Þjóðníðingar

Atli Gíslason hitti naglann á höfðuðið þegar hann sagði að útrásrarvíkingarnir yrðu dæmdir sem þjóðníðingar af þjóð sinni skiluðu þeir ekki til baka með milljarðanna sem þeir fóru með úr landi fyrir bankahrunið.  Auðvitað eru þessir menn ekert annað en þjóðníðingar þegar afleiðingar græðgi þeirra skilur eftir heila þjóð í neyð og skuldahala upp á þúsundir milljarða meðan þeir hafa sjóði sína í skattaskálkaskjólum um víða veröld.   Þetta eru í raun verðmæti sem þjóðin á en ekki þeir.

Ég velti líka fyrir mér hvort ekki sé réttlætanlegt að kalla þá stjórnmálamenn, sem sköpupðu gerspillt viðskiptaumhverfi á Íslandi,  þessu sama nafni líka, þjóðniðingar.  Það er alla vega ljóst að lögin sem þeir settu á Alþingi hafa ekki reynst þjóðinni vel heldur afspyrnu illa.

Svo fer nú að verða full ástæða til að rannsaka embættisfærslur fyrrverandi forsætisráðherra, Geirs Haarde, sem sagði að aðgerðareysi sitt hafi reynst þjóðinn svo vel. Í skjóli hans virðist Ísland hafa orðið að einni stærstu peningaþvottavél í Evrópu þar sem svartir peningar rússnenskra auðkýfinga bæði þvegnir og þurkaðir.

Þá hlýtur aulaskapur Geirs þegar hann nennti ekki að hafa samband við Gordon Brown til að fá skýringu á hryðjuverkalögnunum að jaðra við stjórnsýslubrot.  Eða vissi Geir kannski um athafnir Landsbankamanna sem gerðu tilraun til að tæma sjóði bankans í Englandi eftir að hrunið á Íslandi byrjaði sl. haust?  Vissi Geir að Gordon Braown var í fullum rétti til að beita þessari umdeildu lagasetningu á Íslensku þjóðina sem þarmeð missti allt traust siðmenntaðra vina þjóða sinna?

Hvað dvelur hinn sérstaka saksóknara?  Af hverju heyrist hvorki hósti eða stuna frá honum?


mbl.is Útrásarvíkingana á válista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er hjartanlega sammála þér ,þetta eru Þjóðníðingar,sem hafa framið Landráð.Bak við lás og slá með þessa menn.

Þóra Guðrún Grímsdóttir (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 14:58

2 identicon

Sæll norsari,

Er í sumarbústaðnum og er að kíka á bloggið. Nýbúinn að taka MU fánan niður eftir sigur gærdagsins. Datt í hug að kíkja yfir bloggið þitt í vikunni.

Við verðum alltaf vinir, en erum ekki sammála um allt frekar en þegar við vorum saman í herbergi hér forðum einn vetur. Það þarf ekki að velta fyrir sér að við erum sammála um þá ánægju sem fylgir því að Kvík liggur fyrir okkur Grindvíkingum. Við eigum hins vegar ekki samleið í fótboltanum, en gætum verið sammála um að strákurinn þinn stendur sig vel á sjónum, mér líst vel á hann. Ég verð aldrei sammála þér um að Grétar Mar sé góður þingmaður og aldrei sammála þér um að hann hafi rétt fyrir sér í sjávarútvegsmálum, en ég er líka ósammála þér um hvernig fiski maður hann var. Grétar var fiskimaður, en hann var ekki einbeittur og þess vegna seldi hann kvótann sinn, og missti útgerðina. Ég er sammála þér um að Illugi og Bjarni Ben eiga sér framtíð sem forystumenn þjóðarinnar, þeir eru nýr tími í pólitík, en mér finnst Atli Gísla, svo ágætur sem hann er, ekki setja mál sitt fram þannig að fólk skilji hann. Hann er of fræðilegur og of vinstri sinnaður, sem ég skil ekki alveg af hverju er.

En hvað um það gömul vinátta er góð og endist þó fólk hittist ekki og skoðanir skipta ekki öllu máli í þeim efnum.

Var að uppgötva að Siggi Jónasar sem var með okkur í RHS er í næsta bústað, kíki á hann næst þegar ég sé að hann er hér um leið og ég.

Bið að heilsa,

bestu kveðjur

ET

ET (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 15:25

3 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Hjartanlega sammála þér vinur. Já og boltinn, Hemmi er bara nagli. Siglum nú seglum þöndum aðeins 700 sml á milli staða Eskifj-kolmunaslóð nógur tími fyrir boltagláp. Spennandi í dag Liverpool- Man C Kv Grétar

Grétar Rögnvarsson, 22.2.2009 kl. 16:15

4 Smámynd: Dunni

Já félagar.  Er hræddur um að Liverpool hafi tryggt MU meistaratitilinn í dag. Lagði það á mig að sitja yfir leiknum allt þar til 5 mínútur vrou til leiksloka. Þá bara nennti ég ekki meir og fór að tala í síma.

Ef þú hittir Sigg J. þá skilar þú kveðju.  Hann var herbergisfélagi minn seinni veturinn í RHS. Reyndar var Stjáni Gunnlaugs líka með okkur í herbergi.

Annars held ég að við séum sammála um fleira en við erum ósammála um.  En sagði ég að Grétar Mar væri góður þingmaður??.  Það finnst mér nefnilega ekki.  En held að hann vilji vel en ég kunni bara ekki við að segja að hann væri svo vitlaus að hann réði ekki við starfið.   Ég lenti í að gera við nótina fyrir hann á sínum tíma. Það var og er enn eitthvert það skraultegasta sem ég hef komist í um dagana.  Þess vegna myndi ég aldrei treysta honum fyrir báti.  Varla hjólbörum.

Strákurinn er ágætur. Maður getur alla vega treyst honum og hann er viljugur.  Menn geta komist ágætlega af með þá kosti.

Ég sé að þið eruð komnir suður undir Skotland. Nokkuð löng leið að sækja þann ófríða fisk, kolmuna. En það er þó bót í máli að geta horft á fótbolta þegar siglingarnar eru svona langar.  Verst að sjá aldrei skoska boltann.  Eggert er að standa sig svo djéskoti vel.  Skoraði í gær.

Annars bara bestu kveðjur úr konungsríkinu.

Dunni, 22.2.2009 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband