
Skömmu seinna les maður í fréttum að Enn sé Gordon Brown, óvnsælasti forsætisráðherra Breta eftir John Mayor, að viðhorf Íslendinga til erfiðleika íslensku bankanna í Bretlandi seú algerlega óviðunandi. Enn hótar hann okkur málsókn.
Ummæli Brown passa illa við fullyrðingar Geirs.
Svo sagði Geir, eftir því sem fram kemur á visir.is að Helgi Seljan væri fífl og dóni. Það er líka lýgi ef rétt er eftir forsætisráðherranum haft. Helgi er pollrólegur og vel upp alinn Austfirðingur, Krónuseðill, sem bæði er skarp greindur og einstaklega kurteis ungur maður.
Geir H. Haarde hefur mér alltaf fundist einstaklega traustur stjórnmálamaður sem ekki fer með fílfsskap. Hann er líka sérdeilis prúður maður og treður engum um tær. Þess vegna kýs ég að túlka meint ummæli Geirs sem mismæli eða í versta falli sögð í leifturs-reiðikasti.
![]() |
Brown: Viðhorf íslenskra stjórnvalda óviðunandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 9.10.2008 | 18:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þrátt fyrir að búið sé að útiloka Glitni frá norsku Kauphöllinni er ekki algert svarnætti framundan hjá bankanum. Málið er að margir vilja kaupa Glitni.
Fjármálagreinirinn, Jan Erik Gjerland telur að nokkrir bankar hafi áhuga á að kaupa Glitni eftir að bankinn fékk 5 milljarða NOK aðstoð í Noregi í morgun.
SpareBank1 SMN, Handelsbanken og Nordea kunna öll að vera áhugasöm um að eignast Glitni sagði Gjerland í viðtali við norska netmiðilinn, E24.
![]() |
Gengistryggð lán verði fryst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 9.10.2008 | 16:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það er með ólkíkindum að sitja framman við sjónvrpið og hlusta á blaðamannafundi Geirs og Björgvins í Iðnó. Hvert einasta sinn sem íslenskir blaðamenn spyrja þá félaga óþægilegra spurninga svara þeir ekki öðru en einhverju sem engin spurði um. Dæmi um það eru spurningarnar frá Hauki Hauks og Helga Seljan.
Annað sem vekur athygli hér úti í Noregi er að stjórnvöld virðast ekki hafa áhuga á að leysa úr vandamálum almennings í Noregi sem á aura sína inni á reikningum í íslensku bönkunum hér. Jens og Kristin hafa lýst áhyggjumm sínum af því. Hegðun íslenskra stjórnvalda er dálítið einkennileg í ljósi þess að Noregur er eina landið sem boðið hefur Íslandi aðstoð í þessum hremmingum.
Læt hér fylgja með hluta af viðtali við Kristin Halvorsen, fjármálaráðherra, í dn.no nú áðan.
"Uansett hvem som ender opp med regningen til slutt, er finansministerens budskap til kundene i Norge klokkeklart: Dere skal ikke tape en eneste krone på innskudd innenfor den norske garantiordningen på to millioner kroner".
Það fylgdi með að Kristin ætlar að krefjast svara frá íslandi
![]() |
Mjög óvinveitt aðgerð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 9.10.2008 | 16:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Af fréttum að dæma virðist stjórnarandstöðunni enn haldið utan við björgunaraðgerðirv ríkistjórnarinnar. Ríkistjórnin virðist heldur ekki upplýsa stjórnarandstöðuna neitt fram yfir fréttamenn um það sem hún er að bauka.
Það er því ekkert undrandi að trúnaðarbrestur sé að bresta á milli stjórnar og andstöðunnar og það er ekki ákkurat það sem þjóðin þarf á að halda núna og það staðfestir forsætisráðherra með sífelldu tuði um að allir standi saman. Hann þarf því að halda orð sín sjálfur.
Annað sem menn velta fyrir sér hvers vegna í ósköpunum ekki var farið strax í það að finna þá sem klikkuðu og draga þá til ábyrgðar. Þá væri Kaupþing í gangi í dag og gengi krónunnar kanski 20% hærra en í dag.
![]() |
Vilja umræður í þinginu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 9.10.2008 | 12:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
-
stebbifr
-
adhdblogg
-
alla
-
adalsteinnjonsson
-
arogsid
-
pelli
-
kaffi
-
beggipopp
-
bjarnihardar
-
bokakaffid
-
gattin
-
disadora
-
fannarh
-
gislisig
-
gretaulfs
-
gretarro
-
jyderupdrottningin
-
gudrununa
-
gthg
-
hafsteinnvidar
-
heidistrand
-
hehau
-
helgigunnars
-
hermingi
-
drum
-
disdis
-
ingabaldurs
-
veland
-
jakobk
-
jonkjartansson
-
jon-o-vilhjalmsson
-
jonerr
-
kalli33
-
ktomm
-
loopman
-
st1300
-
7-an
-
palmig
-
krams
-
ragnarb
-
raggiraf
-
ragnar73
-
ridartfalls
-
sng
-
snorribetel
-
vefritid
-
thormar