Færsluflokkur: Bloggar
Ekki hugnast mér að því að útlendingar eignist Moggann. Reynsla Norðmanna af því að útlendigar eignist fjölmiðlana er ekki góð og ég hef enga trú að að reynsaln verði neitt betri á Íslandi.
Mogginn er ríkisfjölmiðill í dag nokkuð sem hlýtur að vera eitur í beinum þeirra sem stofnuðu blaðið á sínum tíma. En svona er nú komið erfingjunum var ekki treystandi fyrir blaðinu og nú er það meira á hausnum en flest önnur fyrirtæki þjóðarinnar. Skuldirnar eru slíkar að ekki er hægt að kaupa blaðið án þess að milljarðar skulda verði felldar niður. Þar með er blaðið komið á framfæri skattgreiðenda.
Sennilega væri best að ríkið breytti skuldunum í hlutabréf og ætti blaðið í félagi við Vilhjálms hópinn. Þá væru menn öryggir um að Morgunblaðið yrði í eigu almenningshlutafélags og þannig er hægt að koma í veg fyrir gírugir útrásarvíkingar eignist þrotabúið á brunaútsölu.
Mogginn á að vera íslenskur. Svo einfalt er það.
Cosser ræðir við Fréttablaðsmenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 22.2.2009 | 18:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Atli Gíslason hitti naglann á höfðuðið þegar hann sagði að útrásrarvíkingarnir yrðu dæmdir sem þjóðníðingar af þjóð sinni skiluðu þeir ekki til baka með milljarðanna sem þeir fóru með úr landi fyrir bankahrunið. Auðvitað eru þessir menn ekert annað en þjóðníðingar þegar afleiðingar græðgi þeirra skilur eftir heila þjóð í neyð og skuldahala upp á þúsundir milljarða meðan þeir hafa sjóði sína í skattaskálkaskjólum um víða veröld. Þetta eru í raun verðmæti sem þjóðin á en ekki þeir.
Ég velti líka fyrir mér hvort ekki sé réttlætanlegt að kalla þá stjórnmálamenn, sem sköpupðu gerspillt viðskiptaumhverfi á Íslandi, þessu sama nafni líka, þjóðniðingar. Það er alla vega ljóst að lögin sem þeir settu á Alþingi hafa ekki reynst þjóðinni vel heldur afspyrnu illa.
Svo fer nú að verða full ástæða til að rannsaka embættisfærslur fyrrverandi forsætisráðherra, Geirs Haarde, sem sagði að aðgerðareysi sitt hafi reynst þjóðinn svo vel. Í skjóli hans virðist Ísland hafa orðið að einni stærstu peningaþvottavél í Evrópu þar sem svartir peningar rússnenskra auðkýfinga bæði þvegnir og þurkaðir.
Þá hlýtur aulaskapur Geirs þegar hann nennti ekki að hafa samband við Gordon Brown til að fá skýringu á hryðjuverkalögnunum að jaðra við stjórnsýslubrot. Eða vissi Geir kannski um athafnir Landsbankamanna sem gerðu tilraun til að tæma sjóði bankans í Englandi eftir að hrunið á Íslandi byrjaði sl. haust? Vissi Geir að Gordon Braown var í fullum rétti til að beita þessari umdeildu lagasetningu á Íslensku þjóðina sem þarmeð missti allt traust siðmenntaðra vina þjóða sinna?
Hvað dvelur hinn sérstaka saksóknara? Af hverju heyrist hvorki hósti eða stuna frá honum?
Útrásarvíkingana á válista | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 22.2.2009 | 14:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hermann Hreiðarsson er einn glæsilegasti knattspyrnumaður Íslands á þessari öld. Hann hefur alltaf staðið sig með prýði hvar sem hann hefur komið. Það segir miklu meira um Tony Adams en Hermann af hverju hann hefur fengið svo fá tækifæri með Portsmouth undir stjórn fyrrum Arsenalfyrirliðans í vetur. Adams var rekinn og Hermann blómstrar.
Adams þarf á skólun að halda og Hermann Hreiðarsson getur hjálpað honum með það. En ég er ekki viss um að Adams geti nokkurn tíman gert Hermann að betri knattspyrnumanni. Hemmi er nefnilega betri en Adams bæði sem knattspyrnumaður og MAÐUR.
Hermann vinsæll hjá stuðningsmönnum Portsmouth | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 22.2.2009 | 00:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Eggert Gunnþór klikkar ekkert. Austfirðirnir hafa ekki verið þekktir fyrir stórlið í fótboltanum en mörgum góðum knattspyrnumanninum hefur verið ungað út fyriri austan. Og Austri á drjúgan þátt í því.
Vil bara óska Eggerti til hamingju með markið sitt og fjölskyldunni á Eskifirði til hamingju með strákinn.
Eggert skoraði fyrir Hearts | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 21.2.2009 | 19:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þóra Kristín er virkilega vel að titlinum, Blaðamaður Ársins, komin. Það hefur verið einstaklega skemmtilegt að fylgjast með efnistökum hennar á "krísufréttum" vetrarins þar sem umfjöllun hefur borið af á netmiðlunum og þótt víðar væri leitað.
Þóra Kristín hefur gert mbl.is að áhugaverðasta netmiðli á Íslandi.
Þóra Kristín blaðamaður ársins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 21.2.2009 | 19:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég skil vel áhuga sjómanna fyrir að fá loðnukvóta og það strax. Depluævintýrið er úti og því lítið fyrir flotan að gera annað en kolmunatrollið lengst suður í hafi.
Vandamálið er bara að það er erfitt að gefa veiðileyfi á það sem ekki er til. Steingrímur vill greinilega hafa vaðið fyrir neðan sig og lái honum hver sem vill. Hann verður samt að hlusta á okkar reyndustu skipstjóra og taka tillit til þeirra viðhorfa sem oftast hafa farið betur saman við veruleikann en það sem frá se´rfræðingunum á Hafró kemur. Er eiginlega með ólíkindum hve reikniskúnstir þeirra klikka hrikalega í hert skipti sem þeir reyna að setja einhverjar tölur á blað.
Held að Steingrímur komist ekki hjá því að auka loðnukvótan finni bátarnir einhverja loðnu um helgina. Við þurfum á hverjum ugga að halda til að greiða niður skuldir okkar.
Loðnukvóta strax | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 21.2.2009 | 14:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sjálfstæðisflokkurinn er heppinn að hafa þingmann eins og Illuga Gunnarsson í sínum röðum. Það verður að segja eins og er að eftir að flokkurinn hraktist, með skömm, út úr stjórnarráðinu er Illugi Gunnarsson einn fárra þingmanna flokksins sem er málefnalegur í málflutningi sínum og því skemmtilegur á að hlýða. Bjarni Benediktsson, leiðtogaefni flokksins, hefur einnig staðið undir væntingum og passað sig vel að fala ekki í sömu gryfju og Sigurður Kári, Birgir Ármannsson og Guðlaugur þór sem allir eru eins og leiðinlegir skrípakarlar þegar þeir opna munninn.
Fyrst ég er nú farinn að tala hlýlega um þingmenn Sjálfstæðisflokksins verð ég líka að nefna Ragnheiði Ríkharðsdóttur og Guðfinnu S. Bjarnadóttur sem hafa algera yfirburði yfir aðrar konur í þingflokknum með málefnalegum málflutnigi sínum í umræðum á þinginu. Glæsilegar þingkonur báðar tvær.
Af því mig langar að enda þessa stuttu færslu á jákvæðu nótunum ætla ég ekkert að minnast á Þorgerði Katrínu.
Illugi nýtur mests stuðnings í 1. sæti í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 21.2.2009 | 08:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ekkert er æðislegra en að vinna Keflavík á þeirra eigin heimavelli. Það leiðir alltaf hugan að meistaratittlinum árið 1996 sem Grindvíkingar unnu eftir 4 - 1 sigur á Keflvíkingum í úrslitakepnninni og það á þeirra eigin heimavelli. Körfuboltaunnendur, utan Keflavíkur, gleyma því seint þegar David Grissom reyndi að þurka Spaldingmerkið úr andlitinu eftir troðslu Rodney Dobarts sem sveif eins og hrægammur yfir landa sinn um leið og hann tróð boltanum í gegnum körfuna og í ennið á Grissom.
David var marga daga að reyna að þvo Spalding stimpilinn úr andlitinu. Einkar leiðinlegt fyrir hann þar sem hann vann hjá Nike um þær mundir.
En hvað um það. Grindvíkingum finnst ekkert skemmtilegrra en að sigra Keflvíkinga í Keflavík. Það gerir heimferðina nefnlega exstra skemmtilegra.
Grindvíkingar sóttu tvö stig til Keflavíkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 20.2.2009 | 23:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Verð að viðurkenna að Grétar Mar er ekki minn eftirlætis þingmaður. Fylgdist með honum sem skipstjóra, einkum er hann reyndi að veiða síld við og inni á Austfjörðunum og þá þegar efaðist ég um leiðtogahæfileika hans.
Nú hef ég fylgst með karlinum á þingi þetta kjörtímabilið og ég efast ekki um að Grétar vill vel og ólíkt mörgum öðrum hugsar hann ekki fyrst og síðast um rassgatið á sjálfum sér. Það er ekki lítill kostur. Hins vegar fannst mér hann ekki standa sig er hann sigaði Ása karlinum, kvótalausum, til sjós á tryllunni og tók svo á móti honum, með löggunnu, og klappaði honum á öxlina er hann tók land með einvherja þorsktitti í karinu. Hann klikkaði líka gersamlega í Kastljósinu þegar hann skiptist á skoðunum (það er nú kannski of gott orði í þessu tilfelli) við töffarann frá LÍÚ. Þar fór Grétar undan í flæmingi án þess að þurfa þess því vatnsgreiddi drengurinn frá LÍÚ bullaði allan tímann.
Hins vegar óska ég Grétari góðs gengis í kosningunum og vona að hann komist aftur á þing. Hann og formaður hans, Guðjón Arnar, eru tryggir verjendur sjómanna á þinginu. Ég er æði smeykur um að rödd sjómanna væri hjáróma þingsalnumnyti þeirra ekki við. Ég vona að Frjálslyndir komist í þá aðstöðu að geta pressað fram réttlátar breytingar á kvótakerfi Davíðs og Halldórs sem fremur örðu er upphafið af fallinu mikla í lok september 2008.
Grétar Mar vill leiða listann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 20.2.2009 | 18:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ekki veit ég hversu mikil völd forsætisráðherra verða yfir Seðlabankanum samkvæmt frumvarpi um Seðlabanka sem nú er rætt á Alþingi. Hins vegar er alveg ljóst að forsætisráðherra hefur hvergi nærri nógu mikil völd samkvæmt nýverandi lögum um bankann. Annars væri búið að kasta brennuvarginum í bankastjórastólnum á dyr fyrir nokkru.
En að hlusta á Árna Matthiesen mala um of mikil völd forsætisráðherra er í besta falli heimskuleg. Árni Matthiesen er nefnilega sá ráðherra sem lengst hefur gengið í að misnota vald sitt. Með aðstoð dómsmálaráðherrans fyrrverandi, Björns Bjarnasonar. Báðum var þeim stjórnað með spotta úr Seðlabankanum er þeir réðu héraðsdómarann margfræga. Þeir létu vel að stjórn báðir tveir og þverbrutu allar venjur og túlkuðu lögin eins þröngt og mögulegt var til að þóknast Davíð Oddsyni sem óttaðist að sonurinn fengi ekki starf "við hæfi." Og svo verður vesalings Þorsteinn að dragnast með þennan stimpil í andlitinu það sem eftir er starfsæfi hans. Það verður honum varla til framdráttar þegar hann sækir um stöðuhækkun.
Árna hefði farið betur að þegja í dag í þeirri von að þjóðin gleymdi valdnýðslu hans. Þess í stað kallaði hann á athygli fólks sem nú rifjar upp heimskupör dýralæknisins úr Hafnarfiði meðan hann gengdi starfi ráðherra.
Árni M. Matthiesen á að hafa rænu á að skammast sín fyrir afglöp sín í ríkisstjórn svo ég tali ekki um framgöngu hans í málum Sparisjóðs Hafnarfjarðar.
Seðlabanki Jóhönnu Sigurðardóttur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 20.2.2009 | 14:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
- stebbifr
- adhdblogg
- alla
- adalsteinnjonsson
- arogsid
- pelli
- kaffi
- beggipopp
- bjarnihardar
- bokakaffid
- gattin
- disadora
- fannarh
- gislisig
- gretaulfs
- gretarro
- jyderupdrottningin
- gudrununa
- gthg
- hafsteinnvidar
- heidistrand
- hehau
- helgigunnars
- hermingi
- drum
- disdis
- ingabaldurs
- veland
- jakobk
- jonkjartansson
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- kalli33
- ktomm
- loopman
- st1300
- 7-an
- palmig
- krams
- ragnarb
- raggiraf
- ragnar73
- ridartfalls
- sng
- snorribetel
- vefritid
- thormar
Af mbl.is
Innlent
- Megum búast við rigningu, slyddu eða snjókomu
- Ökumaður undir áhrifum lenti í umferðaróhappi
- Brýtur upp ásýnd miðbæjarins
- Flokkur fólksins fær ekki styrk í ár
- Andlát: Hrafnhildur Guðfinna Thoroddsen
- Búseti kærir Reykjavíkurborg
- Bjóða börnum og ungmennum frítt í sund
- Ég hef verið kjaftaskur mikill
- Sjö með þriðja vinning í EuroJackpot
- Eldur kom upp í ruslagámi í Skeifunni
- Upphaf Covid19 líklega tengt leðurblöku
- Þetta er ógnvænleg staða
- Dagur kveður borgarstjórn
- Uggvænlegur undirtónn
- Vörubíll valt á hliðina