Heiður, Tryggð og Stjónmálamenn

Heiður var ásatrúarmönnunum ofar öllu öðru.  Það kom  berlega í ljós á Alþingi þegar árið 930 og þannig hélst það lengi. Eftir að hafa lesið blogg hjá Ómari R í morgun og datt mér i hug að birta mínar eigin hugrenningar um frumbyggja landsins okkar og viðhorf þeirra til heiðurs, vináttu og tryggðar.

Íslendingasögurnar segja að sjálfsögðu örlagasögu þeirra er fyrstir byggðu landið okkar. En rauði þráðurinn í sögunum er barátta höfðingjanna til að vernda heiður sinn og ættarinnar. Þá skipti miklu máli að eiga trygga vina því óvinir leyndust allstaðar.Egill Skallagrímsson átti fáa en trygga vini. Þannig var það með þá sem voru Óðins menn. Njáll á Bergþórshvoli var engin vígamaður og margt bendir til að hann hafi verið maður Njarðar og Freys áður en hann flæktist inn í kristnina. Freys menn og Njarðar voru gjarnan friðsemdar menn sem stunduðu kaupskap frekar en vígaferli. Gunnar á Hlíðarenda hefur mjög sennilega verið maður Þórs. Gunnar hefur verið í meðallagi greindur og frekar "naiv" á stundum. Tryggur var hann vinum sínum og gerði engum órétt. Og manna fræknastur var hann í hernaði og íþróttum. Þannig var það um marga .á er Þór fylgdu.  Þór var talinn til hinna heimskari guða og ósjaldan nýtti Óðinn sér það að bregða sér í kvikinda líki og spila með Þór.Allir áttu þessar persónur sem ég hef nefnt það sameiginlegt að setja heiður, vináttu tryggð ofar öllu.  Fóstbræðralagið var innsigli á ævilanga tryggð sem ekkert fékk grandað.

Mér finnst stundum að stjórnmálamenn nútímans hefðu gott af því að lesa sögurnar og reyna að læra örælítið af þeim. Sérstaklega finnst mér að þeir í Frjálslyndaflokknum þurfi að læra hvað  heiður og tryggð raunverulega þýðir. Þeir eiginleikar eru nefnilega jafn mikils virði í dag og þeir voru fyrir 1100 árum.  Menn sem eru samherjar í stjórnmálaflokki vega ekki hver annan. Stjórnmálaflokkur er svo sem ekkert fóstbræðraígildi. En það er vettvangur sem menn hafa lýst yfir vilja að berjast saman á. Þegar samstaða bregst var það kallað ótryggð í Íslendingasögunum. Verra orðspor var ekki hægt að fá á sig á þeim tíma.  

Alþingismennirnir í dag sverja eiða að því fara eftir samvisku sinni.  Gera þeir það? Stjórnendur lífeyrissjóðanna hafa svarið okkur launþegum eið, samkvæmt lögum lífeyrissjóðanna, að gæta hagsmua okkar og einskis annars. Gera þeir það þegar þeir virðast hafa tekið 200 milljarða úr sjóðunum erlendis til að flytja í hítina heima?  Verkalýðsforystan hefur svarið okkur eið að því að gæta hagsmuna okkar.  Gerir hún það á sama tíma og einn forystumanna hennar, Aðalsteinn Baldursson, vill að lífeyrissjóðirnir verði fluttir heim?

Ég er á því að allir sem einn þeirra sem með stjórn og löggjöf landsinsins fara ættu að taka sér góðan tíma þegar atinu nú er lokið til að lesa Íslendingasögurnar.  Þeir gætu lært mikið af þeim Gunnari og Njáli, Agli og Arinbirni, Kjartani Ólafassyni og Hrafnkeli Freysgoða. Þeir geta mikið lært af þessum körlum, bæði gott og vont. Þeir þurfa nefnilega að skilja að heiður og tryggð eru kostir sem allataf eiga við. Ekki bara daginn sem þeir sverja þingeiðinn. 

 


mbl.is Biðlað til helstu vinaþjóða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Frábær pistill hjá tér og skemmtilegur til lestrar......

Já tad má med sanni segja ad fortídin getur fært okkur margt inn í nútímann.

Margir Tórar eru sem rádamenn tessarar tjódar og margir Ódnar sem nýta sér tad ......Ég er örugglega ein ad fáum sem hafa lesid lítid af íslandssögunum  tó nokkrar ,á tær allar ,og munu tær bída berti tíma.

Eigdu gódann dag.

Gudrún Hauksdótttir, 6.10.2008 kl. 07:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband